Fréttablaðið - 24.02.2005, Page 46
„It won’t do
to dream of caramel,
to think of cinnamon
and long
for you.“
30 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
The Mars Volta: Francis the Mute, The Game: The Documentary,
Can: Monster Movie, De La Soul: The Grind Date og Mercury,
Rev: The Secret Migration, Tori Amos: The Beekeper, Eric Clapton: Sessions
for Robert J, Emiliana Torrini: Fishermans’s Wife.
Þeir eru með Dorrit Moussaieff í
aðdáendaklúbbi sínum og óopin-
ber umboðsmaður þeirra er her-
togaynja frá Austurríki. Hver
einn og einasti liðsmaður sveitar-
innar er snillingur á sínu sviði
sem er við það að springa úr sköp-
unargáfu. Þegar þeir spila á tón-
leikum getum við alveg eins átt
von á því að söngvarinn hristi á
sér brjóstin, bassaleikarinn komi
fram í tígrísþveng og að sviðið sé
hlaðið sprengjuefnum. Þeir voru
kirsuberið í einni veislu forsetans
á Bessastöðum og eiga stóran hóp
aðdáenda hér á landi, þrátt fyrir
að hafa aðeins gefið út eina breið-
skífu, fyrir löngu síðan. Já, Ísland
hefur aldrei áður átt sveit eins og
Trabant, það er alveg á hreinu.
Stökkbreytt sveit
Piltarnir hafa verið að vinna að
næstu plötu sinni í þónokkurn
tíma. Þeir hafa síðasta árið mótað
nýju lögin á tónleikum og síðustu
sex mánuðina hafa þeir verið að
vinna þau í hljóðverinu. Þessum
mönnum finnst gaman að dunda
sér og hika ekki við að taka sér
sinn tíma.
„Við erum núna að búa til
power-ballöðu,“ segir Viðar
Hákon bassaleikari og upptöku-
stjóri sem segir sveitina stundum
semja beint inn á band þó svo að
grunnur flestra laganna hafi verið
tilbúinn. „Við vorum búnir að
klára plötuna og svo þegar við
renndum henni í gegn þá fannst
okkur eins og það vantaði eitth-
vað. Við gætum alveg gefið plöt-
una núna, en við erum bara aðeins
að leika okkur meira. Þannig að
við bættum einu lagi við, maður
er hvort eð er alltaf að vinna...
skilurðu? Það skiptir engu máli
hvort þetta lag endi svo á þessari
plötu eða næstu.“
Sitt lítið af hverju
Platan hefur vinnuheitið Pump
You Up og er reiðubúin fyrir út-
gáfu. Ekki hefur verið ákveðið
hver gefur plötuna út en sveitin
hefur verið í viðræðum við 12
Tóna.
Trabant er ein þeirra sveita
sem hefur aðstöðu í KlinK og
BanK. Þar hafa þeir komið sér
upp ágætis hljóðveri og hafa því
fengið tækifæri til þess að liggja
vel á plötunni. Útkoman er hreint
út sagt stórkostleg og ólík öllu
öðru sem hefur áður heyrst frá ís-
lenskri sveit. Það er erfitt að
renna fingur á hvers konar tónlist
er þarna á ferð, ekki rokk, ekki
fönk, ekki 80’s popp, ekki teknó en
samt sitt lítið af hverju.
„Við segjumst bara alltaf vera
að gera popptónlist. Þetta er
kannski ekki hið týpíska Bylgju-
popp en ég held að þó að það sé
svolítið sérstakur hljómur á þessu
þá er þetta popp. Greddupopp.
Við erum að leika okkur með
hluti sem fæddust í poppi. Það er
alveg hægt að vera með tilraunir,
bara tilraunanna vegna. Þó að við
séum ekkert að kóvera eða stæla
neitt, erum við að leika okkur með
sömu hluti og Prince, Michael
Jackson, Queen og Mick Jagger.
