Fréttablaðið - 06.03.2005, Page 12
Á þessum degi fyrir réttri öld
sigldi Coot, fyrsti íslenski botn-
vörpungurinn, inn í Hafnarfjarð-
arhöfn og markaði þar með upp-
haf togaravæðingar landsins.
Forgöngumennirnir í að kaupa
Coot voru Einar Þorgilsson,
kaupmaður í Hafnarfirði og
Björn Kristjánsson, kaupmaður
í Reykjavík og alþingismaður.
Björn hafði áður lagt fram tillögu
á Alþingi um að leigja einn til tvo
togara hingað til lands í tilrauna-
skyni, sem var felld.
Björn fór því á fund Einars og
lagði til að þeir myndu sameina
krafta sína og ráðast í skipakaup.
Björn fann nothæfan bát, Coot, í
Aberdeen í Skotlandi. Verðið var
35 þúsund krónur og stofnuðu
Björn og Einar hlutafélag með
sjö hlutum sem síðar hlaut nafnið
Faxaflóafélagið.
Í ársbyrjun héldu hluthafarnir
til Skotlands að kaupa skipið.
Coot var smíðað í Glasgow árið
1892, var 98 fet að lengd, 155
brúttótonn að þyngd og gekk
fyrir gufuafli. Með veiðarfærum
og varahlutum, sem fæstir feng-
ust á Íslandi, kostaði skipið 45
þúsund krónur. Arnbjörn Ólafs-
son var einn skráður eigandi
skipsins en Einar Þorgilsson var
kjörinn framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Hinn 1. mars lagði Coot
úr höfn í Aberdeen og hélt áleiðis
til Íslands.
Útgerð skipsins hófst svo að
segja um leið og það kom til
landsins og var Indriði Gott-
skálksson skipstjóri, en hann var
einn hluthafanna. Koma Coots til
landsins var þó ekki öllum fagn-
aðarefni. Togarar voru illa þokk-
aðir af mörgum sjómönnum og
þótti sumum það jaðra við land-
ráð að ráða sig á slíkan. Þá fékkst
ekki sama verð fyrir fisk úr Coot
og úr skútunum, þar sem talið var
að togarafiskur væri verri að
gæðum. Reynslan sýndi hins veg-
ar annað og kaupmenn fóru fljót-
lega að kaupa fisk úr Coot á jöfnu
verði og annan fisk.
Viðhorfin til togaranna
breyttust fljótt ekki síst í ljósi
þess að veiðigeta þeirra var
margfalt meiri en skútanna.
Þess voru dæmi að Coot landaði
fjögur þúsund fiskum eftir einn
róður, sem var um mánaðarafli
skútu. Þetta skapaði frekari for-
sendur fyrir útbreiðslu togara-
útgerðar hér á landi og vorið
1906 fóru fjórir skútuskipstjórar
á fund Thors Jenssonar og báðu
hann um að gangast fyrir kaup-
um á togara. Árið 1907 höfðu
Íslendingar eignast þrjá nýja
togara, Marzinn, Snorra Sturlu-
son og Jón forseta.
Útgerð Coot gekk vel og var
rekin með hagnaði þegar ógæfan
dundi yfir. Hinn 14. desember
1908 var Coot á leið til Hafnar-
fjarðar frá Reykjavík með skút-
una Kópanes í eftirdragi. Svo
óheppilega vildi til að taugin milli
skipanna slitnaði og strengslitrin
flæktust í skrúfu Coot. Straumur
var mikill og bæði skipin ósjálf-
bjarga. Þau rak stjórnlaust suður
fyrir Hafnarfjörð og strönduðu
við Keilisnesið um kvöldið. Skip-
verjar komust allir lífs af en skip-
in eyðilögðust. Hinn 8. janúar var
Coot selt sem strandgóss fyrir
1479 krónur og Faxaflóafélagið
leystist upp. En þó saga Coot
væri á enda komin, voru þær
breytingar sem það hrinti af stað
rétt að byrja. ■
12 6. mars 2005 SUNNUDAGUR
CYRANO DE BERGERAC (1619-1655)
fæddist á þessum degi.
