Tíminn - 05.01.1975, Side 22

Tíminn - 05.01.1975, Side 22
22 TÍMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Burt frá sorg og hatrl, til gleði og hláturs NÚ TÖKUM viö upp þráðinn þar sem frá var horfiö s.l. sunnudag i greininni um tónlistarsnilling- inn Stevie Wonder. — Þú hefur lengi haft I hyggju að fara i hljómleikaferö til Afriku. Mun veröa af þeirri ferö á næstunni? — Já, segir Wonder, — ég fer til Afriku, sennilega fyrir ára- mót (Ekki veit Nú-timinn hvort feröin hefur veriö farin), m.a. til Zaire, Ghana, Nigeriu, Tanzaniu og fleiri landa. — Hvernig lizt fólki á þessa hljómleikaferö þina? — Ég fer ekki I launkofa með þaö, að margir blökkumenn hér i Bandarikjunum hafa valdiö mér dálitlum vonbrigöum, þvi þeir ganga með þá flugu I kollin- um að ég ætli að yfirgefa Bandarikin fyrir fullt og allt. Ég hef það alls ekki i hyggju. — Þú hefur lengi talaö um, aö Afrika sé sú heimsáifa þar sem list þín er upprunnin. Finnst þér aö rætur þinar sem iistamanns séu i Afriku? — Já, menningarlega séö, lit ég á Afriku sem föðurland mitt, — en að sjálfsögðu hefur menn- ing Bandarikjanna einnig haft mikið aö segja. 1 Afríku skynja menn timann ekki raunveru- lega. Þar gengur allt miklu hægar fyrir sig, — og til þess að þroskast verður þú að breyta um umhverfi. Ég tel að þó að undirokun og kúgun hafi átt sér staö i Bandarikjunum, hafi það þó aldrei verið i eins rikum mæli og i Afriku. Afrisku fólki finnst að við lifum betra lífi hér i Bandarikjunum heldur en þeir i Afriku. — Og hvaö muntu gera eftir Afrikuferöina? — Ég held áfram að læra af lifinu, — þekkingin er minn eldi- viður, eins og þú veizt, — ég mun lesa, ferðast og híusta á tónlist frá mismunandi menn- ingum og frá mismunandi fólki hvaöanæva að úr heiminum. I textanum við lag mitt „Bird of Beauty” segi ég aö lffið eigi að vera eins og það er. „Cause what is/is gonna stay/till the heart of time/decides tó change”. Og ég trúi þessu: Þú verður nauösynlega að gera eitthvað við timann sem Guð hefur gefið þér. — t mörgum textum þinum segir þú fólki aö fara eingöngu eftir þvi góöa I sjálfu sér. Þetta er mikil krafa, næstum grimmi- leg, — finnst þér þaö ekki? — Ef þér liður illa innra með þér og reiðin hefur náð valdi á huga þinum, áttu að gera eitt- hvaö sem leiöir til þess að þú breytist og hið góða nái yfir- höndinni. Ég get ekki stjórnað þvi sem þú gerir, en ég get stjórnað þvi sem ég geri. — Sem sagt aö breyta nei- kvæöu afli I jákvætt? — Láta ást Guðs skina innra með sér, svo illum sálum okkar veröi bjargað. — En svo aö viö snúum okkur aö ööru Stevie Wonder. Hafa ekki margir hvitir listamenn haft áhrif á þig? — Jú, þaö eru margir hvitir tónlistarmenn sem ég hefi haft mikla ánægju af og þeirra tón- list. Mér hefur likað mjög vel við Bacharach siðan Chunck Jackson hljóðritaöi lagið „I Wake Up Crying”. Af-öðrum get ég nefnt: Dylan, Simon og Garfunkel, Crosby Stills Nash og Young, — og að ógleymdum Bitlunum, sérstaklega hefur mér fundizt mikið til koma hvernig þeir beittu röddunum og ekkóinu I lagi sinu: „For the Benefit of Mr. Kite”. — Og hverjir fleiri? — Nú, — Robertu Flack, og svo hef ég alltaf dáð Jesse Belvin. Hann er að visu látinn núna, en hann lék inn á plötur hjá RCA-fyrirtækinu. Hann var mjög hlýlegur persónuleiki og ég hef alltaf dáð hvernig hann beitti röddinni. Mér finnst að sami andi hvili yfir tónlist hans og minni. — Fékkstu einhverja leiösögn Isöng? — Já, ég lærði dálitið radd- beitingu hjá kennara einum I Los Angeles. Hann kenndi mér aö syngja án þess að reyna of mikið á hálsinn. — Eftir siysiö hefur þú tekiö upp nýja LP-plötu, Fullfilling- ness First Finale. Hvaö annaö hefur þú gert á þessum tima? — Aðallega hef ég hvilt mig, en ég hef einnig haldið fjóra hljómleika frá þvi ég lenti I slys- inu, þar af þrjá I góðgeröar- skyni. Viö lékum i Madison Square Garden og ágóöanum af hljómleikunum var varið til styrktar Mini-Sink Town House, sem eru samtök er beita sér fyrir þvi að senda börn úr Harlem-hverfinu I sumarbúðir. Við lékum einnig á tveimur tón- leikum I Rainbow Theater I London, — og ágóöanum af þeim var varið til Shaw University, sem er blökku- mannaskóli i Norður-Carlólinu. — Þú fórst I hljómleikaferö meö Rolling Stones. Var sú ferö ekki dálftiö erfiö fyrir þig? — Ekki eins erfið og menn gætu haldið, — og alls ekkert svipað og hér áöur fyrr. Þá lék ég á mörgum hljómleikum, — ferðaöist 500-1000 kilómetra i áætlunarbilum. En i hljóm- leikaferðinni meö Rolling Stones var allt miklu rólegra, og