Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 2. febrúar 1975, Hey og skúr við húsið Breiðholt við Reykjanesbraut. 21.10.1974. t * Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga ux Viö Suðurgötu i Reykjavik, andspænis iþróttahúsi Há- skólans og Arnagarði, stendur laglegt rauðmálað hús meö fálkamynd yfir bogadregnum dyraumbúnaði. Þetta er gamla loftskeytastöðin, en hún tók til starfa I húsinu nýbyggðu 17. júni 1918 — á vegum Land- simans. Var aðallega haft loft- skeytasamband við skip, en þó einnig við stöðvar úti á landi, t.d. Flatey á Breiðafirði og Kirkjubæjarklaustur. Starfsemin þarna á melunum hætti árið 1961 og var Háskólan- um afhent húsið á 50 ára afmæli hans. Nú eiga félagsfræði og raunvlsindi þarna athvarf. Ef viö göngum ögn lengra eftir Suðurgötu i átt til Skerja- fjarðar, gefur brátt að lita snotrasta torfbæ með hvltum timburgöflum. Myndin sýnir bakhlið hússins. Þetta er Litla- Brekka Eövarðs Sigurðssonar alþingismanns, og byggðu for- eldrar hans bæinn árið 1918. Gróskulegt var að sjá um- hverfis, þegar myndin var tekin I ágúst 1974. Þetta mun vera eini torfbærinn I Reykjavlk nú, en torfþak er á stóru steinhúsi á Fjólugötu 25. (Jóhann Kristjánsson byggingameistari byggði það hús). Göngum út I Grímsstaðavör og litumst þar um. Grlmsstaða- holtið dregur nafn af Grims- stöðum, býli, sem Grimur Egilsson reisti árið 1842. Mun holtið hafa tekið að byggjast að mun um 1920. Ibúarnir sóttu margir hverjir vinnu til hafnar- innar og fleiri staða inni i Reykjavik, en drýgðu tekjurnar með sjósókn og dálitilli garörækt. Nú er þarna mikil byggð og mjög falleg, rikmann- leg hús, og fögur er útsýnin á Ægissiðu. En sjávarmegin við götuna rikir enn gamli tlminn. Þaöan er róið til fiskjar og björgulegir eru fiskhjallarnir á vorin, þegar grásleppan þekur rárnar. Endur og hænsni „ganga á beit” rétt hjá bátun- um og hjöllunum I Grlmsstaða- vör. Gamli timinn lætur heldur ekki að sér hæða við Reykjanes- braut, rétt við húsið Breiðholt og Sölufélagið Þar eru borin upp hey, svo að segja I miðri borginni. Myndin var tekin 21. okt. 1974. Loks berum við niður á enda Klapparstlgs úti við Skúlagötu Gamla loftskeytastöðin við Suðurgötu 6. 10. 1974 Timburverksmiðjan Vöiundur (sjávarmegin). 4.10. 1974. 1 Grlmsstaðavör I Reykjavik. 24.7. 1974. Þar setur rauðmáluð timbur- verksmiðjan Völundur, með turn sinn og reykháf, svip á um- hverfið. 174. blaði Isafoldar árið 1905 segir m.a. á þessa leið: „Völdunarverksmiðjan er ná- lega 50 álna langt timburhús tviloftað en 16 álna breitt og 16 álan hátt upp að turni — og er kjallari undir þvi öllu. — Svo er að sjá sem sögunarvélunum verði ekki meira fyrir að fletta endilöngum stórum eikar- drumbum, en ef það væru smjörskökur. Gufuvélin er 11 þúsund pund á þyngd, óvenju hraðgeng. Reykhálfur verk- smiöjunnar er 26 álna hár frá jörðu og rúmrp 6 álna viður að neðan, allur hlaðinn úr tigul- steini. Hafa farið i hann 23 þúsund steinar. Gufa i málmpipum frá vélinni hitar húsið og henni er ætlað að þurrka allan efnivið i þar til geröum skála. Lýsa á verk- smiöjuna með rafljósi, og er gufuvélin höfð fyrir afls- uppsprettu. Verksmiðjan kostaði tæpar 100 þúsund krónur og var sú fyrsta I höfuðstaðn- um, en önnur I landinu. Hin fyrsta komst á stofn I Hafnar- firði árið 1903.” Litla-Brekka (torfbær) við Suöurgötu I Reykjavik. 13.8. 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.