Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 54
38 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Lárétt: 2 sverð, 6 í röð, 8 reykja, 9 kasta upp, 11 listamaður, 12 föngulegur, 14 titrar, 16 bardagi, 17 skel, 18 ílát, 20 á fæti, 21 góður matur. Lóðrétt: 1 seig, 3 hest, 4 grét hástöfum, 5 kveikur, 7 smáskammtar, 10 regla á hlutunum, 13 líða vel, 15 útstáelsi, 16 hagnað, 19 slá. Lausn: 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 TÍMARITIÐ MAGASÍN FYLGIR DV Í DAG 8. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR – FIMMTUDA GURINN 24. FEBRÚAR MAGASÍN Lena Rós presturá von á sínu fjórða barni Sirrý Flottar Fermingar- fötin í ár fermir son sinn en fermdist aldrei sjálf íslenskar konur í fallegum fötum Þekktar konur sýna fermingar- myndina sína FERMINGARHÁRGREIÐSLAN EINFÖLD OG LÉTT[ ] Lífsreynslusaga Ég fermdist ófrísk – hefur þú séð DV í dag? –Frægar konur sýna fermingar- myndir sínar –Prestur á von á sér í fjórða sinn Strákarnir á Stöð 2 voru staddir í London á dögunum þar sem þeir tóku einkaviðtöl við stjörnurnar úr gamanmyndinni Hitch, með Will Smith í aðalhlutverki. Myndin hefur síðastliðnar tvær helgar verið á toppi aðsóknarlistans í Bandaríkjunum. Þeir Pétur, Sveppi og Auddi spjölluðu við Kevin James úr þátt- unum King of Queens, þokkadís- irnar Evu Mendez og Amber Val- leta og leikstjórann Andy Tennant. „Þetta var algjör snilld. Við hittum liðið og vorum að bulla í þeim,“ seg- ir Auddi. „James sýndi okkur nokk- ur dansspor því Will Smith sagði að hann kynni einhver Jackson-spor. Það var mjög gaman.“ Einnig vöktu þeir gríðarlega at- hygli á blaðamannafundi með Will Smith þegar Pétur hvæsti eins og köttur, leikaranum til mikillar skemmtunar. Bauðst hann til að út- vega Pétri pláss í skemmtiþætti David Letterman sem milljónir horfa á í hverri viku. Verður gaman að sjá hvort Smith standi við stóru orðin. Landsmenn geta fylgst með þessu efni í þættinum Strákarnir frá og með morgundeginum og alla næstu viku. Þess má geta að tvær sjónvarpsstöðvar frá Belgíu og Hollandi hafa óskað eftir leyfi frá Stöð 2 til að sýna það sem gerðist á blaðamannafundinum með Smith, enda ekki á hverjum degi sem menn hvæsa eins og kettir á slíkum fundum. ■ Pétur hvæsti á Will Smith STÁKARNIR Pétur, Sveppi og Auddi vöktu mikla athygli á blaðamannafundinum með Will Smith. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Hagaskóli. Landsvirkjun, Orkubú Vest- fjarða og Rarik. Í apríl. Mikið var um dýrðir í bókafor- laginu Bjarti á Bræðraborgar- stíg í gær eftir að tilkynnt var í gær að Sigurjón Birgir Sigurðs- son, jafnan nefndur Sjón, hlyti bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár. Efnt var til blaða- mannafundar þar sem boðið var upp á kökur og kampavín. Blómasendingar bárust og heillaóskum rigndi yfir skáldið og útgefendurna. „Þetta er mér mikill heiður og ánægja,“ sagði Sjón, brosandi út að eyrum. Hann hlýtur verð- launin fyrir skáldsögu sína Skugga-Baldur, sem Bjartur gaf út haustið 2003. Verðlaunanefnd Norðurlanda- ráðs segir í fréttatilkynningu sinni að í Skugga-Baldri þræði Sjón af mikilli vandvirkni ein- stigið milli ljóðs og prósa. Í sög- unni vefi hann saman minni úr íslenskum þjóðsögum, róman- tíska sagnahefð og heillandi sögu þar sem siðfræðilegar spurningar nútímans skjóti upp kollinum. „Mér skilst að dómnefndin hafi hrifist af þessu samblandi af gömlum tíma og algerlega nýjum aðferðum, sem kenna má við póstmódernisma, um leið og fjallað er um siðferðilegar spurningar sem brenna á sam- tímanum. Þar fyrir utan er þetta afskaplega lítil bók og einhvern veginn heil og það virðist ganga upp. Hún er ekkert að þykjast vera neitt stærri en hún er, en heldur ekki minni.