Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 24

Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 24
Yfirvinnan ekki borguð Kennarar og fyrirlesarar vinna að meðaltali fleiri ógreiddar yfirvinnustundir. Bretar hafa samkvæmt nýrri könnun tapað 23 milljörðum punda vegna ógreiddrar yfir- vinnu á síðasta ári. Nemur tapið rúmum 4500 pundum á mann að meðaltali, eða um hálfri milljón íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýrri könnun verkalýðs- félags í Bretlandi sem skýrt er frá á fréttasíðu BBC. Sextíu þúsund manns tóku þátt í könnuninni og var spurt um vinnumynstur og hversu margar stundir viðkomandi hafði unnið í yfirvinnu án þess að fá greitt fyrir. Kennarar og fyrirlesarar vinna að meðaltali 11 stundir og 36 mínútur af ógreiddri yfirvinnu á viku, tveimur stundum meira en aðstoðarforstjórar sem komu næstir. ■ „Eðlilegar ástæður eru oftast fyrir launamun milli kvenna og karla í sambærilegu starfi,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka at- vinnulífsins, sem hélt fyrirlestur á málþingi um launajafnrétti sem haldið var á Bifröst í síðasta mánuði. „Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir“ hét fyrirlesturinn og hóf hún hann á að varpa upp myndum af fót- boltamönnum. „Ég notaðist við þá sem lík- ingu, því við vitum jú að menn sem eru í sama liði og spila sömu stöðu eru misverðmætir. Þeir færustu eru mun meira virði en þeir sem ekki standa sig jafnvel og eru laun þeirra samkvæmt því,“ segir Hrafnhildur. „Sömu lögmál gilda á vinnumarkaði, þar sem fólk á að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni,“ segir Hrafnhildur. Hlutlægar og málefnalegar ástæður verða að vera fyrir launamun kvenna og karla í sama eða sambærilegu starfi, og ef á reynir liggur það á vinnuveitand- um að sýna fram á þessar ástæð- ur,“ segir Hrafnhildur. Þessar ástæður geta ráðist af ýmsum þáttum svo sem markaðs- aðstæðum, frammistöðu, þekk- ingu og menntun, starfsreynslu og sveigjanleika. Aðilar á sam- keppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa framhjá slíkum þátt- um þegar þeir verðlauna starfs- menn – kynferði á ekki að skipta máli. Aðstöðumunur hefur verið á milli kynjanna hvað varðar möguleika til fullrar atvinnuþátt- töku. „Sú skoðun hefur verið ríkj- andi að konur séu enn að bera mun meiri ábyrgð á heimilishald- inu en karlmenn. Þessi jöfnuður sem kominn er á vinnumarkaði hefur ekki alveg flust inn á heim- ilin og veikt samkeppnisstöðu kvenna í atvinnulífinu, en við bæði teljum og vonum að það sé að breytast,“ segir Hrafnhildur. kristineva@frettabladid.is Alls voru 1,89 milljónir manna í vinnu á Írlandi í lok árs. Störfum fjölgaði um 65.200 en það er mesta fjölgun síðan árið 2000. Rúmlega 82 prósent af nýjum störfum sem sköpuð voru í Írlandi árið 2004 voru full störf. Einkageirinn var duglegastur að skapa ný störf, eða alls 83 prósent af heildinni. Störfum í byggingariðnaði fjölgaði um 7,1 prósent og sýna þær tölur að einn af hverjum átta vinna í þeim geira. ■ Skrifstofuhótel er nýjung sem hentar vel fyrir fólk sem býr fyrir austan fjall og stundar störf á höf- uðborgarsvæðinu en getur þó verið tvo til þrjá daga í viku fjarri höfuðvinnustaðnum. Á Skrifstofu- hótelinu er fyrsta flokks aðstaða með öflugu háhraðasambandi og hvetjandi vinnuumhverfi. Hótelið gefur fólki kost á að vera í heima- byggð og því dregur það úr um- ferð, mengun og slysahættu. Skrifstofuhótelið er samvinnu- verkefni Sunnan3 – rafræns sam- félags, Verkfræðistofu Suðurlands og Tölvu- og radíóþjónustu Suður- lands. Það er til húsa á annarri hæð í Kjarnanum á Selfossi þar sem áður voru skrifstofur KÁ. ■ Vinnusvæði Hafðu vinnusvæðið þitt hreint og snyrtilegt, þar sem það mun auðvelda þér vinnuna til muna. Ágætt er að hafa það fyrir reglu að ganga þannig frá svæðinu sínu þannig að maður komi að því snyrtilegu næsta dag.