Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.04.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 13. apríl 1975. Sunnudagur 13. april 1975. TÍMINN 21 ^ ■ — •/ & V • c- Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? - 0 - - - r- _ _ - • r ____________________________________________ _ VILHJALMUR HJALMARSSON menntamálaráöherra ætlar I dag aö segja lesendum Tlmans frá tómstundaiöju sinni og þvi sem hann hefur einkum gert sér til gamans um dagana. En þar sem hugmyndaflug blaöamannsins er heldur meö slakara móti þennan daginn er bezt aö láta fyrstu spurninguna hljóöa svo: Hlakkaði til hvors tveggja — Hvenær manstu fyrst eftir þvi, menntamálaráöherra, aö hafa hlakkaö til tómstunda eöa fris frá daglegu starfi? — Þaö man ég ógerla. Hins veg- ar er mér þaö minnisstætt, þegar ég var ungur maöur heima á Brekku i Mjóafiröi og kenndi á vetrum en vann aö búskapnum á sumrin,' að þá hlakkaöi ég til hvors tveggja. Ég kunni vel moldarverkunum á vorin, þegar unniö var viö rækt- un garða og túns og svo hlakkaöi ég lika til þess að byrja kennsluna og samvistirnar við nemendur mina á haustin. — Var þetta lengi, sem þú stundaöir kennslu og búskap jöfn- um höndum? — Já, ég gerði það i 22 ár, er skiptast á tvö elíefu ára timabil, annað frá 1936 til 1947 og hitt frá 1956 til 1967. — Var skólinn stór? — Nei, ekki er nú hægt að segja þaö, en börnin voru lengst af þetta 10-15 og seinustu veturna, sem ég kenndi, voru þau orðin ennþá færri. — En hvenær ferö þú aö huga aö þvi aö hafa einhver sérstök hjá- verk? — Ég hef aldrei þurft neitt um þaö aö hugsa. Ég hef mjög lengi haft miklu fleiri járn i eldi en skynsamlegt er, og raunverulegt tómstundastarf held ég aö ég hafi aldrei stundaö. Hér fyrr á árum las ég þó tals- vert af bókum en sú tiö er löngu liöin. Þá geröi ég mikið aö þvi áö- ur fyrr aö fara á skiöi, fyrst einn eöa meö öörum börnum, en siðan meö nemendum minum um helg- ar og i fritimum. — Þiö hafiö þá öll fengiö mikla æfingu í skiöaiþróttinni? — Ekki skorti skiöabrekkurnar, þvi aö sveitin er bæöi brött og snjóþung. Ég steig t.d. á skiðin á hlaöinu heima hjá mér og renndi mér niður aö skólahúsinu og þar og allt um kring voru hinar ákjósanlegustu skiðabrekkur. Viö höföum ekki neina tilsögn á skiöunum, ef undan eru skilin tvö stutt skiöanámskeið. En við feng- um holla hreyfingu og ágæta áreynslu i heilnæmu útiloftinu að ógleymdri þeirri ánægju, sem viö höföum af þessu öll, bæði börn og fullorðnir. Stöku sinnum fórum viö i reisur hátt til fjalla er gott var veöur. Ég sakna alltaf þess- ara gömlu góöu daga og samvist- anna viö „gamla hópinn minn”. Ræktun barnshugans og ræktun lands — Aöur en viö sleppum alveg kennslunni: Hvaö heldur þú aö þér hafi þótt skemmtilegast aö kenna? — Ég veit það nú varla. Ég var eini kennarinn þarna, utan hvað móöir min hjálpaði mér við söng ov handavinnu stúlkna, sem pilt- ar tóku reyndar dálitinn þátt i lika, og eins þegar æfa þurfti smáleikrit og undirbúa samkom- ur. En þrátt fyrir aðstoð hennar varð ég oft aö bjástra við að kenna ýmislegt, sem