Tíminn - 16.03.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 16.03.1975, Qupperneq 1
ÆNGlRr Áætlunarstaöir: BlÓnduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um ailt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 & íslenzkir rithöfundar ___________ ■ 3_______ I DAG Jökull Jakobsson Hvað gera þau í tómstundum? I DAG Hrönn Hafliðadóttir sjónvarpsþulur Manstu gamla daga? I DAG Sigurður Sigurðsson Árangur mislingabólu- setninga kannaður hér Reikna md með að í framtíðinni faili þær undir skyldubólusetningu FB-Reykjavík. — Undanfarin ár hefur fólk getað fcngið bólusetn- ingu gegn mislingum, þótt sú bólusetning hafi ekki verið fram- kvæmd i stórum stil. Nú stendur hins vegar yfir kónnun á þvi, hvernig bóluefnið hefur reynzt þeim, sem það hafa fengið, og hvort fólk hefur orðið veikt þrátt fyrir bólusetninguna, ef það hcfur komizt i snertingu við misling- ana. Margrét Guðnadóttir prófessor stjórnar athugun þessari, og sagði hún Timanum, að allt frá þvi að byrjað hefði verið að bólu- setja fólk hér á landi hefði verið fylgzt með árangri bólusetn- ingarinnar annað slagið með blóðrannsóknum. Hefði þar aðal- lega verið um að ræða fólk á Norð-Austurlandi og á Austur- landi. Siðan hefði verið ákveðið nú fyrir skömmu að ganga lengra i þessari athugun, og hefðu verið fengnar upplýsingar hjá Heilsu- vemdarstöðinni i Reykjavik um böm, sem hafa verið bólusett gegn mislingunum, og þá á tima- bilinu frá 1965 og fram til 1969 og jafnvel 1970. Hefur foreldrum þessara barna verið skrifað, og þeir beðnir um að gefa upplýsing- ar um það, hvort barnið hafi veikzt eftir bólusetninguna, hvort það hafi siðar komizt i snertingu við mislinga, og þá oftar en einu sinni, og hvort það hafi i þvi til- felli fengið hita eða nokkuð borið á lasleika. Svör eru þegar farin að berast aftur, og mjög greiðlega, og munu vera komin á sjötta hundrað svör. Barnahóparnir, sem bólusettir voru t.d. 1965og 1966hafa komizt i kynni við mislinga kannski oftar en einu sinni, og er þvi miklar upplýsingar hægt að fá um nota- gildi bóluefnisins. Margrét Guðnadóttir sagðist ekki geta sagt um það, hversu margir hefðu þegar verið bólu- settir gegn mislingum hérlendis. Upphaflega i kringum 1962—63, hefðu komið til landsins 1000 skammtar til Rannsóknarstofn- unar á Keldum. Næstu tvö til þrjú árin lá svo bólusetningin niðri að mestu leyti, vegna þess hversu erfitt var að fá bóluefni, en upp úr þvi fór það að ganga greiðlegar, eftir að það komst á almennan markað i Bandarfkjunum. Mun nú vera búið að bólusetja hér að minnsta kosti nokkur þúsund manns. Þá sagði Margrét, að rætt hefði verið um að koma hér upp skyldubólusetningu gegn misling- um, en það hefði ekki verið end- anlega ákveðið ennþá, og hefði verið talið mjög æskilegt, að framkvæma athugun á árangri þeirra bólusetninga, sem þegar hefðu verið framkvæmdar áður en skyldubólusetningin vrði tekin upp. Bóluefnið gegn mislingum kom fyrst verulega fram i' kring um 1958. 