Tíminn - 16.03.1975, Síða 8

Tíminn - 16.03.1975, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla Þetta var bara leikur... BH RÆÐIR VIÐ SIGURÐ SIGURÐSSON, MÁLARAMEISTARA, SEM ÁTTI ÍSLANDSMETIÐ í ÖLLUM STÖKKGREINUM OG KOMST í UNDANÚRSLIT Á OLYMPÍULEIKJUNUM í BERLÍN ÁRIÐ 1936 Þeim ungu mönnum, sem stunda íþróttir nú til dags er hollt, engu síður en þeim, sem muna gamla daga, að hafa það hugfast, að fyrir fjórum áratugum voru líka uppi strákar sem höfðu metnað og getu til að skipa sér í fremstu röð. Stundum var það tilviljun, að svo skyldi ekki fara, en hvað um það, — ótrúlega oft stóðu þeir nærri þvi að velgja frægum köppum undir uggum, i drengilegri keppni, sem þeir litu þó fyrst og fremst á sem leik. Þetta er vert að hafa í huga. — BH ★ MANSTU GAMLA DAGA? Manstu strák- ana, sem stunduðu frjálsar íþróttir við að- stæðurnar, eins og þær voru þegar iþrótta- vellirnir voru mjög frumstæðir? Manstu, hvað það þótti furðulegt að vera að glænæpast við þetta hopp og brölt, hvernig sem viðraði, og hvernig, sem völlurinn var á sig kominn? Manstu eftir þeim, sem sköruðu fram úr og fengu verðlaun og bik- ara? Manstu eftir þeim, sem gerðu garðinn fræg- an, jafnvel á erlendri grund, svo að úti i hinum stóra heimi tóku menn eftir íslandi, af þvi að sumh' strákarnir stóðu sig vel i drengilegri keppni við kappa stór- þjóðanna? SIGURÐUR SIGURÐSSON, mál- arameistari, er kunnur maður i sinni iðngrein og þá ekki hvað sizt fyrir verzlunarrekstur, en hann rekur Málarahúðina á Vesturgötu 21. Það vita allir hans fjölmörgu vinir og kunningjar, að Sigurður var mikitl iþróttamaður hérna áður fyrri og kunnur fyrir afrek sin, — en hitt vita færri, og þá sér- staklega þeir, sem fæddir eru seinutu þrjá-fjóra áratugina og siðar, að honum tókst að varpa ljóma á nafn tsiands á alþjóða- vettvangi, er hann komst i undan- úrslit i þristökki á Olympiu- leikjunum i Berlin árið 1936.... Hreinar linur á milli Þórs og Týs — Ég byrjaði að æfa iþróttir heima i Vestmannaeyjum árið 1932 eða þar um bil, þá var ég átján ára. Ég var Þórsari og það var mikill iþróttaáhugi i Eyjum og margir, sem æfðu. En hvernig sem það nú atvikaðist, þá fór ég á Allsherjarmótið hérna i Reykja- vik árið 1934 og tók þátt i þri- stökkinu. Það var fyrsta mótið, sem ég keppti á, og ég stóð mig alveg bölvanlega, varð fjórði með 11.64, og það var ekki nógu gott. Svo að ég fór heim og æfði mig eins og vitlaus maður allan vetur- inn, en það gerði eiginlega enginn þá. Ég var einn útaf fyrir mig, og hafði góða aðstöðu. Það var lýsis- geymslubraggi með malargólfi, og þar gat ég verið, þegar mér datt f hug. — Það hefur kannski ekki verið um heina tilsögn að ræða? — Jú, upphaflega var nú það, að Þorsteinn Einarsson, iþróttafull- trúi, sem var i Eyjum um þaö leyti, varð til þess að ég fékk áhugann, og hann vakti mig eiginlega til dáða með áhuga sin- um og starfsemi þar. En hann var nú ekki lengi, og að öðru leyti er naumast hægt að segja að maður hafi fengið tilsögn eða kennslu. En eins og ég sagði, þá var iþróttaáhugi mikill i Eyjum. Friðrik Jesson var mikill áhuga- maður um iþróttir, og hann leið- beindi mörgum. En hann var i Tý, svo að ég naut nú ekki tilsagnar hans, þvi að ég var i Þór. Það voru alveg hreinar linur á milli Þórs og Týs. — En þið hafið samt keppt sam- an út á við? — Já, út á við kepptum við fyrir Knattspyrnufélag Vestmanna- eyja, eða KV, sem seinna breytti heiti sinu i IBV. Og það var eng- inn