Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 05.01.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Ingólfur Davíðsson: Bvggt og búið í gqmla dagg LV 7 Hugsum okkur stadda norbur á Oddeyri fyrir rúmri öld. Þá var þar lítil byggö. Og þar sem nú er Oddeyrargata var kúa- gata um aldamótin. Það voru kýrnar, sem „hönnuöu” legu götunnar! Ariö 1872 keypti Gránufélagiö Oddeyri af Þor- steini Danlelssyni á Skipalóni og greiddi með 32 hlutum I félag- inu, en hver hlutur var 25 rd, eða 50 kr. Tveir húskofar fylgdu i kaupunum, en aöalatriðið var góö verzlunaraðstaða. Má telja að veruleg byggð á Oddeyri hefjist með verzlunarstarfsemi Gránufélagsins. Til bráða- birgða voru öll skilrúm rifin úr öörum húskofanum og hann gerður að búð. Var kofinn að stærö eins og ein væn skemma á bæ, segir Einar i Nesi haustið 1873. Þarna verzlaði Einar fyrir félagiö um sumarið og veiktist af aðbúðinni i óþéttum kofan- um. Einar kvartar lika undan drykkjuskap sumra starfs- manna félagsins. Verzlunarhús- ið Grána á Oddeyri, nú Strand- gata 49, mun vera byggt rétt fyrir 1880. í árslok 1878 átti félagið tvö haffær skip með öll- um fargögnum og auk þess verzlunarhús á Oddeyri, Vest- dalseyri, Siglufirði og Raufar- höfn. Fjaran var þá mun nær Gránufélagshúsinu á Oddeyri en nú, eins og glöggt má sjá á myndinni frá 1885. Grána hefur verið hið myndarlegasta hús fyrir tæpri öld og er það raunar enn. Sagnir ganga um að eitthvað af viðnum hafi verið úr húsi úti i Skjaldar- vik. Vel hefur verið til Gránu viðað og eru viðir enn ófúnir og ilmandi (rauðfura?) Húsagerð- in er dönsk, þykk borð felld saman og önnur negld yfir sam- skeytin (skarsúð). Húsið er enn óbreytt að mestu hiö ytra, nema pappi settur á miðja framhlið. Liturinn er grár. Nú starfar i húsinu vélsmiöjan Oddi, siöan 1945. Húsið er orðið mjög gisið og mun i ráði að lagfæra það. Nýju myndirnar af húsinu tók undirritaöur sl. haust. A vestur- enda er einn gluggi, en fjórir á austurgafli. Fyrrum var búiö I miöju hússins, en verzlunin var i vesturenda. Austan'megin var m.a. sumarbústaöur, dvaldi t.d. Christer Hafstein þar stundum. Á minum unglingsárum var Pétur Pétursson verzlunarstjóri I Gránu og bjó um skeið i hús- inu. Siðar tók Einar Gunnarsson viö verzluninni. Gránufélagið var mjög athafnasamt og bætti verzlunina stórum um skeið, undir öflugri stjórn Tryggva Gunnarssonar. En — kreppa kom og þá eins og oftar —. Nokkru ofar viö Strandgötuna á Oddeyri standa tvö sérkenni- leg hús, sem enn vekja athygli, þ.e. húsin nr. 23 og 29. Þau eru klædd gráum hellum, bæði þak og veggir. Mun það hafa veriö gert sem vörn við eldhættu. Húsið nr. 29 byggði Snorri Jóns- son, skipasmiður og kaupmað- ur, árið 1897. Þetta er stórt og geröarlegt hús, en hefur nokkuð látið á sjá i seinni tið. Vinstra megin viö það, bakatil, sér i lága, gamla byggingu. Húsið nr. 23 byggði Metúsalem Jóhannsson. Þetta er fallegt hús, skreytt tréskurði. Ég man hve mér fannst til um það, er ég kom i skóla 1924, og við Pálmi Pétursson, nú skrif- stofustjóri i Reykjavik, lásum saman i húsinu, sem þá var eign föður Pálma „Péturs i Gránu”, sem bjó lengi i húsinu. Siðar bjó þar Bogi Hólm yfirmaður Hjálpræöishersins. Nú er þarna Atlabúðin, nafnið sést undir svölunum á myndinni. Þeir byggðu margir fallega gömlu húsameistararnir. A þessum slóðum fór fram „Oddeyrardómum” og konungi voru unnir hollustueiðar 15. og 16. júni 1551. Konungur og Lútherstrú höfðu þá sigrað. Skyldi einhver húsakostur hafa þá verið á Oddeyri? Flöguklætt hús Strandgötu 29 Oddeyri (3. sept. 1974) Gamla „Grána” á Oddeyri (vesturgafl) (3. sept. 1974) Gamla Gránufélagsverzlunarhúsiö (Grána), nú vélsmiðjan Oddi (3. sept.) 1974 Strandgata 23 Akureyri (30/8. 1974) Verziunarhús Gránufélagsins á Oddeyri sumarið 1885.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.