Fréttablaðið - 20.02.2005, Side 39

Fréttablaðið - 20.02.2005, Side 39
9 RAÐAUGLÝSINGAR „KÓPAVOGSLAG” Samkeppni um afmælislag Afmælisnefnd Kópavogs auglýsir eftir KÓPAVOGSLAGI, ásamt texta, í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Lagið skal vera frumsamið og má ekki hafa verið gefið út áður. Textinn skal vísa til einhvers er varðar Kópavog. • Verðlaun fyrir sigurlagið eru kr. 400.000. • Dómnefnd velur úr innsendum lögum. • Laginu, ásamt prentuðum texta, skal skilað á geisladiski undir dulnefni og skal rétt nafn, heimili og sími höfundar fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Nánari upplýsingar gefnar í síma 570-1600 Skilafrestur er til 1. apríl 2005 og utanáskriftin er: „KÓPAVOGSLAGIД Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs Fannborg 2, 200 Kópavogi Auglýsing um formannskjör í Samfylkingunni Á landsfundi Samfylkingarinnar fer fram formannskjör. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri. Framboðum skal skilað á aðalskrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigar- stíg 1, Reykjavík, fyrir kl. 16 fimmtudaginn 10. mars 2005. Framboði skulu fylgja meðmæli minnst tuttugu félagsmanna úr hverju kjördæmi, sbr. gr. 6.1 í lögum flokksins. Berist fleiri en eitt framboð verður kosið á milli frambjóðenda. Komi fram krafa minnst 150 félagsmanna um allsherjaratkvæða- greiðslu, póstkosningu, sbr. gr. 6.1, hefst hún um 30 dögum fyrir auglýstan landsfund. Kjörstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í Reykjavík 20.-22. maí 2005. Dagskrá og fundarstaður tilkynnt síðar. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Kjarvalsstofa í París er íbúð með aðgengi að vinnaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkur- borgar, Menntamálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir, sem í stofunni dvelja, greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna ásamt fleiri listamannaíbúðum og miðast við kostnað af rekstri hennar. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Par- ís og á árinu 2005 verða þau 287 evrur á mánuði fyrir einstakling en 366 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn skv. reglum Cité en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Int- ernationale varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunar- tíma sinn. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu tímabilið 1. ágúst 2005 til 31. júlí 2006. Umsóknir skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Tekið er á móti um- sóknum til stjórnarnefndarinnar í upplýsingaþjónustunni á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Einnig má nálgast umsóknareyðu- blöð ásamt upplýsingum á www.reykjavik.is/menning Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 21. mars 2005. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. KJARVALSSTOFA Í PARÍS Samkvæmt 34. gr. laga Félags ísl- enskra símamanna skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar, varastjórnar, trúnaðarráðs og varamanna í í trúnaðarráð. Með hliðsjón af framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl 16:00 föstudaginn 17. mars 2005 og ber að skila tillögum fyrir þann tíma á skrifstofu fé- lagsins að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Hverjum lista skal fylgja skrifleg staðfesting þeirra sem á listanum eru. Reykjavík 15. febrúar 2005 Stjórn Félags íslenskra símamanna Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Grindavíkurbær auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í Hópshverfi. Tekið verður við umsóknum um lóðir í Hópshverfi frá og með mánudeginum 21. febrúar 2005, á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík. Svæðið sem hér um ræðir liggur austan við Víkur- braut og norðan við Austurveg. Reiknað er með að svæðið verði tilbúið undir byggingarframkvæmdir í lok apríl. Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar : Einbýlishús á einni hæð, 12 lóðir. Parhús á einni hæð, 10 lóðir. Raðhús á einni hæð, 2 lóðir með 4 húsum og 2 lóðir með 3 húsum. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur, lóðarblöð og skipulagsskilmálar fást afhent á bæjarskrifstofunni Víkurbraut 62. Nánari upplýsingar gefur byggingarfulltrúinn í Grindavík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.