Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 18
18 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Ræddi ekki vi› Daví› um VÍS
Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra segist
aldrei hafa rætt átök um
eignarhald á VÍS við
Davíð Oddsson. Hann
kveðst hafa rætt símleið-
is við fulltrúa Kaldbaks
og S-hópsins, sem báðir
vildu verða gjaldgengir
kaupendur ríkisbank-
anna.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra neitar því algerlega að af
greinarflokki Fréttablaðsins um
einkavæðingu ríkisbankanna megi
ráða að hann og Davíð Oddsson,
þáverandi forsætisráðherra, hafi
handstýrt sölu þeirra til kaupenda
sem þeir höfðu velþóknun á.
„Það er ekki rétt. En ég vil fyrst
segja, að þarna eru ýmsar fullyrð-
ingar og það hefur engin tilraun
verið gerð til þess að leita upplýs-
inga hjá mér eða hjá því fólki sem
vinnur fyrir mig í þessu máli. Og ég
undrast það að slík vinnubrögð skuli
viðhöfð.
Þetta mál er tiltölulega einfalt.
Það var reynt, sérstaklega árið
2001, að fá kjölfestufjárfesta inn í
bankana. Einkum var reynt við er-
lenda aðila og það gekk ekki. Síðan
gerist það um mitt ár 2002 að það
kemur bréf frá Samsonarmönnum
um áhuga á kaupum á öðrum bank-
anum. Það varð að bregðast við
þessu erindi því það var kærkomið
að slíkur áhugi skyldi vera fyrir
hendi og að þarna kæmi inn kjöl-
festufjárfestir með erlent fjár-
magn. Í framhaldi af því var ákveð-
ið að auglýsa bankana til sölu
þannig að það ferli væri algerlega
opið eins og nauðsynlegt var. Fimm
aðilar sýndu þessu áhuga. Og
HSBC-bankinn og framkvæmda-
nefndin um einkavæðingu mæltu
með því að gengið yrði til viðræðu
við þrjá aðila en tveir uppfylltu ekki
skilyrðin. Síðan hófst þetta mál,
fyrst með viðræðum við alla sem
leiddu til viðræðna við Samsonar-
menn. Í framhaldinu var rætt við
hina tvo sem endaði með samning-
um við annan aðilann. Ég er þeirrar
skoðunar, að þegar litið er til baka
hafi einkavæðing bankanna tekist
mjög vel. Hún hefur skipt mjög
miklu máli fyrir framvindu í ís-
lensku efnahagslífi. En auðvitað
hefðum við viljað sjá meiri áhuga á
bönkunum á þessum tíma og að
fleiri hefðu boðið í þá eins og nú er
að gerast með Símann.“
Var beðinn um að ræða við fulltrúa
Kaldbaks og S-hópsins
Af greinaflokki Sigríðar Daggar
Auðunsdóttur í Fréttablaðinu má
ráða að Halldór Ásgrímsson hafi
rætt við fulltrúa Kaldbaks og S-
hópsins um hugsanlega þátttöku um
tilboð í ríkisbankanna. Spyrja má
hvort það hafi verið sérstakt áhuga-
mál Halldórs að þessi fjárfestinga-
félög gerðu sameiginlegt tilboð.
„Jóhannes Geir Sigurgeirsson
óskaði eftir fundi með mér fyrir
hönd nokkurra aðila. Og ég gat ekki
orðið við þeirri beiðni vegna þess að
ég var upptekinn við fundi úti á
landi, var síðan að fara erlendis og
stóð til að ég yrði lengi í burtu. Og
ég spurði hvort þeir gætu ekki
hringt í mig. Og þeir gerðu það. Ég
sagði þeim einfaldlega að þeir
stjórnuðu sínum eigin málum og ef
að þeir vildu verða vissari um að
báðir aðilar kæmust að málinu væri
líklegasta leiðin til þess, að þeir
stæðu sameiginlega að því og bæðu
sameiginlega um samninga um mál-
ið. Og það getur nú í sjálfu sér hver
sagt sér það. Ég hef alltaf verið
áhugamaður um að sem mest
breidd væri í eignaraðild að ís-
lensku fjármálalífi. Þeir komu sér
ekki saman og ég hafði ekkert um
það að segja. Það var þeirra mál. Ég
neita venjulega ekki samtölum við
fólk í mikilvægum málum og það
voru margir sem báðu um samtöl
við mig út af þessum málum á sín-
um tíma. Ég veitti þau samtöl. Síðan
gerðist það að ég fór algerlega út úr
þessu vegna minna veikinda þannig
að mikið af því sem gerðist á síðari
stigum var í minni fjarveru. Ég tel
að félögum mínum í ríkisstjórninni
hafi tekist vel að ljúka þessu máli.
