Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 52
25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Þegar ég var 10 ára varð allt skyndilega morandi í síðhærð- um rokkurum, sem flössuðu fáklædd- um fyrirsætum í myndböndum, flott- um bílum og kampa- víni. Á þessum tíma var ég nýhættur að stel- ast í Led Zeppelin og Jimi Hendrix- plöturnar hans pabba. Madonna var auðvitað númer eitt, tvö og þrjú. Guns N' Roses var eina hárþung- arokksveitin sem heillaði mig eitt- hvað, en ég gafst fjótlega upp eftir að sjarmi Appetite for Destruction lak af sveitinni. Ég hafði aldrei bíla- dellu sem krakki og var ekki mikið fyrir að dást að skartgripunum eða varalitnum hennar mömmu heldur, þannig að ég gat ómögulega tengt mig við glamrokkaranna. Þegar ég var 13 ára kynntist ég Pixies, Sonic Youth og síðar Nirvana. Þá fékk ég endanlega ógeð á öllu sem glitraði í tónlist. Núna með bling-rappinu er þetta komið aftur. Myndböndin snúast ekkert um það að túlka lögin, held- ur að sýna sem flottustu rassana, bílana, gimsteinana, gullkeðjurnar, eða jafnvel bara að veifa peninga- búnti. Mér finnst leiðinlegt að eyði- leggja þetta fyrir ykkur en, stelp- urnar eru á kaupi og bílarnir eru leigðir. Af hverju haldiði að tónlist- armönnunum finnist annars svona gaman þarna? Það er út af því að þeir vita að þegar tökum lýkur fara þeir aftur heim og vaska upp fyrir mömmu eftir kvöldmatinn. Þetta er sama vitleysan og var í gangi á tímum glysrokksins. Fá- tækir tónlistarmenn að veifa dýr- um hlutum eins og ef sigurvegari í ólympíuleikunum myndi veifa medalíunni sinni framan í alla í súpermarkaðinum. Eini munurinn er að tónlistarmennirnir eiga ekki medalíurnar sjálfir. Og þeir eru ekki búnir að vinna ennþá. Það fer alveg eftir ykkur, hvort þeir kom- ast upp á verðlaunapall. Á endanum er það auðvitað alltaf tónlistin sjálf. Ef hún er sálarlaus getur enginn tengt sig við hana, sama hversu flottar tútturnar á gellunum eru í myndböndunum. STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON ER EKKI SÓLGINN Í GLITRANDI HLUTI Bling! Bling! Eftir Patrick McDonnell PONDUS GELGJAN KJÖLTURAKKAR BARNALÁN PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Kexkökurnar hans Hannes- ar eru stærri en mínar. Nei, þær eru það ekki. Það eru allavega fleiri súkkulaði molar í þeim. Það er ekki rétt! Það var vél sem mældi, bakaði og pakkaði öllum kökunum og þess vegna eru þær allar eins. Svo ég vil ekki heyra eitt píp meira um þær. Allt í lagi? Ókei! Ojjj! Viðbjóður!! Kexkökur úr búð!! – Djöfuls íkornar – Það mætti halda að þeir væru að miða á mig!?!! ...og nú.... með augun lokuð... Ég þarf róandi!!!!!! Núna! Ojjjjjjj! Palli, þetta er virki- lega ósmekklegt! Hey! Passaðu þig maður! Þetta er grút- skítugt glas! Þetta er líf-fræðiverkefnið mitt! Við eigum að rækta ólíkar matarbakteríur. Þú sérð á þessu glasi að það er ýmislegt að gerast... ...en ég er samt ekki alveg viss! Kannski þetta sé í raun bara gamalt skítugt glas... Jón, við þurfum að kaupa ný glös. ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 8 4 EKKI ÉG HELDUR MANSTU EFTIR SYKRI? Tónleikar á Nasa fös. 25. og lau. 26. febrúar kl.23.00 NOJAZZ ( franskur elektró-jass ) og JAGÚAR Forsala 700.kr Miðaverð 1000 kr. af.ismennt.is / nasa.is Paris Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is mögnuð fjölskyldusýning!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.