Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 51

Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 51
er bakhjarl 1717 - Hjálparsíma Rauða kross Íslands. Hringdu í 1717 – Hjálparsíma Rauða krossins Við hlustum á þig Við upplýsum um úrræði Við bendum þér á leiðir út úr vandanum Átaksvika vegna heimilisofbeldis 14. – 21. febrúar Býrðu við ofbeldi 1717 - Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem finnst þeir vera í vanda og þurfa einhvern til að tala við. Símtal í 1717 er gjaldfrjálst og kemur hvergi fram á símreikningum. á heimilinu? Glæsilegar páska- og vorferðir Kanarí 2.-18. mars - á Marbella Golf miðað við að 2 ferðast saman. Netverð á mann frá 49.900 kr. Benidorm 19.-31. mars - á Halley 60.180 kr. ef 2 ferðast saman Netverð frá 43.140* kr. Portúgal 17.-29. mars - á Alagoamar 70.115 kr. ef 2 ferðast saman Netverð frá 47.790* kr. Costa del Sol 8.-19. maí - á Santa Clara miðað við að 2 ferðast saman. Netverð á mann frá 53.700 kr. Alicante Páskar 19.-31. mars á mann Netverð - flugsæti 29.980 kr. Mallorca 18.-25. maí - á Pil Lari Playa 45.960 kr. ef 2 ferðast saman Netverð frá 38.435* kr. Innifalið: Flug, gisting og flugvallarskattar. *M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja - 11 ára, ferðist saman. Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Bókaðu strax - besta Plúsferðaverðið á netinu! SUNNUDAGUR 20. febrúar 2005 Ég er myndlistarmaður og bý í New Orleans og hef gert það í mörg ár. Þessi borg er mjög sérstök að mörgu leyti. Hérna er til dæmis franskt hverfi sem hefur mjög óvenjulegan blæ vegna þess að þrátt fyrir að byggingarnar séu flest- ar byggðar í frönskum stíl, þá er það að mestu byggt af Spánverjum. Ann- að sem einkennir þessa borg og gef- ur henni sterka borgarmynd eru þessi eikartré sem eru hér út um allt. Veðurfarið hér er mjög gott og það er eiginlega alltaf hlýtt. New Orleans er mjög lifandi borg og það er mikið um skemmtanir og há- tíðir. Ein af mörgum, er til dæmis Mardi Gras, sem myndi vera sprengidagur okkar Íslendinga. Þá er mikið um skrúðgöngur í miðborg- inni og í raun stanslaus glaumur og gleði í fjóra daga, alveg þar til á miðnætti á sprengidag. Önnur hátíð sem líka er hægt að nefna, er Jazz Festival, sem fer fram síðustu helg- ina í apríl og þá síðustu í maí. Þar má heyra innfædda sem og að- komumenn skemmta og spila á nokkrum sviðum víðs vegar um borgina. New Orleans er ekki bara tónlistar- borg, þó að vissulega fari mikið fyrir henni. Hérna er Jean Lafitte's Park, sem er fenjaþjóðgarður og sýnir hvernig var hér umhorfs þegar Evr- ópubúar komu hingað, en áður en farið er þangað er gott að búa sig undir það að ganga. Hér er líka Oak Alley Plantation en þar er hægt að sjá hvernig plantekrueigendurnir lifðu hér áður fyrr. Ef menn vilja svo fá sér almennilega steik, þá má nefna Dickie Brennans, en sá veit- ingastaður býður upp á einu bestu steikina á svæðinu, ef ekki í Banda- ríkjunum. ELÍN SVAVARSDÓTTIR BÝR Í NEW ORLEANS Eikartré og skrúðgöngur FRÁ NEW ORLEANS Byggingar í frönskum stíl einkenna borgina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.