Fréttablaðið - 25.02.2005, Side 62

Fréttablaðið - 25.02.2005, Side 62
Idol-krakkarnir eru nú nýkomnir frá Stóra eplinu og það verður því New York þema í Vetrargarðinum í kvöld. Keppendur stóðu sig vel í síðustu viku þegar þau tækluðu Big band þemað með glæsi- brag. Aðeins fjórir keppend- ur eru eftir í baráttunni og verður gaman að sjá þau í New York fíling. Nú er sá hagur hafður á keppninni að hver keppandi tekur eina stutta útgáfu af lagi fyrir auglýsingahlé og eitt lag í fullri lengd eftir hléð. Gestadómari kvöldsins er enginn annar en Einar Bárðarson. E i n a r Bárðason er mikill Idol-aðdá- andi og hefur að sögn gam- an af öllu sem íslenskt sjónvarp gerir fyrir íslenska tónlist. „Ég held að þessi þáttur hafi gert mikið fyrir ákveðið svið tónlistar á Ís- landi og hef heimildir fyrir því að sprenging hafi orðið í öllu sem tengist söngnámi síðan þátturinn hófst,“ segir hann. Spurður um hvernig hon- um lítist á lögin sem kepp- endur hafa valið sér segir hann: „Þetta eru góð lög en það eru líka margar gildrur þarna. As er til dæmis mjög erfitt lag og Davíð er að taka áhættu með því að taka Signed, Sealed, Delivered því það er eins konar stuðlag og rólegu lög- in fara hon- um betur. En þetta er að sjálf- sögðu allt spurning um flutning og þegar fólk er komið í fjögurra manna úr- slit í þessari keppni þá hlýtur að vera hægt að gera töluverðar kröfur til þeirra.“ Einar segist eiga tvo uppá- haldskeppendur en vill að vonum ekki nefna nein nöfn. „Þeir tveir sem ég held mest upp á eru enn þá í keppninni svo ég er sáttur.“ Hann áttar sig þó ekki alveg á því afhverju hann var valinn til þess að skipa sæti dómara í keppninni þegar þemað er New York. „Ég er nú enginn sérfræðingur um New York en mér finnst þessi lög held- ur ekkert vera neitt bundin við þá borg. En ég er að sjálfsögðu mjög ánægður og mér finnst mikill heiður að vera boðið að vera dóm- ari. Þetta hlýtur að þýða að ein- hver telji mann hafa smávegis vit á þessu.“ hilda@frettabladid.is 38 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 – hefur þú séð DV í dag? Menningarverðlaun DV Björk, Bragi og dr. Maggi Fyrsta almenna ræðukeppni Há- skóla Íslands, Cíceró, hefur hafið göngu sína. Alls skráðu níu lið sig til leiks og tókst fyrsta keppnin, sem var á dögunum, mjög vel að sögn Árna Helgasonar sem situr í Stúdentaráði. Þá mættust nemar í lyfjafræði og nemar í rafmagns- og tölvuverkfræði, og báru þeir síðarnefndu sigur úr býtum. Árni, sem tók á sínum tíma þátt í ræðukeppni Morfís fyrir hönd MR, segir nýju keppnina töluvert öðruvísi en þá keppni. „Reglunum hefur verið breytt mjög mikið. Dómgæslan hefur verið einfölduð og í stað þess að hafa einungis tvær umferðir, er til viðbótar lokaumferð þar sem tveir stiga- hæstu mennirnir halda blaðalausa lokaræðu,“ segir Árni. „ Við reyn- um að einfalda þetta og hafa létt yfirbragð yfir keppninni þannig að nemendur eigi auðveldara með að komast inn í hana.“ Á dögunum var efnt til sam- keppni um nafn keppninnar og hlaut Cicéró mestan hljómgrunn dómnefndar. „Cíceró þótti manna mælskastur. Hann var rómversk- ur málflutningsmaður sem var ekki bundinn af neinum fyrir fram gefnum formúlum,“ segir hann. Frumlegasta nafnið var valið Slefslettir. Þótti það vel við hæfi þar sem það hefur einkennt keppnir sem þessar að þeir sem sitja á fremsta bekk fái munn- vatn í gusum yfir sig frá kepp- endum. Átta liða úrslit Cicéró hefjast seinni partinn í næstu viku og hvetur Árni alla háskólanema sem og aðra áhugamenn um ræðu- mennsku til að láta sjá sig. Liðin sem eigast við verða: stjórnmála- fræði og íslenska, bókmennta- fræði og sálfræði, lagadeild og véla- og iðnaðarverkfræði og heimspeki og rafmagns- og tölvu- fræði. freyr@frettabladid.is Þráttað undir merkjum Cicéró ÁRNI HELGASON Ræðukeppni