Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 40
24 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Við vorkennum... ... Eiði Smára Guðjohnnsen sem sat á varamannabekknum hjá Chelsea fyrstu sjötíu og fimm mínútur leiksins gegn Barcelona í gærkvöld jafnvel þótt Jose Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, hefði tilkynnt að hann yrði í byrjunarliðinu daginn fyrir leik. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og komst aldrei í takt við leikinn. „Þetta var alls ekki mikill hasar og það var hlægilegt af Hlyni að gefa krossinn út af þessu.“ Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga, fékk krossinn í leik Selfoss og Stjörnunnar á föstudaginn og var fyrir vikið dæmdur í þriggja leikja bann sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Fimmtudagur FEBRÚAR FÓTBOLTI Barcelona bar sigurorð af Chelsea, 2–1, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum meistara- deildarinnar á Nou Camp í gærkvöld. Leikmenn Barcelona voru mun sterkari aðilinn í leiknum og það bætti ekki úr skák að liðið þurfti að spila einum manni færri síðustu 35 mínútur leiksins. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og bæði Ronaldinho og Samuel Eto’o fengu góð færi á fyrstu fjórum mínútum leiksins sem þeim tókst ekki að nýta. Barcelona hafði mikla yfirburði og fyrsta hálftímann virtist að- eins vera tímaspursmál hvenær heimamenn skoruðu fyrstu markið. Það var því eins og köld vatnsgusa framan í leikmenn Barcelona þegar Chelsea komst yfir á 33. mínútu. Frank Lampard átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Barcelona þar sem Damien Duff var á auðum sjó. Duff sendi boltann fyrir markið þar sem brasilíski bakvörðurinn Julio Belletti varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Leik- menn Barcelona virtust vera slegnir út af laginu því mínútu síðar fékk Didier Drogba, sem var í byrjunarliði Chelsea í stað Eiðs Smára Guðjohnsen, dauðafæri sem honum tókst ekki að nýta. Leikmenn Chelsea réðu lögum og lofum á vellinum það sem eftir lifði hálfleiksins en náðu ekki að auka muninn. Það dró til tíðinda þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik. Þá fékk Didier Drogba, fram- herji Chelsea, sitt annað gula spjald og rautt í framhaldinu. Við það fóru leikmenn Chelsea í skot- grafirnar og héldu leikmenn Barcelona uppi mikilli pressu að marki Chelsea. Sú pressa bar árangur á 67. mínútu þegar vara- maðurinn Maxi Lopez jafnaði metin eftir góðan undirbúning hjá Samuel Eto’o og Ronaldinho. Kamerúnski framherjinn Samuel Eto’o, sem var með miklar yfirlýs- ingar fyrir leikinn, stóð síðan við stóru orðin sex mínútum síðar þegar hann kom Barcelona yfir með fallegu marki. Hann skaust á milli John Terry og Ricardo Carvalho og sendi boltann í netið framhjá Petr Cech, markverði Chelsea eftir að Lopez hafði sent boltann inn í teiginn. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar stund- arfjórðungur var til leiksloka fyrir Damien Duff en náði ekki að setja mark sitt á leikinn enda erfitt þar sem Chelsea lagði litla áherslu á sóknarleikinn síðustu fimmtán mínútur leiksins. Barcelona sótti stíft undir lokin en tókst ekki að bæta við mörkum. Leikmenn Chelsea geta prísað sig sæla að sleppa með eins marks tap frá Nou Camp og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Stamford Bridge eftir tvær vikur. oskar@frettabladid.is SAMUEL ETO’O VAR HETJA BARCELONA Kamerúnski framherjinn sést hér fagna sigurmarki sínu gegn Chelsea í gærkvöld. Eto’o stóð við stóru orðin Kamerúnski framherjinn Samuel Eto’o hjá Barcelona var með stórkarlalegar yfirlýsingar fyrir leikinn og stóð undir þeim með sigurmarki leiksins gegn tíu manna Chelsea-liði á Nou Camp í meistaradeildinni í gærkvöld. LEIKIR  19.00 ÍR og Fylkir mætast í Egilshöll á Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu.  19.15 Skallagrímur og Keflavík eigast við Borgarnesi í Intersportdeild karla í körfuknattleik.  19.15 Hamar/Selfoss og Haukar eigast við í Hveragerði í Intersportdeild karla í körfuknattleik.  19.15 KR og ÍR eigast við í DHL- höllinni í Intersportdeild karla í körfuknattleik.  