Tíminn - 13.04.1975, Síða 29

Tíminn - 13.04.1975, Síða 29
Sunnudagur 13. april 1975. TÍMINN 29 svæðið. (Það hefur þó hent með Búrfells- og Sigölduvirkjanir, sem eru á gossvæði sjálfrar Heklu). Orkumálastjóri færir skýr rök fyrir þvi, að virkjunin rýrir ekki gildi Dettifoss sem skoðunarstað- ar. Að visu muni fossinn enginn verða yfir köldustu mánuði vetr- arins, en yfir skoðunartimann gæti litið minnkunar vatns- magnsins. Mannvirki verða engin við fossinn. Grjótstifla verður:sett I ána mjög lág ofan við Willards- foss, um tvo km sunnan við Detti- foss, samlit landslaginu og gerir þvf enga breytingu á umhverfi fossins. Veituskurðurinn gerður úr jarðefni á staðnum um 1 km stytzt frá fossinum og stöðvar- bygging verða ósýnileg frá foss- inum. Þetta virðist Orkumála- stjóri taka fram vegna þeirra, sem ekki kunna að meta fögur mannvirki i námunda við nátt- úruundur. Vegna virkjunarinnar segir Orkumálastjóri, að vegur verði lagður niður i gljúfrið neðan við Hafragilsfoss. Opnast þar furðusýnir, sem fáir hafa augum litið hingað til. Rétt er þó að geta þess til varnaðar, að þarna mun skoðunarfólkið ekki komast hjá þvi, að hafa veður af mannvirkj- um. Orkumálastjóri færir sterk rök fyrir þvi, að Dettifoss hljóti nokkra vernd við það að fá hvild yfir köldustu mánuði ársins. Sú skoðun skal studd hér með nokkr- um orðum. Um alla fossa Jökulsár má segjá, að þeir munu siöur en svo eilifir eöa óumbreyt- anlegir. Sem kunnugt er, hvarf einn þeirra fyrir nokkrum árum, hinn ægifagri Vigabergsfoss. Al- ger eyðing hans gerðist á fáum árum. Um Dettifoss er það að segja, að útlit hans hefur mikið breytzt i minni núlifandi manna. Fossbrúnin var áður fyrr jöfn á hæð og litið eitt bogadregin. Þá var fossinn fegurri en nú, en ekk- ert er ævarandi. Breyting verður á fossbrúninni, litil i fyrstu og hægfara. Eftir straumfallinu að dæma virtist þarna vera að myndast sprunga eða skarð i brúnina. Það mun vera um hálf öld siðan þetta byrjaði. En sprungan lengist og dýpkar og nú er hún kölluð Gjáin. Nágrannar hafa horft upp á hnignun fossins með kviða, langa tið. Nokkrir dagar á ári hverju eru fossunum öllum og þó sérstaklega Dettifossi, hættudagar. Þessir eru þeir vordagar, þegar isa leys- ir af Jökulsá á Norðmelseyrum. Koma þá stundum stiflur i ána og smáhlaup myndast, sem flytja mikið magn af stórum isjökum niður eftir ánni. Það voru þessi jakahlaup, sem eyddu Vigabers- fossi, en eru nú að lýta Dettifoss. Þessir atburðir gerast i april eða mai, áður en sumarvöxtur kemur i Jökulsá. Þegar virkjunin er komin, fara þessir isjakar ekki lengra en i uppistöðulón virkjun- arinnar og eyðast þar. Þannig verður virkjunin Dettifossi til vemdar. Orkumálastjóri upplýsir iumræddri Morgunblaðsgrein,^að fullkomið samkomulag sé við Náttúruverndarráð um tilhögun Dettifossvirkjunar og sé hann sjálfur I viðræðunefnd Orkustofn- unarog Náttúruverndarráðs. Það er þvi sem betur fer vel við þvi séð, að Dettifossvirkjun vinni Dettifossi eða öðrum merkilegum stöðum þar i grennd nokkurt grand. Á orkumálafundinum á Akur- eyri 12. júli 1962 sneru Norðlend- ingar og Austfirðingar bökum saman, stóðu sem einn maður með Dettifossvirkjun gegn úrtöl- um þáverandi Orkumálastjóra, sem veifaði óspart 7 1/2% kenn- ingunni og kyrrstöðuhæfileikum þessara landshluta. 