Tíminn - 16.03.1975, Page 32

Tíminn - 16.03.1975, Page 32
32 TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. Ingólfur Davíðsson: Fuglarnir hjá bænum Begga og Gunna voru að sækja svörð i eldinn niður á Ytri-Reistarár- mýrar. Ég, drenghnokk- inn, fékk að fara með þeim. Allt i einu hrökk ég við, þegar ég heyrði skyndilega þyt og ,,krunk, krunk, krá”, rétt við eyrað á mér. Gunna rak upp óp og missti svarðarpokann. Hrafn hafði steypt sér niður úr háa lofti og setzt á pokann á bakinu á Gunnu! Nú fór Begga að hlæja. — Þetta er bara bannsettur Ásláksstaða- hrafninn, sagði hún. Það er aldeilis völlur á hon- um núna. Þetta var taminn hrafn, kunnur i allri sveitinni, og nú vappaði hann hinn spakasti i kringum okkur. Kjartan frændi hafði náð hrafns- unga úr hreiðri, fóðrað hann og tamið. Heimilisfólkinu þótt mjög gaman að krumma, en viðsjáll gerðist hann með aldrin- um. Hann sótti í fallega hluti, gljáandi hnappa, tölur og annað þess kon- ar— og stal þvi, ef hann gat. Einu sinni hvarf meira að segja hringur bóndans, er hann hafði lagt frá sér í smiðahúsi. Nú leið langur timi. Einn fagran sumardag sáu börn, sem voru að. reka kýrnar, krumma Skarfar og veiðibjöllur (svartbakar) Mariuerla vera á einkennilegu vappi úti á holti, spöl- korn frá bænum. Það hlakkaði öðru hvoru i krumma. Börnin lædd- ust nær og sáu, að krummi var að leika sér að einhverjum gljáandi hlutum. Brátt kom i ljós, að þarna voru margar tölur og hnappar, sem krummi hafði stolið, lika fáeinir silfurpeningar og hringurinn bóndans! Krummi hafði grafið hlutina þarna niður, en var svo stundum að grafa þá upp aftur og leika sér að þeim. Einu sinni drap krummi einn hænuunga á bæ, nokkuð langt i burtu. Bóndinn sá til krumma og kastaði i hann moldarköggli og fældi hann burt. En dag nokkurn, þegar fólkið var á engjum, kom krummi aftur og drap alla ungana. Krummi varð frekur með aldrinum og hálf grimmur. Stundum kom hann fljúgandi og settist á öxiina á manni og krunkaði hátt. ókunnug- um varð mjög bylt við slikt. Verra var samt, að börnin gátu ekki verið óhult fyrir honum DAN BARRV

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.