Fréttablaðið - 24.02.2005, Síða 14
14 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Kennarastarfið er hugsjón
Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða
kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur.
Paloma kennir krökkum í fyrsta
bekk í Lindaskóla og er auk þess
deildarstjóri yngstu deildarinnar
í skólanum. Strax á unga aldri var
hún staðráðin í að verða kennari
og þakkar það meðal annars
mörgum góðum kennurum sem
hún sjálf hafði á sinni skólatíð.
„Það kom ekkert annað til greina
en að verða kennari,“ segir
Paloma, sem er ánægð með lífið
og tilveruna þó að launin mættu
vera hærri.
„Þetta er hugsjón og ég lifi fyrir
starfið.“ Mikilvægast finnst henni
að sjá vellíðan og árangur barnanna
af skólastarfinu. „Það er ómetanlegt
að fá að móta börn með foreldrum
þeirra. Þetta er einstakt starf að því
leyti.“
Eftir útskrift úr Kennarahá-
skólanum fór hún aftur heim til
Vestmannaeyja og kenndi þar í
fimm ár áður en hún flutti á fasta
landið. Og það var ekkert smávegis
afl sem dró hana þaðan árið 2000.
„Það var ástin, ég elti ástina,“ segir
hún og hlær en skömmu áður hafði
hún kynnst mannsefni sínu, Jóni
Pétri Úlfljótssyni danskennara. Þau
eiga hvort sinn soninn og búa ham-
ingjusöm í Breiðholtinu.
Paloma var beðin um að gefa
kost á sér til stjórnarsetu í Félagi
grunnskólakennara og lét til leiðast.
Hún hafði áður sinnt trúnaðarstörf-
um fyrir starfsstétt sína og alltaf
verið með munninn opinn, eins og
hún segir sjálf.
Samningaviðræður kennara í
vetur og verkfallið sem stóð í marg-
ar vikur sitja enn í henni og starfs-
systkinum hennar. „Það er langt í
frá að kennarar hafi jafnað sig á
verkfallinu og lögunum sem gerðu
þeim að mæta aftur til starfa. Þetta
var algjört áfall og við trúðum
aldrei að þetta myndi fara svona.“
Hún segir málin ennþá mikið
rædd á kennarastofunni og ekki
annað að gera fyrir nýja stjórn
Félags grunnskólakennara en að
reyna að finna nýjan flöt á kjara-
málunum.
Faðir Palomu kom hingað upp úr
1960 og kynntist hér móður hennar.
„Hann kom til að vinna og upplifa
ævintýri og þau eru enn búsett í
Vestmannaeyjum.“ Hún reynir að
fara eins oft til Spánar með fjöl-
skyldunni og mögulegt er enda er
föðurfólk hennar búsett þar. Hún
getur þó ekki farið árlega eins og
hún helst vildi. „Það eru ekki til
peningar til þess, kennarar hafa
ekki efni á því,“ segir Paloma og
brosir út í annað.
Í staðinn heldur hún í spænska
siði, þá helst matseldina enda Spán-
verjar mikið matarfólk.
Og svo er það dansinn sem
gerir jú hvern mann glaðari. „Ég
dansa samkvæmisdansa einu
sinni í viku,“ segir hún og neitar
staðfastlega þegar hún er spurð
hvort hún sé góð. Bóndi hennar
leiðbeinir henni á gólfinu en dans-
félaginn er annar. „Ég er ekki
nógu góður dansari til að dansa
við Jón Pétur,“ segir lífs-
glaði Vestmannaeyingurinn með
spænska nafnið sem lifir fyrir
kennsluna og börnin og þráir
ekkert heitar en að kennarar njóti
virðingar í samfélaginu.
bjorn@frettabladid.is
– hefur þú séð DV í dag?
Hafnarfjarðarbær
leigir listamiðstöð
undir kannabisræktun
LÖGREGLAN GERÐI PLÖNTUR UPPTÆKAR
Listamaðurinn segist vilja vera sjálfbær
STÚKUSÆTI Á TOSCU KOSTAR 6.500
Í sal og framarlega á svölum kostar 4.500
en 2.500 í öftustu sætin.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
„Það er bara allt rosalega fínt að
frétta,“ segir Elín Gestsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ungfrú Ísland. Líf
hennar og starf snýst um fegurð og
aftur fegurð, ekki síst nú um stundir
enda margt á seyði. „Sigrún Bender,
fulltrúi okkar í Ungfrú Evrópa, hefur
verið í Túnis síðustu daga við undir-
búning og fer yfir til Frakklands aftur í
dag [í gær]. Hún verður eina nótt í
París en fer svo með hópnum upp í
frönsku Alpana. Henni er spáð góðu
gengi í keppninni þannig að við erum
ofsalega spennt.“ Keppnin fer fram í
París þann 12. mars og fer Elín utan
til að fylgjast með og styðja við bakið
á Sigrúnu.
