Fréttablaðið - 24.02.2005, Qupperneq 28
Hjördís Harðardóttir göngu-
garpur ætlar að leiða hóp Ís-
lendinga um stórbrotna nátt-
úru Slóveníu. Hún veit ekkert
skemmtilegra en gönguferðir
á framandi slóðum.
„Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum
áratug og hef verið með algjöra
göngudellu æ síðan. Ég var fertug
og formið var ekki upp á sitt besta.
Ég hætti að reykja, byrjaði að fara
í göngutúra sem urðu með tíman-
um lengri og lengri,“ segir Hjör-
dís Harðardóttir, göngukona með
meiru. Hjördís hefur gengið vítt
og breitt um Ísland en hún lætur
það ekki duga því síðustu þrjú árin
hefur hún skipulagt og stýrt
gönguferðum um Pýreneafjöllin á
Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að
skipuleggja enn eina ferð í Pýre-
neafjöllin í haust en í millitíðinni
ætlar hún að prófa spennandi
gönguslóðir í Slóveníu.
„Slóvenía er mjög spennandi
enda náttúran alveg einstök. Við
leggjum upp 16. júní með 45
manna hóp og ætlum að ganga í
sex daga um hinn fræga Triglav-
þjóðgarð sem er austasti hluti
Alpafjallanna. Það er mikil menn-
ing og saga á þessum slóðum og
við fetum í fótspor Hemingways
því bók hans, Vopnin kvödd, gerist
á þessum slóðum,“ segir Hjördís.
Hún segir innfædda leiðsögumenn
fylgja hópnum allan tímann. Ekki
er hægt að bæta farþegum í þenn-
an hóp en vegna fjölmargra fyrir-
spurna kann að svo að fara að efnt
verði til annarrar ferðar í sumar.
Hjördís segir gönguferð af
þessu tagi ekki mjög erfiða en
vissulega sé fólk á göngu mestan-
part dagsins. „Hver og einn þarf
að bera föt til skiptanna og hingað
til hefur fólk ekki kvartað undan
því. Það er ekki hægt að hugsa sér
skemmtilegri ferðamáta og fólk
nýtur náttúrunnar og umhverfis-
ins með allt öðrum hætti en þegar
ferðast er í bíl eða lest. Það mynd-
ast ótrúlega skemmtileg stemning
í gönguhópnum og fólk nýtur úti-
verunnar og samverunnar til hins
ítrasta.“
Hún segir mikilvægt að fólk
komi sér í form fyrir ferðina, þá
verði lífið léttara og þar með
skemmtilegra.
„Ef fólk kemst upp á Esjuna og
getur hreyft sig daginn eftir þá er
allt í fína lagi. Esjan er góður
mælikvarði,“ segir Hjördís
Harðardóttir. Hægt er að kynna
sér gönguferðirnar á heimasíðu
ÍT-ferða á netinu. ■
Króatía
Lonely Planet sem gefur út þekktar ferðahandbækur fékk starfsfólk sitt til að velja
fimm áhugaverðustu áfangastaðina fyrir árið 2005. Króatía var þar efst á lista og þykir
einn fallegasti staðurinn í Evrópu. Kína kom næst á listanum og Argentína þar á eftir.[ ]
Síðdegisgöngur, dagsferðir, skíðaferðir,
helgarferðir, sumarleyfisferðir, jeppaferðir,
hjólaferðir .......... Kíktu á utivist.is
Laugavegi 178, sími 562 1000
www.utivist.is
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Au pair býr hjá gistifjölskyldu, aðstoðar við barnagæslu og
heimilisstörf og tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyldunnar.
Að launum fær au pair vasapening, frítt fæði og húsnæði, frítt flug
til og frá Bandaríkjunum auk 500 USD námsstyrks.
Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
00
4
0
1/
20
05
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900 kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
hertzerlendis@hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
2
72
20
02
/2
00
5 14.300
Vika á Ítalíu
*
Opel Corsa eða sambærilegur
50 50 600
1000 Vildarpunktar til 12. mars
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.
Esjan mælir best getu fólks
www.plusferdir.is
29.495 kr.
N E T
Alicante - páskar 19.-31. mars
Netverð - flugsæti
Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
á mann. Innifalið: Flug og flugvallarskattar.
Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er
í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun.
Náttúrufegurðin þykir einstök í Triglav-þjóðgarðinum.
Kjartan fararstjóri mun sjá til þess
að fjölskyldustemning ríki innan
sem utan vallar.
Fjölskyldan
spilar golf
Nýr áfangastaður á Spáni
þar sem unglingar fá frítt
á golfvöllinn.
Fjölskyldugolf á Spáni er nýj-
ung sem ferðaskrifstofan Úr-
val Útsýn boðar í vor. Hug-
myndin er að skapa fjöl-
skyldustemningu innan sem
utan golfvallar undir styrkri
stjórn Kjartans L. Pálssonar.
Áfangastaðurinn heitir Valle
del Este og er nýtt golfsvæði í
um liðlega tveggja tíma
akstursfjarlægð frá flugvell-
inum í Alicante.
Innifalið í ferðinni er ótak-
markað frítt golf fyrir 18 ára
og yngri. Kjartan mun blanda
unglingum og foreldrum sam-
an í ráshópa auk þess að bjóða
skemmtilegar skoðunarferðir.
Fyrsta ferðin í fjölskyldugolf
verður farin 25. maí nk. og
hægt er að dvelja í eina til
þrjár vikur. ■
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
Hjördís Harðardóttur ásamt sínum
besta félaga á göngu, heimilishundin-
um Emil. Þau hafa farið vítt og breitt
um landið.