ég kunni næsta litið i sjálfur, svo sem leik- fimi, smiðar og jafnvel söng. En ég er næstum laglaus sjálfur, er og hef alltaf verið hinn mesti klaufi til handanna og álika slak- ur iþróttamaður, svo menn geta rétt imyndað sér, hvers konar kennsla þetta hefur verið! Og þó þótti mér hún skemmtileg. En ég held raunar aö ég hafi haft mesta ánægju af islenzkukennslunni. Heldur finnst mér nú samt eftir á, aö sú kennsla muni hafa verið losaraleg. En viö höföum okkar siöi viö islenzkunámiö, sem uröu til svona smátt og smátt. Viö byrjuðum t.d. strax að skrifa rit- geröir, næstum jafnsnemma og börnin byrjuöu að draga til stafs. Um hverja helgi skrifuöum viö hvert ööru bréf, eftir tilteknum reglum. Þessi bréf voru siðan les- in upp og rædd i lestrartima á mánudögum. Til eru margir ár- gangar af þessum skólabréfum . og geyma þau sitt af hverju. Viö geröum lika dálitið annaö, sem ég varö seinna var viö, aö ekki tiökaðist almennt. Við höfð- um einn lestrartima i viku, sem eingöngu var helgaöur kvæöa- flutningi. Voru kvæöin þá ýmist tekin úr námsbókunum sjálfum eöa úr kvæðabókum i bókasafni hreppsins, sem einmítt var til húsa i sjálfri skólastofunni. Þetta fór þannig fram, aö hver og einn flutti sitt kvæöi frá kennaraborði. Ég tók þátt i þessu meö börnunum á jafnréttisgrund- velli þannig aö ég sat i bekknum hjá þeim, nema þegar að mér kom. Svo var sungið á milli. Einu sinni sem oftar kom námsstjóri i heimsókn og varö veöurtepptur. Hann tók þátt i ein- um þessara kvæöatima og likaöi vel og haföi orö á, hvaö börnin gengu hiklaust til verks, yngri sem eldri, þegar röðin kom aö þeim, fyrirvaralaust skv. drætti. — En búskapurinn, hvaö heldur þú, að þér hafi veriö hugstæðast þar? — Sveitastörfin eru töluvert fjölbreytt og oft spennandi t.d. sauðburðurinn og svo heyskapar- timinn. En ef ég ætti að svara þvi beint, hvaö mér hafi þótt skemmtilegast viö búskapinn, þá voru það ræktunarstörfin. Nú hagar að vfsu svo til heima hjá mér, aö ræktanlegt land utan túns er næstum ekki neitt, svo maður varö aö láta sér nægja að mestu aö bæta það tún, sem fyrir var. Viö brutum upp mest allt gamla túnið á Brekku á þessum árum, notuöum það til garðræktar og sáöum svo i það grasfræi að nokkrum árum liðnum. Mér var þaö óblandin ánægja aö fylgjast með hverri spildu, allt frá þvi að hún var fyrst brotinmeð plógi og herfi og þangað til henni var lok- iösemsléttu túni. Framan af var allt unniö meöhestum. Viö áttum góöa og skemmtilega hesta og ég á góöar minningar um samstarfiö viö þá ferfættu vinnufélaga. Þaö er kannski ekki svo auðvelt að skilgreina ánægjuna af þessum störfum fyrir þeim, sem ekki hafa reynsluna, en hinir, sem reynt hafa, munu skilja betur, hvaö fyr- ir mér vakir, þegar ég segi aö þetta hafi veriö sá þáttur búsýsl- unnar, sem veitti mér mesta starfsgleði og lifsfyllingu. Það er skriftarárátta i ættinni — Þú gazt þess áöan, aö þú hefðir löngum haft mörg járn I eldinum og jafnvel of mörg stund- um. Eitthvað af þvi hlýtur aö hafa verið tómstundavinna? — Já, þaö má sjálfsagt segja þaö, og