Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 20
Í grein með fyrirsögninni „Fyrir- fólk í fyrirrúmi“, sem birtist hér í blaðinu meðan flokksþing Fram- sóknarflokksins stóð yfir í vetur (26. febrúar), dró ég það fram að meginviðfangsefni flokksins í nú- verandi stjórnarsamstarfi hefði verið að koma eignum SÍS eftir gjaldþrot þess í verðugar hendur ásamt því að tryggja framsóknar- mönnum sinn hlut í einkavinavæð- ingu opinberra stofnana. Í stuttri blaðagrein er ekki rúm til ítarlegs rökstuðnings fyrir slíkum fullyrð- ingum, auk þess sem þá voru ekki orðnar heyrinkunnar ýmsar þær upplýsingar sem síðan hafa komið fram í dagsljósið. Í ágætum greinaflokki sem Sig- ríður Dögg Auðunsdóttir blaða- maður hefur verið að birta að und- anförnu í hér blaðinu hafa þegar komið fram upplýsingar, sem renna stoðum undir þessa stað- hæfingar og leiða raunar í ljós hvernig foringjar og forystulið beggja stjórnarflokka hafa verið á kafi í tilfærslu eigna ríkisins og Sambands íslenskra samvinnu- félaga til ýmissa klíkna sem verið hafa þeim þóknanlegar, stundum í svo heiftarlegum átökum að Stjórnarráðið hefur nötrað og leik- ið á reiðiskjálfi og hótanir um stjórnarslit hvað eftir annað legið í loftinu. Greinaflokkur Sigríðar Daggar minnir um margt á greinaflokk Agnesar Bragadóttur í Morgun- blaðinu í janúar 2003. Í inngangi að þeim greinaflokki sagði svo: „Átakamesta og oft dramatískasta viðskiptastríð, sem háð hefur verið í íslensku viðskiptalífi í ára- tugi var að mestu háð fyrir luktum dyrum og á bak við tjöldin. Meira og minna fór það framhjá íslensku þjóðinni, undanfarin þrjú ár [þ.e. 2000-2002], að nokkrir menn gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að ná á sitt vald Íslandsbanka, með kaup- um á bankanum sjálfum og Trygg- ingarmiðstöðinni og fjárfestinga- félaginu Straumi. Það fór jafnmik- ið framhjá íslensku þjóðinni, að því var afstýrt, jafnan á elleftu stundu, að yfirtökuáformin yrðu að veruleika. Það voru áhrifamenn í banka- og viðskiptalífinu sem tóku höndum saman, með vitund og samþykki áhrifamikilla stjórn- málamanna, til þess að koma í veg fyrir að völd þau og áhrif, sem fylgja því að ráða yfir mörgum tugum milljarða í eigu sjóða, banka og almenningshlutafélaga, lentu í höndum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Þorsteins Más Baldvinssonar og samstarfsmanna þeirra“ [þar var helstur Eyjólfur Sveinsson, eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra]. Greinaflokkur Sigríðar Daggar sýnir svo ekki verður um villst að átökin um eignarhald á Lands- bankanum, Búnaðarbankanum og VÍS voru ekki síður dramatísk með hótunum um lögsóknir, kærur og jafnvel stjórnarslit. Einnig að þrátt fyrir slitróttar fréttir öðru hvoru í fjölmiðlum á undanförnum árum um einstaka atburði í þessari átakakeðju hefur það meira og minna „farið framhjá íslensku þjóðinni“ hver var kjarni þessara átaka: að framsóknarmenn fengju í helmingaskiptum sinn hlut við einkavæðingu ríkisbankanna og endurheimtu VÍS jafnframt úr klóm Landsbankans og Kjartans Gunnarssonar. Í grein minni í febrúar rakti ég það, að klofningur Alþýðuflokks- ins með stofnun Þjóðvaka 1995 leiddi framsókn aftur til valda með Sjálfstæðisflokknum og gamla helmingaskiptareglan var endur- vakin. Síðan sagði orðrétt í grein- inni: „Höfuðviðfangsefni Fram- sóknarflokksins síðan hefur verið það að koma eignum SÍS sáluga í hendur verðugra arftaka. Og hverjir gátu verið verðugri arftak- ar en einmitt erfingjar kaupfélags- stjóranna og SÍS-forkólfanna? Stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur einmitt byggst á þessum grunni, þótt hljótt fari, og skýrir það kannski að miklu leyti það undir- gefnishlutverk sem framsókn hefur tekið að sér að gegna í þess- ari sambúð. Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til. VÍS, Olíufélagið, Búnaðarbankinn og Samskip eru komin í eigu traustra afkomenda kaupfélagsstjóra og SÍS-forkólfa og gefa Framsóknarflokknum öruggan fjárhagslegan bakhjarl í útgerðinni á ólgusjó stjórnmál- anna. Ættarfyrirtæki Halldórs Ás- grímssonar standa traustum fótum í kvótaeign og – í gegnum ýmis eignarhaldsfyrirtæki – í flestöllum einkavæddum fyrir- tækjaafkvæmum SÍS sáluga. Fram undan er einkavæðing raforku- fyrirtækjanna í einn stóran einok- unarrisa, Landsímanum þarf að koma í verðugar hendur, Ríkisút- varpið er komið á dagskrá – og svo þarf að koma Samkeppnisstofnun undir örugga stjórn stjórnarflokk- anna svo að grænmetiseinokunar- málin og olíufélagasamráðsmálin endurtaki sig ekki. Eldri kynslóð framsóknarmanna er komin á græna grein svo að ekki er að furða að yngri kynslóðin hyggi sér gott til glóðarinnar. Það er eftir miklu að slægjast. Sjáið bara hvar Finnur Ingólfsson er núna!“ Mörgum þóttu þetta stór orð fyrir þremur mánuðum síðan. En nú hrannast sönnunargögnin upp sem sýna að ekki aðeins hafa stjórnarflokkarnir hrokkið frá eigin stefnu um einkavæðingu, þ.e. um dreifða eignaraðild, „auðstjórn fólksins“, heldur og frá frumreglu allrar einkavæðingar, sem er sú að einkavæðingarferlið sé tært og gagnsætt og öllum ljóst að enginn sem að því stendur sé að maka krókinn. ■ H alldór Ásgrímsson hótaði ekki stjórnarslitum vegna átakaum sölu og kaup á Vátryggingafélagi Íslands. Hafi einhverhaldið því fram er það ekki Fréttablaðið. Heimildir Frétta- blaðsins segja hins vegar allar að Halldór hafi hótað að hætta ferli einkavæðingar og það hafi farið illa í samstarfsflokkinn. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum innan ráðuneyta, en segir eðli- lega ekki hverra, þegar það er beðið að geta ekki heimilda. Það er ekki rétt hjá Halldóri Ásgrímssyni að Fréttablaðið hafi ekki reynt að ná tali af honum við vinnslu fréttaskýringanna. Það er rétt hjá Halldóri Ásgrímssyni að það var ekki gert áður en fyrsta greinin birtist, síðastliðinn laugardag. Þann dag var reynt að ná tali af forsætisráðherra og eins dagana á eftir. Hann svaraði ekki kalli blaðsins fyrr en nú. Í upphafi ákvað Fréttablaðið að fara þessa leið, leið sem er vel þekkt, það er að byggja greinarnar á traustum heimildum, sem þær vissulega eru, og leita síðan viðbragða. Það var gert og það er ekkert athugavert við það. Halldór Ásgrímsson var á símafundi með fulltrúum tveggja af þremur hópum sem vildu kaupa annan ríkisbankanna. Hann lagði til að hóparnir freistuðu þess að vinna saman að kaupunum. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum og þetta hefur Halldór Ás- grímsson staðfest. Halldór Ásgrímsson hafði afskipti af sölu bankanna. Hann neit- ar því ekki enda ekki ástæða til. Rétt skal vera rétt. Það var með þeim formerkjum sem fréttaskýringar Fréttablaðsins voru skrif- aðar. Það er þess vegna sem flestir sem til þekkja segja þær réttar í flestu, sumt þekkja menn ekki og telja það eitt duga til að draga réttmæti fréttanna í efa. Fréttablaðið leitaði fanga víða, meðal annars í skýrslum Ríkisendurskoðunar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Halldór Ásgrímsson hefur sagt réttilega að margt af því sem kemur fram í fréttaskýringum Fréttablaðsins hafi hann áður lesið. Það er rétt. Annað hefur ekki áður birst á prenti. Fréttablaðið