Háskóla Íslands hefur verið einfölduð og er yfir- bragðið jafnframt léttara en í Morfís. IDOL STJÖRNULEIT: FJÖGURRA MANNA ÚRSLIT ERU Í KVÖLD New York er borg kvöldsins ...fær Sjón, sem hreppti bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. HRÓSIÐ » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Lárétt: 2 þver, 6 tveir eins, 8 hljóðfæri, 9 fæða, 11 varðandi, 12 bætir, 14 plata, 16 veisla, 17 grip, 18 líkamspart, 20 sólguð, 21 megin. Lóðrétt: 1 sælgæti, 3 kyrrð, 4 krem, 5 rödd, 7 gerviefnið, 10 beita, 13 viðkvæm, 15 flanar, 16 fiska, 19 skóli. Lausn. Lárétt: 2þrár, 6pp,8óbó,9ala,11um, 12lagar, 14snuða,16át,17mun, 18lim,20ra,21aðal. Lóðrétt: 1ópal,3ró,4áburður, 5róm, 7plastið,10agn,13aum,15anar, 16ála,19ma. Eftir helgi í Reykjavík eins og þær ger- ast bestar er alveg nauðsynlegt að setja réttan punkt yfir i-ið. Til þess að kóróna annasama helgi er tilvalið að taka klassíska sunnudaginn. Þessi sunnu- dagur samanstendur af nokkrum mikilvægum atriðum. Hann byrjar iðu- lega á að hringja morgunsímtalið í vinkonurnar til að taka púlsinn á þeim. Síðan er oftast hittingur á Vegamótum þar sem er borðaður góður há- degismatur, heimsmálin rædd og hlegið að vitleys- um helgarinnar. Aðhlátursefnin eru yfirleitt við sjálfar. At- vik eins og þegar ein flaug á borð í trylltum dansi á skemmtistað með þeim afleiðingum að ungur maður sat eftir gegn- sósa af bjór og kertavaxi í splunkunýjum jakkaföt- um. Við hlógum líka mikið þegar einn vinurinn hafði verið svo sætur að knúsa kærustuna við bar- inn en honum fannst það ekki eins fyndið þegar hún snér sér við og hann sá að þetta var ekki hún heldur miðaldra karlmaður! Einu sinni var ég að hlusta á sögu vinkonu minnar af miklum áhuga. Ég hallaði mér yfir borðið, aðeins of nálægt kerti svo að það kviknaði bál í hárinu á mér. Í móður- sýkiskasti skvetti hún glasinu sínu yfir hausinn á mér og eftir sat ég rennblaut með nýja klippingu! Þegar allir eru komnir með harðsperrur af hlátri er sundið næst á dagskrá. Afslöppun og spjall í pottinum í einni af sundlaugum borgarinnar er hápunktur dagsins. Í pottinum eru yfirleitt ástfang- in pör að stinga saman nefjum og horfa djúpt í augun hvort á öðru. Síðan kemur gamall kall og setur tærnar ofan á mínar. Namm! Það verður reyndar til þess að maður staldrar lengur við í pottinum til að pússa sig betur. Dagurinn fær nýja merkingu og endurnæringin dugir allt fram á næsta sunnudag. Eins og splunkuný er haldið í bíó eða út á vídjóleigu þar sem menningu og leti er blandað saman. Höfuðið virkar oft ekki sem skyldi á þessum dögum og því tilvalið að láta mata sig á afþreyingu, poppi og kóki. Þegar liðið er á kvöldið, myndin búin og undirbúningnum fyrir annasama viku lokið er svefninn afar sætur! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR KÓRÓNAR ANNASAMA HELGI HILDUR VALA EINARSDÓTTIR: I Wish, Stevie Wonder og You Got A Friend. s: 900 2001, sms: 1918 Idol 1. LÍSEBET HAUKSDÓTTIR: Will You Still Love Me Tomorrow, The Shirelles og As, Stevie Wonder. s: 900 2002, sms: 1918 Idol 2. AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR: Steph- anie Says, Lou Reed og You Are the Sun- shine of My Life, Stevie Wonder. s: 900 2003, sms: 1918 Idol 3. DAVÍÐ SMÁRI HARÐARSON: Signed, Sealed, Delivered, Stevie Wonder og A Per- fect Day, Lou Reed. s: 900 2004, sms: 1918 Idol 4. EINAR BÁRÐAR- SON Hann er gestadóm- ari kvöldsins í Idol Stjörnuleit. Honum líst ágæt- lega á lagaval kepp- enda og telur að nú þegar aðeins fjórir eru eftir þá hljóti að vera hægt að gera allnokkrar kröfur til þeirra. KEPPENDUR Í IDOL STJÖRNULEIT Þau ættu að mæta fersk í New York þemað í kvöld þar sem þau skelltu sér til borgarinnar á dögunum og áttu góðar stundir. Sunnudagar til sunds!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.