Tíminn - 13.04.1975, Síða 40

Tíminn - 13.04.1975, Síða 40
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SIS-FOMJll SUNDAHÖFN m u ...zr ■ ml G dÐI fyrirgúöan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Við erum í tíunda sæti í neyzlu „sterkra drykkja" en í 30. sæti þegar létt vín og bjór eru tekin með SJ-Reykjavik —tslendingar eru i 30. sæti i töflu um meðal- áfengisneyzlu á hvern ibúa i 35 löndum árið 1972, sem blaðinu hefur borizt frá Afengisvarna- ráði. Þetta ár neyttum við 2,8 litra af hreinum vinanda á mannsbarn, þar af 2,5 litra i sterkum drykkjum en afgangs- ins i léttum vfnum. Meðalvin- neyzla á mann hér árið 1972 var 2 litrar, og til samanburðar má geta þess að meðalvinneyzla Frakka var 1071 á mann og þeir drukku samtals 16,9 litra af hreinum vinanda á mann það árið,og eru efstir á töflunni. Við erum eina þjóðin á töflunni þar sem engin bjórneyzla er með- talin i áfengisneyzlunni. Ef við litum aðeins á neyzlu sterkra drykkja eru aðeins tiu þjóðir fyrir ofan okkur og i' þess- ari röð', Pólverjar, Ungverjar, Bandarikjamenn, Spánverjar, V-Þjóöverjar, Kanadamenn, Júgóslavar, Lúxembúrgarar, A- Þjöðverjar og Sviar. Þrjár efstu þjóðirnar á töfl- unni hvað heildaráfengisneyzlu snertir, Frakkar, Portúgalir og Italir, drekka hinsvegar minna en við af sterkum drykkjum. Apemgisseyzia A hvern ibOa I YMSUM LQTODM Sterkir drykkir í loo % áf., 1: Létt vín í 1 : Sterkt öl í 1 : Neyalan samtale í loo i áf.,T: FA ISFIRÐINGAR LINDARVATN FYRIR VETURINN? — Mjög áríðandi að til framkvæmdanna segir bæjarstjórinn Gsal-Reykjavik — Neyzluvatn Is- firðinga er oft gruggugt vegna rigninga, en vatn þeirra er svo- kallað yfirborðsvatn. Að sögn Bolla Kjartanssonar, bæjarstjóra á lsafirði,er að vænta úrbóta hvað þetta áhrærir á næstunni, og er þess vænzt að framkvæmdum verði lokið fyrir veturinn. — Það er stefnumark okkar að setja plastlögn frá vatnsinntaki okkar upp i lindir, sem eru i 450 metra hæð, 3,5 km. frá inntakinu — og þar með verðum við með gott lindarvatn beint i vatnsveitu- kerfið. Við höfum verið með þetta t undirbúningi i nokkur ár og keyptum t.d. allar plastlagnir á siðasta ári. Bolli sagði að raunar væri ekki nema 3-4 mánaða verkti'mi i þess- ari hæð, og þvi' þyrfti að hraða framkvæmdum. — í þessu tilviki, sem og mörg- um öðrum á sviði bæjarfram- kvæmda, verðum við að leita eftir lánum til slikra stórfram- kvæmda, — og raunar stöndum viö og föllum meö þvi, hvort við fáum slikt lán eða ekki. Við biðum nú eftir svari, en eins og ég sagði áöan er verktimi stuttur á þess- um slóðum, þar sem lindarvatniö er, — og þvi verðum við helzt að fá svar frá þeim lánastofnunum, sem við höfum leitað til, i siðasta lagi i mai. Þessi vatnsveituframkvæmd er áætluð upp á 23 millj. kr. — Með þessu verður alveg gjör- breyting, þvi að með lindarvatn- inu verðum við komin með það bezta vatn sem hægt er að fá hér á landi. Yfirborðsvatnstakan er alltaf meingölluð, þvi afrennsli af heiðum og beitarlandi kemur inn i vatnsbólið og þrátt fyrir það að vatnið er sigtað, er það ekki nægjanlegt. 1. i'rakkland 2.3 lo7 4o 16,9 2. Portúgal 0,9 loo 16 13,7 3. Italía 1,9 111 13 13,6 r • Spánn 2,9 64 36 12,3 3. Veotur-Þýskaland 2,9 22 145 12,1 b. Austurríki 2.4 34 lo4 11,6 7. Lúxemborg 2,8 42 124 11,5 8. Sviss 2,0 44 74 lo,8 9. Ungverjaland 3,0 4o 59 9,7 io. Belgía 1,6 10 134 9,5 li. Astralía l,o 9 127 8,5 12. Tékkóslóvakía (l97l) 2,3 13 145 8,3 13. Nýija-Sjáland (1971) 1,0 7 121 7,9 14. DEmmörk 1,5 7 I08 7,7 15. Kanada 2.9 • 5 84 7,7 16*. Júgóslavía (l97l) 2,8 27 3o 7,5 17. Stóra-Bretland 1,0 4 I06 6,9 18. Holland 2,3 8 66 6,8 19. Austur-Þýskaland 2,7 5 lo7 6,5 2o. Bandaríkin 3,o 6 73 6,4 21. Rúmenía (l97o) 2,4 23 22 6,3 22. Pólland 3,8 6 35 6,3 23- Búlgaría (l97l) 2,0 19 • 35 'í.’1 24. Svíþjóð 2,6 8 49 5,8 25. Irland (l97l) 1,5 2 73 5,3 26. Pinnland 2,2 5 49 5,1 27. Noregur 1,7 3 38 3,9 28. Kýpur 1,8 8 2o 3,8 29. Suöur-Afríka 1,0 lo 13 2,9 3o. Island 2,5 2 2,8 31. Perú (1971) 1,4 1 21 2,6 32. Mexíkó 1,1 0 28 2,4 33. Kúba (1971) 1,0 1 21 2,2 34. ísrael 1,1 4 lo 2,1 35. Tyrkland 0,4 1 1 o,5 Vilia endurbyaainau frystihússins