Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 37
Athafnir eru alltaf minnis- stæðar í bíómyndum og sjón- varpsþáttum og þar eru fermingar engin undantekn- ing. Geðlæknirinn Frasier úr samnefndum sjónvarpsþátt- um ætlaði eitt sinn að vera afar góður og snjall pabbi. Sonur hans var að fermast að gyðingasið, en þar heitir ferm- ing bar mitzvah. Frasier réð til sín Star Trek-nörd til að kenna sér það sem faðir segði við son sinn á hebresku við slíka athöfn. Frasier náði þó að móðga nördinn áður en hann náði að kenna honum hebresku og í staðinn kenndi hann honum þulu á klingónsku, máli sem aðeins er til í heimi Star Trek. Það vakti því óskipta athygli þegar Frasier talaði tungum í fermingu sonar síns. Í nýjustu mynd Stuðmanna, Í takt við tímann, er smá innskot af fermingu sonar Hörpu Sjafnar og Stinna Stuð sem leikinn er af Höskuldi Ólafssyni, fyrr- um liðsmanni Quarashi. Þar er sýnd þessi pínlega stund þegar fermingarbarnið þarf að fara í fermingarmynda- töku og eins og flestir er persóna Höskuldar ekkert allt of ánægð með að þessi hryllilegi tími, bæði í hári og tísku, sé festur á filmu. Það má auðvitað ekki gley- ma fermingunni, eða bar mitzvah, í the Wedding Sing- er. Eftir að brúðkaup Robbie Hart, sem leikinn er af Adam Sandler, fer út um þúfur þarf hann að spila í alls konar öðr- um veislum til að falla ekki í ör- væntingu og þung- lyndi. Hann tekur að sér að spila í fermingu og er það ansi skemmtilegt þegar hann poppar upp hefðbundna hebreska söngva sem yfirleitt eru sungnir við þessi tilefni. Fermingar í sjónvarpinu www.jumbo.is Frábær viðbót við veisluþjónustu Júmbó Pöntunarsími: 554-6999 Ótrúlegar 20 manna brauðtertur. Við bjóðum upp á þrjár ljúffengar tegundir, roastbeef, rækjur og skinku. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 74 98 2/ 20 05 Ferming Fartölva að verðmæti 150.000 kr. Munið lukkuleikinn Mikið af nýjum fermingarvörum Kristín Rós Gu nnarsdóttir Vogatungu 2 0 200 Kópavog ur Áletrun á kerti og servíettur. í öllum verslunum Blómavals ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Daginn eftir verð ég fermdur maður Dagur Páll Friðriksson fermist á sumardaginn fyrsta. Hvernig leggst fermingarundirbún- ingurinn í þig? „Bara ágætlega. Við þurfum að fara svolítið oft í messu og ég er óvanur því. Messurnar geta verið leiðinlegar en geta líka verið mjög skemmtilegar. Það fer eftir því hvað er að gerast í messunni. Ég er trú- aður og fór alltaf í sunnudagaskól- ann með afa mínum þegar ég var lítill. Svo datt þetta út um tíma en byrjaði eftur þegar eldri systir mín fermdist,“ segir Dagur Páll Friðriks- son. Hann segir að fermingarundir- búningurinn sé strembinn. „Við förum í viðtöl og þurftum að gera ritgerð í fermingarfræðslunni,“ seg- ir Dagur Páll og bætir við að fjöl- skyldan sé þó ekki komin á hvolf í undirbúningi fyrir veisluna. „Við bjóðum örugglega mörgum en ég veit ekki hvort það verður matur eða kaffi.“ Hvað annan undirbún- ing varðar segir hann að þau ætli að byrja á honum í mars. „Þá fer ég í klippingu og við kaupum fötin og svoleiðis.“ Hann er ekkert mikið farinn að spá í gjafirnar. „Ég myndi vilja fá iPod-mini og eitthvað svoleiðis en veit að það er allt of dýrt. Ég væri líka til í að fá bækur og þá helst orðabækur sem gætu gagnast mér alla ævina.“ Dagur Páll segist hlakka til að fermast. „Ég held nú ekki að ég breytist neitt nema að þegar ég vakna daginn eftir verð ég fermdur maður.“ Dagur Páll er ekki kominn á kaf í undirbúninginn enda nægur tími til stefnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.