Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 12
1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð-
herrar ríkja við norðaustanvert
Atlantshaf vilja draga úr
kolmunnaveiðum í Norður-Atl-
antshafi þegar á þessu ári. Þetta
kom fram að loknum fundi
þeirra í Færeyjum í gær.
Í tilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu kemur fram að
fundurinn hafi lagt áherslu á að
allar veiðiþjóðirnar á svæðinu
yrðu að leggja sitt af mörkum til
að takmarka aflann í ár. Sam-
komulag náðist um að þjóðirnar
myndu ákveða fyrir lok júní-
mánaðar hvort gripið yrði til
veiðitakmarkana á þessu ári.
Ákveðið var að halda fund í
Brussel síðar í þessum mánuði
þar sem rædd yrði veiðistjórn
til lengri tíma. Jafnframt var
samþykkt að koma á sérstökum
vinnuhópi til að ákvarða hvernig
veiðum á kolmunna verði best
háttað í framtíðinni.
Fundinn í Færeyjum sóttu
sjávarútvegsráðherrar Fær-
eyja, Íslands og Noregs og auk
þess háttsettir embættismenn
frá Kanada og Rússlandi.
- ssal
ANCHORAGE, AP Þrem kanadískum
fjallgöngumönnum var bjargað á
laugardaginn eftir að hafa orðið
næstum því úti á Logan-fjalli,
hæsta fjalli landsins, en það er
skammt frá landamærunum við
Alaska.
Þremenningarnir lögðu í leið-
angurinn með nokkrum félögum
sínum fyrr í þessum mánuði en
urðu viðskila við þá. Í síðustu viku
brast svo á mikið fárviðri þar sem
frostið fór niður í -25 gráður. Á
miðvikudaginn fauk tjald mann-
anna í 5.400 metra hæð og tók í
kjölfarið að draga mjög af þeim
vegna vosbúðar og kals. Þremur
dögum síðar fundu björgunar-
sveitir þá kalda en borubratta. ■
RÚSSLAND, AP Dómsuppkvaðningu
yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrr-
verandi forstjóra og aðaleiganda
rússneska olíufyrirtækisins Yukos,
var loks lokið í Moskvu í gær, tólf
dögum eftir að hún hófst. Var hann
dæmdur í níu ára fangelsi. Þar með
lauk – í bili – einu umfangsmesta
og jafnframt umdeildasta réttar-
haldi síðari tíma í Rússlandi, en
margir hafa haldið því fram að það
sé í raun pólitískt uppgjör Vla-
dimírs Pútíns Rússlandsforseta við
Khodorkovskí, sem á tímabili var
auðugasti maður landsins.
Gæsluvarðhaldið sem Khodor-
kovskí hefur verið í síðan hann var
handtekinn haustið 2003, alls 583
dagar, dregst frá fangelsisrefsing-
unni.
Khodorkovskí lét sér hvergi
bregða er dómsorðið var lesið. Í
yfirlýsingu sem einn verjenda
hans, Anton Drel, las síðan upp fyr-
ir utan dómsalinn sagði Khodor-
kovskí að hann hefði ekki viljað
gagnrýna dómarann harkalega,
vegna þess „þrýstings sem hún
hefur verið beitt af upphafsmönn-
um þessa réttarhalds“. „Dómsvaldi
hefur verið breytt í beitt vopn
stjórnvalda,“ lýsti hann yfir.
Platon Lebedev, fyrrverandi
viðskiptafélagi Khodorkovskís
sem var ákærður með honum,
hlaut einnig dóm fyrir sömu sakir
og er gert að sæta sömu refsingu.
Þeim Khodorkovskí og Lebedev
var ennfremur gert að greiða yfir
17 milljarða rúblna, andvirði um
fjögurra milljarða króna, í sektir
og vangreidda skatta.
Stuðningsmenn Khodorkovskís,
þar á meðal skákmeistarinn Garrí
Kasparov, halda því fram að allur
málatilbúnaðurinn á hendur
honum sé hefnd ráðamanna í
Kreml fyrir að hann skyldi hafa
brotið gegn óskrifuðu samkomu-
lagi um að láta stjórnmál afskipta-
laus, en hafði meðal annars veitt
stjórnarandstöðuflokkum fjár-
hagsstuðning. Dómurinn mun
halda Khodorkovskí bak við lás og
slá vel fram yfir forsetakosning-
arnar 2008 og jafnvel allt til kosn-
inganna árið 2012.
Reiknað er með því að verjend-
ur Khodorkovskís áfrýji dómnum
innan þess tíu daga frests sem gef-
inn er. Saksóknari ítrekaði í gær að
verið væri að undirbúa nýjar
ákærur á hendur honum.
-aa
Umdeilt kjarnorkuver:
Svíar loka
Barsebäck
KJARNORKUVER Sænska kjarnorku-
verinu Barsebäck var lokað á miðn-
ætti í nótt samkvæmt áætlun
stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára
sögu þessa umdeilda kjarnorku-
vers.
Barsebäck er á suðurströnd Sví-
þjóðar milli Malmö og Helsingja-
borgar og hafa mótmæli Dana gegn
rekstri versins ekki hvað síst haft
áhrif á lokun þess. Fyrri kjarnakljúf
þess var lokað 1999. ■
Reykjavíkur
– býður upp á alþjóðlegan matseðil úr íslenskum gæðahráefnum
Nýtt viðmið
– nýr bar og veitingastaður
í hjarta
Salt Lounge Bar & Restaurant
Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001
radissonsas.com
*Yes I Can! er skrásett þjónustuhugtak Radisson SAS hótela.
Það mótar grunninn að stefnu okkar.
Radisson SAS 1919 hótel
Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001, netfang info.1919.reykjavik@radissonsas.com
Við tökum vel á móti þér
á Radisson SAS 1919 hóteli,
Reykjavík
Ég sef
alltaf er
*já
þar sem
sagt
OP
NU
M
10
. JÚ
NÍ
OPNUM
10. JÚNÍ
KALINN Á TÁNUM Alex Snigurowicz, einn
fjallgöngumannanna, kól illa á tánum
enda var frostið í meira lagi á fjallinu.
Kanadamenn á Logan-fjalli:
Ur›u næstum úti
KOLMUNNASKIP KEMUR TIL
HAFNAR Áform eru uppi um
að draga úr kolmunnaveiðum í
Norður-Atlantshafi.
Sjávarútvegsráðherrar við Norður-Atlantshaf:
Vilja minnka kolmunnavei›ar
STYÐJA SINN MANN Stuðningsfólk Khodorkovskís heldur á myndum af honum og kröfu-
spjöldum bak rammgerðrar lögreglugirðingar í grennd við dómhúsið í gær.
M
YN
D
/A
P
Milljar›asektir
og fangelsisvist
Tólf daga upplestri dómsins í Khodorkovskí-málinu
lauk í gær me› sakfellingu og níu ára fangelsidómi.
Dómnum ver›ur áfr‡ja› en n‡jar ákærur bí›a.
FAHD AÐ HRESSAST Læknar í
Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, hafa
skýrt frá því að Fahd konungur
væri að ná sér af lungnabólgunni
sem hann fékk í síðustu viku. Fahd
er rúmlega áttræður. Eftir hjarta-
áfall 1995 hefur hálfbróðir hans,
Abdullah krónprins, stýrt landinu.
SÁDI-ARABÍA