Fréttablaðið - 25.02.2005, Side 36
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
74
98
2/
20
05
Ferming
Fartölva að verðmætiVinningur
Kristín Rós Gu
nnarsdóttir
Vogatungu 2
0
200 Kópavog
ur
í öllum verslunum Blómavals
Lukku-
leikur
150.000 kr.
Kringlunni - sími : 533 1322
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Mikið úrval af fermingargjöfum
og borðskrauti
„Við ætlum þetta öllum börnum
sem hafa áhuga, burtséð frá því
hvar þau standa trúarlega,“ segir Jó-
hann Björnsson, heimspekingur og
grunnskólakennari, sem sér um að
búa börnin undir borgaralega ferm-
ingu. „Oftast eru þetta þó börn fólks
sem stendur utan trúfélaga en við
höfum jafnvel fengið hingað börn
sem eru í þjóðkirkjunni,“ segir Jó-
hann, sem starfað hefur sem kennari
við borgaralega fermingu í ein níu
ár. Fermingin sjálf á sér stað í Há-
skólabíói og er að flestu leyti eins og
hefðbundin útskrift, en börnunum
frjálst að koma fram og lesa þau
gjarnan ljóð eða spila á hljóðfæri.
„Börnin hitti ég einu sinni í viku.
Við fáumst þá við ýmislegt sem
kemur þeim að gagni á fullorðins-
árum og tímarnir byggjast á sam-
ræðum,“ segir Jóhann. Efnið sem
tekið er fyrir er breytilegt frá ári til
árs og segir Jóhann að mið sé tekið
af því sem gerist í samfélaginu hver-
ju sinni.
„Í ár höfum við talað um hvern-
ig það er að taka erfiðar ákvarðanir,
fjöllum um stöðu unglinga í neyslu-
samfélagi nútímans, ræðum sið-
fræði, fordóma og samskipti ung-
linga og foreldra, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Jóhann. Trúmál eru
einnig rædd í víðasta skilningi þess
orðs, og spurningunni „hverju á
maður að trúa“ velt upp.
„Ég gef þeim engin ákveðin svör
heldur legg það í hendur þeirra að
draga ályktanir,“ segir Jóhann, en
börnin segir hann mörg vera mjög
opin og til í að ræða málin því þau
hafa mörg hver þurft að leggja dá-
lítið á sig að taka þetta skref að
fylgja ekki flestum jafnöldrum sín-
um.
Ferming er af mörgum talin ein-
ungis vera staðfesting á skírninni og
spyrja þeir sig hvernig ferming geti
verið borgaraleg. „Íslenska orðið
ferming er þýðing á latneska orðinu
„confirmare“ sem merkir að styðja
og styrkja. Tilgangur með borgara-
legri fermingu er að efla heilbrigð
og farsæl viðhorf unglinga til lífsins
og kenna þeim að bera virðingu
fyrir manninum, menningu hans og
umhverfi,“ segir Jóhann.
Upplýsingar um borgaralega
fermingu er hægt að fá á heimasíðu
Siðmenntar, sidmennt.is.
Silja segist að sjálfsögðu taka þátt í undirbúningn-
um af lífi og sál. „Ég fæ eiginlega að ráða öllu,“ seg-
ir hún. „Við ætlum að vera með léttar veitingar í
kringum hádegið, ég fermist klukkan ellefu og veisl-
an byrjar um tvöleytið. Við pöntum matinn og fáum
þjóna, en þetta verður allt á léttum og þægilegum
nótum, súpa, brauð og pinnamatur.“
Silja fer í prufugreiðslu nokkrum dögum fyrir
ferminguna og þá verður fermingarmyndin tekin.
„Frænka mín sem er hárgreiðslukona ætlar að
greiða mér og mála mig. Ég er ekki búin að velja
mér föt ennþá, en ég ætla að vera í pilsi og ein-
hverju flottu við, þó flestar vinkonur mínar ætli að
vera í kjólum.“
Silja ákvað að fermast þegar bróðir hennar
fermdist og segir að gjafirnar skipti auðvitað máli.
„Ég fermist af því að ég er trúuð, en líka af því mig
langar í veislu og gjafir. Allir í mínum vinahópi
fermast, en sumir völdu að fermast borgaralegri
fermingu.“
Silja er fótboltastelpa og æfir fótbolta með Fylki.
Það kemur því ekki á óvart að draumagjöfin er fót-
boltaferð til Englands. „Chelsea er mitt lið þannig að
það væri langbesta gjöfin.“
Þó að Silja hlakki til fermingarinnar segist hún
verða fegin þegar hún sé afstaðin. „Ég kvíði ekkert
fyrir að fara með versið mitt, sem ég er reyndar ekki
enn búin að velja. Þó þetta sé allt voða skemmtilegt
verður líka fínt þegar þetta er búið.“
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
Jóhann Björnsson heimspekingur með hópi krakka sem ætla að fermast með borgaralegum hætti. Börnin koma í „fermingartíma“ einu sinni í viku.
Börnin fást við ýmislegt sem
kemur að gagni á fullorðinsárum
Á hverju ári taka börn þá ákvörðun að fermast borgaralega og hafa þau aldrei verið
fleiri en nú. Fermingin fer fram í Háskólabíói og er eins og hefðbundin útskrift.
Langar mest á
fótboltaleik
með Chelsea
Silja Kristinsdóttir fermist í Árbæjar-
kirkju 20. mars næstkomandi og er
nýfarin að undirbúa fermingarveisluna
með fjölskyldunni.
Silja ætlar að bjóða gestum upp á léttan hádegisverð.