Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN 15 Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Þegar ég var drengur, langaði mig óskaplega mikiö til þess að verða sýslumaður, þótt ég viti ekki eða muni nú, hvernig sú fluga komst inn I höfuðið á mér. Hitt er vist, að sýslumaður varð ég ekki, og á það tæplega eftir héðan af. Kynni af kaupfélags- síórum og framhjáhald með pólitikinni Þegar ég hafði lokið embættis- prófi i lögfræði, réðist ég i þjónustu Sambands islenzkra samvinnufélaga og var þar I nokkur ár. Starfi mlnu fylgdu mikil ferðalög á milli kaupfélaga landsins. Þetta var ákaflega lif- rænt starf og skemmtilegt, sér- staklega vegna þess að þá kynntist ég svo mörgum mönn- um. Ég met það mjög mikils að hafa ungur fengið að kynnast forystumönnum Sambandsins, og ekki aðeins þeim, heldur lika hinum fjölmögu ágætu kaup- félagsstjórum, sem starfandi voru viðs vegar um landið og ger- þekktu vandamál umhverfis sins, hver á sínum stað og voru margir hverjir hreint ut sagt stórmenni. En þessi ár urðu ekki mörg. Ég réðist til háskólans og varð þar prófessor. Þvi starfi gegndi ég lengi. — Þér hefur þá Hkað vel þar að vera? — Satt að segja á ég erfitt að hugsa mér frjálslegra og skemmtilegra starf. Ég hafði af þvi mikla ánægju. Samt fór ég að taka. fram hjá — með pólitikinni og ffamhjátökur draga stundum dilk á eftir sér, eins og margur hefur fengið að þrefa á. Og það fór nú svo, að ég leiddist æ lengra og lengra ut I pólitlkina. — Svo að það má kannski segja, að pólitlkin hafi verið þitt tómstundastarf? — Það kann að hljóma dálitið undarlega, en ef ég ætti að tiunda eitthvert alvarlegt tómstunda- starf, sem ég hef gegnt um dagana, þá er það blessuð pólitlkin. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum og vann eftir megni innan mins stjórnmála- flokks en reyndi þó að gegna starfi minu I háskólanum. Stjórn- malaafskipti mln hlutu þvl að verða mest megnið unnin I tómstundum, lengiframan af. En þótt mér þættu afskipti af stjórn- málum skemmtileg, vil ég ekki kalla þau tómstunda gaman. Ég tók þau miklu alvarlegar en svo. En hitt má segja, að mörgum frlstundum hef ég fórnað pólitlkinni. Hvað er smátt og hvað stort? — Og þér faimst gaman að þessu? — Já', það fannst mér. Maður, sem hefur langvarandi afskipti af stjórnmálum, hlýtur að kynnast ákaflega mörgum mönnum og vandamálum þeirra, smáum og stórum. Þeitta veitir innsýn I hina óllklegustu hluti og verður, held ég, til þess að auka mönnum viösýni og umburðarlyndi. Þetta kann að þykja undarlega mælt af stjórnmálamanni, þvl að flestir eru fyrirfram sannfærðir um, að þeir sem við pólitik fást, hafi aö jafnaði þrengri sjóndeildarhring en annað fólk. fig er sannfærður um hið gagnstæöa. Þeir læra einmitt, flestum öðrum fremur, að Hta á málin frá fleiri en einni hlið, enda komast þeir naumast hjá þvl I starfi slnu, — þótt þeir vildu. Þetta á ekki sízt við um ráð- herra. Til þeirra er leitað með margvisleg vandamál, og þá finnur maður bezt, hve hugtökin „smátt" og „stórt" eru afstæð. Það, sem ókunnugum sýnist smátt — og er smátt á mæli- kvarða alls þjóðfélagsins — getur verið ákaflega stórt, erfitt og viðkvæmt fyrir einstaklinginn, sem þvl er tengdur. Jafnvel llfs- hamingja hans getur oltið á þvl hversu úr