Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 6

Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 6
6 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Lítil öryggisgæsla í Héraðsdómi Reykjavíkur: Rá›ist á Reyni Traustason DÓMSMÁL Sparkað var í Reyni Traustason, fyrrverandi rit- stjóra DV, þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til þess að bera vitni í máli sem höfðað er gegn Jóni Trausta Lút- herssyni, fyrir ógnanir og lík- amsmeiðingar sem áttu sér stað í höfuðstöðvum DV í Skaftahlíð í fyrra. Reynir segir kverkatakið sem tekið var á honum í æsingn- um á vinnustaðnum ekki vera aðalatriði málsins. „Það skiptir mestu máli að geta búið við öruggt og ógnunarlaust um- hverfi í vinnunni og annars stað- ar,“ sagði Reynir. „Þessi árás á mig í héraðsdómi sýnir einfald- lega eðli þessara manna, sem eru að ögra og ógna. Það er ekki hægt að sætta sig við það að inn- an veggja Héraðsdóms Reykja- víkur geti menn óáreittir gengið í skrokk á öðrum,“ sagði Reynir. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jóns Trausta, segir öryggisgæslu í héraðsdómi ekki ábótavant, þrátt fyrir þetta atvik í gær. „Ég hef nú starfað þarna lengi og hef aldrei orðið vitni að neinu, og veit ekki til þess að þarna hafi komið upp vandamál fram að þessu“. Sveinn bendir einnig á að ef menn séu taldir hættulegir, eða séu í gæsluvarðhaldi, séu þeir í vörslu fangavarða. Dómverðir eru einnig starf- andi í húsinu og að mati Sveins Andra sinna þeir starfi sínu vel og halda uppi hæfilegri lög- gæslu í húsinu. - mh HOLLAND, AP Hollenskir stjórn- málaleiðtogar gerðu í gær lokatil- raun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins. En síðustu skoðana- kannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsl- una í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja „nei“ en franskir. Hinir síðarnefndu höfnuðu sátt- málanum í bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu á sunnudaginn var með 55 gegn 45 af hundraði greiddra atkvæða. Hafni kjósendur í öðru stofn- ríki Evrópusambandsins sáttmál- anum með svo afgerandi hætti eru allar líkur á því að hann komist aldrei til framkvæmda. Öll aðildarríkin 25 þurfa að fullgilda sáttmálann til að hann geti tekið gildi. Slík niðurstaða myndi knýja leiðtoga sambandsins til að hefja endurskoðun á stefnu Evrópu- samvinnunnar er þeir koma sam- an á misserislokafundi sínum í Brüssel eftir hálfan mánuð. Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, varpaði fram þeirri hugmynd í gær að ein allsherjar- atkvæðagreiðsla í öllum aðildar- ríkjunum yrði látin skera úr um örlög sáttmálans. ■ Villepin st‡rir n‡rri Frakklandsstjórn Frakklandsforseti hefur fali› Dominique de Villepin a› fara fyrir n‡rri ríkis- stjórn eftir a› hinn óvinsæli Jean-Pierre Raffarin vék úr embætti í kjölfar ófara í fljó›aratkvæ›agrei›slu. FRAKKLAND, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti skipaði í gær Dominique de Villepin í embætti forsætisráðherra og fól honum að fara fyrir nýrri ríkisstjórn. Með uppstokkuninni brást Chirac við niðurlægjandi ósigri málstaðar forsetans og stjórnarliða í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um stjórnar- skrársáttmála Evrópusambands- ins. Villepin flytur úr innanríkis- ráðuneytinu og yfir í forsætis- ráðuneytið og kemur þar í stað Jean-Pierre Raffarin, sem sagði af sér í gær. Með Villepin kaus Chirac mann sem hann er vanur að treysta. Áður en hann varð inn- anríkisráðherra stýrði hann utan- ríkisráðuneytinu og talaði fyrir hönd Frakka í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna er tekist var á um Íraksmálið veturinn 2002- 2003. Ráðherralisti nýju stjórnarinn- ar verður væntanlega kynntur í dag. Nicolas Sarkozy, vinsælasti maðurinn í stjórnarliði hægri- manna, verður innanríkisráðh- erra, að því er náinn samherji Sar- kozys, þingmaðurinn Yves Jego, sagði í útvarpsviðtali. Í frönskum fjölmiðlum höfðu verið miklar vangaveltur um hvort Sarkozy yrði aftur fenginn til liðs við