Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. ÚTBOÐ Tilboö óskast i 65 skólatöflur fyrir Fræösluskrifstofu Reykjavikur. tJtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuð á sama stað, þriöjudaginn 22. april 1975, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 UTBOÐ Tilboö óskast f smföi skólahúsgagna ásamt kennaraborö- um og — stóium fyrir Fræösluskrifstofu Reykjavfkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 8. aprll 1975. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2580Q - - ||| ÚTBOÐ Q| Tilboð óskast I eftirfarandi efni fyrir Hitaveitu Reykjavlk- ur: 1. Þensiuslöngur. — Opnunardagur tilboöa 17. aprll 1975. 2. Suðurfittings. — Opnunardagur tilboða 23. aprll 1975. 3. Lokar og gildrur. — Opnunardagur tiiboöa 24. apríl 1975. tltboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Srmi 25800 ÚTBOÐ Tilboð óskast I eftirtaldar bifreiðar og vélar: Nr. 1 Volvo árg. 1962 meö sorpkassa (Bjargkassi). Nr. 2. Volvo árg. 1962 meö sorpkassa (Bjargkassi). Nr. 3. Trader árg. 1964 meö 3ja manna húsi og pallhúsi. Nr. 4. Trader árg. 1965 meö 3ja manna húsi og pallhúsi. Nr. 5. Trader árg. 1966 meö 6 manna húsi og palllaus. Nr. 6. Trader árg. 1964 meö 6 manna húsi og palilaus. Nr. 7. Trader árg. 1964 meö 6 manna húsi og pallhúsi. Nr. 8. Massey Ferguson árg. 1966 meö ámoksturstækjum og húsi. Nr. 9 Dráttarvél David Brown árg. 1968 meö ámoksturstækjum og húsi. Nr. 10. Dráttarvél Massey Ferguson árg. 1961 meö húsi. Nr. 11. Sláttuþyrla. Nr. 12. Sláttuþyrla. Tækin verða til sýnis I porti Vélamiðstöðvar Reykja- vlkurborgar aö Skúlatúni 1 n.k. mánudag og þriðjudag. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, miövikudaginn 19. marz 1975, kl. 10 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Hagkaup I Kjörgarði (Tímamyndir Gunnar). Hagkaup opnar við Laugaveg — velta fyrirtækisins nam 915 milljónum s.l. ór FB—Reykjavlk. Verzlunin Hag- kaup er nú að færa út kvíarnar, en á fimmtudagsmorgun var opnuð ný Hagkaupsverzlun, pg að þessu sinni í Kjörgarði við Laugaveg. Verzlunin er á 800 fermetra gólf- fleti, og þar verður um 20 manna starfsliö. í þessari verzlun verður selt flest eöa allt það sama og i Hagkaup í Skeifunni. Þarna verð- ur auk þess sérstök verzlun, sem mun sérhæfa sig i tízkufatnaði ungs fólks. Hagkaupsverzlunin I Kjörgarði kemur I stað verzlunarinnar, sem fyrirtækið hefur rekið mörg undanfarin ár I Lækjargötu. Verzlunarstjóri verður Sigrún Jó- hannesdóttir, en framkvæmda- stjóri er Magnús Ólafsson. Að- stoðarmaður framkvæmdastjóra er Gunnar Kjartansson. Skýröu þau blaðamönnum frá þvl á fundi, að I nýju búðinni við Laugaveg yrði verzlað með alls konar mat- vörur, gjgfavörur, búsáhöld, fatn- að, skófatnað svo nokkuð sé nefnt. Auk þess verður kaffiteria I verzluninni, sem er bæði ætluð viöskiptavinum, og þeim sem vilja bregða sér I kaffi af göngu um Laugaveginn. Hagkaup hefur haft þar mark- mið að selja matvörur 10% undir hámarksálagningu. Til skamms tlma fékk fólk þennan 10% afslátt út á viðskiptakort, en nú hefur verið horfið frá viðskiptakorta- kerfinu, og I staðinn fá allir við- skiptavinir verzlunarinnar vör- urnar á sama verði. Allt frá upphafi höfðu um 9000 manns fengið sér viðskiptakort hjá Hagkaup gegn 1000 króna greiöslu. Verða nú kortin greidd út aftur á niu mánuðum, og hófst endurgreiðslan um slðustu ára- mót. Eru kortin greidd út eftir númerum, 1000 kort á mánuði. Velta Hagkaups nam 915 mill- jónum á síðasta ári, og var þar um aö ræða 80% aukningu frá ár- inu á undan. A launaskrá hjá Hagkaup munu vera um 200 manns, en auk verzlananna tveggja I Reykjavik rekur fyrir- tækið verzlun á Akureyri. Hagkaup gefur út pöntunarlista og starfrækir póstverzlun. Pöntunarlistinn