ræðst. Og ef ráðherra getur greitt úr sliku vandamáli, þá er það sannarlega ánægjulegt, — en þvl miður getur maður það ekki alltaf. Æskilegt að menn verði ekki of háðir þingmennskunni, at- vinnulega séð — Er ekki þingmennska svo krefjandi starf, að erfitt sé að gegna öðru við hlið þess — hvort sem hugtakið tómstundagaman er viðurkennt eða ekki? — Jú, þvi er ekki að neita. Þetta hefur alltaf verið erfitt, og það verður erfiðara næstum með hverju ári sem liður. Hins vegar er það min persónulega skoðun, að eftirsjá sé að þvl, að stjórn- málamenn hverfi úr atvinnullfi og almennum störfum i þjóðfélaginu. Ég held, að það sé að mörgu leyti æskilegt, að þing- menn geti verið og séu þátt- takendur í hinum ýmsu atvinnu- greinum þjóðfélagsins, jafnframt þingmennskunni. — En þú býst ekki við, að sú verði raunin? — Neú Ég tel Hklegt, að þróunin verði hin sama hér og annars staðar. Það er alls staðar að færast I það horf, að þingmennska veröi aðalstarf manna. Út af fyrir sig er það rétt, að þingstörf geta verið alveg nægilegt verk hverj- um meðalmanni, en hinu neita ég ekki, að ég er dálítið hræddur við það, að allir þingmenn verði eins konar atvinnustjornmálamenn. Þeir verða þá háðari þing- mennskunni og eiga meira undir þvi aö sitja áfram e.t.v. lengur en heppilegt er — komast að I hvert skipti sem kosiö er. En það er hverjum þingmanni styrkur, að minni hyggju, að vera ekki háður þvi atvinnulega séð, hvort hann situr á þingi eða ekki. Erfitt — á meðan menn eru að sjóast — Eru ekki stjórnmálastörf ákaf- lega lýjandi? — Jú, vlst er það, enda er það mála sannast, að ýmsir Islenzkir stjórnmálamenn hafa ekki enzt vel. Þó er ekki sama í hvernig að- fstöðu menn eru. Þeir, sem standa framarlega I stjórnmála- baráttunni, komast ekki hjá þvi að margt misjafnt sé um þá sagt, bæði opinberlega og á bak. Flestir venjast þessu þo og ég segi fyrir mig, að ég tek það ekki nærri mér lengur, þótt ýmislegt miður fallegt sé um mig skrafað eða skrifað- Mörgum fellur þetta þungt á meðan þeir eru að sjóast, og þeim verða stjórnmálastörf áreiðanlega mjög erfið. — Nú er þvl ekki að leyna, að stjdrnmálamenn hafa mjög mis- jafnt orð á sér hjá almenningi. Sumir llta á þá sem úlfa eða refi, nema hvort tveggja sé. Hvað viltu segja um þetta? — Það er alveg rétt, að stjórn- málamenn fá mjög misjafnt orð. Sjálfsagt eru þeir misjafnir. Ég held þo að þeir, sem við stjórnmál fást, séu sízt lakari menn en al- mennt gerist, og jafnvel fremur hið gagnstæða. Menn hlaupa ekki inn á þing, án þess að vera heldur fyrir ofan meðallag, bæði hvað gáfur og starfsþrek snertir. Eins og hvert annað verk, sem verður að rækja — En hvað viit þú þá segja um hið tvlskinnungslega viðhorf al- mennings til stjórnmálanna sjálfra? Sumir telja þetta sklta- verk og viðbjóð, en aðra dreymir sýknt og heilagt um að komast I þessa dýrð — og hezt að verða þingmenn og ráðherrar. — Já, það langar marga til þess aö komast á þing. Ég held, að ekki muni verða neinn hörgull á þingmannaefnum I framtiðinni. Hitt er Hka alveg rétt, að margir kasta þvl á mili Sin, að stjórnmál séu skítverk, sem almennilegir „En þegar ég vil hvfla mig verulega vel, og eins þegar ég er á ferðalögum, þá tek ég með mér einhverja góða leynilögreglusögu.....", segir ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra I þessu viðtali. Og hér hefur hann tekið sér I hönd bók, sem bókmenntafræðingar munu sjálísagt telja afþreyingarefni. Timamynd Gunnat'. menn geti eiginlega ekki verið þekktir fyrir að leggja sig I. Þetta er óskaplega hættulegur hugsunarháttur vegna þess, að ef hann yrði verulega almennur, og ef menn tryðu þessu I alvöru, þá myndi það næstum óhjákvæmi- lega leiða til þess, að hinir lakari menn einir veldust til þess að sinna stjórnmálum. Okkar þjóöskipulag er þannig upp byggt; að einhverjir verða að gefa sig að þessu, og stjórnmál eru eins og hvert annað verk, sem verður að rækja. Ég held llka, að hér hjá okkur Islendingum sé allt talið um spillingu stjórnmálamanna mjög oröum aukið. Yfirleitt eru þing- menn áreiðanlega ekki óheiðar- legri en annað fólk. Hins vegar er það skylda þeirra að reka mál fyrir sina umbjóðendur, og þeir verða þá að beita viti slnu og hyggingindum til þess að koma þéim fram. — Þetta er nú liklega nóg um stjórnmálin, ekki sizt þar sem við viðurkennum þau eiginlega ekki sem tómstundastarf, þótt þau hafi orðið sumum mönnum það. En hvað hefur þú gert fleira, sækir þú ekki tónleika og leiksýningar? — Ojú, ég geri það hvort tveggja, svona eins og gengur og gerist. Ég tel mig þó ekki hafa neitt vit á musík. En ég hefi erlendis hlýtt á allmargar óperur. Annars er það svo einkennilegt, að ég vil heldur hlusta á góða tónlist I einrúmi heima hjá mér — jafnvel helzt I myrkri — en I hljómleikasal. Og það er sannast að segja, að ég er, og hef alltaf verið, mjög heimakær maður. Bezt þykir mér að mega vera heima á kvöldin og lesa eða hlusta á útvarpið, ef eitt- hvaö er þar að heyra, sem vekur áhuga minn. Stöku sinnum horfi ég líka á sjónvarp. — Svo að maður haldi svig við tómstundir. Stundar þú spila- mennsku? — Ég grip öðru hvoru I spil og hefi ánægju af, einkanlega bridge, og er, held ég, nokkuð heppinn I spilum, þó að ég segi sjálfur frá. En spilamennska min er ekki umtalsverð, nema þá sú pólitíska, sem „gamlir aðdáendur" mlnir hafa verið aö dást að og orðið skrafdrjúgt um nti að undanförnu. — En hvað um félagsstörf? — Þvl er ekki að neita, að i þeim hefi ég tekið talsverðan þátt og eytt I þau mörgum fristundum. Ég er þó ekki I neinum „finum" félögum —- og þó, ég hefi lengi verið I Vlsindafélagi íslendinga, veit eiginlega ekki hvernig ég hefi lent þar. En það er kostur, að maður verður Htið var við þann félagsskap, en það er kannski mér að kenna. Varðar ekkert um sjálfskipaða ,, menningarvita" — Mig langar tii þess að tala dá- litið meira um skáldskapinn. Við vorum búnir að minnast á ein- stök skáld, sem þú hafðir mætur á, en eru ekki lika einhver einstök verk, sem þú tekur langt fram yfir önnur? — Ég er ekki viðbúinn að svara þessu. Eins og ég sagði fyrr, er ég eingöngu áhugamaður I þessum hlutum og ekkert poetlskur, og alls ekki neinn fræðimaður, þegar skáldskapur er annars vegar. Ég les skáldskap aðeins mér til gamans, og ég dáist mjög aö þvi, sem mér þykir þar bezt gert. Ég get til dæmis ekki annað en undrazt, hversu hátt Matthias Jochumsson nær — stundum. Ég held, að þar hljóti aö vera um innblástur að ræða. A hinn bóginn finnst mér (þott ég viti ekki, hvort ég hef þar rétt fyrir mér) sem þeir Einar Benediktsson