dró engar ályktanir í fréttaskýringunum, heldur gætti þess að sjónarmið heimildarmanna kæmu fram, það er að segja eftir að heimildirnar höfðu verið tryggðar frá fleiri heimildarmönnum eða sýndar með skjölum. Heimildarmenn Fréttablaðsins komu úr ólíkum hópum. Eitt eiga þeir allir sameiginlegt, það er að þeir báðu ítrekað um að þeir yrðu ekki nefndir á nafn og ekki stuðst við þeirra orðalag sem gæti með einhverjum hætti bent til hverjir þeir væru. Það virðist útbreiddur misskilningur að Fréttablaðið hafi talið að verið væri að fletta ofan af hneyksli eða lagabrotum með því að segja lesendum sínum frá því hvernig einkavæðingu bankanna var háttað. Fréttablaðið hefur sagt lesendum sínum alla söguna, söguna rétta og það er hvers og eins að meðtaka hana. Fréttablaðið vandaði sig og er stolt af verki sínu. Fréttablaðið mun gera fleiri fréttaskýringar með sama metn- aði og það hefur gert til þessa. 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Fréttablaðið hefur stigið stórt skref með fréttaskýringum og er tilbúið að stíga fleiri. Forsætisrá›herra og Fréttabla›i› FRÁ DEGI TIL DAGS fia› vir›ist útbreiddur misskilningur a› Fréttabla›i› hafi tali› a› veri› væri a› fletta ofan af hneyksli e›a lagabrotum me› flví a› segja lesendum sínum frá flví hvernig einkavæ›ingu bankanna var hátta›. Helmingaskipti vi› einkavæ›ingu Stór skrá Tvöhundruð þúsund Íslendingar eru á svokallaðri „málaskrá lögreglunnar“. Að- eins lítill hluti þessa fólks hefur verið kærður eða sætt opinberri rannsókn, á skránni eru allir þeir sem með einhverj- um hætti tengjast lögreglurannsóknum og útköllum lögreglunnar fyrr og síðar, jafnt alvarlegum málum sem léttvæg- um. Lögfræðingur Ríkislögreglustjóra segir í Morgunblaðinu í gær að not- endur málaskrárinnar séu skráðir og starfsmönnum lögreglunnar sé óheimilt að fletta upp á einstak- lingum sem tengjast ekki mál- um sem þeir vinna að. Ljóst er þó að sú regla hefur brotin, því nýverið gekk dómur um að lögreglunni hefði verið óheimilt að fletta upp í málaskránni nafni umsækjanda um starf hjá Toll- gæslunni. Sá var ekki undir neinni rannsókn og var uppflettingin aðeins greiði sem einn embættismaður gerði öðrum. Ógeðfellt Kristófer Már Kristinsson skrifar um þetta í Morgunblaðið á mánudaginn. „Hver skyldi bera ábyrgð á þessum end- emum?“ spyr hann. „Það kann hugsan- lega að auðvelda leit að glæpamönnum að hafa alla mögulega á skrá. Það er hins vegar ekki hægt að réttlæta skrán- ingu af þessu tagi með því að það auðveldi starf lögreglunnar. ... Ég er 57 ára og er þess vegna á þessari skrá, hvers vegna og fyrir hvað veit ég ekki, kannski fyrir umferðar- lagabrot, þannig að í hvert skipti sem bíl er stolið kemur nafnið mitt upp á lista yfir mögulega bílþjófa. Kannski vegna þess að ég fékk rakettu, sem ég hafði ekki skotið upp sjálfur í hausinn á gamlaárskvöld og er þar með kominn á lista yfir fólk sem umgengst sprengiefni óvarlega. Eða bara vegna þess að ég er kaþólskur. Þessi skrá er eitthvað það ógeðfelldasta sem komið hefur upp í Lýðveldinu um langa hríð og er þá langt um jafnað.“ Treystir ekki Kristófer lýkur grein sinni með þessum orðum: „Ég treysti hvorki lögreglunni né dómsmálayfirvöldum til að vera að föndra með upplýsingar um mig eða aðra, og er öldungis sama hversu gam- an þeir hafa af því. ... Þessum upplýs- ingum ber að eyða umsvifalaust og þeir sem ábyrgðina bera eiga að fá bágt fyrir.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG FYRIRFÓLK Í FYRIRRÚMI II ÓLAFUR HANNIBALSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.