Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 30
Matarfræðing,
matartækni eða
mateiðslumann
vantar í aðaleldhús
Eirar hjúkrunarheimilis.
Eir hjúkrunarheimili hefur verið starfrækt
frá árinu 1993 og aukið við starfsemi sína
jafnt og þétt og er nú fjölþætt þjónusta við
aldraða einstaklinga í hjúkrunarþörf veitt í
þremur húsum með samtals 250 einstak-
lingum, auk þess sem eldhúsið sinnir Skjóli
hjúkrunarheimili með samtals 108
einstaklingum.
Hjá okkur starfar góður hópur fólks við að trygg-
ja faglega, örugga og farsæla þjónustu til þeirra
sem dvelja á Eir.
Nú vantar matarfræðing, matartæki eða mat-
reiðslumann í fullt starf í aðaleldhús Eirar.
Einnig vantar starfsmenn til almennra starfa í
eldhúsi í framtíðarstörf og sumarafleysingar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður eldhúss Gunn-
ar J. Einarsson í síma 522 5760 milli kl. 8.00 –
16.00 virka daga, netfang: eldhus@eir.is
Hjúkrunarheimili
Starf í móttöku
Hótel og veitingahús út á landi, ca. 150 km frá Reykja-
vík, óskar eftir starfskrafti í móttöku. 100% þjónustu-
lund, samviskusemi, bókhalds-, tungumála- og tölvu-
kunnátta skilyrði. Frumkvæði í vinnu og auðvelt með
að vinna sjálfstætt. Fæði og húsnæði á staðnum.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið
box@frettabladid.is undir fyrirsögninni „Móttaka“.
LAUS STÖRF
Leikskólinn Krakkaborg, Þingborg, auglýsir
eftir leikskólakennara, leikskólasérkennara
eða þroskaþjálfa til starfa sem fyrst.
Umsóknir berist til Þórdísar Bjarnadóttur leikskólastjóra á
netfangið: leikskoli@simnet.is eða í síma 482-3085.
Ef ekki fást fagaðilar kemur til greina að ráða einstaklinga
sem hafa áhuga og reynslu á vinnu með börnum.
HÚSGAGNAVERSLUN
– AFGREIÐSLA
Húsgagnaverslunin Nýform Reykja-
víkurveg 66 Hafnarfirði óskar eftir
að ráða starfskraft til afgreiðslu-
starfa í ca 50% stöðu.
Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu
Fréttablaðsins merkt NÝFORM afgreiðsla.
Iðnaðarmenn - Verkamenn - Tækjastjórnendur:
Bygging álvers á Reyðarfirði
hefst í mars
Hafist hefur verið handa við ráðningar. Okkur vantar vana verk-
stjóra og starfsmenn í eftirfarandi iðngreinum:
• Stálsmíði
• Húsasmíði
• Málmsuðu
• Vélvirkjun
• Rafvirkjun
Á byggingatímanum sem nær til ársloka 2007 verður þörf fyrir fjöldann allan af iðn-
aðarmönnum og aðstoðarmönnum ásamt tækjastjórnendum. Þeir sem áhuga hafa á
störfum við byggingu álvers á Reyðarfirði eru vinsamlega beðnir um að leggja inn
umsókn.
Þeir sem þegar hafa lagt inn umsókn eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í
síma 470 7595.
Á skrifstofunum eru veittar upplýsingar um störfin og annað sem að þeim lýtur.
Þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð, sem og á heimasíðunni.
Ráðningarstofan á Reyðarfirði
Búðareyri 2
730 Reyðarfirði
Sími 470 7599
Eyðublöð og upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Fjarðaáls,
www.fjardaalproject.is
Á vegum Alcoa byggir Bechtel International Inc. álver á Reyðarfirði. Bechtel er yfir 100 ára gamalt bandarískt verktaka-
fyrirtæki með starfsemi um heim allan. Fjarðaál er hannað og byggt í samstarfi við HRV sem samanstendur af nokkrum
fremstu fyrirtækjum á Íslandi á sviðinu, Hönnun, Rafhönnun og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
Ráðningarstofan í Reykjavík
Suðurlandsbraut 4
108 Reykjavík
Sími 470 7400
Einnig vantar:
• Tækjastjórnendur
• Vörubílstjóra
• Verkamenn
8
ATVINNA
Togarastemning í
Greiningardeildinni
Strákarnir í Greiningardeild
KB banka kvarta ekki yfir
leiðindum í vinnunni sinni þótt
leikmenn botni hvorki upp né
niður í hvað þeir eru að gera
allan liðlangan daginn.
Svipmyndir í fréttum sýna
ábúðarmikla stráka grúfa sig
yfir tölvurnar sínar en hvað eru
þeir eiginlega að rýna í?
Steingrímur Finnsson er hag-
fræðingur og einn starfsmanna
Greiningardeildar. Hann kippir
sér ekkert upp við heimskuleg-
ar spurningar blaðamanns og
segist ekki vera hissa þó al-
menningur skilji ekki alltaf um
hvað Greiningardeildin snýst.
„Þetta skiptist í þrjú horn,“
segir Steingrímur. „Í fyrsta lagi
fylgjumst við með þróun efna-
hagslífsins hérlendis og erlend-
is, fylgjumst með gengi krón-
unnar, atvinnuleysi, verðbólgu
og erlendum stýrivaxtahækkun-
um svo eitthvað sé nefnt. Á
hverjum degi gefur svo Grein-
ingardeild út fréttapistilinn
,,Hálffimm fréttir“, sem eru
helstu fréttir um það sem er að
gerast á mörkuðum á hverjum
degi. Á um það bil þriggja mán-
aða fresti gefur efnahagsgrein-
ingin frá sér sérefni um afmark-
að efni, síðast var til dæmis
fjallað um orsakir hækkana á
fasteignamarkaði að undan-
förnu og haldinn kynningar-
fundur þar sem mættu 300
manns.“
Steingrímur segir starfið
afar skemmtilegt og alltaf eitt-
hvað nýtt að gerast.
„Þetta er aldrei tilbreytingar-
laust því viðskiptaumhverfið er
svo spennandi og dýnamískt.
Við erum þrír hagfræðingar í
deildinni og reynum að vera á
tánum og fylgjast með öllu. Svo
fer alltaf tími í að sinna miðlur-
unum okkar sem eru að selja út-
lendingurm skuldabréf, en þeir
vilja hafa greiðan aðgang að
hagfræðingum.“
Steingrímur var strax í
menntaskóla áhugasamur um
tölur og hagfræði og eftir að
hafa tekið hagfræðikúrs var
framtíð hans ráðin. Nú er hann
með BS-gráðu í greininni. Hann
segir samt mjög skiljanlegt að
fólk sé oft áttavillt í fjármála-
frumskóginum. „Maður tekur
það oft sem gefið að fólk skilji
almenn hugtök eins og stýri-
vexti og verðbólgu. Það er ekk-
ert sjálfsagt. Það er ekki einu
sinni skrýtið þó fólk kunni ekki
skil á samspili vaxta og gengis.“
Steingrímur segir móralinn á
vinnustaðnum mjög góðan og í
hádeginu hittist menn og lesi
upp úr DV. „Ég var einu sinni á
sjó og þetta er hálfgerð tog-
arastemning hjá okkur. Þetta
eru hressir strákar og ekkert
nema gott um móralinn að
segja.“ ■
Steingrímur Finnsson hagfræðingur nýt-
ur hverrar mínútu í vinnunni og finnst
hver dagur spennandi.