aö mörgu leyti mun ánægju- legra, þvi mér gafst þarna tæki- færi til aö leyfa mun stærri hópi áheyrenda að heyra tónlist mina, — og mér virðist að hún hafi fallið þeim vel i geð. — Hvaö viltu segja um þaö aimenna álit, aö tónlist þin flokkist frekar undir rokk held- ur en soul? — Þaö álit kemur að þvi að ég tel frá fólki sem hlustar ein- göngu á litlu plöturnar minar, en ekki á LP-plöturnar. Það fólk veit þess vegna ekki að tónlist min endurspeglar aðeins tilveru mina. Hún þróast meö þroska minum og er að sjálfsögðu enn að þróast og á vonandi eftir að gera alla tið. — Er Fulifillingness First Finale aigjöriega þitt verk? — Ég samdi alla textana, nema textann við „They Won’t go When I go”, — Yvonne Wright samdi þann texta. Ég haföi að visu hugmyndina að honum i kollinum, en hún kom hugmyndinni niður á blað. — Og tónlistin? — Já, tónlistin er öll min. Ég sá um allar útsetningar fyrir blásturshljóðfærin og raddirnar og sjálfur lék ég á flest öll hljóð- færin. — Hvaöa aðrar raddir eru á plötunni? — Jacksons 5 sungu raddir meö mér i laginu „You Haven’t Done Nothing” og The Persuasions sungu meö i laginu „Please Don’t Go”. — Hvaöa lög á þessari plötu eru samin fyrir slysiö? — Ég samdi tónlistina viö „Heaven is Ten Million Light Years Away” fyrir slysið en textann eftir það. Tónlistina viö „They Won’t Go When I Go” fyrir slysið og einnig bæöi lag og texta við „Boggie Og Reggae Woman”. Allt annað á plötunni er samið eftir slysið. Ég samdi t.d. „Bird og Beauty” og „You Haven’t Done Nothing”, fyrir nokkrum vikum. — Hvaö viltu segja um eitur- lyf? — Ég reykti hass einu sinni, en ég þarfnast þess ekki núna. Blindi tónlistarsnillingurinn Stevie Wonder Aramótagetraun!, hefur ykk- ur eflaust dottiö i hug, þegar þiö lásuð fyrri greinina um Stevie Wonder, sem birtist siöastiiöinn sunnudag. Nokkur rugiingur varö á textanum, — og frá okkar hálfu voru þessi mistök alls engin áramótaget- raun. Aö sjálfsögöu hörmum viö mistök sem þessi, en þaö er hins vegar trú okkar, aö iesendur hafi getaö kiórað sig I gegnum greinina án teijandi skakkafalla. Vonandi er svo þessi grein hér á siðunni I bezta lagi. Nú-tíminn Fyrir slysiö drakk ég bæði bjór og vin, en núna fæ ég mér aðeins bjór einstöku sinnum. Hins veg- ar boröa ég mikið af smákök- um! (hlátur). Þú ræður hvort þú trúir þvi. Mikið af smákökum. — Ég tek eftir þvf aö blinda þin viröist ekki há þér mikiö.. — Nei, það er alveg rétt hjá þér. Ég geri næstum allt sem þú og aðrir sjáandi getið gert. Ég „horfi” á sjónvarp, les, — fer á flugvöllinn, ég meira aö segja flaug flugvél einu sinni. Það var einhvers konar Cessna-flugvél. Ég kaupi sjálfur öll föt á mig, — geri sem sagt flest allt sem sjá- andi og eðlilegt fólk gerir, að visu meö einni undantekningu: Ég ek ekki sjálfur. Sjónleysið er ekki mikið vandamál fyrir mig. — Hlustar þú mikið á djass? — Ég hef hlustaö dálitið á plötu Chick Lorea’s Return to Forever, núna upp á siökastið. — Hvaö um John McLaugh- lin? — Nei, ekki mikið. — Hvaö iaga þinna teluröu aö iengst muni veröa minnst? — Visions er það lag, sem mun lifa að eilifu. Ég vona að það verði það lag, sem mun halda nafni minu á lofti þegar fram liða stundir. — Og hvaða lag þitt meturöu minnst? — Hey Hamonica Man. — Og aö iokum eina spurn- ingu, Stevie Wonder. Hlustaröu á elektróniskar tónsmiöar, eins og t.d. eftir höfunda eins og Berio, Subotnik, Xenakis, til aö öölast meiri þekkingu til aö leika á syntheziser? — Suma elektróniska tónlist hlusta ég á. Það stórkostlega við elektróniska tónlist er það, að þú getur gert hluti, sem virðast vera stærri en lifið sjálft. Þú getur valið um form og þú getur fengið út hljóö á hljóðfæri, sem ekki eru til ennþá. En mér finnst að maður verði að halda sig við jörðina, þvi annars áttu það á hættu að fara of langt og missa athygli fólksins. Ef þú hlustar á „They Won’t Go When I Go” heyrir þú hvert ég stefni. Burt frá sorg og hatri, til gleði og hláturs. Mér finnst að allir ættu að skilja tilgang með verk- um annarra, þvi samkvæmt öll- um lögmálum ná verk ekki til- gangi sinum ef þau eru j>að flók in að fáir skilji þau. Hins vegar mega þau ekki heldur vera svo einföld, aö þau framkalli ekki einhverja hugsun. Mig langar til að eftir þvi sem tónlist min breytist, muni fólkið fylgja mér áfram, þroskast með mér og breytast á sama hátt. öll min lifsreynsla kemur fram i lögum minum, þvi tónlist min er eingöngu min aðferö til að endurgjalda ást.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.