Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 30

Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 30
4 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Engin „trend“ ríkjandi þegar kemur að veitingunum Gamaldags matar- og kaffihlaðborð halda velli í fermingarveislum þessa árs, með örlitlum breytingum þó. Kransakakan er á leið út – marsípantertan inn. Fermingargjöf sem þú býrð að alla ævi B a n k a s t r æ t i 1 0 - 1 0 1 R e y k j a v í k – S í m i 5 6 2 2 3 6 2 – i n f o @ e x i t . i s Stúdentaferðir bjóða málanám sérstaklega hannað fyrir ungt fólk á aldrinum 10 - 17 ára. Málanámið samanstendur af tungumálanámi, afþreyingu og ferðum. Gisting er á heimavist eða hjá fjölskyldum. Málanám erlendis er reynsla sem þú býrð að alla ævi. Þú lærir tungumál og upplifir ævintýri. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 74 98 2/ 20 05 Ferming Fartölva að verðmæti 150.000 kr. Munið lukkuleikinn Áletrun á kerti og servíettur! Kristín Rós Gu nnarsdóttir Vogatungu 2 0 200 Kópavog ur Mikið af nýjum fermingarvörum í öllum verslunum Blómavals Ég vil hafa snyrtilegar og fallegar hendur þess vegna vel ég LCN nagla gel á mínar neglur. Sigrún Ungfrú Reykjavík. Þar er hægt að leita sér upplýsinga um hinar ýmsu veisluþjónustur, kíkja á ljósmyndara og gjafavörur sem gætu komið sér vel í ferming- arpakkann. Einnig getur fermingarbarnið gert óskalistann á vefsíðunni og þannig hafa allir ættingjarnir að- gang að honum. Það auðveldar því bæði fermingarbarninu og boðs- gestum mikla fyrirhöfn. Síðan er hægt að leita sér upplýsinga bæði um borgaralega fermingu og kirkjulega fermingu og kanna markaðinn af blómasölum og hreingerningarþjónustu. Öll skipu- lagning stóra dagsins getur því nánast farið fram í gegnum netið. Fermingarveislur á Íslandi hafa ekki tekið miklum breytingum frá því seint á sjötta áratugnum, þegar allri áfengisneyslu var hætt í slík- um veislum. Veislurnar hafa síðan ýmist verið í formi matar- eða kaffihlaðborða og veitingarnar sjálfar ekki breyst að ráði. Ingibjörg Pétursdóttir, eigandi veisluþjónust- unnar Mensu, segir að helsta breyt- ingin þar á bæ sé að kalkúnninn sé nú langvinsælastur. „Það er allur gangur á því hvað fólk pantar, en mér virðist að fleiri séu með mat en kaffi og fæstir með pinnamat. Kalkúninn berum við fram kaldan en hann er tekinn í sundur, fylltur og settur saman aftur, og með honum er borið fram heitt kart- öflugratín. Fólk vill gjarnan vera með eitthvað sem allir hafa smekk fyrir, bæði börn og fullorðnir. Í for- rétt er reyktur lax með spínatjafn- ingi vinsælastur og í eftirrétt sýnist mér að súkkulaðikaka með þeyttum rjóma sé algengust.“ Ingibjörg segir hádegisverðarboð algengari en áður en sömu veitingar, bara örlítið léttari. „Þá eru fleiri bökur og soðni heili „sixties“-laxinn er alltaf mjög vinsæll.“ Valdimar Steinsson, eigandi veisluþjónustunnar Gafl-inn, segir skiptast í tvö horn hjá sér. „Það er annars vegar hefðbundið sex rétta matarhlaðborð, þrír fiskréttir og þrír kjötréttir með salötum, eða kaffihlaðborð. Mér finnst að kaffi- hlaðborðin séu vinsælli í ár en verið hefur. Þá erum við að tala um snittur, brauðtertur, tertur og flat- kökur. Þetta hefur verið mjög svip- að í gegnum árin, það eru kannski ákveðnar tertur vinsælli en aðrar en í heildina er þetta mjög svipað. Kransakakan er þó að víkja fyrir marsipantertunni.“ Valdimar segist ekki verða var við að fók vilji hollustuveitingar í fermingarveislurnar. „Það er enginn að hugsa um það á þessum degi,“ segir Valdimar. Linda Magnúsdóttir, yfirmaður veisluþjónustu Jóa Fel, segir að þar sé ítalskt pinnahlaðborð vinsælast. „Það eru heitir og kaldir léttir réttir, ostasalöt, brauð og brauðterta, og svo eru auðvitað kökuhlaðborðin sívinsæl, en þar erum við líka með ítölsku snitturnar. Aðallega finnst mér þó að fók vilji hafa þetta ein- falt og gott og ekki of mikla fyrir- höfn.“ Fermingin skipulögð á netinu Vefsíðan fermingar.is hefur allt til alls til að skipuleggja ferminguna. Kaffihlaðborðið er alltaf vinsælt í fermingarveislum. Hér sést Jón Árelíusson kökumeistari með flotta kransaköku og marsipantertu. Ingibjörg Pétursdóttir segir fók vilja vera með eitthvað sem bæði börnum og full- orðnum þykir gott. Heilsoðinn lax í „sixties“-stíl er sívinsæll í fermingarveislum. Rjómaterta með fjölda berjategunda er algert sælgæti. Fjöldasöngur og dans í veislunni Fermingar þurfa ekki að vera stíf spjallboð stórfjölskyldunnar. Fermingar geta verið ofboðslega skemmtilegar. Við mælum með að nánustu ætt- ingjar fermingarbarnsins taki sig til og skipuleggi nokkra leiki. Það er alltaf gaman að syngja saman. Sniðugt er að búa til litla söngbók með vinsælum íslenskum lögum og dreifa til allra gesta. Síðan er tekinn hópsöngur á milli marsipantertusneiða og kransakökuhringja. Voða stuð. Síðan er það blessaður dansinn sem aldrei klikkar. Fugladansinn eða Konga- dans er tilvalinn til að halda uppi stuði og fá sem flesta með í sprellið. Myndasýning klikkar ekki. Foreldrar fermingarbarnsins ættu að taka sig til nokkrum dögum fyrir fermingu og safna saman haug af gömlum myndum af fermingarbarninu. Skannið inn myndirnar, setjið í Power Point-skjal, fáið lán- aðan myndvarpa og varpið myndunum upp í stærstu stærð á vegginn. Frábær skemmtun fyrir alla – meira að segja fermingarbarnið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.