Tíminn - 16.03.1975, Page 24

Tíminn - 16.03.1975, Page 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1G. marz 1975. „Vildirðu láta hana heita Gretu — Margréti?" spurði Katrín. ,,Veit þa-hað hekki". „Margrét Jóhanna — það hljómar ekki illa". Eftir jólin, þegar Serafía var búin að jafna sig, fór Katrín með hana og barnið til prestsins. Það átti að skíra telpuna. Hún hafði látið skrifa nöfnin á blað, sem hún rétti prestinum. Hann spurði, hvaða föðurnafn telpan ætti að bera. Gremjan sauð í Katrínu. Gústaf hafði gert það, sem honum bar, hugsaði hún. Átti hann líka að færa nafn sitt að fórn? En þegar henni varð litið á saklaust reifabarnið, sem hún hélt á, glúpnaði hún. Það var ekki réttlátt, að afleiðingarnar af veikleika annarra yrðu látnar bitna á því. Það var syndlaust. Gat hún fengið af sér að senda það út í veröldina án f öðurnaf ns? „Telpan á að heita Margrét Jóhanna Gústafsdóttir", sagði hún hátíðlega. „Gústafsson þá, — dóttir er nú ekki lengur notað", sagði presturinn. „Já, Gústafsson". Serafía hafði gott verksvit, þótt ýmis innanhússtörf væru ekki við hennar hæfi. Hún sá vel, hvað þurfti að gera og var f ús til þess að inna það af höndum. En f ram- koma hennar gagnvart barninu var Katrínu hið mesta undrunarefni. Hún lét eins og það væri henni algerlega ó- viðkomandi. Stundum lét Katrín það afskiptalaust, þótt það hrini á nóttunni, í þeirri von, að móðir þess vaknaði og sinnti því. En þyss varðekki vart, að Seraf ía vaknaði, og sinnti því. En þess varð ekki vart, að Seraf ía vaknaði af því. Katrín andvarpaði og varð loks að hypja sig f ram úr og hagræða því. Henni fannst, að Serafía, sem var yngri, ætti að vera léttara um að vakna og fara f ram úr, þegar barnið þurfti einhvers með, auk þess sem móður- ástin hefði átt að knýja hana til þess. En Seraf ía virtist hafa varpað öllum sínum áhyggjum á Katrínu og falið sig og barnið henni á vald að öllu leyti. Ef Katrín bað hana að taka telpuna upp eða láta hana i vögguna, þá gerði hún það orðalaust. En hún snerti barnið aldrei ótil- kvödd. Serafíu þótti gaman að lesa. Bækur og blöð, sem drengirnir höfðu skilið eftir heima, las hún frá orði til orðs. Katrín hvatti hana lika til þess og útvegaði henni það lestrarefni sem hún gat. Stúlkuna skorti sjálfsagt ekki greind, hugsaði Katrín. Það var uppeldið, sem hafði gert hana að þeim vesaling, sem hún var. Gústaf kom ekki heim þenna vetur. Katrín skildi vel, hvers vegna hann hafði nú í f yrsta skipti ráðið sig i vetr- arsiglingar. Hún hugsaði oft um það, hve langt myndi verða þangað til hann hefði kjark til þess að láta sjá sig á Þórsey. — Peninga sendi hann heim með stuttu millibili. Einar kom heim skömmu eftir áramótin. Katrín hafði kviðið heimkomu hans, en henni til mikillar undrunar lét hann sem ekkert væri og lagði aldrei neitt illt til Seraf íu eða barnsins. Hún veitti syni sínum nánar gætur. Hann virtist ekki út af eins af undinn og viðskotaillur og hann hafði verið. ( stað þess var kominn þunglyndissvipur á andlit hans, eins og uppreisnarandi æskuáranna, sem bauð öllum heiminum birginn, væri horfinn og nýtt lífs- viðhorf hefði náð yfirtökunum. En Katrín tók þetta nærri sér, því að henni fannst eins og sonur hennar hefði gef izt upp. Það var samt ekki svo að skilja, að hann væri horfinn frá þeirri fyrirætlun að verða kapteinn, síður en svo. En þegar hann sat við litla gluggann og horfði í vest- urátt, þar sem sólin roðaði skýin yfir skerjum og sund- um, fannst henni, að takmarkið, sem hann hafði sett sér, gæti ekki lengur veitt honum fullnægju. Hann sá aðrar strendur, aðrar sigurhæðir hilla uppi í óvinnandi f jarska. Nú brá jafnvel svo við, að Einar sást stundum á mannamótum, þótt hann gæfi sig raunar lítið að öðru fólki. Hann heimsótti líka Norðkvist oft, og Katrín hafði spurnir af því, að það væri eins og tunga hans losnaði úr læðingi, þegar hann settist við rúm öldungsins. Hann