Menn verða að átta sig á því að auð-
vitað eru það ráðherrar sem taka
endanlegar ákvarðanir. Það eru
ekki ráðgjafar eða embættismenn.
Það eru ráðherrarnir sem bera
ábyrgð á málum. Mér finnst stund-
um að það sé látið í það skína að
embættismennirnir og ráðgjafarnir
eigi að taka allar ákvarðanir. Ef
þannig stjórnarhættir væru þyrfti
ekki ríkisstjórn.“
Hótaði aldrei stjórnarslitum og ræddi
ekki við Davíð um VÍS
Tengsl viðskiptalífsins og stjórn-
málanna um áratugi eru kunn, en í
greinaflokki Fréttablaðsins vekur
athygli svonefnt sex daga stríð um
Vátryggingafélag Íslands, VÍS.
Freistandi er að túlka þetta sem
átök á grundvelli einhvers konar
helmingaskiptareglu Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks í gegn
um tíðina.
„Það er algerlega út í hött,“ segir
Halldór. „Landsbankinn ákvað á
sínum tíma að kaupa hlut í VÍS og
síðan gekk aðilum illa að koma sér
saman um hvernig þessu fyrirtæki
skyldi stjórnað. Þetta mál var síðan
rekið á vettvangi þessara aðila. Því
er haldið fram í þessum greinar-
flokki að ég hafi hótað stjórnarslit-
um út af þessu máli. Það hef ég
aldrei gert. Því er líka haldið fram
að ég hafi átt sérstakan fund með
Davíð Oddssyni um þetta mál. Sá
fundur hefur aldrei átt sér stað. Og
ég minnist þess aldrei að við Davíð
höfum talað um þetta mál. Ég hef
spurt hann, hvort hann myndi eftir
að við hefðum rætt þetta mál. Hann
sagði nei. Þannig að við ræddum
þetta mál aldrei okkar í milli. Þetta
var á borði annarra manna. Og það
var leyst eftir því sem ég best veit á
viðskiptalegum grundvelli. Þannig
var það. Fréttablaðið hefði getað
borið þetta undir mig. En það var
ekki gerð nein tilraun til þess.“
Farið eftir settum reglum
Margt bendir til þess að umtalsverð
átök hafi verið um einkavæðingu
bankanna á stjórnarheimilinu og þá
oddvita stjórnarflokkanna.
„Það hafa engin átök verið okkar
í milli út af þessu máli,“ segir Hall-
dór. „Við höfum í þessu máli eins og
í öðrum stórum málum farið yfir
það með okkar ráðgjöfum og við
höfum reynt að leysa það eftir bestu
getu og það hefur verið gert. Síðan
hefur Ríkisendurskoðun farið yfir
allt þetta mál og skilað um það
skýrslu. Skýrslan er nú uppistaðan í
þessari frásögn Fréttablaðsins og í
sjálfu sér ekkert nýtt í því.“
Engu að síður verður að telja að
eitthvað gangi á þegar menn eins og
Hreinn Loftsson og Steingrímur Ari
Arason yfirgefa einkavæðingar-
nefndina og tala um forkastanleg
vinnubrögð. Gera þeir það vegna
þess að stjórnmálamennirnir, ráð-
herrarnir, eru að blanda sér á ein-
hvern óhæfilegan hátt inn í þetta
ferli?
Halldór kveðst ekkert vita um
það. „Ég hef aldrei talað við Stein-
grím Ara Arason og Hrein Loftsson
um þessi mál og þekki það ekki. En
það var í framhaldi af afsögn Stein-
gríms Ara að Ríkisendurskoðun var
beðin um að fara yfir málið. Hún
skilaði skýrslu um það og taldi að
farið hefði verið að settum regl-
um,“segir Halldór Ásgrímsson. ■
Viðey hefur verið óvenjulega mikið í
fréttum að undanförnu. Í byrjun maí var
það í fréttum að Guðmundur Gestsson
taldi að Reykjavíkurborg hefði staðið
óheiðarlega að útboði Viðeyjarferjunnar
þegar samið var á ný við aðilann sem
hefur rekið ferjuna síðastliðin tólf ár.