Talsvert er líka að gera á heimavíg-
stöðvunum hjá Elínu enda fer
keppnin um Ungfrú Reykjavík fram
um miðjan apríl. „Stelpurnar borðuðu
saman á Broadway á laugardags-
kvöldið og horfðu á sýninguna Með
næstum allt á hreinu. Þetta eru
svakalega flottar stelpur og gaman að
vera með þeim.“
Elín segir ekkert mál að fá stúlkur til
þátttöku í fegurðarsamkeppnum og
nefnir sem dæmi að 80 ábendingar
hafi borist fyrir keppnina í ár og úr
þeim hafi átján verið valdar. „Það
komast miklu færri að en vilja,“ segir
hún.
Þegar Ungfrú Reykjavík hefur verið
valin hefjast Elín og hennar fólk handa
við að finna þátttakendur í keppnina
að ári. Og svo þarf vitaskuld að undir-
búa stóru keppnina; Ungfrú Ísland.
Sigrúnu er spáð góðu gengi
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍN GESTSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI
„Mér líst ekkert á sameiningu Orku-
búsins okkar hér fyrir vestan við
önnur orkufyrirtæki, við höfum ekkert
upp úr þessu, rafmagnið verður bara
dýrara og er það nú nógu viðbjóðs-
lega dýrt fyrir,“ segir Jón Kr. Ólafsson
söngvari á Bíldudal.
„Það er endalaust verið að sauma að
okkur landsbyggðarfólkinu, það kæmi
sko við fólk á höfuðborgarsvæðinu ef
það sæi orkureikningana hjá okkur.“
Jón vandar þingmönnum ekki kveðj-
urnar, sendir þeim raunar tóninn.
„Það er ótrúlegt hvað þingmennirnir
geta djöflast endalaust á landsbyggð-
arfólkinu.“
Stórsöngvarinn úr Arnarfirðinum er
sumsé andvígur sameiningu orkufyrir-
tækja, svo ekki sé nú minnst á einka-
væðingu þeirra.
JÓN KR. ÓLAFSSON
Rafmagnið við-
bjóðslega dýrt
SAMEINING ORKUFYRIRTÆKJA
SJÓNARHÓLL
PALOMA RUIZ MARTINEZ
Hún elti ástina frá Vestmannaeyjum til höfuðborgarsvæðisins og kennir krökkum í fyrsta
bekk í Lindaskóla.
1.PR Í LINDASKÓLA
„Það er ómetanlegt að fá að móta börn með foreldrum þeirra. Þetta er einstakt starf að
því leyti,“ segir Paloma.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Páfagaukur sem kostar nær hálfa milljón:
Hrifinn af konum og illa við karla
DÝRAHALD Tígulegur páfa-
gauksungi býr í Dýraríkinu
við Grensásveg og bíður nýs
eiganda. Unginn sem er af
hinni sjaldgæfu tegund,
Cockatoo, kostar litlar 442
þúsund krónur.
„Hann er ræktaður í
Hollandi,“ segir eigandi
Dýraríkisins, Gunnar Vil-
helmsson. Páfagaukurinn
hefur enn ekki fengið nafn og
fær það ekki fyrr en nýr
eigandi gefur honum það.
Einn ljóður hefur verið á ráði
ungans, að sögn Gunnars:
„Hann er mikið upp á
kvenhöndina, en honum
hefur verið frekar illa við
karlmenn. Til þess að koma
vitinu fyrir hann hefur karl-
kyns starfsmaður í Dýrarík-
inu tekið hann heim með sér
á kvöldin og haft hann hjá sér
yfir nóttina.“
Páfagaukurinn er ræktað-
ur í Hollandi, handmataður
og kom hingað sem ungi.
Hann þurfti í hefðbundna
sóttkví, þegar hann kom til
landsins, en er nú óðum að
jafna sig eftir dvölina þar.
Gunnar segir að strangar
siðferðilegar reglur gildi um
páfagauka og fleiri dýrateg-
undir sem lifa villtar í öðrum
heimsálfum. Þeir séu ekki
undir neinum kringumstæð-
um teknir úr umhverfi sínu,
heldur einungis úr öruggri
ræktun, eins og í Hollandi.
- jss
DÝRMÆTUR UNGI Cockatu-
unginn dýri hjá Eldjárni Má Hall-
grímssyni, starfsmanni í Dýraríkinu,
sem vinnur að því að snúa páfa-
gauknum frá villu síns vegar. Hún
skapaðist af því að það var kona
sem handmataði gaukinn í sótt-
kvínni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA