Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Fimmtudagur
FEBRÚAR
KRINGLUKRÁIN U LGIN
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
ROKKSVEIT
RÚNARS
JÚLÍUSSONAR
UM HELGINA
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga.
5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Uppselt – 6. sýn. 27. feb. kl. 19 – Uppselt
7. sýn. 4. mars kl. 20 – Uppselt – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Uppselt
9. sýn.12. mars kl. 19 - Uppselt - Síðasta sýning
AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20
AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst
DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar í samvinnu við Wagner
félagið Laugardaginn 26. febrúar kl. 13.00-18.15
Tristan und Isolde eftir Richard Wagner. Sýningin er á hliðarsvölum
Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir
Miðasala á netinu: www. opera.is
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Raschèr-kvartettinn kemur
fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands í Háskólabíói og flytur með
hljómsveitinni m.a. konsert fyrir fjóra
saxófóna eftir Philip Glass. Stjórnandi
er Bernharður Wilkinsson.
21.00 Í draumum var þetta helst,
tónlistar- og ljóðadagskrá þeirra
Tómasar R. Einarssonar og Einars
Más Guðmundssonar, verður flutt í
Ketilhúsinu á Akureyri.
21.00 Pönk-elektró-jazztríóið
Grams heldur tónleika á Jazzklúbbn-
um Múlanum, Hótel Borg fimmtu-
daginn 24.febrúar.
22.00 Shadow Parade, Kalli Tend-
erfoot og Lára koma fram á Grand
Rokk.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Hið Lifandi Leikhús frum-
sýnir leikritið American Diplomacy í
Borgarleikhúsinu. Verkið er samið og
leikstýrt af Þorleifi Erni Arnarssyni.
20.00 Leikritið Grjótharðir eftir
Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt
í Þjóðleikhúsinu.
■ ■ LISTOPNANIR
17.00 Brynhildur Guðmundsdóttir
opnar myndlistarsýningu í Spari-
sjóðnum á Garðatorgi. Sýningin
heitir "koma og fara". Á sýningunni
eru sýnd 23 olíumálverk.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Hinn ágæti dúett Vegagerð-
in leikur ljúflingslög af ýmsu tagi á
Póstbarnum í Pósthússtræti 13 til
miðnættis. Dúettinn skipa þeir
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og
Sváfnir Sigurðarson.
■ ■ FYRIRLESTRAR
16.30 Þorsteinn Gylfason flytur
fyrirlestur um tákn á Heimspekitorgi
Háskólans á Akureyri, sem haldið
verður í stofu L101 í Sólborg við
Norðurslóð.
■ ■ SAMKOMUR
17.15 Hallgerður Gísladóttir flytur
erindið Þorrinn og Góan, matur og
matarvenjur, á þjóðlegri dagskrá í
Bókasafni Kópavogs. Kvæðamenn
frá kvæðamannafélaginu Iðunni
keða rímur.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Samspil málverka
og hreyfimynda
Í tilefni af sýningu Bjarna Sigur-
björnssonar og Haraldar Karls-
sonar „Skíramyrkur“ verða sýn-
ingarsalir og kaffistofan í Hafnar-
borg opin til klukkan 22 í kvöld.
Sýningunni lýkur nú um helgina.
Sýningin er innsetning þar sem
málverk og hreyfimyndir spila
saman og mynda sjónræna heild. Í
innsetningunni eru tólf málverk á
plexígleri eftir Bjarna. Hvert um
sig er þrír metrar á hæð og tveir á
breidd og myndirnar hanga niður
úr lofti salarins. Verkin hanga í
óreglulegum vinklum og mynda
þyrpingu í miðrými salarins en
teygja sig líka í átt til veggjanna.
Hreyfimyndum Haraldar Karls-
sonar er síðan varpað ofan úr lofti
af sex skjávörpum í 45 gráðu
vinkli við málverkin og einnig
sýnd í heild sinni á skjám á gólfi
undir vörpunum. Myndirnar úr
myndvörpunum sjást á málverk-
unum, varpast í gegnum þau og
speglast af þeim á veggi, loft og
gólf salarins. Þar sem myndirnar
varpast gegnum málverkin renna
þær saman við liti og form þeirra
og þann samruna má svo sjá
þegar birtan varpast á veggina.
Salurinn er að mestu myrkvaður
að öðru leyti. Myndvarparnir snú-
ast til og frá eins og viftur sem
notaðar eru til kælingar og því er
mikil hreyfing á ljósinu á öllum
flötum salarins og á yfirborði
málverkanna. Í hreyfimyndunum
sjálfum er líka mikil hreyfing og
úr þessu öllu verður ryþmískt
samspil sem hverfist og umbreyt-
ist þegar áhorfandinn gengur um
sýninguna. ■
BJARNI SIGURBJÖRNSSON Skíramyrkri,
sýningu Bjarna Sigurbjörnssonar og
Haralds Karlssonar, lýkur í Hafnarborg um
helgina. Opið verður til klukkan 22 í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA