Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN Allur er varinn góður A Italiu rikir nú mikill spaghetti— og makkarónu- skortur. Fólk þar I landi ku þurfa að standa i biðröðum og slást um góðgætið í biiðunum, — allir nema Gina Lollobrigida. Óþekktur aðdáandi leikkonunn- ar virðist hafa óttast að heims- frægt mittismál hennar raskað- ist, ef hún fengi ekki sinn dag- lega skammt af hveitilengjum, og því tók hann sig til og sendi henni 25 klló af lostætinu i posti. Faileg stúlka í skrýtnu sæti! A hiisgagnasýningu I Köln I Þýzkalandi á síðastliðnu ári kom margt nýtt fram I hús- gagnaiðnaði, og þar á meðal þessi stóll. Það er húsgagna- teiknari frá Hamborg, Gunther Beckmann að nafni, sem hann- aði hann. Beckmann-húsgögn vekja mikla athygli I Þýzka- landi og þykja alveg sérstök. Hann sýndi einnig svefnher- bergishúsgögn, þar sem riimið var á fjaðrandi fótum, og á að vera mjög þægilegt. Þessi stóll „hvlta blómið" er gerður úr leð- urlfki og er sagður mjög vinsæll einkum hjá ungu fólki. Vonandi gengur stúlkunni ekki mjög illa að losa sig úr honum, en manni sýnist hún standa upp með hann með sér! Á sund ofar skýjum! þ Það er engin ástæða fyrir Feisal kóng I Saudi-Arablu að spara. Peningar streyma inn á banka- reikninga hans hvarvetna að úr veröldinni og hann hefur enga hugmynd um i hvað hann á að eyða oliumilljörðunum sinum, enda lltil takmörk fyrir þvi sett i hvað karlinum dettur i hug að spandera. Fyrir nokkru festi hann kaup á nýrri Boeing 707 þotu. Er verið að ganga frá flugvélinni I verk- smiðjunum, en hún er sérstak- lega smiðuð fyrir oliukónginn og kemur ekki til með að eiga sinn lika, fullgerð. Allt hugsanlegt óhóf verður innréttað I þotunni. Þarverða lOherbergi, sem gerð eru sem nákvæm eftirliking af nokkrum herbergja Feisals I konungshöllinni. Þar verður og litil sundlaug svo að hans hágöfgi geti tekið sér bað i háloftunum ef svo vill verkast. Þarna veröur einnig vlnkjallari með dýrustu vinum sem hægt er að fá fyrir peninga, en þau munu ætluö gestum, þvi spá- maðurinn fyrirbýður rétt- trúuðum að neyta áfengis. Þá verða sjónvarpstæki I vélinni svo að kóngur geti stytt sér stundir við að horfa á sjón- varpsútsendingar frá þeim löndum sem hann flýgur yfir hverju sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.