1 Dettifoss- virkjun éygðu ibúarnir aftur á móti nýja möguleika til stórsókn- ar i byggðamálum. Var á fundin- um kosin nefnd til þess að vinna að framgangi virkjunarinnar við stjórnvarvöld. Litið fór fyrir störfum þessarar nefndar og árin liðu. Búrfells- virkjun hafði náð fótfestu og Sig- ölduvirkjun fylgdi i kjölfar henn- ar, talin óhjákvæmileg til þess að vinna upp mistökin og tapið á Búrfellsvirkjun. Vonir um Detti- fossvirkjun tóku að dvina. Orð- rómur kom á flot um, að vegna yfirborðshreyfinga á Dettifoss- svæðinu, kynni að reynast ó- mögulegt að treysta á jarðgöng við Dettifoss. Þá fóru að heyrast raddir um smá-virkjanir hér og þar á Norðurlandi og Austur- landi, að visu margfalt dýrari miðað við orku, heldur en orðið hefði frá einni stórri virkjun mið- svæðis. Þessi vonleysis- og sundr- ungarstefna greip um sig. Akur- eyringar riðu á vaðið. Þá fór að dreyma vissa drauma i sambandi við sina litlu Laxárvirkjun. Þeir höfðu byggt tvær virkjanir i Laxá þegar þetta var og var sú eldri orðin léleg. Vegna . .sivaxandi byggðar á Akureyri og eftir- spurnar raforku og nokkurrar orkudreifingar til annarra byggð- arlaga, blasti við orkuskortur i náinni framtið. Af orkusölu til annarra byggða hafði Akureyri tekjur, þvi að þá var selt á hærra verði en heima fyrir gilti. Nú skyldi stofna til þriðju virkjunar i Laxá. Tekið var til athugunar að sækja ársprænur tvær, Suðurá og Svartá suður á heiðar, veita þeim Deila hófst milli landeigenda og Laxárvirkjunarstjórnar um rétt- indi Laxárvirkjana allt frá upp- hafi. Sú deila harðnaði brátt og engir samningar tókust. Er mál þetta landskunnugt. Reis deila þessi svo hátt, að mannsötnuður tók sig til og eyðilagði mannvirki, sem gert hafði verið i sambandi við eldri virkjun. Laxárvirkj- unarstjórn kærði verknaðinn, en fékk hann ekki dæmdan. 1 trássi við félag landeigenda voru 900 m jarðgöngu grafin, miðuð við áður- nefnda 52 m stfflu, er siðan yrði byggð. Sættir voru reyndar fyrir milligöngu ýmissa gerðaraðila, en reyndust árangurslausar. Loks var deilan til lykta leidd með samningi rikisstjórnar vegna Laxárvirkjunarstjórnar við Landeigendafélagið, þar sem fallið var frá öllum fyrirætlunum liggja, mun ekki finnast nokkur andstæðingur Dettifossvirkjunar. Um virkjunarsvæðið sjálft er það að segja að rikið hefur umráð yfir þvi að þrem fjórðu hlutum, en þeir sem eiga fjórða hlutann eru sömu menn, er á sinum tima létu land undir Kisiliðjuna og eiga einnig Bjarnarflag og Kröflu. Um þessa staði er vafalaust þeg- ar búið að semja. Eru dylgjur verkfræðingsins i garð þessa fólks tilefnislausar og heldur ósmekklegar. Það vekúr undrun, að einstakir menn innan Laxárvirkjunar- stjórnar, skuli nú eftir allar ófar- irnar, kunna við að flytja áróður fyrir þvi að rifta þeim samning- um, sem þeir sjálfir i skjóli ráð- herra orkumála, stóðu að við Landeigendafélagið -á sinum tima. Laxárvirkjunarstjórn ætti eftir Kráká og Grænalæk gegnum Mývatn i Laxá, ennfremur