Tíminn - 05.01.1975, Side 25
Sunnudagur 5. janúar 1975.
TÍMINN
25
Hróa. Litli-Jón var
rammlega bundinn við
tré eitt, og borgarstjór-
inn og menn hans
lögðust í rjóðrið til þess
að hvfla sig.
— Nú getur þú játað
syndir þinar, sagði
borgarstjórinn við fang-
ann. — í kvöld við sólar-
lag, verður þú hengdur.
Meðan þetta gerðist
inni i skóginum, hafði
Hrói heilsað upp á
náungann í skinnföt-
unum. — Góðan daginn,
sagði Hrói, —| Það er
heldur en ekki vígalegur
boginn, sem þú ert með.
Þú hlýtur að vera góður
skotmaður.
— Þú veizt nú litið um
það enn þá, sagði
maðurinn hreykinn.
— Og þú ert á dýra-
veiðum I dag, sagði
Hrói.
— Það er nú ekki svo
vel, sagði maðurinn. —
Ég er að svipast um eftir
ræflinum honum Hróa
Hetti. Ég er að hugsa
um að fara með hann til
Nottingham.
— Það hlýtur að vera
erfitt að finna hann,
ræfilsskömmina, i svona
þéttum skógi, sagði
Hrói.
— Það er nú einmitt
það. Ef þú gætir visað
mér á bælið hans, skyldi
ég gefa þér fulla skjóðu
af silfurpeningum. Þú
litur annars út fyrir, að
vera i flokki Hróa, Þú
ættir þá að rata, sagði
maðurinn lymskulega.
— Þú ert skarpskyggn,
sagði Hrói. —i Það er
ekki ómögulegt að ég
þekki Hróa. Ég kenni
annars í brjósti um
hann, ef han á að berjast
við annan eins kappa og
þig. En hvað um það, ef
þú efnir orð þin, skal ég
visa þér á fylgsni hans.
— Ég geng að þvi,
sagði maðurinn. En ef
þú hyggst að svikja mig,
þá mundu það, að fyrir
þessum hérna skjálfa
allir i Nottingham. Um
leið og hann sagði þetta
rak hann krepptan hnef-
ann upp að nefinu á
Hróa.
— Jæja, sagði Hrói. —
Ég hefði annars gaman
af að sjá þig skjóta með
boganum þinum. Hrói
Höttur er frægur bog-
maður, en boginn hans
kemst þó ekki i saman-
burð við þinn. Við skul-
um koma og skjóta til
marks. Okkur liggur
ekkert á.
Maðurinn var upp
með sér af skjallinu og
var fús til að reyna sig.
Hann sagði, að nú skyldi
hann fá að sjá bezta bog-
mann landsins.
Þeir bjuggu nú til
skotskifu úr tveim
greinum, og hengdu
hana upp i tré i þúsund
metra fjarlægð.
— Nú skalt þú byrja,
sagði Hrói. — Sá betri
fyrst.
— Nei, byrja þú, sagði
maðurinn. — Þegar þú
ert búinn að sjá mig
skjóta þorir þú ef til vill
ekki að reyna.
Hrói spennti þvi næst
bogann og sendi ör af
streng. Hún flaug
tæpum þumiung utan
við markið. Þá var röðin
komin að skinnklædda
manninum. Hans ör fór
meira en fet frá
markinu. Samt var hann
duglegur skotmaður, þvi
að næsta örin hans fletti
berkinum af skotmark-
inu.
— Ha, ha, leiktu þetta
eftir, sagði hann.
Hrói skaut og örin
hvein gegnum loftið og
hitti skifuna, þar sem
greinarnar voru festar
saman, svo að hún datt
niður.
— Þetta var einkenni-
leg tilviljun, sagði
maðurinn svipþungur.
— Ég gæti hugsað, að þú
sért eins góður bog-
maður og Hrói Höttur
sjálfur.
— ójá, ég stend
honum að minnsta kosti
ekki að baki, sagði Hrói.
— Þú hefur talsvert
álit á sjálfum þér, sagði
maðurinn. En meðal
annarra orða, hvað
heitir þú annars?
— Það getur þú fengið
að vita, ef þú segir mér
þitt nafn. sagði Hrói.
— Þá það, sagði
maðurinn. En þú mátt
þá ekki deyja af
hræðslu. Hér-sérð þú
Vilhjálm berserk, mesta
kraf tamanninn i
Nottingham. Ég gæti
klippt vængina af tiu
hönum, eins og þér!
— Nú, já, já, sagði
Hrói. En haltu þér nú
fast. Ég eí Hrói Höttur.
Og ég get klippt vængina
af tiu vindhönum eins og
þér.
Vilhjálmur glápti
augnablik á Hróa, eins
og naut á nývirki. Svo
brá hann sverði sinu,
sótrauður i framan.
— Þú ert brátt dauður,
kallaði hann.
— Nei, nei, ekki aldeil-
is, sagði Hrói og hló, og
þreif til sverðsins.
Sverðin mættust svo
að gneistarnir flugu í
allar áttir. Þeir hjuggu
og lögðu og mátti ekki á
milli sjá hvor sigra
myndi. Báðir voru vanir
bardagamenn. Allt i
einu hrasaði Hrói um
trjárót, og mótstöðu-
maður hans hljóp til og
ætlaði að veita honum
banasár. En skjótur sem
elding, þaut Hrói á fætur
og lagði sverði sinu
gegnum fjandmann
sinn.
Nú fór Hrói að hugsa
um vin sinn, Litla-Jón,
sem hann hafði sent til
Nottingham. Til þess að
vera við öllu búinn, fór
hann úr sinum fötum og
i húðföt Vilhjálms* Þvi
næst lagði hann af stað.
Ekki hafði hann lengi
gengið, er hann kom til
borgarstjórans og
manna hans. Sá han þá,
hvað hafði komið fyrir
Litla-Jón. Menn borgar-
stjórans voru að búa til
snöru, til þess að bregða
um hálsinn á Litla-Jóni.
Hrói sá að nú varð að
hafa hraðann á. Hann
bar öll vopn Vilhjálms
og einnig litið horn, sem
hann hafði átt. Tók hann
nú horfið og blés fjör-
lega i það.
— Hó, hó, þar kemur
Vilhjálmur, kaílaði
borgarstjórinn.
— Ég hef unnið á Hróa
Hetti og unnið til verð-
launanna. Þið getið farið
og séð, svaraði Hrói.
Það varð nú uppi fótur
og fit, og allir þutu af
stað til þess að sjá hinn
fallna skógarmann.
Aðeins tveir menn urðu
eftir hjá borgarstjór-
anum. — Drengilega
gert, Vilhjálmur, sagði
hann hreykinn. — Og hér
höfum við Litla-Jón. —
Fljótir nú drengir. Upp
með hann. Timinn er
liðinn, sem ég gaf
honum til þess að játa
syndir sinar.
— Nei, hægan, sagði
Hrói. — Ég hef unnið á
Hróa Hetti, og ég krafst
þess, að fá einnig að fást
við Litla-Jón. Vikið úr
vegi!
— Þá ósk þina skaltu
fá uppfyllta, sagði
borgarstjórinn.
En Hrói gekk beina
leið að Litla-Jóni og skar
á böndin, sem hann var
bundinn með. Siðan rétti
hann honum stóra
sverðið hans Vilhjálms
og kallaöi: ,,Þakkaðu nú
fyrir þig, Litli-Jón, eins
og ég hef gert”! Að svo
mæltu lagði hann ör á
streng og dró upp bog-
ann sinn.
— Af stað! Við höfum
verið gabbaðir. Þetta er
Hrói Höttur, æptu menn
borgarstjórans og flýðu
sem fætur toguðu. Og
sjálfur borgarstjórnn
hljóp lafhræddur á eftir.
— Hérna er kveðja frá
mér og Vilhjálmi,
kallaði Hrói og skaut.
Örin reif út úr eyrna-
sneplínum á borgar-
stjóranum og stakkst
siðan á oddinn i trjástofn
þar nærri.
— Af hverju sendir þú
ekki örina i gegnum
hann? spurði Litli-Jón.
— Hann ofsækir þig
meðan hann lifir.
— Talaðu ekki svona,
sagði Hrói. — Aldrei hefi
ég skotið flóttamann, en
ég set mark mitt á eyrun
á skræfunum.
— Þú hefur rétt fyrir
þér eins og alltaf, drundi
i Litla-Jóni.
Þeir flýttu sér inn i
skóginn i fylgsni sin. Nú
var borgarstjórinn og
menn hans komnir
aftur. Og borgarstjórinn
var nú reiðari en nokkru
sinni fyrr. En þegar
hann loksins sneri heim
til Nottingham, hafði
hann ekkert annað til
menja um ferðina en
örina, sem særði hann.
Augtysuf
iTímanum
Sólaóir
HJÓLBARÐAR
TIL SÖLU
FLESTAR
STÆRÐIR
Á FÓLKSBÍLA.
ARMULA7«‘30501 &84844
Lv**r.‘ *. t'