Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 46
Hvar er barnamenningin? Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, myndlistar- kennari og verkefnisstjóri málþings um barnamenningu, skrifar: Málþing um barnamenningu verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi þann 5. mars næstkomandi. Þar verða til umfjöllunar málefni barna í menningarlegu uppeldi á ýmsum stigum og sviðum. Margir telja það nauðsynlegt að ala upp börnin með það fyrir augum að þekking á bókina sé aðalatriðið. En hvaða þekking skiptir máli? Þeirri spurn- ingu eiga margir erfitt með að svara þar sem til eru margar hugmyndir um skil- greiningu á vitsmunum. Hvað viljum við börnum okkar til handa þannig að þau verði heilbrigðar persónur, bæði á sál og líkama? Að hugsa af viti nær til fleiri þátta en tungumálsins því ekki verða aðskilin hugur og hönd. Oftast fá tilfinningar ekki sess sem vitsmunalegt ferli, hvernig sem á því stendur. Þroskandi er að fara í gegnum ferli listsköpunar sem margir hafa áreiðanlega reynt, til dæmis í kóra- starfi. Að njóta listar er að upplifa sjálfur til að kunna að meta hana. Listgreina- kennarar eiga að dýpka efnið til að nem- endur geti notið þess, eins og íslensku- kennari sem útskýrir ljóð og undirtón þeirra til þess að nemendur skilji þau betur. Hinn sjónræni heimur verður sífellt fyrir- ferðarmeiri í lífi okkar. Myndlistarkennar- ar leitast við að kynna samband lista og menningar. Engin önnur grein tekur á fagurfræði og því þarf að skapa aðstæð- ur í skólastofunni til að örva nemendur til frekari (myndræns) þroska. Það að skapa er ekki að apa eftir öðrum eða öðru, skapandi hugsun er grunnur að öllum framförum. Myndlistarkennsla hefur verið flokkuð með verkgreinum þó hún sé frekar hug- lægs eðlis en þar sem ekki verða skilin í sundur hugur og hönd verður óhjá- kvæmilega fyrirferðarmikill þáttur náms- ins að túlka hugmyndir sínar með ýms- um efnum og áhöldum. Efnið verður miðill tjáningarinnar og því er áríðandi að ná valdi á mismunandi verklegri tækni. Á ofangreindu málþingi verður fjallað um barnamenningu í víðu samhengi bæði í skólastarfi og þvert á svið og geira. Megintilgangurinn er að efla barna- menningu í landinu með því að koma fólki saman til að vinna að skapandi verkefnum með börnum þessa lands. Merkilegur er leiðari Fréttablaðs- ins þriðjudaginn 22. febrúar sl. Höfundurinn, Hafliði Helgason, seilist æði langt í túlkun á vanga- veltum um ástæður hækkunar hús- næðisverðs. Í raun er aðdáunar- verð hugmyndaauðgi leiðarahöf- undar þegar hann setur vanga- veltur af heimasíðu minni í eitt- hvert marxískt samhengi og telur mig boða hugmyndafræði Norður- Kóreu og Kúbu. Svo bendir hann föðurlega á það hvernig markaður- inn starfar. Þakka ber höfundi fyrir kennsluna þó lítið nýtt komi þar fram. Grundvallaratriði hins frjálsa markaðar eru líklega öllum þekkt enda höfum við valið þá leið í okkar efnahagslífi – í nokkurri sátt flestra, þ.m.t. Framsóknar- manna. Hvað sem líður kennslu leiðara- höfundar þá liggur sú staðreynd fyrir að íbúðarverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað ótrúlega mikið á skömmum tíma. Stjórn- málamenn verða hressilega varir við að fólk hefur af þessu nokkrar áhyggjur. Því er ekki hægt að skor- ast undan því að velta vöngum yfir þessu ástandi og leita skýringa. Hvorki eru þær einfaldar né menn á eitt sáttir um þær. Ég frábið mér hins vegar fáránlegar útlistanir í leiðaranum umrædda. Ég