að taka drjúga kvisl úr Skjálfanda- fljóti þessa sömu leið. Vatnsveit- ingar gegnum Mývatn mættu andstöðu. Mývatn gæti fyllzt af sandi. Nóg var af honum á leið vatnsveitunnar að sunnan. Ekk- ert varð úr þessu. Þá kom upp sú hugmynd, að hlaða fyrir mynni Laxárdals 52m háa stiflu til að auka möguleika til orkuvinnslu úr Laxá. Virkjun Laxár nr. 3 var gefið glæsilegt nafn og kennd við gljúfur. Samtímis náðu Akureyr- ingar samningum við stjórnar- völd um að rikið gerðist eignarað- ili að virkjunarframkvæmdum i Laxá til helminga móti Akureyr- arbæ. Með þessum samningi var fjárhagsvandinn leystur fyrir Akyreyri. Virkjunin var hönnuð. Sett var á laggirnar ný Laxár- virkjunarstjórn, skipuð Akureyr- ingum einum. Tekið var til óspilltra mál við framkvæmdir, rikið lagði til peningana. Brátt kom i ljós, að stfflan var litin hornauga af þeim, sem áttu lönd, vatns- og veiðiréttindi við Laxá og Mývatn. Laxárvirkjun- arstjórn ræddi við sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu um stifl- una, sem mun hafa tekið liklega i málið, en hafði þar engin ráð eins og siðar kom á daginn. Við land- eigendur var ekki rætt fyrirfram. um stiflugerð i Laxá og að þvi horfið að virkja vatn úr lóni þvi, sem gert hafði verið handa Laxárvirkjun nr. 1, sem þá var orðin ónothæf. Þrátt fyrir þessa samninga, var á annað ár unnið að jarðgöngunum vegna 52 m stiflu og byggð stöðvarhús fyrir tvær vélasamstæður, þó að ekki værihægtaðnýta nemaeina.Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til stiflunnar i Laxá, þvi hún er ekki lengur til umræðu. Aftur á móti tek ég eindregið undir með Ólafi Pálssyni verkfræðingi um það, að saga Laxárvirkjunar eigi að vera öðrum til varnaðar. En úr þvi ég minntist á Ólaf, i sambandi við Laxárvirkjun nr. 3 vil ég taka fram, að ég er honum ósammála, hvað sök viðvikur i þessu leið- indamáli, en hann telur sökina alla landeigendamegin. Mér finnst sú skoðun stangast á við þær niðurstöður, sem að framan getur. Hann lætur sig meira að segja ekki muna um það að deila á Þingeyinga yfir höfuð vegna þessa máls. 1 sambandi við það varar hann við sennilegri and- stöðu Þingeyinga gegn Dettifoss- virkjun. Þetta hafa að visu fleiri gert. Slikar viðvaranir koma frá þeim, sem sjálfir eru andstæðir Dettifossvirkjun og eru sprottnar af óskhyggju. 1 hreppunum fjór- um, sem að Dettifosssvæðinu að taka þvi vel að 'fá lausn frá störfum og fagna þvi, að önnur stjórn taki við orkumálunum, stjórn byggð á lýðræðislegri skip- an. Sem betur fer er von til þess, að svo kunni að fara, að félög margra byggðarlaga og lands- hlutasamtök eignist viðkomandi virkjanir með stuðningi rikisins, og að allir notendur sitji við sama borð. Ef það á eftir að gerast, að stiflan i Laxá verði byggð, á það ekki að verða með riftun eða nauð ung,heldur frjálsum samningum. Ég spara mér alla spádóma um, hvort svo kunni að fara eða ekki, þvi mun framtiðin svara. Island er það stórt og torvelt til orkuflutnings, að nauðsynlegt er að framleiðsla orkunnar fari fram hæfilega dreift um landið en um leið ber að forðast smáar, óhagstæðar virkjanir. Eins og áður segir eru 88% landsorkunnar