kemur mér þá i hug eitt starf, sem búiö er aö fylgja mér nokkuö lengi. Ég hefi um árabil skrifað aö staöaldri i Austra, blaö Framsóknarmanna á Austur- landi, sem gefiö er út i Neskaup- stað. Tómstundaiöja hefur þaö aö sjálfsögöu veriö og i hjáverkum unniö og mér þykir gaman að skrifa, svo aö þess vegna geta þessi blaöaskrif min með nokkr- um hætti kallast skemmtivinna, þótt ég á hinn bóginn geröi þetta af skyldurækni og vegna þess, aö ég taldi þörf á þvi. Ég held aö árátta til skrifta sé ættgeng hjá minu fólki. Móöir min haföi ákaflega gaman af aö skrifa og geröi talsvert aö þvi á efri árum sinum. Faðir hennar sömuleiðis. Ekki veit ég þó, hvort hann skrifaði beint frá eigin brjósti en hitt veit ég, að hann tók sig til og þýddi danska reifara, sem hann svo las upphátt fyrir heimafólk sitt á kvöldvökum. Ég á tvö blöð meö hans hendi, slitur úr einni slikri þýöingu. Þar kem- ur fram þýðing á orði, sem nú hefur löngu verið þýtt á allt annan veg. Þaö er orðið hjúkrunarkona. Sigurður afi minn þýöir þetta og sjálfsagt alveg beint úr dönskunni meö oröinu sjúkraþjónusta, sbr. þær þjónustur sem þjónuöu mönnum fyrrum, m.a. meö þvi aö hiröa um klæönaö þeirra. — Þú hlýtur aö hafa ort eins og flestir aörir tslendingar, fyrst skriftarárátta er i ætt þinni? — Nei, þaö hef ég ekki gert — og þó! Þegar haldnar voru skemmtanir heima i sveit minni i gamla daga þótti nauðsynlegt að hafa þar um hönd gamanvisna- söng. Ég hafði lært bragreglur hjá Guðmundi Ólafssyni kennara á Laugarvatni, sem kenndi okkur Úr búskapnum. — Heyi ýtt aö hlööu, — þrjár systur fyrir æki. Ein þeirra, Blesa, komst nokkuö á fjóröa áratuginn. Kaupstaöarferö, — Mjóafjaröarbáturinn á heimleiö frá Neskaupstaö. Ljósm. V.H. Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku I Mjóafiröi, nú til heimilis viö Asvallagötuna i Reykjavik Timamynd Gunnar „Ég hef lengi haft f leiri j árn í eldinum en skynsamlegt er...” — segir Yilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra í þessu viðtali Brekka IMjóafiröi. Myndin var tekin um 1960. Ljósm. Bj.Bj. ' islenzkuna þar, og i krafti þeirrar þekkingar barði ég saman gamanbragi til söngs á samkom- um Mjófiröinga. Textarnir þóttu yfirleitt heldur lélegir, en söng- konan, Jóhanna Svendsen frænka máin, bætti úr þvi með liflegum flutningi. — Hefur þér þá aldrei dottiö i hug aö leggja skipulega stund á slika iðju, þó ekki væri nema i tómstundum? — Nei, mér er eiður sær, að þaö hefur aldrei hvarflað að mér: En einu sinni reyndi ég þó að yrkja „alvörukvæöi”, eins og börnin segja. — Hvenær var þaö? — Fyrir einum áratug eöa svo átti ég óvenjulega margar feröir á milli Mjóafjaröar og Norðfjarð- ar. Er þá farið á vélbáti fyrir Nýpu, sem er snarbratt fjall, þvi nær ófært öllum nema fuglinum fljúgandi. Þóer sagt, að farið hafi verið um fjalliö eftir svokallaðri Göngurák, jafnvel með hesta, en þá sögu sel ég ekki dýrari en ég keypti hana, enda er hún satt aö segja meö nokkrum ólikindum. En Göngurákin var lengi farin af fótgangandi mönnum, þegar ná þurftikindum úr þessum flugum. En ekki