Tíminn - 16.03.1975, Side 40

Tíminn - 16.03.1975, Side 40
Sunnudagur 16. marz 1975. mufSiR er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla Símar 85694 & 85295 SIS-FOIHJll SUNDAHÖFN fyrir góéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Aka má beggja megin eyjunnar, segir þetta merki okkur. Nýtt merki, Bústaöavegar og Háaleitisbrautar. sem öruggt er, aö allir skilji. Þetta merki er á gatnamótum Gsal—Reykjavik. — Ýmsir Reykvikingar hafa tekið eftir því að undanförnu að sett hafa verið upp ný umferðarmerki, svokölluð leiðbeiningamerki. Er m.a. um að ræða merki fyrir götur sem lokaðar eru I annan endann, merki sem gefur til kynna útakstur af aðalbraut og i þriðja lagi merki sem gcfur til kynna tvistefnuakstur, — og er t.d. eitt slikra merkja á gatna- mótutn Bústaðavegar og Háa- leitisbrautar. Tvö áðurnefndra nterkja eru • nokkuð torskilin fyrir hinn almenna ökumann og sam- kvæint könnun, sem Timinn efnditil, voru fáir ökumenn sem vissu um þýðingu merkjanna. Er hér unt að ræða mcrkið fyrir lokaða götu og merkið sein gef- ur til kynna útakstur af aðal- braut, en það merki er á Miklu- braut, þar sem beygt er til hægri inn á Breiðholtsveginn svonefnda. Ekki er okkur kunnugt um, að áðurnefnd merki hafi verið kynnt almenningi, en að sögn lögreglunnar er ástæðan sú, að merki þessi eru ekki komin inn i merkjaskrá og uppsetning þeirra að nokkru leyti tilraun. Timinn ræddi við Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra, sem er formaður umferðariaga- nefndar, en sú nefnd vinnur einmitt um þessar mundir að nýrri merkjareglugerð, og er þar um að ræða allmiklar breyt- ingar bæði hvað viðkemur nýj- um merkjum og breytingum á eldri merkjum. — JU, það er rétt að bætt verður við nokkrum nýjum merkjum, alþjóðamerkjum, aðallega i flokki svokallaðra leiðbeiningmerkja, sem talið er að nútimaumferð krefjist. Eins munu bætast viö nokkur boð- merki, og nokkrum merkjum verður breytt litilsháttar, s.s. stöðvunarskyldumerkinu, sem verður breytt i samræmi við alþjóðareglugerð. Lögreglustjóri kvað allar þessar reglugerðir i stöðugri endurskoðun, þvi ör þróun væri i öllum umferðarmálum. Reglugerð sú, er áður er nefnd, er ekki fullsmiðuð ennþá, að sögn Sigurjóns, en drög að henni verða sennilega send nokkrum aðilum til umsagnar áður en þau verða send ráð- herra. Við inntum lögreglustjóra eft- ir þvi, hvort ekki væri hæpið að setja upp ný merki, sem jafnvel fáir ökumenn áttuðu sig á, eins og kom fram i þessari litlu könnun okkar. — Merkin eiga að vera þann- ig, að þau beri það með sér hvað þau tákna. Hins vegar veita þessi merki, sem þú nefnir, ekki rétt heldur eru þau eingöngu til leiðbeiningar. Lögreglustjóri kvað það höfuðnauðsyn, að öll merki væru vel kynnt öllum almenn- ingi, en vart væri nauðsyn á kynningu fyrr en eftir útkomu reglugerðarinnar. — Ég geri ráð fyrir, að það verði verkefni Umferðarráðs að standa að mjög viðtækri kynn- ingu á öllum nýjum merkjum, þvi það er vissulega undirstöðu- atriði að merki séu vel kynnt. Þvi meiri fræðslustarfsemi sem er I sambandi við umferðarmál þvi betra að minni hyggju. Nýlega var samþykkt að setja upp stöðvunarskyldumerki á gatnamótum Frakkastigs og Njálsgötu, en þegar slikt er gert, birtist auglýsing um það i Lögbirtingablaðinu. Við spurð- um Sigurjón hvort hann teldi ekki nauðsynlegt að birta slikar auglýsingar viðar. — Vist er það æskilegt, en hins vegar verður maður að muna eftir þvi, að nútima merki byggjast á þvi, að fólk geti beinlinis lesið sig sjálft áfram i umferðinni. Sá, sem ekki hefur kynnt sér itarlega tákn um- ferðarmerkja, kemst ekkert áfram i akstri erlendis. Það er þvi hæpið að birta einu sinni auglýsingu i Lögbirtingi eða blöðunum. Við verðum þvi að leggja megináherzluna á það, að hver vegfarandi geti lesið sig áfram i umferðinni eins og gert er viða erlendis. Út frá þessu. sjónarmiði hafa menn yéfengt það, hvort það eigi yfirleitt nokkuð að birta tilkynningar um slikar breytingar. Ekki kvað lögreglustjóri ástæðu til að ætla annað, en íslendingar væru nokkuð vel að sér i umferðarmerkjum, og sagðist halda, að obbinn af þeim ökumönnum, sem væru i dag- legum akstri ,,þekktu sin merki” eins og hann orðaði það. Eins og menn rekur eflaust minni til, urðu nokkrar deilur um þýðingu á svoköiluðu ,,klifurakreinamerki” sem var sett upp á Hellisheði, og sagði lögreglustjóri i viðtalinu við Timann, að það merki hefði einmitt verið mikið til umræðu i umferðarlaganefnd. Að lokum spurðum við Sigur- jón Sigurðsson, hvort hann vissi með nokkurri vissu, hvenær nýju merkin, yrðu tekin i gildi. Kvað hann gildistökutimann óákveðinn. Mörg ný umferðarmerki tekin í notkun á árinu Þetta merki hefur verið sett upp á Miklubraut, þar sem beygt er til vinstri inn á svonefndan Breið- holtsveg. Merkið táknar útakstur af aðaibraut, — en vart getur það verið eitt þeirra merkja, sem lögreglustjóri segir, að séu auðskilin. Timamyndir: Róbert. ökumaður athugar nýuppsett merki fyrir lokaða götu, en sam- kvæmt könnun Tímans, áttuðu fáir ökumenn sig á þýðingu merkis- ins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.