Fréttablaðið - 24.02.2005, Side 38
Í byrjun næsta mánaðar verða
kynntar síðustu niðurstöður rann-
sóknar um gagnsemi þess að kæla
sjúklinga sem lent hafa í hjarta-
stoppi, en þær sýna að lífslíkur
sjúklinga hafa aukist um meira en
helming. Meðferðin snýst um að
sjúklingum sem misst hafa meðvit-
und í hjartastoppi er haldið sofandi
á meðan líkami þeirra er kældur
niður í 32 gráður í einn sólarhring.
Felix Valsson, sérfræðingur í
svæfingalækningum á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi við Hring-
braut, fer fyrir hópnum sem unnið
hefur rannsóknina. „Við verðum
með kynningu á síðu á ársþingi
svæfinga- og gjörgæslulækna og
skurðlækna 11. og 12. mars. Síðustu
niðurstöður sýna að kælingin hefur
stórbætt árangur þessa sjúklinga-
hóps, frá því að vera að í kringum
30 prósent lifðu af gjörgæslu-
dvölina, upp í að yfir 75 prósent lifa
af,“ segir hann og segir lækna mjög
stolta af þessari nýju læknisaðferð.
„Við fundum þetta mjög fljótlega.
Sjúklingar sem maður vissi í gamla
daga að væru vonlausir, koma núna
gangandi með konfektkassa til
okkar.“
Rannsóknin á gagnsemi kæling-
ar fékk í fyrra 200 þúsund króna
styrk frá Vísindasjóði Landspítala
– háskólasjúkrahúss, en hafið var
að kæla sjúklinga með þessum
hætti í mars/apríl 2002.
„Þetta hefur verið mitt helsta
rannsóknarverkefni eftir að ég
kom heim úr námi,“ segir Felix, en
hann er með doktorspróf frá há-
skólanum í Gautaborg. Kælimeð-
ferðin hefur nokkrum sinnum kom-
ist í hámæli eftir að hafnar voru til-
raunir með hana hér. Til dæmis
þótti með ólíkindum að unglingur
sem lá við drukknun í Breiðholts-
laug skyldi ná sér að fullu og
svo naut líka skemmtikrafturinn
Hermann Gunnarsson góðs af kæli-
meðferð eftir hjartastopp.
Felix segir ekki að fullu ljóst
hvað kælingin gerir. „En hún virð-
ist snúa við og hindra skemmdir
sem verða vegna súrefnisskorts til
heilans,“ segir hann, en þegar súr-
efnisflæði stöðvast fara strax eftir
fjórar mínútur að verða miklar
skemmdir á heilanum sem hingað
til hefur verið talið að væru óaftur-
kræfar. „Svo virðast þessar
skemmdir halda áfram miklu
lengur en maður bjóst við og eru í
gangi í marga klukkutíma og jafn-
vel sólarhringa eftir að áfallið
verður.“ Felix segir kælinguna eina
merkustu nýjung sem komið hefur
fram í gjörgæslumálum síðustu ár
og jafnvel áratugi, en núna er henni
beitt við alla sjúklinga sem ekki
vakna upp af sjálfsdáðum eftir
hjartastopp. „Hér á landi hafa núna
verið kældir niður yfir 80 sjúkling-
ar,“ segir hann, en eftir meðferðina
er fólk hitað upp í hálfan annan
sólarhring áður en það er svo vakið
úr svæfingu.
Felix segir þó nokkra leggja
fyrir sig svæfingalækningar enda
sé þar um að ræða afar fjölbreytt
starf innan læknisfræðinnar. „Ég
er formaður Svæfinga- og gjör-
gæslulæknafélags Íslands og í því
eru allavega 50 meðlimir. Ætli við
séum ekki í kringum þrjátíu starf-
andi á landinu núna,“ segir hann
og telur góða endurnýjun í faginu.
„Það er alltaf fólk í útlöndum
að læra fagið. Þetta er ein af
allra skemmtilegustu sérgreinum
læknisfræðinnar, tel ég, en ég er
auðvitað svolítið litaður.“ Að sögn
Felix sjá svæfingalæknar alfarið
um gjörgæslu sjúkrahúsanna.
„Við komum því að öllum bráða-
atvikum, gjörgæslu og sjáum um
veikustu sjúklingana á sjúkrahús-
unum.“ Hin hliðin á starfinu segir
hann svo vera þjónustu við fólk
á leið í aðgerð, svo sem um-
sjá svæfinga og deyfinga. „Svo
kemur þar inn í alls konar verkja-
meðferð, til dæmis fyrir konur í
fæðingu, þannig að starfið er
mjög fjölbreytt.“ ■
22 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
STEVEN PAUL JOBS (1955-)
fæddist þennan dag.
