Fréttablaðið - 20.02.2005, Page 47
Sögusviðið er Siglufjörður um
miðja vornótt. Togari frá Akur-
eyri kemur inn til löndunar.
Fjörðurinn er sléttur og togarinn
sker hafflötinn þegar hann
skríður öruggri siglingu undir
stjórn Stefáns Aspar skipstjóra
að bryggju. Leigubílar bíða á
bryggjunni, bílstjórarnir hafa
verið fengnir til að aka áhöfninni
til Akureyrar. Torfi Aspar, bróð-
ir Stefáns skipstjóra, er meðal
þeirra sem fá far með þeim bíl
sem fyrstur leggur af stað. Bíl-
stjórinn er ekki málgefinn. Situr
þegjandi meðan hann ekur af
þekkingu ógnvekjandi veginn.
Þó ekki sé komið sumar ber svo
vel við að Lágheiði er fær – líka
fyrir fólksbíla. Bílstjórinn beyg-
ir upp heiðina. Klukkan er að
verða sjö að morgni. Í þá daga
var ekkert næturútvarp,
morgunútvarp hófst klukkan sjö.
Ferðin gengur vel, vanur og góð-
ur bílstjóri, sem segir ekki auka-
tekið orð. Fram undan er háheið-
in, Ólafsfjörður og síðan hinn
hrikalegi vegur um Ólafsfjarðar-
múla. Þá voru engin göng, bara
brattar og hættulegar skriður.
Múlinn hafði hrætt marga veg-
farendur. Í leigubílnum eru þrír
sjómenn sem allir eru kaldir
karlar og leigubílstjóri sem kann
til verka. Og þegir. Þegar klukk-
an er að verða sjö spyr Torfi
Aspar bílstjórann hvort ekki sé
unnt að hlusta á fréttir þegar út-
varpið hefur sína dagskrá. Bíl-
stjórinn svarar engu, kveikir
bara á útvarpinu. Innan stundar
slá klukkurnar til merkis um að
dagskráin sé að hefjast.
„Útvarp Reykjavík, útvarp
Reykjavík, góðan dag,“ segir Jón
Múli Árnason með sinni fínu og
fallegu rödd.
Torfi fékk óskir sínar uppfyllt-
ar og leyndi ekki gleði sinni með
að heyra í Jóni Múla og segir: „Er
þetta ekki Múlinn?“
„Múlinn,“ segir bílstjórinn
með blæ þess sem vill fræða fá-
vísa og hristir höfuðið, ekki mik-
ið en leggur áherslu á hvað hon-
um er misboðið, en sem fyrr seg-
ir hafði hann þagað til þessa.
„Múlinn, nei gæskur, þetta er
ekki Múlinn, þetta er nú bara
Lágheiðin.“ ■
NÝJAR
ÍSLENSKAR
ÞJÓÐSÖGUR
með Sigurjóni
Saga af... leigubílstjóra
SIGURJÓN M. EGILSSON
sigurjon@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 19
orðlingaholt er nýtt íbúðahverfi austan Seláshverfis í Reykjavík. Þar verður útvörður
byggðar í austur með vinsæl útivistarsvæði á alla vegu. Í suðri er Elliðavatn, í austri áin Bugða,
Rauðhólar og Heiðmörk, í vestri Elliðaárdalur og í norðri Rauðavatn og Hólmsheiði. Í fullbyggðu
Norðlingaholti verður byggð með liðlega 900 íbúðum, auk atvinnuhúsnæðis. Ennfremur verða í
hverfinu grunnskóli, leikskólar, verslunarmiðstöð og önnur þjónusta. Byggingarframkvæmdir í
Norðlingaholti eru hafnar og gatnagerð vel á veg komin. Deiliskipulagi syðst í Norðlingaholti hefur
verið frestað ótiltekið.
Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar og Rauðhóll ehf. auglýsa eftir kauptilboðum í
byggingarrétt í 3. áfanga Norðlingaholts.