var þaö hent lofthrædd- um. Nema þetta sumar dundaði ég viö þaö ferö eftir ferð aö yrkja ljóö um fjallið og ömefni þess. „í skriði var hending........” — Ferðalag þitt hefur veriö likt og hjá Kolbeini Jöklaraskáldi, eins og Stefán G. lýsir þvi: „1 skriöi var hending, er stefnið fram straukst, og stuölar I áratogi. — Nei, blessaöur vertu, þaö var ekki nærri svona skáldlegt. Ég var á vélbát, eins og áöur segir, og undirleikurinn þvi mótorskell- ir. Og ekki jók oliulyktin á róman- tikina, nema siöur væri. — En hvernig fór meö sjálfar yrkingarnar? — Hvernig fór? Ja, þær birtust i jólabiaöi Austra einhvern tima seinna. Ég man satt að segja ekki hvaða ár það var. — Má maöur fá aö heyra? — Þvi ekki það. Þetta hefur hvort sem er þegar á þrykk út gengið ..„Ljóöið” er i fjórum pörtum og ber samheitið: Undir Nýpu. Fles og Stapi. Brýtur brimskafla á brúnum þangkolli, faldar fannhvitu Fles. En álengdar stendur Arnarstapi, lifhöfn loftfarenda. Skansinn. Ljómar i sólskini lystugt grasið og lokkar kindur. En svo kemur vetur og svell i gjótu og svalur vindur. Þá hima ráöþrota hátt i fjalli hungraöur kindur. Göngurák. 1 geigvænum flugum um gjótur og snasir er Göngurák. Aö voga sér þarna á völtum fótum þaö væri brák. Þó gengið hafi garpar fyrrum þá Göngurák. Mávurinn. 1 brúnsvörtum hamri á blágrænni syllu er bóliö hans. Og aldan stigur þar undir niöri sinn ólma dans. Og svæfir i fyrstu en seinna vekur sifjaliö hans. — Attu ekki meira af svo góöu? ■ — Nei, þaö var dagsatt, sem ég áöan sagöi. Þetta er min einasta tilraun til alvarlegra yrkinga — og árangurinn er nú ekki nema þetta. Til sannindamerkis um þaö, hvaö mér er „stirt um stef” er annars þessi saga: Ég fór eitt sinn frá Seyöisfiröi til Egilsstaöa yfir Fjaröarheiöi meö snjóbil aö vetrarlagi. Þessi bíll var ætlaöur til mjólkurflutn- inga. Ég fékk pláss i mjólkurlest- inni. Billinn var nýlega yfir- byggöur og höfðu þau mistök á oröiö, aö hljóödunkurinn haföi lent þar inni. Ekki höföum viö lengi ekiö, þegar svo heitt geröist i lestinni, aö ég hélzt litt viö. Færi var erfitt og vorum viö fulla þrjá klukkutima á leiöinni. Til þess nú aö halda lifi og viti i hitasvækj- unni (ég giska á 50 gráður) tók ég aö berja saman visu og hafði ekki nema rétt lokið henni, þegar viö náöum Egilsstöðum. Visan er svona: Þótt örg sé tiðin og ill til jarðar og ófært nærri á heiðinni, þá senda þeir nýmjólk til Seyðisfjarðar og sjóða hana á leiðinni! Þennan kveðskap sendi ég útgerðarmanni bilsins, kaup- félagsstjóranum á Egilsstöðum, sem lét tafarlaust flytja hljóðkút- inn á heppilegri stað! Sniðgekk bannið á bókum Halldórs Laxness — Þú hlýtur aðhafa veriö mikill lestrarhestur i æsku, svo bók- menntalega sinnaöur maöur sem þú ert? — Ekki fór nú sérlega mikiö fyrir þvi. En ég varö vist mjög snemma læs og man ekkert eftir þvi, þegar veriö var aö kenna mér þá iþrótt. Ég las heilmikiö sem bam. Það var töluvert til af bók- um heima og svo var bókasafn hreppsins við hendina. Ég tók aö mér aö sjá um Lestrarfélag Mjó- firöinga áriö sem ég fermdist og hef haft