Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 57
Íslensk börn hafa löngum skemmt
sér yfir ljóðum Þórarins Eldjárn.
Hann er ekki svo lítill sá sjóður sem
Þórarinn hefur af hugmyndaauðgi
sinni og orðkynngi skapað handa
krökkum á öllum aldri til að ausa úr.
Ljóðaframlagið sem krakkarnir
sjálfir setja í kassa fyrir sýningu bera
þess merki að ljóðið er ekki á undan-
haldi í málvitund íslenskra barna og
kunnu áhorfendur vel að meta þegar
leikararnir lásu upp ljóðin sem dreg-
in voru úr kassanum í sýningarlok.
Taumlaus flaumur orða svífur um
leikrýmið. Rím og ljóðstafir á stöðug-
um þeytingi og tónlist Atla Heimis
lyfti þeim á enn hærra plan svo úr
varð skemmtileg og skondin heildar-
mynd þar sem leikararnir gáfu
hverju orði og hverju ljóði líf og lit.
Skræpóttir búningar í stíl við stór-
an lírukassa sem þjónaði sýningunni
vel. Aldrei fum, aldrei fát, ekkert lát á
glettni og gamansemi. Ekki einasta
eru ljóð Þórarins sniðuglega saman
sett og bera því vitni hve höfundur-
inn hefur þau vel á valdi sínu, heldur
öðluðust þau mörg hver nýja dýpt og
hver ný uppgötvun í hreyfingu eða í
notkun á leikmunum gáfu orðunum
aukna merkingu í tíma og rúmi.
Sýning Möguleikhússins er í alla
staði til fyrirmyndar. Leikararnir gáfu
hvergi eftir og augljóst að leik-
stjórinn er hugmyndaríkur og hefur
næmt auga fyrir því sem virkar í leik-
húsi. Það var ekki til sú athöfn á svið-
inu sem ekki hafði skýrt markmið og
skýran tilgang. Samleikur þeirra
þriggja leikara sem sjást á sviðinu
nær allan tímann var prýðilegur og
hvert einasta orð hitti á-horfandann
fyrir og kallaði fram bros.
Það má segja að þessi sýning
brosi til manns allan tímann. Aldrei
neitt offors, allt svona mátulegt og
kókett.
Á sýningunni sem ég sá voru börn
úr 2. bekk að stórum hluta en einnig
bæði yngri og eldri. Það var ljóst að
allir skemmtu sér vel. Möguleikhúsið
hefur starfað í fjöldamörg ár og mun
vonandi starfa lengi enn því ekki
megum við verða eftirbátar granna
okkar í því að búa til leikhús fyrir
börn.
Þessi sýning er með þeim betri
sem ég hef séð í Möguleikhúsinu við
Hlemm og hvet alla þá sem vilja ala
börnin á kjarngóðu íslensku orða-
fóðri til að storma í litla leikhúsið við
Hlemmtorg til að njóta sýningar leik-
hópsins á „Landinu vifra“.
TÓNLEIKAR
17.00 Hljómsveitin Astara kemur
fram í Smekkleysu Plötubúð við
Laugaveginn.
20.00 Hljómsveitirnar Hölt Hóra,
Benny Crespo's Gang og Coral leika
í Húsinu á Akureyri.
22.30 Ampop kynnir nýtt efni af
væntanlegri breiðskífu í Stúdenta-
kjallaranum. Hljómsveitin Hraun
kemur einnig fram.
23.00 Plat, P.J. Valentine og Skum
koma fram á Grand Rokk.
23.00 Franska danshljómsveitin
NoJazz verður með tónleika á Nasa
ásamt Jagúar.
LEIKLIST
20.00 Freyvangsleikhúsið í Eyja-
fjarðarsveit frumsýnir verkið Taktu
lagið, Lóa! í leikstjórn Ólafs Jens
Sigurðssonar.
21.00 Sænska leikkonan Annika B.
Lewis flytur einleik sinn Blændverk í
Klink og Bank, Brautarholti 1.
LISTOPNANIR
17.00 Jón Óskar myndlistarmaður
opnar sýninguna "Delaware" í 101
gallery að Hverfisgötu 18a.
17.00 Einar Þorláksson sýnir í
Kubbnum, sýningarrými Listaháskól-
ans í Laugarnesi.
SKEMMTANIR
23.00 Einn frægasti rokkari Íslands
fyrr og síðar, Rúnar Júlíuson, verður
með stórdansleik á Kringlukránni.
Spilafíklarnir leika í kjallaranum á
Celtic Cross, Garðar trúbador sér um
stuðið á efri hæðinni.
Hljómsveitin Tilþrif spilar í Vélsmiðj-
unni á Akureyri.
Plötusnúðurinn Benni sér um tjúttið
og trallið á efri hæðum Café 22.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005 33
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
22 23 24 25 26 27 28
Föstudagur
FEBRÚAR
Sýnd með íslensku og ensku tali
Sendu SMS skeytið
JA SMF á númerið
1900 og þú gætir
unnið!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Vinningar eru miðar fyrir 2 á Grímuna 2
•Varningur tengdur myndinni
• DVD myndir og margt fleira!
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna!
KRINGLUKRÁIN UM HELGINA
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
ROKKSVEIT
RÚNARS
JÚLÍUSSONAR
UM HELGINA
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga.
5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Uppselt – 6. sýn. 27. feb. kl. 19 – Uppselt
7. sýn. 4. mars kl. 20 – Uppselt – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Uppselt
9. sýn.12. mars kl. 19 - Uppselt - Síðasta sýning
AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20
AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst
DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar í samvinnu við Wagner
félagið Laugardaginn 26. febrúar kl. 13.00-18.15
Tristan und Isolde eftir Richard Wagner. Sýningin er á hliðarsvölum
Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir
Miðasala á netinu: www. opera.is
Sögur kvenna
frá hernámsárunum
Sunnudagur 27/2 kl. 14.00
Miðvikudagur 2/3 kl. 14.00
Sunnudagur 6/3 kl. 14.00
ÁstandiðTenórinn
Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir:
Sun. 27. feb. kl. örfá sæti
Sun. 6. mars kl. 20
Síðasta sýning
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
Landið vifra
Möguleikhúsið v/ Hlemm
Byggt á barnaljóðum Þórarins Eldjárn /
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir / Tónlist:
Atli Heimir Sveinsson / Leikmynd bún-
ingar og leikmunir: Bjarni Ingvarsson og
Katrín Þorvaldsdóttir / Leikarar: Aino
Freyja, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz.
Niðurstaða: Það má segja að þessi sýn-
ing brosi til manns allan tímann. Aldrei
neitt offors, allt svona mátulegt og
kókett.
Leikur að orðum
LANDIÐ VIFRA Aino Freyja Järvelä, Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir í hlutverkum sínum.