Fréttablaðið - 20.02.2005, Side 64

Fréttablaðið - 20.02.2005, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Bú›u flig undir brottför á www.icelandexpress.is Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 F í t o n / S Í A 7.995 kr. Ver› á flugi frá a›ra lei› me› sköttum 27.318 kr. Flug* og bíll frá *a›ra lei› me› sköttum 5.995 kr. » fi‡skaland á landamæri a› 9 löndum Frakklandi, Lúxemburg, Tékklandi, Hollandi, Póllandi, Austurríki, Belgíu, Sviss og Danmörku » Besta vegakerfi í heimi, án vegatolla » Framhaldsflug til allra átta » Fjöldi gistista›a og sumarhúsa » Móseldalurinn í næsta nágrenni » fi‡sk borgarmenning » Afflreying fyrir alla fjölskylduna » Vínræktarhéru› allt um kring » Ógrynni kastala og halla TILBO‹ Á BÍLALEIGUBÍLUM FÓLKSBÍLAR LÚXUSBÍLAR 2.737 kr. 4.510 kr. 19.159 kr. 31.570 kr. DAGSVER‹ VIKUVER‹ FRANKFURT SAARBRÜCKEN BONN KOBLENZ TRIER KÖLN LUXEMBOURG STRASBOURG KAISERSLAUTERN WIESBADEN FRAKKLAND BELGÍA fi†SKALAND HOLLAND ICH BIN EIN FRANKFURTER Upplif›u endalaus ævint‡ri fi‡skalands Af hverju til Frankfurt Hahn? Barnaver› mi›a› vi› yngri en 12 ára a›ra lei› me› sköttum Takmarka›ur bókunartími Gleymd heimsálfa E inu sinni á ári munum viðeftir Afríku, verðum hrygg við tilhugsunina um svöng börn og fólk án allra tækifæra og möguleika. Við raulum dægur- lög sem fjalla um veslings börnin í Afríku, hvort þau viti nokkuð að jólin séu að koma. En þegar hátíðin er um garð geng- in gleymum við eymdinni og heil heimsálfa hverfur sjónum flestra Vesturlandabúa þar til líður að næstu jólum. HEIMSÁLFA er að veslast upp og hverfa vegna þess að heimurinn þykist ekki og vill ekki taka eftir. Hjálparstofnan- ir vinna gott starf án verðskuld- aðrar athygli eða aðstoðar. Fjár- framlög alþjóðasamfélagsins til vandans duga hvergi nærri til. SAGT hefur verið að 21. aldar- innar verði aðallega minnst fyrir að vera öldin þegar heims- byggðin gleymdi heilli heims- álfu. Stríð, hungur og banvænir sjúkdómar fá nánast óáreitt að leggja milljónir í valinn. Verst er staða barna og kvenna. Al- næmisveikar konur deyja frá börnum sínum, sem mörg hver sýkjast af mæðrum sínum. Í þjóðarmorðunum í Rúanda 1994 er talið að um 20% allra kvenna hafi verið nauðgað. Lífshættu- legir kynsjúkdómar eru meðal afleiðinga þeirra kerfisbundnu afbrota. Í Súdan hefur stríð staðið yfir í áratugi án þess að því hafi verið veitt sérstök eft- irtekt Vesturlandabúa. Um Afr- íku er lítið sem ekkert fjallað í fjölmiðlum eða spjallþáttum þegar fjallað er um ástand heimsmála. Afríka virðist ein- hverra hluta vegna ekki hluti af heimsmynd okkar. VIÐ getum og eigum að gera betur. Ísland getur þrátt fyrir smæð sína sýnt mátt sinn og megin ef vilji er fyrir hendi. Í stað þess að spyrja okkur ár- lega að því hvort börnin í Afr- íku viti af jólunum væri réttara að velta því fyrir sér hvort al- þjóðasamfélagið geri sér grein fyrir því að Afríka hættir ekki að vera til þó að jólin séu búin. BAKÞANKAR ÞORBJARGAR S. GUNNLAUGSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.