Í boði eru:
• 2 lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 51 – 57 íbúðum
• 5 lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús með samtals 62 íbúðum
• 1 lóð fyrir keðjuhús með 12 íbúðum
• 6 lóðir fyrir einbýlishús
Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, deiliskipulagsskilmálar og almennir lóðaskilmálar fást á
skrifstofu Framkvæmdasviðs, Skúlatúni 2, 3. hæð. Þessi gögn verða afhent endurgjaldslaust á
geisladiskum eða útprentuð gegn 3.500 króna gjaldi. Þau er einnig að finna á vefsvæði
Framkvæmdasviðs, www.reykjavik.is/bv, undir málaflokknum lóðir. Nánari upplýsingar eru
veittar í síma 563 2310 Kauptilboðum í byggingarrétt í 3. áfanga skal skila til skrifstofu
Framkvæmdasviðs í lokuðum umslögum, merktum „Norðlingaholt – kauptilboð“ fyrir kl. 16.00
föstudaginn 4. mars nk. Fyrir sama tíma skulu bjóðendur hafa greitt tilboðstryggingu, 250.000
kr., ella teljast tilboð þeirra ógild. Tilboðin verða opnuð 4. júní kl. 16.10 í Skúlatúni 2, 5. hæð, að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
ÚTBOÐ Á BYGGINGARRÉTTI Í REYKJAVÍK
Rauðhóll ehf.
N
Reykjavíkurborg
NORÐLINGAHOLT
Hvað er litblinda?
Vísindavefnum hafa borist nokkr-
ar spurningar um litblindu. Þær
eru meðal annars: Hvað er lit-
blinda? Hvernig erfist litblinda?
Er litblinda algeng? Er hægt að
lækna litblindu? Af hverju er sagt
að litblinda sé ríkjandi eiginleiki
hjá körlum en ekki konum?
Hverjar eru líkurnar á að einstak-
lingur fæðist litblindur á öðru
auga?
Litblinda er skert litaskyn
Litblinda er í raun ekki blinda
heldur ástand sem lýsir sér í erfið-
leikum við að greina á milli lita.
Orsökin getur verið erfðagalli eða
sjúkdómur í sjóntaug eða sjónu
augans. Arfgeng litblinda er al-
gengasta gerð litblindu og kemur
fyrir hjá um 8% karla og 0,4%
kvenna. Ástæðan fyrir þessum
mikla mun á tíðni milli kynja er
arfmynstur gallans, það er hvern-
ig hann erfist eins og nánar verð-
ur vikið að hér á eftir. Arfgeng lit-
blinda kemur fram á báðum aug-
um og versnar ekki með tímanum.
Ef sjúkdómur er hins vegar orsök
litblindunnar kemur hún aðeins
fram á sýkta auganu og getur
ástandið þá versnað með tíman-
um.
Einkenni litblindu eru breyti-
leg og fara meðal annars eftir því
hvort hún er meðfædd, áunnin
(vegna sjúkdóms), hálfgerð (hefur
áhrif á skynjun ákveðinna lita) eða
fullkomin (hefur áhrif á skynjun
allra lita sem er mjög sjaldgæft).
Langalgengasta einkennið er að
viðkomandi eigi í erfiðleikum með
að greina á milli rauðra og grænna
lita, það er hefur svokallaða rauð-
græna litblindu. Aðrir greina illa á
milli blárra og gulra lita. Slík lit-
blinda er sjaldgæf en er þó al-
gengasta einkennið ef ástandið
stafar af sjúkdómi. Önnur ein-
kenni eru að hlutir sýnast gráleit-
ir, skert sjón og augntin (augun
titra).
Litblinda er dæmi um
kyntengdar erfðir
Litblinda er klassískt dæmi um
svokallaðar kyntengdar erfðir,
það er erfðir sem stafa af genum á
kynlitningunum. Venjuleg litsjón
erfist með eðlilegu ríkjandi geni
sem er að finna á X-kynlitningi en
litblinda stafar af gölluðu víkjandi
geni. Í ljós hefur komið að í raun
er um tvö litblindugen að ræða,
staðsett mjög nálægt hvort öðru á
X-litningnum og erfast þau oftast
saman sem ein heild.