á Bíldudal strax! gébé-Rvlk. — Atvinnumál á BHdudal standa og falla með frystihúsinu, sagði Theódór Bjarnason sveitarstjóri I viðtali við Timann nýlega. Eigandi frystihússins á staðnum er Fisk- veiðasjóður, sem keypti húsið af Arnfirðingi hf., sem varð gjald- þrota fyrir 5-6 árum. — Húsið þarfnast mikilla endurbóta og tækjabúnaður allur er úr sér genginn, sagði Theodór. Ég gizka á, að það myndi kosta um 80-90 milijónir að gera frystihúsið vel starfhæft á ný, en eins og er er varla hægt að kalla það starfhæft. — Húsið sjálft er orðið mjög lélegt, enda litið sem ekkert verið haldið við undanfarin ár. Þaö er i rauninni áratugum á eftir kröfum nútimans og þarf verulegt átak til að færa það i gott horf á ný, sagði Theodór. Það er fyrirtækiö Boði hf. á Bildudal, sem hefur fyrstihúsið á leigu frá Fiskveiöisjóði, en for- ráðamenn Fiskveiðisjóðs vilja selja frystihúsið, og það einhverj- um „traustum” heimamönnum. — Einhver klofningur er kominn upp á milli heimamanna, en Boöi hf. hefur áhuga á að kaupa frystihúsið. Nýlega var stofnað nýtt félag, Fiskvinnslanni þeim tilgangi að kaupa frystihúsið, en hvort félagiö um sig hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa húsiö, svo vonir standa til að hægt veröi að sameina þessi tvö fyrirtæki svo kaupin geti. farið fram sem fyrst. — Eins og áður segir, þarf veru- legt átak til að koma vinnslu i frystihúsinu I gott horf, en tækja- búnaður þar er mjög úr sér genginn, og gamladags, sagði Theodór. — Þess má geta I þvi sambandi að flökunarvélar þekkjast þar ekki og aöeins tvö frystitæki af sex eru nothæf. Þá er fyrirkomulag allt mjög úrelt og mjög ábótavant. Fiskveiðisjóður vill veita heimamönnum peningafyrir- greiðslu við kaup frystihússins, og Framkvæmdastofnun rikisins hefur gefið fyrirheit um það sama. Þá hefur Byggingasjóður einnig tjáð sig fúsan til að lána 25% af þvi fé, sem þarf til uppbyggingar hússins. — Það er enginn vafi á þvi, að at- vinnulif hér stendur og fellur með frystihúsinu, sagði Theodór. — Aðeins einn stór linubátur er nú gerður út frá Bildudal en hann er um tvö hundruö tonn að stærð. Þetta myndi gjörbreytast en ef af endurbyggingu frystihússins yrði, og tel ég t.d. liklegt, að einhverjir af þeim 15 rækjubát- um, sem héðan stunda rækju- veiðar, myndu þá snúa sér aö linuveiðum. —• Mikil óánægja rikir hjá mönn- um á Bíldudal með hvernig er haldiö á þessum málum og lýsa þeir yfir ábyrgð á hendur Fisk - veiðisjóöi og Framkvæmda- stofnun á þeim seina- gangi, sem hefur verið á máli frystihússins, sagöi Theodór. Menn vilja einhverjar aðgerðir, og það frekar fyrr en seinna. Komið hefur til tals, aö kaupa skuttogara á BIldudal,og þaö I félagi við Tálknfriðinga og Patreksfiröinga. Af þessu getur þó ekki orðið, nema frystihúsiö verði endurbætt að verulegu leyti. TRYGGVASKALI ÆSKULÝDS- HEIMILI SELFOSSHREPPS Gsal-Reykjavik. Nýlega var skipaður æskulýðs- og iþróttafulltrúi á Selfossi og var Jón Stefánsson, Iþróttakennari, ráðinn i þaö starf. Eins og kunnugt er, hefur Selfoss- hreppur keypt Tryggvaskála og mun æskulýðsstarfsemi fara að verulegu leyti fram I þvi hús- næði. — Hlutverk æskulýðsráðs er að sjá um æskulýðsstarfsemi i hreppnum, — opið hús og aðra félagsstarfsemi, sagði Jón Stefánsson, er Timinn hafði tal af honum. Jón sagði, <.ð lita mætti á Tryggvaskála sem nokkurs konar bráðabirgðafélagsheimili Selfoss, þvi að auk þess sem æskulýðsráð ætti þar inni fyrir sina starfsemi, myndi húsnæðið leigt út öðrum félagssamtökum. 1 ein tvö ár hefur engin skipulögð æskulýðsstarfsemi verið á Selfossi, eða allt frá þvi kjallara sundhallarinnar var lokað ’ æskulýð hreppsins, en þar haiói verið diskótek til skams tima. — Það virðist vera mjög mikill áhugi á æskulýðs- og iþrótta- málum hér á staðnum og Tryggvaskáli verður formlega opnaður fyrir æskulýðsstarf- semi á þriðjudaginn. 1 skálan- um hafa veriö gerðar ýmsar smábreytingar i þessu sam- bandi og ég mun einnig verða með skrifstofu hér i húsinu, sagði Jón Stefánsson. Myndin hér til vinstri er frá Selfossi og bendir svarta örin á Tryggvaskála.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.