Coot kemur til Íslands
TÍMAMÓT: TOGARAVÆÐINGIN HEFST Á ÍSLANDI
„Stórt nef er til marks um hnyttinn, kurt-
eisan, vingjarnlegan, örlátan og frjálslynd-
an mann.“
Franska leikskáldið Cyrano de Bergerac var víðfrægt fyrir risastórt
nef sitt en sagt var að engin kona gæti staðist fagurgala hans. Leik-
rit og kvikmyndir hafa verið gerðar eftir verkum hans og ævi.
timamot@frettabladid.is
BOTNVÖRPUNGURINN Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur teiknaði þessa mynd af
Coot. Skipið var 98 fet að lengd , 155 brúttótonn að þyngd og gekk fyrir gufuafli.
Á þessum degi fyrir 54 árum
hófust réttarhöldin yfir Rosenberg-
hjónunum, en þau voru sökuð um
njósnir fyrir Sovétmenn. Julius og
Ethel Rosenberg voru bæði verk-
fræðingar að mennt og félagar í
bandaríska kommúnistaflokknum.
Óttinn við kommúnista var í al-
gleymingi um þessar mundir og
ofsóknir Josephs McCarthys, öld-
ungardeildarþingmanns á hendur
þeirra sem hann grunaði að væru
kommúnistar, að ná hámarki. Juli-
us Rosenberg hafði verið rekinn úr
starfi sínu hjá ríkinu vegna aðildar
sinnar að kommúnistaflokknum.
Mágur hans, David Greenglass, var
vélamaður í Los Alamos þar sem
Bandaríkjamenn hönnuðu fyrstu
kjarnorkusprengjuna. Hann hélt
því fram að Julius hafi árið 1945
beðið sig um að smygla trúnaðar-
upplýsingum um sprengjuna til
Sovétríkjanna. Hann hafi látið
mann að nafni Harry Gold fá þess-
ar upplýsingar sem kom þeim
áleiðis til Sovétríkjanna. Sovét-
menn sprengdu sína fyrstu kjarn-
orkusprengju árið 1949.
Einu haldbæru sönnnunargögnin
um málsaðild Rosenberg-
hjónanna var játning Greenglass.
Margir töldu að um pólitískar of-
sóknir á hendur hjónanna væri að
ræða enda var saksóknarinn, Roy
Cohn, hjálparhella MacCarthys.
Réttarhöldin stóðu í mánuð og
lyktaði með að Greenglass var
dæmdur í fimmtán ára fangelsi,
Gold í 30 ár en Rosenberg-hjónin
voru dæmd til dauða fyrir njósnir og
tekin af lífi hinn 19.júní 1993. Margir
telja enn í dag að um pólitískt rétt-
armorð hafi verið að ræða en aðrir
trúa að hjónin hafi verið njósnarar.
6. OKTÓBER 1951
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1521 Ferdinand Magellan finnur
Guam.
1836 Mexíkóar bera sigurorð af
Bandaríkjamönnum við
Alamo eftir þrettán daga
orrustu.
1853 Óeran La Traviata eftir
Giuseppe Verdi er frum-
sýnd í Vínarborg.
1918 Bandaríska herskipið
Kýklópi hverfur í Bermúda-
þríhyrningnum.
1946 Frakkland viðurkennir Víet-
nam sem ríki.
1953 Malenkov verður formaður
sovéska kommúnista-
flokksins.
1957 Ghana lýsir yfir sjálfstæði
frá Bretum.
1991 Bandaríkin lýsa yfir sigri í
Írak.
Réttað yfir Rosenberg-hjónunum
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
Björns Þ. Þórðarsonar
læknis, Sörlaskjóli 78, Reykjavík.