Rannsakar gagnsemi
kælingar sjúklinga
TÍMAMÓT: FIMMTUGUR SVÆFINGALÆKNIR
„Það er ekki hægt að spyrja fólk hvað það vill
og reyna svo að uppfylla óskir þess. Þegar
maður er tilbúinn með hlutinn, þá vill fólk
nefnilega fá eitthvað nýtt.“
Steve Jobs er best þekktur fyrir að hafa í félagi við Steve Wozniak stofn-
að Apple-tölvufyrirtækið. Hann er af mörgum talinn til markverðustu
frumkvöðla heims á sviði tölvu- og upplýsingatækni.
timamot@frettabladid.is
FELIX VALSSON Felix Valsson svæfingalæknir sem í dag fagnar fimmtugsafmæli sínu í
faðmi fjölskyldunnar kynnir innan skamms nýjustu niðurstöður rannsóknar um gildi þess
að kæla sjúklinga sem lent hafa í súrefnisskorti og er hætt við heilaskaða af þeim sökum.
Þennan dag árið 1981 bundu prinsinn af Wales og lafði
Díana Spencer enda á vangaveltur sem staðið höfðu
mánuðum saman um samband þeirra. Boðað var til
blaðamannafundar við Buckingham-höll og trúlofun
þeirra gerð opinber.
Karl Bretaprins hafði beðið lafði Díönu þremur vikum
fyrr í kvöldverðarboði áður en hún átti að halda til
Ástralíu. Hann hafði hugsað sér að hún gæti nýtt ferða-
lagið til að hugleiða bónorðið, en hún samþykkti þegar
ráðahaginn. Þrátt fyrir mikinn áhuga fólks tókst þeim
að halda trúlofuninni leyndri um sinn.
Þau giftu sig svo í „brúðkaupi aldarinnar“ 29. júlí sama
ár. Við athöfnina voru um 3.500 gestir, en áætlað er að
um 750 milljón manns um heim allan hafi fylgst með í
beinni útsendingu sjónvarps.
Frumburður þeirra Karls og Díönu, Vilhjálmur, kom svo
í heiminn innan við ári síðar, 21. júní 1982. Um það
leyti sem Harry prins kom í heiminn, 15. september
1984, var hins vegar orð-
ið ljóst að brestir voru
komnir í hjónabands-
sæluna. Karl og Díana
skildu að borði og sæng
árið 1993 og formlega
árið 1996. Díana upplýsti
um eigið framhjáhald og
Karls í heimildarþætti í
breska ríkisútvarpinu í
nóvember árið 1995.
Eftir skilnaðinn var Díana
áfram áberandi persóna í
fjölmiðlum. Hún tók þátt í margvíslegu hjálparstarfi, svo
sem fyrir börn, útigangsfólk, fatlaða og alnæmissjúka
og -smitaða. Þá barðist hún ötullega fyrir banni við
notkun og framleiðslu jarðsprengja. Lafði Díana
Spencer fórst svo í bílslysi í París 31. ágúst 1997.
24. FEBRÚAR 1981
Karl og Díana tilkynntu um
trúlofun sína og fyrirhugaða
giftingu.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1630 Skálholtsstaður brann til
kaldra kola. Þrettán hús
eyðilögðust og mikið af
verðmætum munum.
1863 Forngripasafn Íslands
stofnað. Á fimmtíu ára af-
mælinu var nafninu breytt í
Þjóðminjasafn Íslands og
þjóðháttadeild stofnuð á
hundrað ára afmælinu.
1920 Stjórnmálahreyfing nasista
verður til í Þýskalandi.
1924 Styttan af Ingólfi Arnarsyni
afhjúpuð á Arnarhóli.
1924 Íhaldsflokkurinn stofnaður
af fimm þingmönnum sem
síðar mynduðu Sjálfstæðis-
flokkinn með þingmönn-
um Frjálslynda flokksins.
1946 Juan Peron er kjörinn for-
seti Argentínu og situr í
þrjú kjörtímabil.
1957 Sjómannasamband Íslands
stofnað.
Trúlofun Karls og Díönu opinberuð
Ástkær faðir minn,
Stefán Eiríksson
Aðalbraut 36, Raufarhöfn,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. febrúar.