1 upphafi var bóluefnið sterkara en það er nú og bar þá við, að fólk fékk hita og jafnvel útbrot eftir bólusetninguna. Margrét sagði að lokum, að mjög sjaldgæft væri erlendis á þéttbýlum svæðum, að til væri fólk á fullorðinsaldri, sem ekki hefði fengið mislinga. Þar fengju flestir þá innan við skólaaldur. Hér er þetta hins vegar alls ekki óalgengt. HEFJAST FRAMKVÆMDIR VIÐ BORCARLEIKHÚSID í VOR? Teikningar nær fullgerðar BH-Reykjavik. — Forráðamenn Leikfélags Reykjavíkur hafa tjáð blaðinu, að vonir standi til, að byrjaðverðiá framkvæmdum við bvggingu borgarleikhúss i sumar, en eins og kunnugt er hefur þvi verið valinn staður i miðbænum nýja, scm ætlunin er að reisa við FB—Reykjavik. Astæða er til hóflegrar bjartsýni varðandi far- þegaflugið i sumar, sagði Sigurð- ur Helgason forstjóri hjá Flug- leiðum á blaðamannafundi, þrátt fyrir það að bókanir, sem liggja fyrir verði ætið að taka með nokkrum fyrirvara. Þótt það sé gert má segja, að bókanir miðað við sama tima i fyrra séu 10% meiri nú. Sigurður sagði, að alltaf væri mikið um það, að stórar ferða- Kringluinýrarbraut. Leikfélagið á nú um 30 milljónir i byggingar- sjóði, og þvf ekki ncma eðlilegt, að kominn sé byggingarhugur i Leikfélagsmenn, og væntanlega stendur ckki á framlagi borgar- innar til þessa menningarmáls, sem varðar borgarbúa alla. skrifstofur og ferðahópar pöntuðu flugfar, en sfðan yrðu einhver af- föll af þessum pöntunum. Þess vegna gerðu Flugleiðir alla sinar áætlanir með mikilli varfærni. Að þvi er okkur var tjáð, munu teikningar leikhússins senn verða fullgerðar, en að þeim vinna nú þeir arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunn- arsson, sem jafnframt er i röð fremstu leikara Leikfélagsins. Mun það einsdæmi, að einn úr röðum leikara vinni á þennan hátt að byggingu leikhúss, og ekki vit- að um annan slikan i leiklistar- sögunni. Þá var okkur tjáð sömuleiðis, að ætlunin sé að hafa tvö svið i nýja leikhúsinu, og á stærri salur- inn að rúma um 500 manns, en sá minni um 150 manns. r Utvarpsgjöld innheimt með sköttunum? Flugleiðir hf.: Bókanir 10% meiri nú en í fyrra TÍAAINN Aðalstræti 7, Reykjavík Jd, ég vil gerast dskrifandi að TIMANUM Nafn ................................. Heimilisfang ........................... --- Klippið og sendið ---- --- ---- --- ---- SJ-Reykjavik. — Menn frá Hag- sýslustofnun og Rikisútvarpinu hafa undanfarið iinnið að atbugun á möguleikum á að auka liag- kvæmni i innheimtu afnotagjalda útvarps og sjónvarps. Rikisút- varpið rekur umfangsmikið inn- lieimtukerfi og skráningu við- tækja. Að sögn Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálraðherra eru ekki komin heildarskil úr könnun þessari og vildi hann þvi litið um málið segja að svo komnu. Eitt atriði er sérstaklega i athugun. nefnilega að afnotagjöldin yrðu með einhverjum hætti innhéimt með öðrum opinberum gjöldum. Annars vegar kæmi til greina, að afnotagjöldin vrðu nefskattur á alla borgara á ákveðnum aldri. eða þau yrðu lög á hvert heimili. Hins vegar gætu þau fallið inn i almenna skatta til rikisins. Held- ur kvaðst menntamáiaráðherra þó gera ráð fyrir að þau héldu nafni sínu á gjaldheimtuseðlin- um, ef úr yrði. Tugir milljóna króna koma til með að sparast. ef skráning við- tækja verður lögð niður sem og innheimtukerfi rikisútvarpsins. Nefndin sem vinnur að athugun þessara mála lvkur störfum al- veg á næstunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.