Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 30
Dögg Hjaltalín
skrifar
Magnús Þorsteinsson hyggst selja
hlut sinn í Samson en hann segist
aðspurður ekki vita hvert verð-
mæti hlutarins sé. Ef miðað er við
núverandi markaðsvirði Lands-
bankans og Burðaráss, sem Sam-
son á stóran hlut í, er hlutur
Magnúsar um 12 milljarðar
króna. Ekki liggur fyrir hversu
mikið Samson skuldar á móti
eignum sínum. Samson eignar-
haldsfélag, sem á tæpan 45 pró-
senta hlut í Landsbankanum og
Samson Global Holding, sem á
tæp 20 prósent í Burðarási, hafa
til þessa verið í eigu þeirra Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, Björg-
ólfs Guðmundssonar og Magnús-
ar en nú skilja leiðir. Magnús átti
14,5 prósenta hlut í Samson.
Samson Global Holding átti
upphaflega hlut í Straumi Fjár-
festingarbanka en hann var seld-
ur að hluta til í skiptum fyrir hlut
í Eimskipi haustið 2003. Félagið
bætti svo við sig og nú seinast
kom það að kaupum Burðaráss á
Kaldbaki.
Samson keypti Landsbankann
á tæpa 12 milljarða króna og því
hefur hlutur Magnúsar numið
tæpum tveimur milljörðum á
þeim tíma. Virði hlutar hans í
Landsbankanum er nú hátt í 10
milljarða króna. Gengi bréfa í
Landsbankanum hefur fjórfaldast
síðan Samson keypti fyrir rúmum
tveimur árum. Gengi bréfa í
Burðarási hefur tvöfaldast frá því
að Samson byrjaði að kaupa
seinni part ársins 2003.
Samson-félögin verða eftir
viðskiptin eingöngu í eigu
Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors.
Magnús Þorsteinsson á um 75
prósenta hlut í Avion Group og er
hann stjórnarformaður fyrir-
tækisins. Einnig situr Magnús í
stjórn Actavis og Eddu. Í frétta-
tilkynningu um áætlaða sölu segir
að Magnús hyggist með þessari
ákvörðun einbeita sér að fjárfest-
ingum í almennri flutningastarf-
semi og flugrekstri. Magnús er
aðaleigandi Avion Group, sem á
og rekur flugfélögin Air Atlanta
og Excel Airways.
Vika Frá áramótum
Actavis -10% 5%
Atorka -1% 2%
Bakkavör 2% 45%
Burðarás -2% 17%
Flaga Group -1% -19%
FL GROUP -2% 46%
Íslandsbanki -2% 17%
Kaupþing Bank hf. -1% 19%
Kögun -1% 32%
Landsbankinn -1% 34%
Marel 0% 15%
Og fjarskipti -3% 28%
Samherji 0% 9%
Straumur 0% 24%
Össur -4% 1%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Eign Magnúsar í Sam-
son um 12 milljarðar
Ekki er endanlega búið að ganga frá sölu Magnúsar Þor-
steinssonar á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi og
Samson Global Holding. Félögin eiga hluti í Landsbankan-
um og Burðarási fyrir um 80 milljarða króna.
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
Útbreiðsla dag-
blaða í heim-
inum jókst
á síðasta
ári um
rúm tvö
prósent.
, , Þ e t t a
hefur verið frá-
bært ár fyrir
blaðaútgáfu,“ sagði
Timothy Balding,
talsmaður Alþjóða-
samtaka dagblaða,
og bætti við: ,,Það
er langt síðan við höfum séð
svona sölutölur. Það er greinilegt
að dagblöð eru í
mikilli sókn í
heiminum“.
S a l a
a u g l ý s -
inga í dag-
blöð jókst á
sama tíma-
bili um fimm
prósent og
hefur ekki verið
meiri síðan árið
2000.
Daglega seljast
395 milljónir dag-
blaða í heiminum, þar af um
fjórðungur í Kína. -jsk
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
Burðaráss, segir aðra aðila hafa
sýnt félaginu áhuga en betra
verð fáist nú fyrir Eimskip en
áður hafi verið boðið.
Fyrir fjórum mánuðum höfðu
forsvarsmenn FL Group áhuga á
að kaupa Eimskip af Burðarási
en ekkert varð af því. Verðhug-
myndir Burðaráss voru mun
hærri en væntanlegir kaupendur
voru tilbúnir að greiða. Þeir
vildu greiða um 20 milljarða
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins en Burðarás vildi fá
mun hærri fjárhæð fyrir Eim-
skip.
Verðið sem Avion greiddi
fyrir Eimskip er því með hærra
móti en Burðarás fær þó ekki
allt söluvirðið greitt í peningum.
Avion greiðir um níu milljarða
með bréfum í félaginu.
Virði Eimskips samkvæmt
greiningardeildum bankanna
hefur verið í kringum 20 millj-
arða að undanförnu. Greiningar-
deild Íslandsbanka sendi frá sér
verðmat í gær sem hljóðaði upp á
21 milljarð króna. Landsbankinn
mat Eimskip á um 19 milljarða á
síðasta ári. KB banki hefur ekki
sent frá sér verðmat. -dh
Betra verð en áður hefur verið boðið
Verðið nokkuð hærra en verðmat bankanna en á móti kemur að greiðslan
er að hluta til í bréfum í Avion Group.
Lykilmenn selja í Nýherja
Verð á hlutabréfum í norska lax-
eldisfyrirtækinu Pan Fish hækk-
aði um fimmtung í norsku kaup-
höllinni á mánudag. Félagið
seldi nýtt hlutafé fyrir 200 millj-
ónir norskra króna þar sem eft-
irspurn var fjórum sinnum
meiri en framboð. Upphæðinni
verður varið til að endurfjár-
magna félagið. Sérfræðingar
spá því að félagið verði jafnvel
yfirtekið en mikið skattalegt
hagræði getur fylgt því að yfir-
taka það.