trúi því að Fréttablaðið vilji vekja upp og taka þátt í umræðu um mál sem snerta almenning jafnmikið og húsnæðismál. Slík umræða verður ekki eðlileg með hártogunum af áðurnefndu tagi. Tilgangur minn með skrifum á heimasíðu er sá að að endursegja og velta vöngum yfir þeim sjónar- miðum sem eru í hinni almennu umræðu. Hvað er rétt og hvað er rangt í þeirri umræðu veit í raun enginn því málið er flókið og sam- ofið úr mörgum þáttum. Margir bera þar ábyrgð. Við hljótum að spyrja um ábyrgð stjórnmála- manna, bankakerfis, fasteignasala, sveitarfélaga og allra þeirra sem um málið véla með beinum eða óbeinum hætti. Þannig hafa margir efasemdir um að hámarkslán Íbúðalánasjóðs upp á 14,9 milljónir geti valdið slíkri kollsteypu sem raun ber vitni. Menn bera þau vitanlega saman við ótakmörkuð lán bankanna – þar sem hinar háu fjárhæðir liggja. Það er líka einföldun að slá bara málið út af borðinu með orðunum: Markaðurinn ræður. Við hljótum að geta rætt hinn unga og um margt ófullburða fjármálamarkað á Íslandi á gagnrýninn hátt án þess að vera sakaðir um kommúnisma. Slíkir útúrdúrar eru Fréttablaðinu ekki samboðnir. Hinn frjálsi mark- aður er samsettur úr mörgum þátt- um. Reynsla okkar á því sviði er ekki löng og alveg örugglega ýms- ir brestir á þroskastigi markaðar- ins unga. Þess vegna hljótum við að geta velt upp því sem mönnum finnst vera „óeðlileg“ þróun innan þess markaðar. Svo mikið er víst að íbúðarverð hefur hækkað um allt að 50% á ótrúlega skömmum tíma. Finnst leiðarahöfundi það e.t.v. bara eðlilegt? Margt ungt fólk stendur hins vegar ráðþrota gagnvart þessari þróun og botnar hvorki upp né niður í henni. Í frels- inu verða allir að axla ábyrgð því markmið þess er ekki að leika al- menning grátt og markmið þess er ekki að missa verðbólgu úr bönd- um. Því verða allir þátttakendur á markaðinum að sýna ábyrgð og festu. Þess vegna hefur m.a. ASÍ ákveðið að skoða alvarlega hvernig standi á hinni miklu hækkun íbúð- arverðs. Þess vegna hefur félags- málaráðherra falið Bifröst að kanna málið. Ekki vegna þess að þar séu kommúnistar á ferð heldur af því menn vilja finna skýringar á hækkun sem marga óar við og telja að ógni fyrirætlunum sínum um gott húsnæði á sanngjörnu verði. Þessi umræða fer m.ö.o. fram alls staðar í þjófélaginu. Fréttablaðið getur því ekki firrt sig ábyrgðinni með því að leggjast í þær hunda- kúnstir sem umræddur leiðari felur í sér. Til þess er málið allt of alvarlegt. ■ 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR22 Samfylkingin mun berjast áfram fyrir afnámi stimpilgjalds. Í þágu einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Hættum innheimtu stimpilgjalds Í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn minni um tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum kom fram að á árinu 2003 voru þær 3,7 milljarðar króna en á árinu 2004 jukust þær verulega og námu tæplega 6,4 milljörðum króna. Áætlanir fyrir árið 2004 gerðu ráð fyrir að tekj- urnar yrðu 3,6 milljarðar. Fyrir- komulag á innheimtu stimpilgjalda veldur því að erfitt er að gera sér grein fyrir skiptingu gjaldsins. Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja nákvæmlega hversu stór hluti þessara 6,4 milljarða sem inn- heimtust á árinu 2004 er tilkominn vegna fasteignaviðskipta. Þó kemur fram í svari fjármálaráð- herra að á fyrri hluta ársins 2004 eru 65 til 70% heildartekna ríkisins af stimpilgjöldum tilkomin vegna fasteignaviðskipta. Þar er bæði um að ræða stimipilgjöld af skulda- bréfum og kaupsamningum. Eftir þær breytingar sem urðu á húsnæðislánamarkaðinum á seinni hluta ársins má ætla að tekjur af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa eða endurfjár- mögnunar fasteignalána hafi auk- ist verulega. Varlega má áætla að þeir sem voru að kaupa sér þak yfir höfuðið eða endurfjármagna eldri húsnæð- iskaup hafi skilað um 3,5-4 millj- örðum í ríkissjóð. Á hverjum bitn- ar þessi gjaldtaka harðast? Á fjöl- skyldufólki sem er að koma sér upp húsnæði, ekki síst á ungu fólki sem er að stofna fjölskyldu og eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama hópi og vinnur myrkranna á milli og lendir í háum jaðarsköttum. Sama hópi og nú er verið að skerða við vaxtabæturnar. En stimpilgjaldið lendir einnig af fullum þunga á atvinnulífinu. Ekki síst á þeim sem eru með smá eða meðalstór fyrirtæki og eiga erfiðara með að fá erlend lán en stór og öflug fyrirtæki. Þá bitnar þessi óréttláta gjaldtaka harkalega á allri nýsköpun í atvinnulífinu. Samfylkingin vill afnema þessa gjaldtöku. Við höfum í nokkur ár lagt fram frumvarp þess efnis, sem ekki hefur hlotið náð fyrir augum stjórnarliða. Ýmsir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna hafa þó lýst þeirri skoðun sinni að það beri að afnema stimpilgjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa einnig ítrekað lagt það til. Samfylkingin mun berjast áfram fyrir afnámi stimpilgjalds. Í þágu einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Höfundur er formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN OPINBER GJÖLD ,, BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU Skrýtinn leiðari um húsnæðismál b a k k a v o r . c o m BAKKAVÖR GROUP HF. 2005 A›alfundur Bakkavör Group hf. ver›ur haldinn föstudaginn 25. febrúar 2005, kl. 17 í fijó›minjasafni Íslands, Su›urgötu 41, 101 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi á sí›astli›nu ári. 2. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár, ásamt sk‡rslu endursko›anda lag›ur fram til samflykktar. 3. Breytingar á samflykktum. 4. Ákvör›un um rá›stöfun hagna›ar á reikningsárinu. 5. Ákvör›un um stjórnarlaun. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endursko›anda. 8. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 9. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt sk‡rslu stjórnar og endursko›anda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins a› Su›urlandsbraut 4, 108 Reykjavík, viku fyrir a›alfundinn. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent vi› innganginn vi› upphaf fundarins. Stjórn Bakkavör Group hf. Eigendur ráði Undanfarið hefur mikið verið rifist um hvaða hús skal rífa og hvaða hús skal ekki rífa. Eðlilegt er að eigendur húsanna ákveði hvort þau verða rifin eður ei. Því miður er ástandið nú fremur óeðlilegt. Svo vill til að Reykjavíkurborg skiptir sér af slíkum hlutum. Ekki má rífa niður hús sem komin eru á ákveðinn aldur, nema með samþykki borgarinnar. Hlynur Jónsson á uf.is Kannski kemur það engum á óvart að ég styðji reykbann á öllum veit- inga- og skemmtistöðum. Vegna umræðunnar síðustu daga vil ég leggja lóð mín á vogarskálarnar málinu til stuðnings. Lítill hópur fjölmiðlamanna hefur kastað rýrð á frumvarpið með tali um ofbeldi og forræðishyggju. Ég er fyrrverandi reykingamaður, fyrrverandi fíkill. Í hvert skipti sem talað var um skað- semi reykinga meðan ég reykti brást ég hinn versti við. Ég