Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 10
Nú fyrir helgi var tilkynnt um að hið gamalgróna stórveldi á af- þreyingarmarkaði Skífan hefði tekið nýtt nafn og yrði hér eftir kallað Dagur Group. Það er senni- lega hætt að koma á óvart að íslensk fyrirtæki skeyti orðinu „group“ aftan við heitið en að sögn Sverris Berg Steinarssonar forstjóra fyrirtækisins er breyt- ingin gerð til að undirstrika sjálf- stæði þeirra eininga sem starfa innan fyrirtækisins. Umfangsmikill rekstur í afþrey- ingarbransanum Sverrir Berg keypti Skífuna í fé- lagi við Róbert Melax um mitt ár í fyrra en Skífan var þar áður hluti að Norðurljósasamsteypunni. Nú er velta samstæðunnar talin nema um fjórum og hálfum milljarði króna á ári. Innnan samstæðunn- ar eru meðal annars níu verslanir BT, tvær verslanir Skífunnar auk kvimyndahúsanna Regnbogans, Smárabíós og Borgarbíós. Stór hluti íslenskrar tónlistarútgáfu hefur einnig farið fram undir merkjum Skífunnar en hér eftir verður tónlistarútgáfan undir vöruheitinu Sena. Meiri aðskilnaður Sverrir segir að sökum umfangs starfseminnar hafi verið talið nauðsynlegt að skerpa betur að- skilnað milli rekstrareininga. Hann segir það meðal annars gert í ljósi þess að rekstur eininganna sé ólíkur í eðli sínu og það sé til dæmis ákveðin samkeppni á milli Skífunnar og BT. BT-verslanirnar eru lágvöruverðsverslanir og í þeim geira snýst reksturinn um daglega samkeppni um verðlag. „Þegar menn reka þannig verslun þá eiga menn að vakna á hverjum morgni með það að markmiði að vinna verðstríð en í hinum búðun- um er verið að hugsa til lengri tíma. Skífan er til að mynda sett- legri heldur en BT, ef svo má að orði komast, þar er lögð meiri áhersla á langtímahugsun og boðið upp á meiri þjónustu og betra úrval,“ segir hann. Erfitt að finna gott nafn Sverrir seigr það ávallt vera hálf- gerða matröð að velja nafn á fyrir- tæki. „Það koma ýmsir þættir til. Menn þurfa til dæmis að hugsa um það hvort lénið sé laust og svo framvegis. Hugsunin hjá okkur var að úr því við ætluðum að nefna fyrirtækið „group“ þá vildum við að fyrra nafnið væri stutt og gott alíslenskt orð. Okkur finnst hafa tekist vel til því Dagur er jákvætt nafn og vísar til framtíðarinnar og nýs upphafs,“ segir hann. Aðspurður um það hvort ekki hafi komið til greina nafnið Skífan Group segir Sverrir að stjórnend- urnir hefðu talið heppilegra að finna alveg nýtt nafn og tengja móðurfélagið ekki svo sterkt við eitt af undirfélögunum. „Skífan er sterkt vörumerki sem gildir um Skífubúðirnar,“ segir hann. Þá segir Sverrir það hafa valdið óþægindum og misskilningi í sam- skiptum við ýmsa viðskiptavini að öll starfsemin færi fram undir nafni Skífunnar, sem var annars vegar samkeppnisaðili annarra hljómplötuverslana en stendur einnig fyrir útgáfu og markaðs- setningu á tónlist sem allar aðrar verslanir eru með í sölu. Þannig voru menn bæði að keppa við Skífuna og kaupa tónlist af félag- inu. Skífan er auk þess vörumerki sem er mjög tengt persónu Jóns Ólafssonar fyrrum eiganda fé- lagsins og Norðurljósa. Sverrir segir að nafnabreytingin sé ekki komin til í ljósi þessa en neitar því ekki að það kunni að vera bónus í þessari breytingu að marka skil milli núverandi og fyrrverandi eigenda. Sérdeild um stafræna dreifingu En það eru fleiri breytingar fyrir- hugaðar hjá Degi Group. Ný deild hefur verið stofnuð innan félags- ins sem hefur það hlutverk að þróa nýjar leiðir til dreifingar á efni. Hér sér Sverrir miklar breytingar yfirvofandi. „Á síðasta ári voru meiri tekjur í sölu hringitóna í farsíma í heiminum en sem nemur verðmæti sölu á smáskífum,“ segir Sverrir og nefnir sem dæmi um breytt lands- lag í afþreyingariðnaði. Hann segir að þróunin sem nú á sér stað í gagnaflutningum og gagna- geymslu bjóði upp á mikla mögu- leika fyrir fyrirtæki sem eiga rétt á sölu hugverka á borð við tónlist og bíómyndir en Dagur Group á rétt til að dreifa