19.15 UMFN og Tindastóll eigast við í Njarðvík í Intersportdeild karla í körfuknattleik.  19.15 Snæfell og Fjölnir eigast við í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfuknattleik.  20.00 Stjarnan og Keflavík mætast á Stjörnuvelli á Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu.  20.00 FH og ÍA mætast á Kaplakrikavelli á Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu. SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á Rúv.  18.30 World Football Show Fótbolti um víða veröld á Sýn.  19.00 Inside the US PGA Tour Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.30 European PGA Tour Evrópska mótaröðin í golfi á Sýn.  20.30 Þú ert í beinni á Sýn.  21.30 Íslandsmótið í bekkpressu á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Þú ert í beinni á Sýn. Meistaradeild Evrópu BARCELONA–CHELSEA 2–1 0–1 Juliano Belletti, sjálfsm. (33.), 1–1 Gaston Maxi Lopez (67.), 2–1 Samuel Eto’o (73.). MAN. UTD–AC MILAN 0–1 0–1 Hernan Crespo (79.). WERDER BREMEN–LYON 0–3 0–1 Sylvain Wiltord (9.), 0–2 Mahamadou Diarra (78.), 0–3 Juninho Pernambucano (80.) PORTO–INTERNAZIONALE 1–1 0–1 Obafemi Martins (24.), 1–1 Ricardo Costa (62.) 1. deild kvenna í körfu GRINDAVÍK–HAUKAR 55–77 Stig Grindavíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir 16, Erla Þorsteinsdóttir 10, Erla Reynisdóttir 9, Sólveig Gunnlaugsdóttir 9. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 22 (16 frák., 9 stoðs.), Ebony Shaw 20 (8 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 7. KEFLAVÍK–ÍS 71–68 Stig Keflavíkur: Alex Stewart 23, Anna María Sveinsdóttir 17, María Ben Erlingsdóttir 13, Birna Valgarðsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 5 (9 frák.), Rannveig Randversdóttir 4 (8 frák.) Stig ÍS: Angel Mason 19 (11 frák.), Stella Rún Kristjánsdóttir 16, Signý Hermannsdóttir 14 (15 frák.), Alda Leif Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 8. NJARÐVÍK–KR 77–52 Stig Njarðvíkur: Jamie Woudstra 17 (10 frák.), Ingibjörg Elfa Vilbergsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 10, Emma Hanna Einarsdóttir 9, Vera Janjic 8. Stig KR: Hanna Kjartansdóttir 14, Gréta María Grétarsdóttir 10, Sigrún Skarphéðinsdóttir 7, Helga Þorvaldsdóttir 6. STAÐAN KEFLAVÍK 18 15 3 1435–1142 30 GRINDAVÍK 18 12 6 1109-1092 24 ÍS 18 10 8 1168–1099 20 HAUKAR 18 9 9 1210–1238 18 NJARÐVÍK 18 6 12 1101–1169 12 KR 18 2 16 1044-1330 4 Danski handboltinn SKJERN–ÅRHUS GF 28–23 Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði fimm mörk og Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skjern en Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Århus. Framlag íslenskra og erlendra leikmanna í Intersportdeild karla í körfubolta er mismikið og mismikilvægt: Mikilvægi Sævars Inga hjá Haukum er mest KÖRFUBOLTI Tölfræði körfuboltans er margvísleg og gefur mönnum margskonar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í Inter- sportdeild karla. Það er enginn einn tölfræðiþáttur sem nær yfir mikilvægi leikmanna fyrir sín lið. Framlagsjafna NBA-deildarinnar metur heildarframlag leikmanna til síns liðs en það þarf þó ekkert að hafa bein tengsl við gengi liðs- ins. Fréttablaðið hefur hins vegar fundið leið til að meta mikilvægi leikmanna með því að skoða gengi liðanna þegar leikmenn skila góð- um leikjum (yfir 20 í framlagi) í samanburði í gengi liðsins þegar þeir eiga lakari leiki (undir 20 í framlagi). Menn verða að hafa skilað að minnsta kosti fjórum leikjum yfir 20 í framlagi til þess að komast á listann. Það er hinn 21 árs gamli fyrir- liði Haukanna, Sævar Ingi Haraldsson, sem er efstur á blaði þegar þessi mælikvarði á mikil- vægi leikmanna er skoðaður. Sævar Ingi hefur skorað 12,7 stig og gefið 6,9 stoðsendingar að með- altali og er með meðalframlag upp á 16,3 stig hjá Haukunum í vetur. Sævar Ingi hefur verið yfir 20 stig í framlagi í sex leikjum og Haukarnir hafa unnið fimm þeirra (83,3%) en í þeim leikjum sem Sævar Ingi hefur ekki náð framlagi sínu upp í 20 stig þá hafa aðeins 2 af 13 leikjum unnist hjá Haukum (15,4%). Hér munar 