Konur eru með tvo X-kynlitn-
inga en karlar eru með einn X-
kynlitning og einn Y-kynlitning. Ef
kona erfir eðlilegt litsjónargen á
öðrum X-litningi sínum en gallað
gen á hinum verður hún ekki lit-
blind, því að eðlilega genið ríkir
yfir hinu gallaða. Kona þarf því að
erfa litblindugen frá báðum for-
eldrum sínum, það er vera arf-
hrein um það, til þess að verða lit-
blind. Karl, aftur á móti, erfir ein-
göngu einn X-litning og alltaf frá
móður sinni en engin samsvarandi
litsjónargen eru á Y-litningnum.
Erfi hann eðlilegt litsjónargen frá
móður sinni verður hann með eðli-
lega litsjón, en erfi hann gallaða
genið frá henni verður hann lit-
blindur. Karlar erfa því litblindu
eingöngu frá móður sinni en konur
verða að erfa hana frá báðum for-
eldrunum til að hún komi fram. Ef
faðir er litblindur, skiptir það
engu máli fyrir syni hans, þar sem
þeir erfa ekki X-litning frá hon-
um. Dætur hans erfa hins vegar
allar litblindugenið frá honum.
Þær verða þó ekki litblindar sjálf-
ar nema þær erfi einnig litblindu-
genið frá móður sinni.
Keilurnar greina ekki rétta liti
Litsjónuskynfrumur okkar heita
keilur og eru í sjónu augans, nánar
tiltekið í miðgróp hennar. Þær eru
af þremur mismunandi gerðum
eftir því hvers konar litarefni þær
innihalda en þau gera okkur kleift
að greina frumlitina þrjá, það er
rauðan, grænan og bláan. Sá sem
er með eðlilega litsjón hefur nóg
af öllum litarefnum. Einstaklingar
með brenglaða litsjón eru hins
vegar með gallaðar keilur af einni
eða fleiri gerðum og skortir að
einhverju eða öllu leyti eitt eða
fleiri litarefni. Sá sem er með gall-
aðar grænar keilur sér græna liti
en á erfitt með að greina þá frá
rauðum. Sá sem er með gallaðar
rauðar keilur greinir illa á milli
rauðra, gulra og grænna litbrigða.
Þrjú gen koma við sögu
Komið hefur í ljós að þrjú gen eru
nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska
keilna okkar. Genin fyrir rauðu og
grænu keilurnar eru staðsett á X-
litningi, samanber það sem greint
var frá hér að ofan. Genið fyrir
bláu keilurnar er aftur á móti á
litningi númer sjö. Sá litningur
erfist jafnt til beggja kynja frá
báðum foreldrum og verða ein-
staklingar af báðum kynjum að
vera arfhreinir til að verða haldn-
ir arfgengri gulblárri litblindu.
Þetta er ástæða þess hversu sjald-
gæf þessi tegund litblindu er, en
yfir 95% af litblindu fólki eru
karlmenn með rauðgræna lit-
blindu.
Ekki er hægt að lækna litblindu
Arfgeng litblinda er oftast greind
með því að láta einstakling skoða
sérstök litaspjöld, svokallaðar Is-
hihara -litaprófstöflur. Á þeim eru
doppótt mynstur mismunandi lita.
Fólk með eðlilega litsjón sér
ákveðnar tölur á spjöldunum þeg-
ar þau eru skoðuð í góðri birtu, en
þeir sem eru litblindir sjá eitt-
hvað annað. Engin lækning er til
við litblindu en litblindir venjast
því að nota ákveðna hluti til að
„greina“ liti, til dæmis er rauða
umferðarljósið ávallt fyrir ofan
það græna.
Þuríður Þorbjarnardóttir,
líffræðingur
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal
spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvar bjó Evklíð,
hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir, hvað eru lán með jöfnum
afborgunum og jafngreiðslulán, getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur og
hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu? Hægt er að lesa svörin við þessum
spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð inn í leitarvél vefsins
á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
SKERT LITASKYNJUN Litblinda er skert litaskynjun. Mynd A er dæmi um það sem
flestir sjá, mynd B er dæmi um hvernig einstaklingur með rauðgræna litblindu sér
sömu mynd og mynd C er dæmi um hvað einstaklingur með gulbláa litblindu skynjar.