og Stephan G. Stephanss. munihafa þurft að vinna sln kvæði, og að þau hafi ekki komið fyrirhafnar- laust. Báðir eru þeir mikil vits- munaskáld, en þó finnst mér Stephan ennþá aðdáunarveröari, þegar þess er gætt, hver kjör hans voru. Hann er svo niikill maður, að honum tekst að hefja sig yfir erfiðleikana og verða stórskáld, Þrátt fyrir örðugar ytri aðstæður En, eins og ég sagði áðan: Enn eru ótalin f jölmörg skáld, hvert með slnum sérkennum, og sem hvert með sinum hætti höfða til manns. Og ég held, að það sé ekki til neinn algildur mælikvaröi á skáldskap og listir. Ég dæmi um það fyrir mig eftir minum smekk — og geri ekkert með það, sem sjálfskipaðir „menningarvitar" segja. Myndi sizt vilja vera án bókanna — En hefur' þti ekki sjálfur skrifað eitthvað fleira en þær fræðibækur, sem komið hafa frá þinni hendi? — Nei, það hef ég ekki gert hvorki I bundnu né óbundnu máli — nema auðvitað sitthvað um pólitlk. Og þó að ég hafi kannski stundum barið saman stöku — eins og reyndar flestir ts- lendingar geta gert þá hefi ég jafnframt gætt þess vandlega, að sllkt væri ekki til á blaði. — Hefðir þú ekki getað hugsað þér að leggja meiri stund á þá iðju, þó ekki hefði verið nema sem tomstundagaman? — Nei, það held ég ekki. Ég mótaði mér ungur þá stefnu, að einskorða mig við ákveöinn veg. Auðvitað er það svo með unga menn, að í þéim brjótast ýmsir straumar. Þá getur stundum verið erfitt að velja og hafna, og þá liggur sii hætta opin fyrir, að menn dreifi sér of mikið. Aðstaða mln var sllk, að ég þurfti að hafa mig allan Við til þess að ná þvi marki sem ég stefndi að, svo að þess vegna ákvað ég það hreint og beint, aö dreifa ekki kröftum mínum. — Hvað af þessu þrennu, bóklest- ur, útivera og að hlýða á tónlist telur þú, að hafi gefizt þér bezt, sem hvild og upplyfting? — Ég er ekki I neinum vafa um, hvað ég vildi sízt missa. Ef ég væri neyddur að velja, myndi ég að sjálfsögðu kjósa bækurnar, og myndi slzt vilja án þeirra vera. Það verður sjálf- sagt skemmtilegur og áhyggjulaus timi — Hvað heldur þii, aö þú myndir helzt leita ánægjunnar, ef þii ættir eftir að lifa mörg ár við góða heilsu, eftir að opinberum störfum lyki? — Ég held að það hijótí að verða ákfalega skemmtilegur og áhyggjulaus timi, ef maður heldur heilsu og hefur sæmilega rumar kringumstæöur. Ég gat þess áðan, að ég myndi byrja á þvi að laga til i kringum mig, taka bækurnar minar til handargagns og ganga sómasamlega frá þeim. En auk þess býst ég við, að ég færi að rifja upp tungumál og kannski að læra einhver ný. Auk þess myndi ég vilja ferðast eitt- hvað um heiminn. Nú hef ég að vlsu ferðazt nokkuð þó aö mig langi alltaf heim, og sé I rauninni þeirri stundu fegnastur, þegar ég er aftur kominn heim til min. Þá langar mig til þess að skoða meira af heiminum en ég hef getaö til þessa, ef heilsa og kraftar leyfa. Ég hef að visu séð mikiö af Is- landi. Ég held, að ég hafi komið i flestar eða allar sveitir landsins og kauptúnin hef ég vist heimsótt öll með tölu. Þó er enn mikið eftir. Þeir staðir eru margir i óbyggðum lands okkar, sem ég hef annað hvort ekki séð, eða þá aðeins i svip. Þá hefði ég gjarna viljað skoða betur en tóm hefur verið til fram að þessu. -VS. ilokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.