framleidd á þétt- býlissvæðinu á Suðvesturlandi en aðeins 12% utan þess. Þegar Sigölduvirkjun kemur til sögunn- ar, verður þetta hlutfall milli þéttbýlis og dreifbýlis enn fjar- stæðukenndara. Til þess að draga úr ósamræminu er Dettifoss- virkjun eðlilegasta ráðið. Hún er þannig i sveit sett, að geta auð- veldlega þjónað bæði Norðurlandi og Austurlandi. Hún er auk þess tvlmælalaust færust um að fram- leiða ódýrasta orku hér á landi. Hún léttir af helmingi lands- byggðarinnar orkuhungrinu, sem ásamt fleira hefur orsakað kyrr- stöðu og hnignun á mörgum svið- um. Það þarf að leggja niður tregðu sjónvarmiðið i orkumálum, sjón- armiðið að skammta naumt. Og eiga aldrei neitt upp á að hlaupa. Orkan i skauti jarðar er sú tegund verðmæta, sem við erum auðug- ust af. Við eigum að neyta allra ráða til að nýta hana okkur i hag. Oliukreppan minnir á sig. Mun óhætt að fullyrða aö hyggilegt sé, að neyta allra skynsamjegra ráða, til að draga úr notkun oli- unnar. Hvað landbúnaðinn snert- ir má benda á, að bilflutningur á graskögglum úr Rangárvallasýsl u til Norðurlands er lil muna dýr- ari en varan sjálf, þetta gerir olian. Sama máli gegnir með til- búna áburðinn. Innlend orka til heyverkunar er sjálfsagður hlut- ur, einnig við graskögglagerð. Ýmiskonar fleiri notkunaraðferð- ir væru æskilegar við landbúnað- inn, en allt hefur setið fast vegna orkuskorts. Stefnunni verður að breyta. Vissulega er það ánægjulegt, ef spá Orkustofnunar um hagstætt orkuverð frá Blönduvirkjun ræt- ist. En það væri óviturlegt af Norðlendingum að stilla þeirri virkjun upp til samkeppni við Dettifossvirkjun og reyna með þvi að framkalla meting milli byggðarlaga. Hönnun Dettifoss- virkjunar er sama sem fullbúin, auk þess er hún landfræðilega betur sett, eins og áður er sagt. Tæknilega séð getur Dettifoss- virkjun komið i gagnið eftir 5 til 6 ár, en Blönduvirkjun ekki fyrr en eftir mikið lengri tima. Kröflu- virkjun er ekki lausn á orkumál- um Norðlendinga. Hún gerir ekki betur en að lengja gálgafrestinn um 3 — 4 ár. Orkumálastjóri áætlar kostnað við fyrirfram-rannsóknir vegna hugsanlegrar Blönduvirkjunar 60 millj. kr., en á þessu ári er til þeirrar rannsóknar ætlaðar 5 millj. kr. Ekki er hægt að sjá að það beri vott um mikinn áhuga stjórnvalda á virkjunarmálum Norðurlands og Austurlands, ef þau hafna Dettifossvirkjun nú vegna Blönduvirkjunar. Liggur ekki þarna fiskur undir steini? Frá sjónarmiöi þeirra manna, sem að þvi stefna, aö þriðja stóra virkjunin á Islandi verði gerð á Suðvesturlandi eins og hinar tvær væri það sterkur leikur, ef Detti- fossvirkjun yrði látin þoka fyrir virkjun i Blöndu, þvi að þá væri nokkuð öruggt, að þriðja egginu og jafnvel þvi fjórða yrði laumað i körfuna fyrir sunnan, áður en kæmi að Blöndu. I orkumálum þarf að leggja áherzlu einkum á þrennt, gnægð orku, sem lægst orkuverð, jafnt fyrir alla og haganlega staðsetn- ingu orkuvera. Stjórnun orkumála er áhrifa- mikill þáttur jafnvægis i byggð landsins. VARPS- allar stœróir fyrirliggjandi heildsala, smásala, RAFIÐJAN HR VESTURGÖTU 11 SÍMM9294

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.