Þórunn Bára Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurður Hafsteinn
Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Bryndís Anna Björnsdóttir, Edda
Björnsdóttir, Jakob Þór Pétursson, Páll Björnsson, Lilja Jónasdóttir,
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
Aðalheiður Ósk Jónsdóttir
Aðalgötu 1, Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 9. mars
kl. 14:00.
Garðar Ólafsson, Inga Ósk Ólafsdóttir, Gissur Hans Þórðarson,
Heiða Ósk Garðarsdóttir, Ólafur Ingvi Hansson og Brynjar Þór Hansson.
AFMÆLI
Ingólfur Guðbrandsson, tónlistarmaður
og ferðamálafrömuður, er 82 ára í dag.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknir er
fimmtug í dag.
Ragnar Axelsson ljósmyndari er 47 ára í
dag.
Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttaritstjóri
er 44 ára í dag.
Arnar B. Gunnlaugsson fótboltamaður er
32 ára í dag.
Bjarki B. Gunnlaugsson fótboltamaður
er 32 ára í dag.
ANDLÁT
Þórhallur Björgvinsson, frá Þorgerðar-
stöðum í Fljótsdal, Útgarði 6, Egilsstöð-
um, lést miðvikudaginn 2. mars.
Guðrún Júlía Elíasdóttir, Aðalsteini,
Stokkseyri, lést föstudaginn 4. mars.
1475 Listamaðurinn Michelangelo, sem
meðal annars gerði styttuna af
Davíð og málaði loft Sixtínsku
kapellunnar í Róm.
1926 Alan Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, er af sumum tal-
inn einn áhrifamesti maður
heims.
1928 Nóbelsverðlaunaskáldið Gabriel
Garcia Marquez, sem skrifaði
meðal annars Hundrað ára ein-
semd.
1944 Óperusöngkonan Kiri Te Kanawa
frá Nýja Sjálandi hefur komið
oftar en einu sinni til Íslands.
1944 David Gilmore, gítarleikari og
söngvari Pink Floyd.
1945 Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner
sem hefur gert myndir á borð við
This is Spinal Tap og When Harry
Met Sally.
1972 Shaquille O’Neal, körfuknattleiks-
maðurinn risavaxni.
FÆDDUST ÞENNAN DAGNýr vikulegur dálkur
Fréttablaðið hefur gengið til sam-
starfs við Kirkjugarðasambandið
um birtingar á ítarefni um þekkta
látna einstaklinga sem eru á leg-
staðaskránni gardur.is.
Vikulega, á sunnudögum, verð-
ur birtur fróðleikur af gardur.is
og verður leitast við að velja ævi-
drög einstaklinga af ólíkum toga
og af báðum kynjum. Jón Valur
Jensson ættfræðingur tíndi sam-
an ævidrögin. Vefurinn gardur.is
er í umsjón og eigu Kirkjugarða-
sambands Íslands og geta að-
standendur fengið birt efni um
látinn ástvin á vefnum. ■
!!
" # $% & ' (
)
* ++
& ' #
, -
% # '
/
) ' '
0
!1
2
/
++
# ' # #
++ // + # #
+ .
)
#
&
3
4) // + # # ' // "
. '
&
'
+ .# # 2 #
& #
+ /
"5 / %
# "/ #
'
/
" & + &
( + #
.
6//## 5 / / /
+ )7 ##8 # (9/ : (
/
/+
(9-# #*
: (
/ 6
/)
8 9$ % ! (9 ; #+" #< = /
/ 7 8 9
/ % #;
> .# /
!
"
?
@ # ' %// ,"5 AB)
0.
/
" .
)
" -
)# (6
?
/ )
2
/
-5/ '
%
%
'
(.
)
. A) $%
/#'
( /
.
@
'
)
"5 /
# & %
!%' )
Tilkynningar um merkisatburði,
stórafmæli, andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn á síðunni
má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.