Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 14
ANDARUNGI Í ÓSKILUM Þegar fjölskyldan að Löngubrekku 22 í Kópavogi kom heim til sín um eftirmið- daginn á mánudag var þessi litli andarungi á svamli í útisundlaug heimilisins. Heimil- iskötturinn Binni var á vappi við laugina en hefur ekki hætt sér út í vatnið. Hringt var í Húsdýragarðinn og var unganum komið þangað. 14 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Upprunalausi flóttamaðurinn: Enn vegalaus hjá Ge›hjálp FÉLAGSMÁL Pólitískur flóttamaður, Aslan Gilaev, dvelur enn í húsnæði Geðhjálpar, ríkisfangslaus og al- gjörlega vegalaus. Sveinn Magnús- son, framkvæmdastjóri Geðhjálp- ar, átti nýverið fund með fulltrúa dómsmálaráðuneytis. Sveinn sagði að fulltrúi ráðuneytisins hefði lýst vilja sínum til að athuga hvort hægt væri að útvega manninum vega- bréf sem útlendingi, þó svo að upp- runi hans hefði ekki fengist stað- festur. „Það þýðir að maðurinn er þá alla vega frjáls ferða sinna en á ábyrgð íslenskra yfirvalda,“ sagði Sveinn. Aslan Gilaev kom hingað til lands sem pólitískur flóttamaður fyrir um það bil fimm árum. Hann kvaðst upphaflega hafa flúið frá Tsjetsjeníu árið 1995. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan hefur ekki tekist að staðfesta hvaðan hann kom. Sveinn sagði að nú hefði verið gengið frá nauðsynlegum pappír- um, þannig að Aslan gæti fengið örorkubætur frá Tryggingastofnun. „Í dag er honum ekki einu sinni kleift að vinna, því hann er ekki með atvinnuleyfi,“ sagði Sveinn. „Hann hefur meira að segja fengið synjun frá bankakerfinu um við- skipti, þótt hann sé með kennitölu, því vegabréfið vantar.“ - jss FORSETAHEIMSÓKNIN Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra og dr. Abdul Kamal Indlandsforseti funduðu í gær í ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu. Á fundinum ræddu þeir um nauðsyn þess að finna leiðir til að auka viðskipti milli landanna, og minntist Hall- dór á að áhugi væri fyrir því hér á landi að koma á fríverslun við Indland. Einnig var rætt um möguleg samstarfsverkefni í tengslum við lyfjaiðnað og sjávar- útveg. Þá ræddu þeir um aukið samstarf vísindamanna, einkum jarðvísindamanna. Alþjóðamál bar einnig á góma á fundinum. Indverjar hafa ásamt fleiri ríkjum lagt fram tillögur um endurskoðun á starfsháttum og samsetningu Öryggisráðs Sameinuðu Þjóð- anna. Á fundinum ítrekaði Hall- dór stuðning íslenskra stjórn- valda við þessar tillögur. Halldór og dr. Kamal ræddu enn fremur um Alþjóðavið- skiptamálastofnunina og mikil- vægi þess að yfirstandandi samningslotu lyki sem fyrst til að liðka fyrir viðskiptum milli aðildarríkjanna. - grs Vildi sérstaklega kynna sér fiski›na› Indlandsforseti byrja›i gærdaginn á flví a› sko›a frystitogara í Reykjavíkur- höfn. Einnig funda›i hann me› Halldóri Ásgrímssyni, sko›a›i Nesjavelli og tók sér far me› vetnisstrætisvagni. FORSETAHEIMSÓKNIN Dr. A.P.J. Abdul Kamal byrjaði gærdaginn á því að heimsækja frystitogarann Engey RE 1, sem HB Grandi gerir út. Egg- ert Guðmundsson, forstjóri HB Granda, tók á móti honum og hélt stutta tölu um fyrirtækið og íslensk- an