Henning Lund, hjá Kaupþing
banka í Noregi, mælir með
kaupum í Pan Fish að því er
kemur fram hjá Dow Jones-
fréttaþjónustunni. Bankinn
segir að verðmatsgengi á félag-
inu sé 1,5 norsk króna en loka-
gengi mánudagsins var 1,33
norskar krónur.
„Þetta er í fyrsta skipti í tvö
ár sem mælt er með kaupum í
Pan Fish,“ segir Valdimar Hall-
dórsson, sérfræðingur hjá grein-
ingu Íslandsbanka, en fyrirtækið
hefur lækkað gríðarlega á
undanförnum árum. „Verð á
frystum og ferskum laxi hefur
verið á uppleið og lítur út fyrir
að það sé bjartara yfir rekstri
Pan Fish en oft áður.“ - eþa
MAGNÚS ÞORSTEINSSON, STJÓRNARFORMAÐUR AVION GROUP Ætlar að einbeita
sér að fjárfestingum í almennri flutningastarfsemi.
PAN FISH HÆKKAR Hlutafjárútboð Pan
Fish gekk vel og var mikil umframeftir-
spurn. Verð á hlutabréfum í Pan Fish
hækkaði um 20 próesent á norska mark-
aðnum í gær.
Pan Fish hækkar mikið
Íþróttavöruframleiðandinn Nike
hefur hótað að rifta samningi sín-
um við enska knattspyrnuliðið
Manchester United, bæti liðið
ekki frammistöðu sína. Samn-
ingurinn er til þrettán ára og
var undirritaður árið 2002.
„Chelsea vann deildina á
síðasta ári, Arsenal bikarinn
og Liverpool Evrópukeppn-
ina. Það er því hægt að halda
því fram að Manchester United
sé fjórða besta liðið á Englandi í
dag“, sagði Ian Todd, varaforseti
markaðsdeildar Nike.
Samningurinn er metinn á 35
milljarða króna og er stærsti
samningur sem íþróttavörufram-
leiðandi hefur gert við knatt-
spyrnulið.
Í samningnum er kveðið
á um að hann skuli endur-
skoðaður sumarið 2008.
Talið er fullvíst að
Malcolm Glazer, hinn
nýi eigandi Manchest-
er United, sé ekki sátt-
ur við þessa þróun, enda
koma tólf prósent árstekna
félagsins frá samningn-
um við Nike. - jsk
Nike hótar
United
Segist íhuga að rifta
treyjusamningi sínum
við Manchester United.
DAGBLÖÐ
Útbreiðsla dagblaða jókst
í heiminum í fyrra. Daglega
seljast 395 milljónir eintaka.
Aukin útbreiðsla dagblaða
Hóparnir verði klárir í júlí
Tveimur vikum áður en fjárfest-
ar skila inn bindandi tilboðum í
Símann þurfa þeir að vera búnir
að mynda fjárfestahóp með
minnst þremur óskyldum aðilum.
Þeir hópar þurfa að uppfylla skil-
yrði einkavæðingarnefndar um
eignatengsl eins og gilti um þá
sem skiluðu inn óbindandi tilboð-
um.
Morgan Stanley sem aðstoðar
einkavæðingarnefnd við sölu
Símans, mun nú senda þeim tólf
bjóðendum sem halda áfram í
söluferlinu bréf þar sem þeim
verður boðið að kynna sér svo-
kallað gagnaherbergi Símans og
halda kynningarfundi. Á grund-
velli þeirrar vinnu munu bjóð-
endur ákveða hvort þeir skili inn
bindandi tilboðum og hvaða verð
þeir bjóði í fyrirtækið.
Samkvæmt einkavæðingar-
ferlinu er miðað við að bindandi
tilboð í Símann berist í lok júlí
næstkomandi. – bg
Nokkrir af æðstu yfirmönnum
Nýherja hafa frá því í mars á
þessu ári verið að
selja hlutabréf sín
í fyrirtækinu.
Þórður Sverrisson,
forstjóri Nýherja,
segist engar
áhyggjur hafa af
þessu. Menn hafi
ýmsar ástæður
fyrir því að selja.
Ekki sé óeðlilegt
að æðstu yfirmenn þurfi að losa
um fé. Sumt af þessu hafi verið
skammtímafjárfesting.
Þorvaldur Jacobsen, fram-
kvæmdastjóri kjarnalausna Ný-
herja, sem seldi fyrir rúma millj-
ón í fyrradag, segir að gengi
hlutabréfanna hafi verið hag-
stætt. Menn hafi verið að nýta
sér það og ekkert annað felist í
þessu.
Í gær hafði gengi hlutabréfa í
Nýherja hækkað um 20,6 prósent
frá áramótum og var 12,5. - bg
Dags. Nafn/staða Söluvirði* Virði**
30. maí Þorvaldur Jacobsen 1.353 100
frkvstj. kjarnalausna
19. maí Erling Ásgeirsson 30.750 0
frkvstj. notendalausna
25. apríl Tómas Jónsson 1.830 50
lögfræðingur
23. marsFriðrik Þ. Snorrason 417 0
markaðsstjóri
22. marsKristján Jóhannsson 1.718 0
frkvstj. hugbúnaðarlausna
* Söluvirði í þúsundum króna
** Eign í þúsundum króna eftir viðskiptin
V I Ð S K I P T I
Y F I R M A N N A N N A
ÞÓRÐUR
SVERRISSON
Menn eru að
losa um fé.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
l