varði fíkn mína. Hið sama gera margir reykingamenn í dag. Því finnst mér mikilvægt að í allri opinberri um- ræðu komi fram hvort viðmælend- ur og fjölmiðlamenn reyki eður ei. Rökin með reykbanni eru sterk og það vita þeir sem á móti því berjast. Þeir berjast í raun fyrir réttinum til að skaða sjálfa sig og aðra. Reyk- ingabann á öllum stöðum þar sem almenningi er veitt þjónusta er jafn sjálfsögð og bann við notkun asbests í milliveggjum, bann við innflutningi á ákveðnum vítamínum og náttúruafurðum vegna mögu- legrar skaðsemi, bann við ákveðn- um litarefnum og rotvarnarefnum í mat, bann við opnum skólplögnum og bann við annarri eiturefnanotk- un á almenningsstöðum. Á Íslandi eru lög um heilbrigðiseftirlit, bygg- ingareftirlit og samkeppniseftirlit svo eitthvað sé nefnt. Ekki halda að veitingamönnum sé frjálst að gera það sem þeim sýnist. Reykingabann býr mögulega til skammtímaniður- sveiflu í viðskiptum veitingahúsa en í New York hafa viðskiptin aukist um 6% frá því að reykingabann var sett á. Hér á landi fer nánast eitt veitingahús á hausinn hvern dag. Getur verið að reykingar inni á stöðunum hafi eitthvað með það að gera? Veitingamenn hafa haft nægan tíma til þess að verða við lögum um aðskilin rými fyrir reyk og reykleysi. Ef fleiri veitingamenn hefðu farið að þeim lögum stæðum við kannski ekki frammi fyrir banni af þessu tagi. Vestræn upplýst hugsun færist meira í átt að reyk- lausu umhverfi. Með því að draga úr óbeinum reykingum og fækka þeim stöðum þar sem óharðnaðir ungl- ingar geta hafið sína tóbaks- neyslu hefur mikill sigur unnist í tóbaksvörnum síðustu árin. Við megum ekki slá slöku við. Boð og bönn hafa haft veruleg áhrif. Þótt að tóbak sé lögleg vara skaltu ekki halda að hún lúti sömu lögmálum og aðrar vörur. Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leið- rétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. Rökin eru fleiri en ég læt þetta duga í bili og vona að fleiri úr hinum þögla meirihluta láti í sér heyra. Höfundur er áhugamaður um tó- baksvarnir. HJÁLMAR ÁRNASON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN HÆKKUN HÚSNÆÐISVERÐS Bloggað á kostnað kjósenda? Sigurður Sigurðsson verkfræðingur skrifar: Fyrir stuttu var rætt um það í fjölmiðlum að þar sem aðgangur stjórnmálamanna að fjölmiðlum hefði verið og væri oft tak- markaður hefðu þeir tekið til þess ráðs að vera með vefsíðu og „bloggað“ eða birt ritsmíðar sínar á eigin forsendum á netinu í stað þess að vera komnir upp á frétta- menn og fjölmiðla til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þetta er án efa rétt auk þess sem talað var um að hægrimenn hefðu farið halloka fyrir alls konar vinstri- umræðu og því hafi bloggið komið sem talsvert andsvar við því. Nokkrir þekktir Íslendingar í opinberum störfum halda úti vefsíðum og eru sumar orðnar nokkuð frægar enda starfað í um 10 ár eða 120 mánuði. Ef viðkomandi hefur sent frá sér að meðaltali um 4 greinar í mánuði í þessi 10 ár þá eru þetta um 500 greinar (1000 til 1500 vinnustundir). Spurningin er hvort menn geri svona í vinnutímanum hjá hinu opinbera? Hvort menn séu að misnota aðstöðu sína í vinnunni við að skrifa þessar skoðanir sínar eða hvort menn að gera þetta í sínum tíma? Rök með reykbanni Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leiðrétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. GUÐJÓN BERGMANN UMRÆÐAN REYKINGAR ,,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.