sagði Norðkvist hvað á dagana hefði drif ið og lýsti f yrir- ætlunum sínum út í æsar. Og gamli maðurinn hlustaði á og skaut inn í setningu og setningu: ,, Já, já, drengur minn, þú hef ur spjarað þig vel". Um vorið fór Einar brott eins og venjulega. Þetta var þriðja sumarið, sem hann var fyrsti stýrimaður. Gréta litla var orðin hálfs árs og dafnaði vel. Serafía var af tur orðin vinnukona hjá Larsson, en svaf þó heima hjá Katrínu. Haustið eftír fór Einar enn í sjómannaskólann í Maríuhöfn. Þetta sama haustsagði Larsson Serafíu upp vistinni, þar eð hann þóttist ekki þurfa hennar við að vetrinum. Katrínu tókst að útvega henni vetrarvist á Eikiey, sem alltaf varð athvarf þeirra, er aðrir höfðu rekið frá sér. Hin nýja húsmóðir Serafíu var sögð bera mikla umhyggju fyrir vinnufólki sínu, svo að Katrín vonaði, að hún yrði þar ekki leiksoppur lostafullra manna. Þú lýgur, þú vilt stela dýr- inu frá okkur, þú ferö ekki neitt. TH6K£; I'v/e óor \/ (AJHATfe 6I<£HT THIN6S1Ö PO j TH£ ANt7THe fjfóT \6 \ FlfóTP vf. PbNe AL^i6-5. Ég er að bua til íista yf r Sem ég ^arf að §era * dag. Gtóð hug- mynd. Svona, átta atriði sem ég þarf að liúka ~ r og er þegar búinn með eitt. Hvað er það? Að' ls^a ^ir það sem //MAKE A LléT oFTHlNóéToRo" SUNNUDAGUR 16. marz 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vlgslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Requiem I d-moll (K-636) eftir Mozart. Sheila Armstrong, Anne Howells, Ryland Davies, Marius Rintzler, John Aldis- kórinn og Enska kammer- sveitin flytja, Daniel Baren- boim stjórnar. (Hljóðritun frá brezka útvarpinu). b. Pianókonsert I a-moll op. 54 eftir Schumann. Dinu Li- patti leikur með hljómsveit- inni Philharmoniu, Herbert von Karajan stjórnar. 11.00 Messa I safnaðarheimili Langholtssóknar. Prestur: 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Hafréttarmálin á vett- vangi Sameinuöu þjóðanna. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Ragnheiður Einarsdóttir ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Sinfónia I g-moll eftir Gros- sec. Sinfóniuhljómsveitin I Liégfe leikur, Jacques Hout- mann stjórnar. b. Horn- konsert nr. 2 I D-dúr eftir Haydn. Franz Tarjani og Franz Liszt kammersveitin I Búdapest leika, Frigyes Sándor stjórnar. c. Flautu- konsert I Cdúr eftir Grétry. Claude Monteux og hljóm- sveitin St. Martin-in-the-Fi- elds leika, Neville Marriner stjórnar. d. Sinfónia nr. 8 i h-moll eftir Schubert. Fil- harmóniuhljómsveitin I Vlnarborg leikur, Istvan Kertesz stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A alþjóðadegi fatlaðra. Gísli Helgason tekur saman þátt meö viðtölum og öðru efni. Kynnt veröur starf- semi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaöra, og rætt viö forráðamenn samtak- anna I Reykjavík og úti um land. 17.25 Dieter Reith-sextettinn leikur létt lög. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les (4). 18.00 Stundarkorn með italska fiðluieikaranum Alfredo Campoli. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Árni Benediktsson. 19.45 tslenzk tónlist. Sinfóniu- hljómsveit tslands leikur. Stjórnendur: Róbert A. Ottósson og Páll P. Pálsson. a. Lýrlsk svita fyrir hljóm- sveit eftir Pál Isólfsson. b. Forleikur að óperunni „Sig- urði Fáfnisbana” eftir Sig- urð Þórðarson. c. Fjórir dansar eftir Jón G. Asgeirs- son. 20.30 Skáldið meö barnshjart- að. Séra Sigurjón Guðjóns- son fyrrum prófastur flytur erindi um F.M. Franzén. 21.00 Mirella Freni og Nicolai Gedda syngja aríur og dú- etta úr óperum eftir Bellini og Donizetti. 21.35 Bréf frá frænda. Jón Pálsson frá heiði flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarp frá Laugardalshöll. Jón Ás- geirsson lýsir keppni i fyrstu deild Islandsmótsins I handknattleik. Einnig verður lýst keppni I körfu- knattleik. 23.00 Danslög. Hulda Björns- dóttir danskennari velur lögin. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.