sjávarútveg. Síðan fór forsetinn í kynnisferð um skipið. Það var sér- stök ósk dr. Abdul Kamal að fá tæki- færi til að kynnast íslenskum fisk- iðnaði í heimsókninni. Hann er af verkafólki kominn í strandhéraðinu Rameswaran. Eftir skoðunarferðina var farið á fund Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í lok fundarins var undirrituð bókun um efni loftferða- samnings milli Íslands og Indlands og voru Halldór og dr. Abdul Kalam viðstaddir undirritunina. Við sama tækifæri var undirrituð viljayfir- lýsing um samráð milli utanríkis- ráðuneyta landanna. Síðar um dag- inn snæddu Halldór og Indlandsfor- seti hádegisverð í sumarbústað for- sætisráðherra á Þingvöllum, en í millitíðinni fór forsetinn ásamt föruneyti sínu á Nesjavelli. Forsetinn kom síðdegis til Rey- kjavíkur og fór þá beint á vetnis- stöðina. Þaðan fékk hann far ásamt föruneyti sínu með einum vetnis- strætisvagnanna upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en þar var ráð- stefna um hreina orku og tilraunir með vetni á Íslandi. Síðasti liðurinn í heimsókn for- setans var síðan indversk menning- ardagskrá í Gerðarsafni í Kópavogi. Indverskir fjölmiðlar virðast hafa sýnt heimsókn Indlandsforsta mikinn áhuga. Íslenskir embættis- menn mundu ekki eftir jafnmiklum fjölda af erlendum blaðamönnum í opinberri heimsókn til Íslands. Ekki dugði minna en ein rúta sem tekin var á leigu til að flytja indverska fjölmiðlamenn á milli staða. Opinberri heimsókn Indlands- forseta lýkur í dag. grs@frettabladid.is Glös fyrir góðar stundir – einstök ending og frábært verð Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 ti l 14:0 0 Opnu nartí mi í ver slun RV: RV 20 42 A Pils 36 cl bjórglös, 3 stk. Maldive 36 cl bjórglös, 6 stk. Imerial 31 cl rauðvínglös , 12 stk. Á tilboðsverði í júní 2005 1.528,- 12 stk. 742.- 6 stk. 324,- 3 stk. Maí 2005 5. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. Ú R A L L S N Æ G T U M Í G J A L D Þ R O T U P P G J Ö R J Ó N Í N U B E N 899 k m vsk M ANNLÍF ÍÞRÓTTAÁLFURINN OG RUS LFÆÐIÐ NÆRMYND AF MA GNÚSI SCHEVING MIKILVÆGAST Í LÍFI SELMU GOÐSÖGNIN INGÓLFU R GUÐBRANDSSON LANDSINS BESTA HERRAFATABÚÐ VALIN BARN AÐ EILÍFU EKKI BÁRA GUÐJÓNSDÓT TIR SEGIR AÐ BÓKARSK RIF SIGMUNDAR ERNIS UM FATLAÐA DÓTTUR ÞEI RRA FELI Í SÉR BROT Á FRIÐHE LGI EINKALÍFS STÚLKU NNAR OG ÞAÐ HAFI VERIÐ GERT AÐ MARKAÐSVÖRU I I I I I I I Í I I I Í I I VERTU UPPLÝSTUR UPPSELT HJÁ ÚTGEFAN DA ASLAN GILAEV Er kominn á örorkubætur og bíður enn úrlausnar sinna mála. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA FUNDAÐ MEÐ INDLANDSFORSETA. Dr. Abdul Kamal og Halldór Ásgrímsson funduðu í ráðherrabústaðnum á ellefta tímanum í gærmorgun. Forsætisráðherra á fundi með Indlandsforseta: Áhugi á fríverslun vi› Indland INDLANDSFORSETI Í SKIPSTJÓRASTÓL Dr. Abdul Kamal leit við í Engey í gær. Hér situr hann í skipstjórastólnum og Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjar, útskýrir fyrir honum tæknibúnað skipsins. Eggert Guðmundsson (t.v.) og indverski hershöfðinginn K.S. Dogra (t.h.) fylgdust með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.