Þess vegna lítum við á að þetta sé
„kick ass“ popp.
Þetta er leikur að þessum stæl-
um, sem eru svo almennir í
poppi.“
Ástin það eina sem skiptir máli
Viddi segir að það séu mörg ástar-
lög á plötunni, textarnir nálgist
allir ástina að einhverju leyti.
„Ástin er það eina sem skiptir
máli. Það er eina leiðin að góðu
kynlífi,“ segir Viddi og hlær.
„Maður verður ástfanginn bara til
að fá sér almennilega að ríða, svo
getur maður flækt þetta fyrir sér.
Þess vegna er gott að gera plötu
um þetta. Þetta eru ástartextar, en
í grunninn bara kynlíf.“ Sem sagt,
það fer að koma tími fyrir Trabant
til þess að setja lykilinn í raufina
og renna af stað.
biggi@frettabladid.is
Trabant setur lykilinn í raufina
Beðið er eftir væntanlegri breiðskífu Trabant með eftirvæntingu. Von er á plötunni í hlað á næstu vikum.
OL’ DIRTY BASTARD
Rapparinn knái úr Wu-Tang Clan lést seint
á síðasta ári. Liðsmenn Wu-Tang eru búnir
að hljóðrita lag í minningu hans.
Wu-Tang
minnist
Ol’ Dirty
Liðsmenn Wu-Tang Clan eru
búnir að hljóðrita lag í minningu
Ol’ Dirty Bastard sem lést seint
á síðasta ári. Áætlað er að gefa
lagið út á smáskífu bráðlega, og
verður það þá fyrsta útgáfan frá
rappsveitinni í þrjú ár.
Lagið verður einnig að finna
á síðustu sólóplötu Ol’ Dirty sem
kemur út 22. mars næstkom-
andi. Hann var langt kominn
með plötuna þegar hann dó.
Þeir sem koma að laginu eru
RZA, GZA, Method Man, Ra-
ekwon, Cappadona og Masta
Killa. Sveitin var á leiðinni að
hljóðrita nýtt efni og áttu upp-
tökur að hefjast 13. nóvember,
en þeim var svo frestað eftir að
Ol’ Dirty hneig niður í hljóðveri
sínu 12. nóvember.
RZA greindi frá því í viðtali
við MTV að búið væri að setja
Wu-Tang aftur á hilluna, en hann
vildi ekki útiloka að sveitin
kæmi myndi hljóðrita meira
efni í lok ársins. ■
50 CENT
Næsta plata rapparans kemur út 3. mars,
eftir rétt rúma viku.
Nýja plata
50 Cent
lekur á netið
Önnur breiðskífa 50 Cent átti upp-
haflega að koma út 15. febrúar, en
ekki náðist að klára plötuna í tíma.
Henni var því seinkað aftur til 8.
mars. Nú hefur hins vegar verið
ákveðið að flýta útgáfunni fram
til 3. mars, þar sem nokkur lög af
plötunni láku á netið.
Platan heitir The Massacre og
eitt lag á plötunni er sérstaklega
vinsælt til að hlaða niður. Það
heitir Piggy Bank og þar lofaði 50
Cent að skjóta harðlega á Fat Joe,
Nas, Jadakiss, Ja Rule og Shyne.
Fat Joe hefur þegar lofað að svara
fyrir sig á plötu sem kemur út
á sama degi og plata 50 Cent.
Íslandsvinurinn býst svo auðvitað
við svörum frá öllum þeirra. Það
er því mikil spenna í rappheimum
þessa dagana. ■
- Suzanne Vega leggur línurnar í ástarmál-
um sínum í laginu Caramel af plötunni
9 Objects of Desire frá árinu 1997. Lagið er
notað sem aðallag myndarinnar Closer.
TRABANT Hljómsveitin Trabant tók upp hluta plötunnar í Geimsteini hjá sjálfum Herra Rokk, Rúna Júll.