kvikmyndum frá mörgum af stærstu kvikmynda- verum heims auk þess sem fyrir- tækið á dreifingarrétt á stærstum hluta íslenskrar tónlistar. Hann sér fyrir sér að fólk muni í sífellt meiri mæli kaupa tónlist í gegnum netið og það bjóði upp á þann möguleika að í stað þess að fólk kaupi tónlistina til ævilangr- ar eignar þá geti það til dæmis borgað nokkrar krónur fyrir að heyra tiltekið lag einu sinni og meira eftir því sem það vill hafa lagið lengur til afnota. „Þegar fólk kaupir disk í dag þá þarf núna að rukka fullt verð og miðað við full afnot. En með stafrænu dreifing- unni get ég farið að selja með mis- munandi verði. Þetta á eftir að breyta hugsunarhættinum þannig að fólk borgi fyrir afnot en ekki eign. Þú getur notið einhvers án þess að eiga það,“ segir hann. Pantað beint heim Framtíðarsýn Dags Group í staf- rænni dreifingu er að geta boðið fólki upp á að panta eftir þörfum efnis, til dæmis bíómyndir eða tónlist. „Við erum ekki að tala um marga mánuði þar til menn geta farið að panta bíómyndir eða sjón- varpsefni eftir því sem þeim hent- ar. Við erum að safna í tunnurnar efni og tryggja okkur réttindi til dreifingarinnar,“ segir hann. Hann segir að Dagur Group muni ekki standa í dreifingu sjálft en sér fyrir sér samstarf við til dæm- is símafyrirtæki. Þannig geti viðskiptavinir pantað sér efni og fjarskiptafyrirtækin sjá svo um að dreifa því og rukka notandann. Íslenskri tónlist síður stolið Ólöglegt niðurhal og dreifing á tónlist og ýmis höfundarréttarmál hafa hingað til verið stærstu hindranirnar í vegi fyrir staf- rænni dreifingu. Sverrir segir að greinilegt sé að ólöglegt niðurhal hafi vond áhrif á tónlistarmarkað- inn og sé í auknum mæli orðið vandamál varðandi kvikmyndir. 10 6. mars 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Þegar fólk kaupir disk í dag þá þarf að rukka fullt verð og miða við full afnot. En með stafrænu dreifingunni get ég farið að selja með mismunandi verði. Þetta á eftir að breyta hugsunarhættinum þannig að fólk borgi fyrir afnot en ekki eign. Þú getur notið einhvers án þess að eiga það.“ Skráning og afhending gagna Ræ›a formanns Sigur›ur Á Sigur›sson forma›ur stjórnar SVfi Ávarp Valger›ur Sverrisdóttir vi›skiptará›herra Verslun og fljónusta eftir 5 ár Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group hf. A› bera saman epli og appelsínur Dr. Jón fiór Sturluson forstö›uma›ur Rannsóknaseturs verslunarinnar Ni›urstö›ur vi›horfskönnunar SVfi Júlíus Valdimarsson framkvæmdastjóri Lausna ehf. Veitingar - Afhending gagna fyrir a›alfund Hef›bundin a›alfundarstörf D A G S K R Á Borgartún 35 • 105 Reykjavík • Sími: 511 3000 • Fax: 511 3001 • Netfang: svth@svth.is • www.svth.is A ‹ A L F U N D U R SVfi – Samtaka verslunar og fljónustu haldinn 8. mars 2005 á Grand Hótel Reykjavík 12:45 13:00 14:30 15:00 Vinsamlega tilkynni› flátttöku í síma 511 3000 e›a me› tölvupósti til svth@svth.is Fundarstjóri: Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Sigur›ur Á Sigur›sson Valger›ur Sverrisdóttir Jón Ásgeir Jóhannesson Jón fiór Sturluson 2005 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 76 12 03 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 76 12 03 /2 00 5 Banki allra landsmanna 6,2%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. *Nafnávöxtun frá 02.02.2005–28.02.2005 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is Í ÚTRÁSARHUG Sverrir Berg Steinarsson, forstjóri Dags Group, segir að með nýrri tækni í gagnaflutningum og gagnageymslu muni viðsipti fólks með tónlist og annað afþreyingarefni breytast mikið. Dagur Group, sem áður hét Skífan, er risi á ís- lenskum afþreyingarmarkaði. Forstjórinn sér fram á miklar breytingar í sölu og dreifingu tónlistar og kvikmynda og segir félagið endurskipulagt til að bregðast við þeim. Hann sér líka fyrir sér útrás. Afþreyingarveldi í útrásarhug FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.