er sendur til um 15þúsund áskrifenda, og koma að jafnaði út þrír listar á ári. Notfærir fólk sér út um allt land þessa póstverzlun mjög mikið, sér I lagi Austfirðingar. Þess má enn fremur geta, að Hagkaup starfrækir saumastofu, þar sem vinna mjög margar konur að fatasaum alls konar. Hagkaups-verzlunin i Skeifunni er opin til klukkan 10 á föstudags- kvöldum, en hins vegar verður verzlunin I Kjörgarði ekki opin lengur en til klukkan 7 á föstudög- um. Ekki hefur endanlega verið gengið frá þvi, hvernig búðin verður opin á laugardögum, en verzlunin I Lækjargötunni var op- in frá 10 til 12. Verður Hagkaup að hafa samráð við aðra verzlunar- eigendur i Kjörgarði um opnun- artlmann, þar sem ekki er hægt að hafa aðeins eina búð I húsinu opna, en aðrar lokaðar. Sigrún Jóhannesdóttir verzlunar stjóri, Stefán Gunnarsson yfir smiður, Gunnar Kjartansson að stoðarframkvæmdastjóri og Magnús Ólafsson framkvæmda stjóri. Hin nýja verzlun i Kjörgarði er máluð I rauðum og svörtum lit, og hefur Björn Björnsson, leik- myndasmiður teiknað innrétting- ar, en Stefán Gunnarsson var yfirsmiður við innréttingasmið- 77 æskulýðsfélög starfa í Reykjavík Æskulýðsráð Reykjavfkur ákvað siðastliðið haust að gefa út bækl- ing með handhægum upplýsing- um um æskulýðsfélög og samtök i Reykjavik. Skortur hefur verið á slikum upplýsingum á einum stað i handhægu formi, bæði fyrir þá, sem óska að taka þátt I félags- starfi og hina, sem að því starfa. Bæklingur þessi er nú kominn út. Ber hann nafnið „Æskulýðs- starf”, undirtitill er „Félög og stofnanir I Reykjavik — Lands- og landshlutasamtök”. Þar er að finna upplýsingar um nöfn félaga, starfsstaði og forráðamenn. Starfi félög I deildum eru sömu upplýsingar um hverja deild. Félög I Reykjavik eru flokkuð i eftirfarandi hópa: Bindindisfélög. Iþróttafélög. Kristilegt æskulýðsstarf. Skáta- félög. Ýmis félög. Æskulýðsfélög stjórnmálaflokka. Alls eru félög þessi 77 talsins. Þá eru I bæklingnum upp- lýsingar um þær borgarstofnanir og nefndir, er sinna félagsmálum æskunnar að einhverju leyti. Skráðir eru allir almennir skólar borgarinnar og getið skólastjóra og forstöðumanna félagsstarfs. Landsamtök og landshlutasam- HEIMILIS- rafstöðvar Höfum til afgreiðslu strax úr vörugeymslu 6 kw eins og þriggja fasa rafstöðvar 12,5 kw og 72 kw sjálfvirkar rafstöðvar væntanlegar með vorinu GÓÐIR GREIÐSLU- SKILAAÁLAR %la»alani Garðastræti 6 Símar 1-54-01 & 1-63-41 tök æskulýðs- og iþróttafélaga eru einnig skráð I bæklinginn, 43 að tölu. Loks er getið þeirra æsku- lýfcsráða og félagsmálastofnana sveitarfélaga, er um var vitað, og birtur listi yfir fjölmiðla. Bækl- ingurinn er 32 slður i handhægu vasabókarbroti. Tilgangur Æskulýðsráðs Reykjavikur með útgáfu þessari er að bæta úr þeirri þörf, er verið hefur á slikum upplýsingum á einum stað, og stuðla þar með að þvi, að ungt fólk, sem áhuga hefur á félagslegu starfi, en veit ekki hvar það á að afla sér upplýsinga um slikt, geti haft samband við forsvarsmenn samtaka eða félaga með þátttöku i félagsstarfi i huga. Kannanir, sem gerðar hafa verið á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur, hafa leitt mjög greinilega i ljós, að mikill fjöldi ófélagsbundinna unglinga óskar eftir þátttöku i félagsstarfi, en veit ekki hvernig á að bera sig við að komast I slikt starf. Bæklingnum „Æskulýðsstarf” verður dreift til allra 12, 13, 14 og 15 ára nemenda I skólum borgar- innar. Aætlað er að slikt rit komi út árlega, en upplýsingar af þessu tagi verða vitanlega mjög fljótt úreltar. Undirbúningur er reynd- ar hafinn að endurskoðun þessa bæklings, og eru félög hvött til þess að koma athugasemdunum og upplýsingum á framfæri við skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.