Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 64
36 6. mars 2005 SUNNUDAGUR
Þessa dagana er að koma í bóka-
búðir ný kilja eftir Lisu Mark-
lund. Bókin heitir Hulduslóð og
er hún sönn saga um heimilis-
ofbeldi.
„Þessi saga er sakamálasaga
alveg eins og hinar bækurnar
hennar, nema þarna er engin
lögga að leita og það er líka spurn-
ing hvort glæpur er framinn,“
segir Anna R. Ingólfsdóttir, sem
hefur þýtt bækur Lizu Marklund
á íslensku.
Marklund hefur skrifað fimm
spennusögur þar sem aðalsögu-
hetjan er blaðakonan Annika
Bengtson, sem kynnist ýmsum
skuggahliðum samfélagsins um
leið og hún lendir í spennandi
ævintýrum.
Bækurnar hafa allar notið gíf-
urlegra vinsælda og gerðar hafa
verið kvikmyndir eftir tveimur
þeirra.
Blaðakonan Annika er ekki
söguhetjan í Hulduslóð, heldur
Maria Erikson, jafnan kölluð Mia,
sem jafnframt er meðhöfundur
Lizu að bókinni.
„Þær segja einfaldlega frá því
sem gerðist. Þær eru ekkert að
dæma neinn eða túlka atburðina,
en frásögnin er samt öll sögð frá
sjónarhorni Miu. Hún verður ást-
fangin af manni og eignast barn
með honum. Hún treystir honum
algerlega.“
Maðurinn reynist ekki trausts-
ins verður. Hann beitir Miu of-
beldi og heldur áfram að ofsækja
hana eftir að hún fer frá honum.
„Síðan kynnist hún öðrum
manni sem verður samherji henn-
ar í þessu. Hann verður líka fyrir
ofbeldi. Þessi maður gengur enn
þá laus í Svíþjóð. Hún flúði land
og getur aldrei aftur snúið til Sví-
þjóðar. En honum er alltaf hjálpað
af því hann á svo bágt andlega.“
Liza Marklund skrifar bókina
eins og spennusögu. Frásögnin er
hröð og lífleg og lesendur átta sig
smám saman á því sem er að
gerast.
„Þetta er í raun og veru ná-
kvæmlega það sama og er að ger-
ast í hinum bókunum hennar, t.d. í
Úlfinum rauða, nema þarna er
Annika ekki söguhetjan. Liza er
alltaf að skrifa um það hvernig
ungt og saklaust fólk flækist inn í
ofbeldi, algerlega grandalaust.
Það sem ég les alltaf út úr bókun-
um hennar er: Varaðu þig, svona
getur þetta farið hjá þér.“
Hulduslóð er fyrsta bókin sem
Liza Marklund skrifaði. Hún kom
út á sænsku árið 1995 og hefur
selst í hálfri milljón eintaka í ell-
efu löndum. Framhaldið kom síð-
an út í fyrravor, tíu árum seinna.
„Þar segja þær frá því hvernig
Miu reiddi af í útlegðinni. Hún
fékk á endanum hæli í Bandaríkj-
unum vegna heimilisofbeldis árið
2000, sem var mjög merkilegt.
Með þessu var í rauninni brotið
blað í réttarsögu Bandaríkjanna.“
Framhaldið kemur út á ís-
lensku í september og mun fá
heitið Friðland í þýðingu Önnu.
„Þá verð ég búin að ná henni
Lizu. Þá hef ég þýtt allar bækurn-
ar hennar,“ segir Anna, sem hefur
reyndar ekki ákveðið hvort hún
ætlar að þýða næstu bók Lizu
Marklund, sem enn er í vinnslu.
„Hún er að skrifa bók núna um
sænska framakonu. Ég held að
það sé kona í stjórnmálum, en
þetta verður ekki nein glæpa-
saga.“ ■
Kólumbíski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez fæddist
á þessum degi árið 1928. Í barnæsku sagði amma hans hon-
um furðusögur og setti þær fram sem blákaldar staðreyndir.
Ömmusögurnar urðu honum drjúgt veganesti á rithöfundarferl-
inum. Meðal þekktustu verka hans eru Ástin á tímum kóler-
unnar, Frásögn um margboðað morð og Hundrað ára einsemd.
Já: Ég er vistmaður á hæli; hjúkrunarmaðurinn minn
fylgist með mér, hann hefur vart af mér augun og það er
gægjugat á hurðinni, en hjúkrunarmaðurinn er brúneygður
og sér ekki í gegnum mig, bláeygðan manninn.
Upphaf Blikktrommunnar eftir Gunter Grass.
ANNA R. INGÓLFSDÓTTIR Er langt komin með að þýða allar bækur Lizu Marklund.
Brotist úr viðjum ofbeldis
LIZA MARKLUND: FYRSTA BÓK SÆNSKA SPENNUSAGNAHÖFUNDARINS ER KOMIN ÚT Í
ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið í kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal
Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna.
Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag
kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Námskeið um Nietzsche
Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Þjóðleikhúsið
standa fyrir námskeiði um nýtt leikrit Birgis Sigurðssonar, Dínamít.
Námskeiðsdagar:
Þri. 8/3
Þri. 15/3
Þri. 22/3
"Ég er ekki maður.
Ég er dínamít."
Fyrirlesarar:
Hlín Agnarsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins
og umsjónarmaður námskeiðins
Birgir Sigurðsson, höfundur verksins
Stefán Baldursson, leikstjóri verksins
Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur
Auk fyrirlestra, verður litið inn á æfingu á verkinu,
boðið upp á umræðufund í tengslum við námskeiðið
og sýninguna auk þess sem þátttakendur fá miða á
sýningu á Dínamíti í Þjóðleikhúsinu.
Námskeiðsgjald: 16.200
Skráning og nánari upplýsingar fást hjá EHÍ - www.endurmenntun.is
BÓKASKÁPURINN
Þýskir kepptu um Sjón
Það hefur allt verið brjálað í herbúðum bókaforlagsins Bjarts eftir að
Sjón hreppti Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Skugga-Baldur
en þaðan berast þær fréttir að verðlaunin þyki greinilega slíkur gæða-
stimpill að forlög um víða veröld séu farin að falast eftir verkinu. Þannig
kepptust fimm þýsk forlög um útgáfuréttinn á fimmtudag í æsilegu
yfirboðskapphlaupi þar sem ekkert var gefið eftir. Nú hafa þegar verið
undirritaðir samningar um útgáfu bókarinnar í Svíþjóð, Ítalíu, Dan-
mörku, Finnlandi, Færeyjum og Noregi. Enn á eftir að ganga til samn-
inga við Hollendinga, Englendinga, Spánverja og Frakka en útgáfufélög
frá þessum löndum hafa lýst áhuga sínum á bókinni þannig að Baldur
Skuggason á líklega eftir að tala flest Evrópumál á árinu ef Guð lofar.
Teiknaðir eðalreyfarar
Efist einhverjir um að myndasögur séu fullþroskuð bókmenntagrein ættu þeir
hinir sömu að kynna sér svart/hvíta og harðsoðna reyfara Franks Miller um líf
og dauða ógæfufólks, vændiskvenna og andhetja með gullhjörtu í sagna-
bálknum sem kenndur er við Sin City. Bækurnar eru sjö talsins; The Hard
Goodbye, A Dame to Kill for, The Big Fat Kill, That Yellow Bastard, Family Valu-
es, To Hell and Back og Booze, Broads, & Bullets. Bækurnar hafa verið ill- eða
ófáanlegar um nokkurt skeið en þar sem kvikmynd byggð á þremur bókanna
er væntanleg í sumar er endurútgáfa á bókunum hafin. Þrjár þeirra eru
þegar komnar í myndasöguverslunina Nexus og afgangurinn er væntanlegur.
Bækurnar eru í minna broti en þær hafa áður verið en hráar teikningarnar
taka sig ákaflega vel út í nýju umbúðunum.
Blikktromman eftir Nóbelsverð-launahafann Günter Grass er
komin út í
kilju hjá Máli
og menningu
í þýðingu
Bjarna Jóns-
sonar. Bókin
er eitt af höf-
uðverkum
heimsbók-
mennta 20.
aldar. Hún var
fyrsta skáld-
saga Günters
Grass, varð
metsölubók í
mörgum löndum, og eftir henni
gerði Völker Schlöndorf magnaða
Óskarsverðlaunakvikmynd. Blikk-
tromman er sjálfsævisaga Óskars
sem er þrítugur þegar sagan hefst
og vistaður á geðveikrahæli. Hann
var þriggja ára þegar hann ákvað
að hætta að stækka. Þannig mark-
ar hann sérstöðu sína í hverfulum
heimi og slær blikktrommu sína
ákaft og af ástríðu á meðan nas-
isminn marsérar fram á sviðið.
Hjá Máli ogmenningu
er komin út í
kilju skáldsag-
an Náðarkraft-
ur eftir Guð-
mund Andra
Thorsson. Bók-
in kom áður út
árið 2003 og
hlaut einróma
lof gagn-
rýnenda. Náð-
arkraftur er
fjölskyldusaga þar sem komið er
saman við píanóið á kvöldin.
Hjá Máli ogmenningu er
einnig komin út í
kilju Siðprýði
fallegra stúlkna.
Þetta er þriðja
bókin um kven-
spæjarann knáa
Precious
Ramotswe eftir
Alexander
McCall Smith.
Helga Soffía
Einarsdóttir þýðir.
NÝJAR BÆKUR
LIZA MARKLUND Fyrsta bók hennar,
Hulduslóð, er sönn saga um heimilisof-
beldi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
LI