67,9% á gengi liðsins. Friðrik Stefánsson hefur einnig veigamiklu hlutverki að sinna hjá Njarðvík og liðið hefur þannig unnið 10 af 11 leikjum þar sem hann hefur náð yfir 20 í fram- lagi (90,9%) en aðeins 37,5% leikjanna (3 af 8) hafa unnist þeg- ar Friðrik Stefánsson er undir meðallagi en hann er með 13,6 stig, 9,7 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik í vetur. Darrel Lewis hefur gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna hjá Grindavík en liðið hefur tapað öll- um þremur leikjunum sem hann hefur ekki náð yfir 20 í framlagi en hann er með 27,8 stig, 7,9 frá- köst og 5,2 stoðsendingar að með- altali í leik til þessa í vetur. Fjórði maðurinn sem er í sér- flokki á þessum lista er Marvin Valdimarsson hjá Hamri/Selfoss en hann hefur leikið mjög vel í vetur og framlag hans skiptir lið- ið miklu máli. Það munar þannig 48,3% á sigurhlutfalli liðsins hvort hann nær yfir 20 í fram- laginu eða ekki en Marvin er með 13,9 stig að meðaltali og hefur nýtt 52% skota sinna og 83% vítanna. Hjá erlendu leikmönnunum er mikilvægi Darrel Flake gríðar- lega mikið, liðið hefur ekki unnið leik í þau þrjú skipti sem hann hefur farið undir 20 í framlagi en 75% hinna leikjanna sextán. Fé- lagi Flake hjá Fjölni Nemanja Sovic er í þriðja sætinu en á milli þeirra er nýi Kaninn hjá Skalla- grími George Byrd sem hefur styrkt liðið með komu sinni. Það vekur þó mikla athygli að frammistaða Kananna hjá toppliði Keflavíkur hefur lítið með gengi liðsins að gera, Keflavíkurliðinu gengur betur í þeim leikjum þar sem Anthony Glover (-27,3%) og Nick Bradford (-15,4%) eru að gera minna sem sýnir kannski enn frekar hversu breidd liðsins er Keflvíkingum mikils virði. -óój MIKILVÆGASTIR: Íslenskir leikmenn Sævar I. Haraldsson, Haukum +67,9% Friðrik Stefánsson, Njarðvík +53,4% Darrel Lewis, Grindavík +50% Marvin Valdimarss., Ham./Self. +48,3% Páll Axel Vilbergss., Grindav. +35,9% Brenton Birmingh., Njarðvík +27,4% Ómar Sævarsson, ÍR +21,7% Magnús Þ. Gunnarss., Keflav. +21,4% Eiríkur Önundarson, ÍR +17,9% Pétur Már Sigurðsson, KFÍ +17,9% Erlendir leikmenn Darrel Flake, Fjölni +75% George Byrd, Skallagrími +42,9% Nemanja Sovic, Fjölni +41,7% Damon Bailey, Hamar/Selfoss +41,2% Clifton Cook, Skallagrími +38,6% MIKILVÆGASTI MAÐURINN Sævar Ingi Haraldsson hjá Haukum hefur skilað stóru hlutverki með mikilli prýði í vetur, auk 12,7 stiga og 6,9 stoðsendinga að meðaltali þá munar það öllu fyrir liðið að hann eigi góðan leik. LEIKIR GÆRDAGSINS LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla ÍBV–ÞÓR AK. 29–30 Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 6/2, Kári Kristján Kristjánsson 5, Davíð Þór Óskarsson 4, Robert Bognar 4, Zoltan Belanyi 3, Sigurður Ari Stefánsson 2, Svavar Vignisson 2, Sigurður Bragason 1, Grétar Eyþórsson 1, Tite Kalandaze 1. Mörk Þórs Ak.: Bjarni Gunnar Bjarnason 7, Árni Þór Sigtryggsson 5, Aigars Lazdins 4, Cedric Åkerberg 3, Goran Gusic 3, Sindri Haraldsson 3, Sindri Viðarsson 2, Elvar Alfreðsson 2, Sigurður B. Sigurðsson 1. STAÐAN HK 9 6 0 3 290-266 12 HAUKAR 9 5 1 3 285-268 11 KA 9 4 2 3 271-270 10 ÍR 9 5 0 4 281-275 10 VALUR 9 4 0 5 233-249 8 ÞÓR AK. 9 4 0 5 256-278 8 ÍBV 9 3 1 5 269-264 7 VÍKINGUR 9 3 0 5 245-260 6 Þýski handboltinn WILHELMSHAVENER–KIEL 32–42 Gylfi Gylfason skoraði ekki fyrir Wilhelmshaven- er. POST SCHWERIN–PFULLINGEN 22–23 ESSEN–HAMBURG 30–25 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mark fyrir Essen. MINDEN–GÖPPINGEN 22–26 Patrekur Jóhannesson skoraði eitt mark fyrir Minden en Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen. Andrius Stelmokas, fyrrum línumaður KA, skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen. LÜBBECKE–WETZLAR 27–27 Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wet- zlar. DÜSSELDORF–GROSSWALLSTADT 26–26 Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Düsseldorf og Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Grosswalstadt. LEMGO–NORDHORN 31–27 Logi Geirsson skoraði níu mörk fyrir Lemgo og var markahæstur í liðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.