“ Sjón tók rútuna í bæinn í gær frá Eyrarbakka, þar sem hann sat við skriftir þegar tilkynning- in barst frá verðlaunanefnd Norðurlandaráðs. Sjón á lítið hús á Eyrarbaka og vinnur þar nú að næstu bók sinni. „Þar skrifaði ég líka þessa bók og mér fannst við hæfi að vera staddur þar þegar þetta yrði tilkynnt, á fæðingarstað bókarinnar.“ Skugga-Baldur er fimmta skáldsaga Sjóns. Áður hafa fimm Íslendingar hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Þau eru Ólafur Jóhann Sigurðsson, sem hlaut verðlaun- in árið 1976, Snorri Hjartarson árið 1981, Thor Vilhjálmsson 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992 og Einar Már Guðmunds- son árið 1995. Sjón segist engan veginn hafa átt von á því að hljóta verð- launin, enda hafi margar góðar bækur verið tilnefndar í ár. „Ég þóttist nú vera kominn í góðan félagsskap með tilnefn- ingunni, en nú er félagsskapur- inn orðinn enn betri. Meðal ann- ars var Stormur tilnefndur eftir minn góða vin Einar Kárason, sem sýndi hve góðan mann hann hefur að geyma þegar hann hringdi í mig fyrstur manna og óskaði mér til hamingju.“ Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum, um það bil 3,8 milljónum íslenskra króna, og verða þau afhent í Reykjavík þann 26. október í haust, strax að loknum fundi Norðurlandaráðs. ■ SKÁLDIÐ Sjón var að vonum kampakátur í gær eftir að tilkynnt var að hann hlyti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS: NEFNDIN HREIFST AF SKUGGA-BALDRI Sjón hreppir hnossið í ár AÐ MÍNU SKAPI INGIMUNDUR INGIMUNDARSON, HANDKNATTLEIKSMAÐUR ÚR ÍR TÓNLISTIN Ég er með nokkuð breiðan tónlistarsmekk en U2, Radiohead og Queen er alltaf traust. Í græjunum þessa dagana er Damien Rice, og svo snillingurinn og trúbadorinn Birgir Henningsson. BÓKIN Ég er enginn lestrarhestur en tek þó með mér bækur í flestar keppnisferðir, þótt þær komi oftar en ekki lítið eða ólesnar til baka. Sú síðasta var Da Vinci-lykillinn til Túnis, sem ég komst lítið áleiðis með. Hún lofar samt góðu. BÍÓMYNDIN Sá Meet the Fockers en varð fyrir vonbrigðum. Held mest upp á The Godfather-safnið, sem er meistaraverk og Al Pacino í miklu uppáhaldi. Í léttari kantinum er snilldin Brain Donors alltaf jafn fyndin en þar er aulahúmor í aðal- hlutverki. BORGIN Ég hef heimsótt flestar af stærstu borgum Evrópu en engin hefur heillað mig jafn mikið og Barcelona. Frábær menning, fallegar byggingar, fullt af flottum búðum, matsölu- og skemmtistöðum og mannlífið er magnað. Jafnast fátt við að tylla sér niður á Römblunni og fá sér einn kaldan í fríinu, en ég er einmitt að gæla við að komast þangað á tónleika með U2 í sumar. BÚÐIN Ég á mér enga uppáhalds- búð, en þurfi ég að finna mér ein- hver föt tek ég þennan klassíska hring; Kringlan, Smárinn og Lauga- vegurinn. Annars finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt að versla hér heima; það er einhvern veginn mun afslappaðra erlendis. VERKEFNIÐ Það er fátt annað sem kemst að þessa dagana en bikarúr- slitaleikurinn á laugardaginn kemur. Þessi vika verður undirlögð vegna undirbúnings og allt annað verður að bíða fram yfir helgi. Ég hef aldrei áður spilað í bikarúrslitum í meist- araflokki og því tilhlökkunin mikil og kemur ekkert annað til greina en sigur. Þetta verður stór dagur fyrir okkur leikmennina og ekki síst fyrir félagið. Barcelona, Guðfaðirinn og Birgir Henningsson ...fær Anney Birta Jóhannesdóttir tveggja ára sem hefur farið í fimm hjartaaðgerðir í Boston. Hún lætur það þó ekki á sig fá og er lífsglöð og kát og finnst ekkert skemmtilegra en að púsla á Leynimýri þar sem hún sækir leikskóla. HRÓSIÐ Lárétt: 2 hjör, 6rs,8ósa,9æla,11kk, 12 fagur, 14tinar, 16 at,17aða,18kar, 20il,21krás. Lóðrétt: 1kræf, 3jó,4öskraði,5rak,7 slattar, 10agi, 13una,15rall,16akk,19rá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.