[ ] Starfsmenn í sama liði eru oft misverðmætir Hrafnhildur Stefánsdóttir lög- fræðingur segir að fólk eigi að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni. Hún hélt fyrirlestur um málið fyrir skömmu. Fyrir þá sem eiga langt í vinnuna Skrifstofuhótel var nýverið opnað á Selfossi. Um er að ræða fjarvinnslustöð ætluð þeim sem eiga langt í vinnuna. Einkageirinn skapar flest störf Atvinnuleysi minnkaði um þrjú prósent á síðasta ári á Írlandi samkvæmt Business Plus. 2006 verði ár hreyfan- leika á vinnumarkaði Ætlunin er að auka skilvirkni á evrópskum vinnumarkaði. Skrifstofuhótelið er á annarri hæð í Kjarnanum. Störfum í iðnaði í Írlandi hefur fjölgað gífurlega. Það tíðkast í æ ríkari mæli hér- lendis að ungar konur eru valdar til að gegna stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífi og stjórnmálum er einmitt meðal þess sem verður til umræðu á námsstefnu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Norræna hús- inu í Reykjavík 8. mars kl. 15 til 18. Meðal ræðumanna verða Rannveig Guðmundsdóttir, for- seti Norðurlandaráðs, og Valgerð- ur Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra. Einnig mun Kristín Ástgeirs- dóttir, fyrrverandi formaður lýð- ræðisnefndar Norðurlandaráðs, ræða um konur í stjórnmálum og Norðmaðurinn Knud Oftung, sem starfar hjá Norrænu stofnuninni um konur og kynjarannsóknir, og Gísli Hrafn Atlason mannfræð- ingur fjalla um karla og jafnrétti. Námsstefnunni lýkur með hringborðsumræðum þar sem rætt verður um það hvað Norður- landaráð getur gert til að stuðla að jafnrétti á Norðurlöndum. Gott tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast hjá frændum okkar í jafnréttismálum. ■ Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Flugleiða, er ein þeirra ungu kvenna sem hreyft hafa við tölfræðinni á toppnum í íslenskum fyrirtækjum. Umræða um konur í stjórnunarstöðum Námsstefna verður haldin í Norræna húsinu þar sem meðal annars verður rætt hvað Norðurlandaráð getur gert til að stuðla að jafnrétti. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur í hyggju að lýsa árið 2006 ár hreyfanleika á vinnu- markaði í þeim tilgangi að stuðla að því að fólk nýti sér í auknum mæli réttinn til að sækja sér vinnu í öðrum aðildarríkjum. Vonast er til þess að slíkur hreyfanleiki auki skilvirkni á evrópskum vinnumarkaði og stuðli þannig að auknum hagvexti og þar með bættum lífskjörum. Hugmyndin tengist svokölluðum Lissabon-markmiðum ESB um bætta samkeppnishæfni, en í því skyni telur framkvæmdastjórnin mjög mikilvægt að auka hreyfan- leika á evrópskum vinnumarkaði sem er mjög lítill miðað við t.d. þann bandaríska. Talið er að grannt verði fylgst með því að vinnuafl sem fer milli Evrópusambandslanda njóti sambærilegra kjara og íbúar í hverju landi fyrir sig. ■ Útlendingar sem koma til Íslands í atvinnuleit starfa gjarna að fiskvinnslu Kennarar vinna alltof mikla yfirvinnu sem þeir fá ekki greidd laun fyrir í Bret- landi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.