Guðmundur taldi sitt útboð það hag-
stæðasta. Um svipað leyti var greint frá
deilum á milli veitingamannsins sem
rak Viðeyjarstofu, Steinars Davíðssonar,
og Árbæjarsafns vegna vangoldinnar
húsaleigu Steinars sem lauk með því að
Árbæjarsafn rifti samningnum við hann.
Síðan hefur veitingamaðurinn á Múla-
kaffi tekið við rekstrinum.
Í síðustu viku greindi borgarstjórnar-
flokkur Sjálfstæðisflokksins svo frá fram-
tíðaráætlunum sínum um að tengja
Viðey við land með brú og mögulega
byggð á austurhluta eyjunnar en eyjan
hefur ekki verið í byggð síðan þorpið
sem þar var lagðist af árið 1943. Hug-
myndin um landtengingu Viðeyjar er þó
ekki ný af nálinni því nokkuð hefur
verið deilt um hana á liðnum árum.
Fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmars-
son gagnrýndi áætlanirnar í kjölfarið
með þeim rökum að eyjurnar fyrir utan
ströndu Reykjavíkur væru of lágar til að
óhætt væri að byggja þær. Jóhann sagði
að í flóði gætu eyjarnar horfið undir sjó
og minntist á Básendaflóðið 1799 þar
sem sjór flæddi yfir hálft Seltjarnarnes-
ið. Í þessari viku hefur svo áhugamaður
um Viðey, Örlygur Hálfdánarson, greint
frá þeim áhyggjum sínum að eyjan sé
að skolast burt vegna landrofs sem
hann segir afleiðingu af dýpkunarfram-
kvæmdum í Sundahöfn.
Síðastliðinn mánuður í sögu Viðeyjar
hefur því verið nokkuð róstusamur því
harðar umræður hafa staðið um eyjuna
og málefni tengd henni.
Karp, brú, bygg› og landrof
FBL-GREINING: VIÐEY
Dr. Þorbjörn Broddason telur frétta-
miðla best setta í eign þeirra sem
aðeins hafa hagsmuni af fjölmiðla-
rekstri.
Er eftirsóknarvert fyrir fjölmiðla
að eiga gagnaveitur eins og Sím-
ann? Það er augljóst að gagnaveit-
ur vilja eiga fjölmiðla. En því minna
sem eignarhald á fréttamiðli bland-
ast saman við eignarhald á einhverj-
um öðrum rekstri, þeim mun frjáls-
ari og sjálfstæðari er fjölmiðilinn.
Það eru allt of mörg dæmi þess
hvernig hagsmunir eigenda á ein-
hverjum öðrum vettvangi geta leikið
fjölmiðilinn grátt. Besti kosturinn er
að fréttamiðillinn sé í eigu einhvers
sem hefur ekki áhuga eða hagsmuni
af neinu öðru en að reka fréttamiðil.
Þess vegna sé ég engan hag í því að
miðilinn eigi gagnaveitu frekar en til
dæmis mjólkurbú eða álver.
Hvað gerist þegar búið verður að
selja Símann? Nýir eigendur sækj-
ast eftir að eiga hlut í fjölmiðlum og
það er fjölmiðlunum ekki til neinnar
blessunar. Nýju eigendurnir verða
uppteknir af því að tryggja efnis-
flutning um sínar gagnaveitur. Hags-
munir fjölmiðils eiga bara að vera
hagsmunir almennings. Og það er
ekkert gefið að hagsmunir almenn-
ings og hagsmunir þessa nýja fyrir-
tækis fari alltaf saman.
ÞORBJÖRN BRODDASON
Vilja dagskrá
í gagnaveitu
SALA SÍMANS
SPURT & SVARAÐ
Traustur tækjabúnaður
Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur
Sími 535 3500 · Fax 535 3509
www.kraftvelar.isVíbratorar og dælur Jarðvegsþjöppur Malbikunarvélar Fræsarar
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
EINKAVÆÐING
BANKANNA
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Því er líka haldið fram að ég hafi átt
sérstakan fund með Davíð Oddssyni um þetta mál. Sá fundur hefur aldrei átt sér stað. Og
ég minnist þess aldrei að við Davíð höfum talað um þetta mál.“
LEIKMUNUR Sprengja fannst í Heiðmörk
síðdegis á mánudag. Lögreglan og Víkinga-
sveitin voru kallaðar á vettvang. Við athug-
un kom í ljós að um leikmun var að ræða
en ekki sprengju.