félagarigur i þeim hópi. Margir góðir frjálsiþróttamenn voru i Eyjum þá. Þú sérð það, að árið 1932 fara þeir á Allsherjar- mótið, og það munar bara nokkr- um stigum, að þeir vinni mótið. Hálfs mánaðar æfing fyrir Olympiuleika — Hvaða iþróttagreinar lagðir þú stund á? — Það voru stökkin, ég lagði mig aðallega eftir stökkunum, hástökki, langstökki og þristökki, — en þetta var nú bara svona leikur. — Þú hefur samt náð þér á strik? — Já, það má segja það. Arið eftir, eða 1935, kem ég aftur á Allsherjarmótið, og þá stend ég mig betur. Ég vann allar greinamar þrjár og þóttist nú heldur góður. Ég var lika i góðri þjálfun, stundaði mikið fjallgöng- ur, sérstaklega eftir að ég var farinn að æfa mig reglulega. Þá gekk ég venjulega upp á Heima- klett á hverjum degi og hljóp svo niður aftur, og ég held nú, að það sé það áhrifarikasta af minni þjálfun. — Var þá strax farið að hugsa um að senda ykkur á Olympiu- leikana i Berlin? — Ég veit ekki hvenær það var farið að hugsa um þá, en ég er sem sagt boðaður snemma sum- ars til Reykjavikur til að æfa und- ir Olympiuleikana. Það var þann- ig, að það var hálfsmánaðar námskeið austur á Laugarvatni fyrir okkur. Það kom hingað sænskur þjálfari, Erik Nielson hét hann. Ég minnist þess, að á fyrstu æfingunni, sem ég fór á hjá honum, þá lét hann okkur ganga frá Reykjavik til Hafnarfjarðar og til baka aftur. Það var ekkert verið að stoppa. Við gengum suðureftir, beint niður á byrggju, alveg á fullu.og til baka aftur. Ég minnist þess ekki að hafa fengið eins miklar harðsperrur og eftir þá reisu. Siðan var farið á Laugarvatn og verið þar i hálfan mánuð. Það var eiginlega allur undirbúningurinn. Siðan fór ég bara aftur heim til Eyja og æfði mig þar, þangað til við fórum út, — og það var ekkert æfingapró- gram eða svoleiðis til að fara eft- ir. Bezti árangurinn var ekki mældur — Hverjir fóru á Olympiuleik- ana hérðan? — Við vorum fjórir keppendurnir, Karl Vilmundar- son, Kristján Vatnes, Sveinn Ingvarsson og ég. Svo var það sundflokkurinn, sem tók þátt i sundknattleiknum, 11 manns og einnig fóru eitthvað um þrjátiu Iþróttakennarar. Aðalfararstjór- inn var dr. Björn Björnsson, hag- fræðingur, en þeir voru lika i fararstjórninni Erlingur Pálsson, Benedikt G. Waage og Oiafur Sveinsson. — Gerðu menn sér vonir um árangur ykkar á sliku stórmóti? — Nei, það held ég ekki, enda varla von, þar sem þetta mátti heita i fyrsta skipti, sem Is- lendingar leiddu saman hesta sina viðkappa erlendra þjóða. En þeim þótti afskaplega vænt um, þegar ég komst i undanúrslitin i þristökkinu, og það þótti anzi góð frammistaða. En þetta var svolit- ið erfitt, það var keppt tvisvar sama daginn, fyrst um morgun- inn, og þá komst ég i undanúrslit- in með það góðu stökki, að þeir voru ekkert að hafa fyrir að mæla það. Lágmarkið var 14 metrar og stökkið var það greinilega yfir það, að það var ekki mælt! En Þorsteinn Einarsson sagði mér, að þetta hefði alltaf verið 14,50 og hann horfði á þetta. Þetta var langbezti árangur, sem ég náði nokkumtimann, og siðar um dag- inn komst ég ekki nálægt þvi. Það var Japani, sem sigraði þarna. — Einkennilegt, að Japani ákyldi skara framúr i stökkun- um? — Þeir voru tveir fyrstir, Tajima hét þessi, sem sigraði. Hann stökk 16 metra. Hann hafði sin sérkenni, batt klút utan um skóinn og yfir ristina á báðum fót- um. Sigurður Sigurösson I Málarabúðinni að Vesturgötu 21. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.