Hildur Rannveig Stefánsdóttir og fjölskylda.
Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Ingvar Björnsson
frá Gafli,
lést 9. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins lá-
tna. Þökkum hlýju og vinsemd.
Smári Þröstur Ingvarsson, Gréta Alfreðsdóttir, Úlfheiður Kaðlín Ingvars-
dóttir, Richardt Svendsen, Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, Þorbergur
Leifsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma,
Þórey Ólöf Halldórsdóttir
Skálateig 1, Akureyri,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 15. febrúar
síðastliðinn, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 25.
feb. kl. 14.00.
Halldóra St. Gestsdóttir, Katrín Anna Sigurðardóttir, Sigurður J.
Sigurðsson, Margrét Harpa Jónsdóttir, Sólrún Dögg Jónsdóttir,
Halldór Árnason, barnabörn og aðrir aðstandendur.
ANDLÁT
Arnþrúður Sigurðardóttir, hjúkrunar-
heimilinu Eir, lést miðvikudaginn 9. febr-
úar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Oddur Kristjánsson, Steinum, Stafholts-
tungum, lést fimmtudaginn 17. febrúar.
Guðni Friðþjófur Pálsson lést föstudag-
inn 18. febrúar.
Sigursteinn G. Melsteð, Ásvegi 21,
Breiðdalsvík, lést föstudaginn 18. febrúar.
Valgerður Pálsdóttir, Kálfafelli, lést
sunnudaginn 20. febrúar.
Hersteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri,
Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést mánu-
daginn 21. febrúar.
Katrín Jónsdóttir, Eskihlíð 26, Reykjavík,
lést mánudaginn 21. febrúar.
Stefán Eiríksson, Aðalbraut 36, Raufar-
höfn, lést mánudaginn 21. febrúar.
Unnur Guðmundsdóttir, Sunnuhvoli,
Stokkseyri, lést mánudaginn 21. febrúar.
Sigurveig Jóhannesdóttir, Árskógum 6,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. febrúar.
Steinunn Jónsdóttir, Kleppsvegi 62,
áður Skipasundi 30, lést þriðjudaginn
22. febrúar.
JARÐARFARIR
13.00 Jón Eiríksson, frá Þrasastöðum í
Fljótum, verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju.
13.00 Tryggvi Sverrir Thorarensen,
Bergþórugötu 16, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu.
13.30 Sigríður Jónsdóttir Trampe, frá
Litla Dal, dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju.
14.00 Sigfús Guðni Sumarliðason, frá
Ólafsvík, verður jarðsunginn frá
Ólafsvíkurkirkju.
15.00 Friðgeir Grímsson, verkfræðingur,
fyrrverandi öryggismálastjóri ríkis-
ins, Hrafnistu Hafnarfirði, áður
Sundlaugavegi 24, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju.
FÆDDUST ÞENNAN DAG AFMÆLI
Gunnar Eyjólfsson leikari er
79 ára í dag.
Engilbert Jensen söngvari
er 64 ára í dag.
Ingimundur Gíslason
augnlæknir er sextugur í dag.
Bolli Þór Bollason,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, er
58 ára í dag.
Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur
er 56 ára í dag.
■ LEIÐRÉTTING
Þau leiðu mistök urðu í mynda-
texta á tímamótasíðunni í gær að
nýr formaður Félags eldri borg-
ara var rangfeðraður. Hún heitir
Margrét og er Margeirsdóttir.
Hún tekur við formennsku í fé-
laginu af Ólafi Ólafssyni, fyrrum
landlækni.
1304 Ibn Battuta,
arabískur landkönnuður.
1463 Giovanni Pico della Mirandola,
heimspekingur.
1619 Charles Le Brun,
listmálari.
1786 Wilhelm Grimm, rithöfundur.
1852 George Augustus Moore, rithöf-
undur.
1887 Mary Ellen Chase, fræðikona og
rithöfundur.
1922 Steven Hill, leikari.
1934 Bettino Craxi, fyrsti forsætisráð-
herra sósíalista á Ítalíu.
1938 James Farentino, leikari.
1945 Alain Prost, kappakstursökumaður.
1945 Barry Bostwick, leikari.
1947 Edward James Olmos, leikari.
1951 Debra Jo Rupp,
leikkona.
1951 Helen Shaver, leikkona.
1959 Beth Broderick,
leikkona.
1964 Todd Field, leikari og leikstjóri.
1966 Billy Zane, leikari.
1973 Oscar de la Hoya,
hnefaleikakappi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I