ríkis- stjórnina, en hann var innanríkis- ráðherra 2002-2004. Sarkozy er formaður Lýðfylkingarinnar UMP, flokks Chiracs, og er talinn hyggja á forsetaframboð árið 2007. Verði Sarkozy ráðherra í stjórn undir forystu Villepins mun það þykja tíðindum sæta, ekki síst með tilliti til þess að hann lét svo ummælt fyrir atkvæðagreiðsluna um helgina að einvörðungu menn sem hefðu verið kjörnir í embætti – sem Villepin hefur aldrei – „hefðu rétt til að tala í nafni Frakklands“. Ummælin voru túlk- uð sem viðvörun Sarkozys við því að láta Villepin taka við. Villepin tekur við erfiðu búi. Atvinnuleysi er yfir tíu prósentu- stigum og forystusveit franskra stjórnmála er meira og minna í sárum eftir klofning kosningabar- áttunnar með og á móti stjórnar- skrársáttmálanum. Sá klofningur gekk þvert á flokkslínur en sýndi ef til vill ekki síst gjá milli stjórn- málaforystunnar og almennings. -aa Stjórnarskrá Evrópu: Svíar vilja fá a› kjósa SVÍÞJÓÐ Vinstri flokkurinn í Sví- þjóð hótar því að hætta stuðn- ingi við ríkisstjórn jafnaðar- manna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að sam- þykkja stjórnarskrá Evrópu- sambandsins. Vinstri flokkurinn hefur fram til þessa krafist þess að stjórnarskráin verði borin undir þjóðaratkvæði. Eftir að Frakkar höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag telur flokkurinn hins vegar að dagar stjórnarskrár- innar séu taldir og því engin ástæða fyrir Svía að samþykkja hana. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna að mikill meirihluti kjós- enda vill þjóðaratkvæði um stjórnarskrána. ■ Fórst þú í leikhús síðasta vetur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Þarf að rannsaka einkavæð- ingu bankanna betur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56,04% 43,96% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Hermannaveiki í Noregi: Sex látnir NOREGUR Sex eru nú látnir úr her- mannaveikinni sem upp kom í Nor- egi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. Staðfest hefur verið að 47 manns hafi smitast af hermannaveikinni og auk þeirra sem látist hafa eru þrír alvarlega veikir. Norskum stjórnvöldum hefur enn ekki tekist að finna uppsprettu smitsins. ■ KJARASAMNINGAR SAMIÐ VIÐ STYRKTARFÉLAG VAN- GEFINNA Kjarasamningur Starfs- mannafélags ríkisstofnana við Styrktarfélag vangefinna var sam- þykktur í atkvæðagreiðslu. At- kvæði greiddu 34 félagsmenn, eða 30 prósent. Þar af sögðu 25 já, eða 74 prósent, en 9 sögðu nei, eða 26 prósent félagsmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÁBERANDI „NEI“ Móðir með múslimaslæðu gengur fram hjá áróð- ursveggspjaldi gegn samþykkt ESB- stjórnarskrárinnar í Amsterdam í gær. Hollendingar kjósa um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins: Sáttmálinn líklega felldur FERILL VILLEPINS Nafn og aldur: Dominique de Villepin, 51 árs. Ferill: Á að baki langan feril í frönsku utanríkisþjónustunni. Eftir að hafa verið einn nánasti pólitíski ráðgjafi Chiracs forseta í nokkur ár var hann skipaður utanríkisráð- herra árið 2002. Árið eftir vakti hann athygli með andríkum ræðum í öryggisráði SÞ þar sem hann andmælti áformum Bandaríkjamanna um innrás í Írak. Hann hefur verið innanríkisráðherra síðan árið 2004. Hann er mjög bókhneigður og hefur sent frá sér fimm bækur, meðal annars með eigin ljóðum. Menntun: Villepin hlaut háskólamenntun sína í ENA og SciencePo í París, aðalskól- um stjórnmálaelítu Frakklands. Galli: Villepin hefur aldrei gegnt embætti sem hann hefur verið kjörinn til. RÁÐHERRASKIPTI HANDSÖLUÐ Fráfarandi forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffar- in, og nýskipaður arftaki hans, Dominique de Villepin, handsala ráðherraskiptin í París í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P REYNIR TRAUSTASON Reynir er óánægður með öryggisgæslu í Héraðs- dómi Reykjavíkur. „Það á ekki að vera möguleiki að sparka í vitni og ógna þeim rétt áður en farið er inn í vitna- leiðslu“.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.