Tíminn - 16.03.1975, Síða 37

Tíminn - 16.03.1975, Síða 37
Sumiudagur 1(>. 'niarz 1!)75. TÍMINN •37 Kunnir erlendir einsöngvarar syngja í AAessíasi Einsöngvararnir, sem koma fram meö Pólyfónkórnum og kammershljómsveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar vegna fiutnings óratórfunnar „Messfas” eftir G.F. Handel, eru ekki valdii af lakari endanum. Þrjú þeirra koma frá Bretlandi einungis til að taka þátt I þessum flutningi og njóta þau öll mikils áiits og viðurkenningar i heimalandi sfnu og vlðs vegar á meginiandi Evrópu, þar sem þau hafa hlotið lofsamlega dóma. Fjórði ein- söngvarinn er einnig brezkur að uppruna, hin góðkunna söngkona, Ruth L. Magnússon, sem tónleikagestum hér er að góðu kunn fyrir þátttöku sina i fiutningi fjölda meiri háttar tónverka hér á seinni árum, meðal annars með Pýlýfónkórn- um, og mun óþarfi að kynna hana hér nánar. Sópranaríurnar i „Messiasi” eru meðal hins fegursta, sem samið hefur verið fyrir sópran- rödd, t.d. hin þekkta aría ,,I know that my redeemerliveth • Það er söngkonan Janet Price, sem fer með þetta hlutverk. Hún er ættuð frá Wales og er nú talin ein af fremstu konsertsöngkonum heimsins.Hún hefur komið fram á fremstu listahátíðum viðs vegar i Evrópu og tekið þátt i meira en hundrað útvarps- og sjónvarps- útsendingum. Einnig hefur hún sungið inn á hljómplötur fyrir brezk og amerisk hljómpiötufyrir tæki. Fjölhæfni hennar þykir með eindæmum, svo að hún hefur fullt vald yfir hinum ólikustu viðfangsefnum og stiltegundum, og frábær tækni hennar i Vilja sameigin- legar viðræður við stjórnarand- stöðuflokkanna kóloratúrsöng hefur aflað henni frægðar jafnt i óratóriu- og óperu- söng. Með tenórhlutverkið i „Messíasi” fer Neil Mackie, ungur söngvari, sem lokið hefur námi frá skozku tónlistar- akademiunni og einnig frá Royal College of Music i London. Nú sfðustu árin hefur hann notið leiðsagnar hins fræga söngvara, Peter Pears, og oft komið fram á hljómleikum ásamt honum. Hann stundaði upphaflega nám i pfanóleik, en sneri sér siðan að söngnámi. Hann er einnig þekktur lútuléikari og hefur aflað sér álits með túlkun sinni á söngvum frá renaissancetima- bilinu. En hann er mjög fjölhæfur söngvari og hefur hlotið lof þekktra gagnrýnenda fyrir flutning sinn á ólíkustu viðfangs- efnum. Hann hefur einnig sungið inn á hljómplötur fyrir brezk og erlend hljómplötufyrirtæki, m.a. i „Messlasi” og „Jóhannesar- passiunni”, einnig hefur hann oft komið fram i útvarpi.B.B.C. Neil Mackie hefur komið fram sem einsöngvari með mörgum kórum I Bretlandi og kemur nú beint frá Edinborg frá þvi að syngja aðal- hlutverkið i „Mattheusarpassiu” J. S. Bachs. Bassaariurnar i „Messlasi” eru einhverjar þær vandsungnustu sem til eru. Baritonsöngvarinn Glynn Davenport er aðeins 27 ára að aldri, en gagnrýnendur hafa komizt svo að orði, að hann hafi nú þegar náð þeirri fágun i túlkun, sem minnir á jafn frá- bæra baritonsöngvara, sem Fischer-Dieskau. Arið 1970 hlaut hann þýzkan rikisstyrk til náms hjá Jakob Stömpfli i Hamborg, og 1972 vann hann hin eftirsóttu Kathleen Ferrier verðlaun.sem eru einhver mesta viðurkenning, er ungum söngvara getur hlotnast. Hann lauk prófi frá Royal College of Music í London, þar sem hann lagði einnig stund á lágfiðluleik. Hann nýtur enn leiðsagnar Paul Hamburger i söng, en hefur komið fram á fjölmörgum hljómleikum með þekktum hljómsveitum á sl. ári, m.a. með The English Chamber Orchestra undir stjórn Raymond Leppard. 1 næsta mánuði syngur hann i Florida i Bandarikjunum og i júni nk. syngur hann i hinu þekkta verki Brittens, „Dauði i Feneyjum” i Covent Garden. Janet Price Glynn Davenport Ruth L. Magnússon. Neil Mackie ® SHODR 110 LS 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSÍNEYÐSLA 8.5 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18.5 SEK. í 100 KM. Á KLST 619.000,00 449.000,00 VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR VERÐ TIL ÖRYRKJA KR TEKKNESKA BIFREIÐAUMBODID A 1SLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 — SÍMI 42600 Timanum barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning: Eftirfarandi bréf var I dag sent þingflokkum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags: „Á fundi þingflokks S.F.V. þann 5. mars s.l. var gerð eftir- farandi samþykkt. Stefna núverandi rikisstjórnar i efnahags- og launamálum hefur orðið þess valdandi, að stórkost- leg kjaraskerðing hjá öllu launa- fólki er staðreynd. Kjaraskerðing þessi er svo alvarlegs eðlis að verði ekkert að gert þá blasir við gjaidþrot f jölda heimila á næstunni. Verkalýðs- hreyfingin freistar þess nú að fá leiðréttingu mála sinna umbjóð- enda og þá fyrst og fremst þeirra lægst launuðu, sem verst eru sett- ir. Þar sem fulltrúar allra verka- lýðsflokkanna á Alþingi, and- stöðuflokka núverandi rikis- stjórnar, hafa lýst stuðningi við þetta meginsjónarmið verkalýðs- hreyfingarinnar, samþykkir þingflokkur S.F.V. að óska eftir þvi við þingflokka stjórnarand- stöðunnar, að þeir tilnefni hver um sig fulltrúa til sameiginlegra viðræðna um hugsanlegar leiðir til stuðnings verkalýðshreyfing- unni I þeirri baráttu, sem hún á nú fyrir höndum. Virðingarfyllst, f.h. þingflokks S.F.V., Karvel Pálmason formaður.” Fyrstir á morgnana Sj Electrolux ELDAVÉLAR CF 266. 60 cm breið. 4 hellur. Ofn 45 Itr. að ofan, hifageymsla að neðan. Kaupa má sérstaklega: Klukkuborð og grillbúnað. CF 160. 70 cm breið með 4 hellum og klukkuborði. 2 ofnar. Sá efri 54 Itr. með innbyggðum grillbúnaði, hraðræsi og steikarmæli. i neðri of ninum er einnig hægt að baka. Litir: Rautt — gult — brúnt — hvitt. Lituð kr. 81.500,- Hvit kr. 74.300.- Litir: Brúnt — grænt — hvítt. Copper kr. 106.300.- Avocado kr. 96.100.- Hvít kl. 92.400.- CF 205. 50 cm breið. 3 hellur. Ofn að ofan, geymsluhólf að neðan. Litir: Rautt— brúnt — hvitt. Lituð kr. 49.600.- Hvit kr. 47.900.- EINNIG FYRIRLIGGJANDI VIFTUR OG GUFUGLEYPAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.