það á hend.i sHO/að segja fram á þennan dag. Þaö er liklega sú tómstundaiðja, sem lengst hef- ur viö mig loöað. Ég eignaöist ekki mikiö af bókum sjálfur, en þaö var alltaf keypt töluvert inn i safniö og þær bækur lásu menn eftir þvi sem timi vannst til. Ég fékk þannig töluvert mikið af bókum i hendurnar og mér þótti alltaf gaman að hagræöa þeim og bjástra viö þær. — En hvers konar bækur þótti þér skemmtilegast aö lesa? — Það er fljótsagt. Strax, þegar ég fór aö velja og hafna hneigöist hugurinn einkum að verkum inn- lendra höfunda. Þaö fer ekkert á milli mála, að ég haföi langmest- ar mætur á bókum Halldórs Lax- ness og Þórbergs Þóröarsonar. En margir aörir islenzkir höfund- ar þóttu mér einnig ákaflega skemmtilegir. Af ljóbskáldum hef ég haft mikið uppihald á þeim Daviö og Jóhannesi úr Kötlum, Tómasi, Steini Streinarr og Jóni úr Vör, svo aö einhver dæmi séu nefnd. — Og aðeins eitt nafn til viðbótar: Stefán Jónsson. Laxness var ekki vinsæll til sveita og sumar stjórnir sveita- bókasafnanna geröu samþykktir um þaö i gamla daga að kaupa ekki bækur hans. Ein slik sam- þykkt var eitt sinn gerö i stjórn Lestrarfélags Mjófirbinga. En ég haföi einhvern veginn lag á þvi að komast framhjá henni, enda eru nú til i bókasafninu heima vel- flestar bækur Nóbelskáldsins i fyrstu útgáfu. — Hefur þú ekki gaman af feröalögum, eins og flestir, sem alizt hafa upp viö hreint loft og óspillta náttúru? — Jú, mér hafa alltaf þótt ferðalög skemmtileg. Ég var ekki gamall, þegar ég fór að ferðast fjaröa á milli, fyrst með móður minni og siöan upp á eigin spytur. Flestum börnum þykir gaman að feröalögum og ég er enn svo barnalegur, að mér finnst hvild og upplyfting i þvi aö „bregða mér bæjarleið” ef svo mætti segja. Framboðsferðirnar i Austur- landskjördæmi þykja nokkuð erfiöar og þátttakendur eru svona misjafnlega hrifnir af þeim. Það eru haldnar 13 sýningar og til- brigöi eru — með leyfi aö segja — fremur fátækleg. En ef ég á að segja alveg dins og er, þá þykja mér þessar reisur einnig hinar ágætustu. Hins vegar eru þær feröir næsta fáar, sem ég fer i þeim tilgangi einum aö skemmta mér. Flestar minar feröir eru farnar i nánum tengslum viö skyldustörfin en þær hafa verið ánægjulegar engu ab siður. ,,En þeim gefst lika mörg stundin..” — Viö erufli nú búnir aö rabba um hlutina á viö og dreif. Eigum viö.ekki aö þrengja hringinn ofur- litiö utan um verkefniö, tóm- stundirnar?*— — Já, það er kannski rétt að reyna þaö. Og þá byrja ég meö útilokunarabferöinni. Ég hef aldrei farið i sumarfri. — Viö Páll Þorsteinsson á Hnappavöllum er- um aö visu ólikir um sumt, en eig- um margt sameiginlegt: Bænda- synir og bændur, kennarar, al- þingismenn — og bindindismenn! Alla ævi höfum við unnið útivinnu aö sumri, en lengst af stundað innisetur á vetrum. Viö ræddum stundum sumarleyfin okkar á milli. Og viö hristum höfuðin án Framhald á bls. 39. Félagsmál og tómstundir. Skólastjóri Húsmæöraskólans á Hallormsstaö, frú Guöbjörg Kolka, og formaöur skólanefndar. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.