Fréttablaðið - 06.03.2005, Page 29
Nýstofnað Menntasvið Reykjavíkurborgar leitar
að framsæknum og kraftmiklum leiðtoga til að
stýra grunnskólaskrifstofu sviðsins.
Meginverkefni skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu er
að hafa forystu í fagmálum grunnskóla, þ.e. þróun
starfshátta og skólastarfs almennt, og vera faglegur
leiðtogi grunnskólastjóra og næsti yfirmaður þeirra.
Verkefni skrifstofustjóra og ábyrgðarsvið
eru að öðru leyti m.a.:
Hafa forgöngu um þróun faglegs starfs í
skólunum og þjónustu við nemendur og foreldra
þeirra
Bera ábyrgð á að lögum og reglugerðum svo og
stefnu Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólastigið sé
framfylgt
Skipuleggja samstarf og stuðning við skólastjóra
Annast samskipti við hagsmunaðila, hafa umsjón
með samstarfi við þjónustumiðstöðvar í hverfum
borgarinnar og sinna alþjóðatengslum
Kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni:
Yfirsýn yfir gunnskólastigið og reynsla af kennslu
og vinnu með nemendum í grunnskólum
Grunnskólakennaramenntun og framhaldsmenntun
á háskólastigi er tengist viðfangsefnum starfsins
Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun
Lipurð í mannlegum samskiptum
Hæfni til að setja fram hugmyndir í ræðu og riti
Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er sviðsstjóri Mennta-
sviðs. Um ráðningarskilmála gilda reglur um réttindi
og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Kjör eru
ákvörðuð af kjaranefnd Reykjavíkurborgar.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf og í henni þarf að gera
grein fyrir hvernig umsækjandi mætir öllum ofangreindum
kröfum. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknir
sendist á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101
Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Hulda D. Styrmisdóttir,
breytingastjóri vegna stofnunar Menntasviðs, tölvupóstfang:
hulda.dora.styrmisdottir@reykjavik.is, sími 535 5000.
Skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu
á Menntasviði Reykjavíkurborgar
Menntasvið verður til við samruna Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og er eitt af 10
sviðum Reykjavíkurborgar. Á Menntasviði verða tvær fagskrifstofur, grunnskólaskrifstofa og leikskólaskrifstofa.
Undir leikskólaskrifstofu heyra 78 leikskólar þar sem eru 5.800 börn og um 1.700 starfsmenn. Undir
grunnskólaskrifstofu heyra 38 grunnskólar með 15.500 nemendum og þar starfa um 2.500 starfsmenn.
Austurbyggð –Austurbyggð
Kennarar
óskast að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
og Grunnskólanum á Stöðvarfirði
Umsækjendur þurfa að hafa kennsluréttindi
og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar kennara í
sérkennslu, almennri kennslu nemenda á miðstigi
og yngsta stigi, heimilisfræði, upplýsinga og tækni-
mennt og textilmennt.
Nánari upplýsingar gefur Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
skólastjóri í símum 475-1224 og 822-3151.
Netfang er helga@gf.is
Við Grunnskólann á Stöðvarfirði vantar kennara í
sérkennslu, íslensku, ensku, dönsku, samfélags-
fræði, heimilisfræði og almennri kennslu á miðstigi.
Nánari upplýsingar gefur Jónas E. Ólafsson skólastjóri í
símum 475-8818 og 897-1962.
Netfang er jonas@austurbyggd.is
Einnig auglýsa Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar,
Grunnskólinn á Stöðvarfirði og Tónlistarskóli
Austurbyggðar sameiginlega eftir kennara
í tónmennt og tónlist.
Nánari upplýsingar gefur Valdimar Másson skólastjóri
Tónlistarskólans í símum 475-1132 og 663-4401.
Netfang er tonlist@austurbyggd.is
Umsóknarfrestur er til 28. mars 2005.
Við viljum vekja athygli á heimasíðu Austurbyggðar
www.austurbyggd.is, heimasíðu Grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar www.gf.is, heimsíðu Grunnskólans á
Stöðvarfirði www.austurbyggd.is/grunnskoli og
heimasíðu Tónlistarskóla Austurbyggðar
www.austurbyggd.is/tonlist
Verkfræðingar
tæknifræðingar
VSÓ Ráðgjöf vill bæta við sig starfsmönnum á
byggðatækni- umhverfis og mannvirkjasvið
stofunnar.
Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum
einstaklingum til að starfa við fjölbreytt verk-
efni við landmælingar, hönnun og eftirlit á
sviði jarðvinnu, gatnagerðar, vegagerðar og
veitukerfa.
Æskilegt en ekki skilyrði er að viðkomandi hafi
starfsreynslu.
VSÓ Ráðgjöf hefur starfað frá árinu 1958 og er eitt
af rótgrónustu ráðgjafafyrirtækjum landsins. Lögð
er mikil áhersla á fagleg vinnubrögð og góða þjón-
ustu. Hjá VSÓ Ráðgjöf, samstarfs- og dótturfyrir-
tækjum starfa nú um 80 manns. Í fyrirtækinu ríkir
jákvæður starfsandi og starfsmenn reka öflugt
starfsmannafélag.
Umsóknum skal skilað til Guðrúnar Guð-
mundsdóttur á netfangið gudrun@vso.is eða
til móttöku VSÓ Ráðgjafar.
Grunnskóli Grindavíkur
Starf námsráðgjafa
Óskum eftir að ráða námsráðgjafa
eða einstakling með menntun og reynslu á
sviði námsráðgjafar í 50% starf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma 420-1150
7
ATVINNA