Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 65

Fréttablaðið - 06.03.2005, Side 65
SUNNUDAGUR 6. mars 2005 37 Glæsilegar bækur um afrek mannsins Vísanir í tengt efni í bókinni Spennandi fróðleiksmolar Áhugaverðar tilvitnanir Bent á frekara lesefni Saga vísindanna frá upphafi Aðgengileg og ríkulega myndskreytt bók um sögu vísindanna. Greint í máli og myndum frá 250 merkum vísindaafrekum frá upphafi vega til dagsins í dag. Einstæð og yfirgrips- mikil sýn á það hvernig skilningur mannsins á umhverfi sínu hefur þróast í tímanna rás. 528 bls. 300 myndir Tilboðsverð 3.490 kr. 400 bls. 1000 myndir verð aðeins 4.990 kr. Í líflegum texta og áhrifaríkum myndum er hér fjallað um 175 lykilhugmyndir sem hafa breytt heiminum frá árdögum til okkar daga. Hugmyndir sem breyttu heiminum er bók sem hristir rækilega upp í okkur og breytir sýn okkar á lífið og tilveruna. Skemmtileg fróðleiksnáma Ný hugmynd á hverri opnu! 30% afsláttur í mars Á hverri opnu er fjallað um eitt vísindaafrek sem raðað er í tímaröð Uppruni, samhengi, einkenni og afleiðing skýrð á skýran og mynd- rænan hátt Merkileg framfaraspor í líffræði, eðlisfræði, stjörnufræði, heimsfræði, jarðfræði, læknisfræði og stærðfræði. edda.is Bókin Ekkert mál eftir þá feðga Njörð P. Njarðvík og Frey Njarð- arson er komin út í kilju. Bókin kom fyrst út árið 1984 og vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, enda opinskárri og einlægari lýsing á heimi eiturlyfjaneytand- ans en áður hafði sést í íslenskum bókmenntum. „Upphaflega var ekki hugmynd- in að skrifa bók. Ég vildi bara skilja og vita hvað hafði komið fyrir drenginn minn,“ segir Njörður um tilurð bókarinnar í byrjun níunda áratugarins, en á þeim árum voru fíkniefni fremur nýtt fyrirbæri og fólk ekki mikið í eiturlyfjum. „Þá uppgötva ég að sonur minn er orðinn heróínneytandi sem kom eins og reiðarslag. Eftir að við náðum Frey heim bað ég hann að segja mér frá, því ég vildi skilja hvað hafði gerst, og af ein- hverjum ástæðum tók ég samtöl okkar inn á segulband. Þegar við vorum búnir að tala saman kvikn- aði sú hugmynd að eitthvert gagn gæti verið af því að koma þessari frásögn í bók.“ Tveimur áratugum síðar, haustið 2004, sendu þeir feðgar frá sér bókina Eftirmál, þar sem segir frá afdrifum heróínfíkilsins og fjölskyldu hans. Njörður segir ástandið í fíkniefnaheiminum miklum mun verra nú en þegar fyrri bókin var skrifuð. „Fyrri bókin lýsir þessum heimi eins og hann var fyrir 22 árum í Kaupmannahöfn, en hin síðari er skrifuð þegar Freyr kemur heim illa haldinn eftir heróínneyslu í Hollandi og lýsir fíkniefnaheiminum eins og hann var fyrir tveimur árum í Amster- dam. Þetta eru gjörbreyttir tímar, enda talið auðveldara fyrir ungt fólk í dag að ná í eiturlyf en áfengi.“ Það er JPV útgáfa sem endur- útgefur Ekkert mál í kilju, svo les- endur seinni bókarinnar geti nálg- ast efnið frá byrjun. Báðar bæk- urnar eru skrifaðar af hugrekki og hæfileikum til að snúa per- sónulegum harmleik í listræna frásögn. „Foreldrar þurfa að gæta barna sinna og börn þurfa að gæta að sjálfum sér. Í bókunum er engin prédikun; þær lýsa þessum heimi bara eins og hann er,“ segir Njörður og bætir við að bækurnar séu fyrir alla. thordis@frettabladid.is FEÐGARNIR FREYR NJARÐARSON OG NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Skrifuðu tvær bæk- ur um heróínneyslu Freys með tveggja áratuga millibili. Sú fyrri, Ekkert mál, kom út í kilju á dögunum. Ég vildi skilja hvað kom fyrir drenginn minn AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR SKUGGA-BALDUR Sjón KARLMANNAHANDBÓKIN Barbara Enander TANTRA FYRIR ELSKENDUR Anne Johnson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell SKUGGA-BALDUR Sjón FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Auður Jónsdóttir 350 STOFUBLÓM Rob Herwig HVALIR VIÐ ÍSLAND Mark Carwardine BAKAÐ ÚR SPELTI Fríða S. Böðvarsdóttir SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR SKUGGA BALDUR Sjón SÁLMABÓK Ýmsir höfundar BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason KONAN SEM MAN Linda Ley Shuler STÚLKA M. PERLUEYRNALOKKA Tracy Chevalier KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson PADDY CLARKE HA HA HA Roddy Doyle BARÓNINN Þórarinn Eldjárn Listinn er gerður út frá sölu dagana 23.02.05 – 01.03.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ]

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.