Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN10
F R É T T A S K Ý R I N G
Félagarnir segja mikla grósku vera í
frumkvöðlafræðunum. Fræðigreinin sé
ung og því í sífelldri þróun. Hjorth segir
að árið 1994 hafi til að mynda einn há-
skóli í Svíþjóð verið með fræðin á nám-
skránni en nú séu þeir átta, og mikið fjör
í bókaútgáfu: „Það má segja að greinin
sé á unglingsaldri. Það er spennandi því
þá gefst mikið rúm fyrir nýbreytni og
frumlega hugsun“.
Hjorth og Stayert segjast trúir fræð-
unum og því hafa þeir ákveðið að þetta
verði síðasta ráðstefnan í röðinni: „Ég
held að það sé við hæfi að setja punktinn
núna, annars er hætt við að úr verði ein-
hvers konar stofnun og það væri ekki
viðeigandi fyrir menn sem leggja stund
á frumkvöðlafræði“, segir Hjorth.
Aðspurðir af hverju Ísland hafi orðið
fyrir valinu segja þeir það rökrétt fram-
hald af þemanu. Land sem þekkt sé fyrir
eldfjöll og eldgos sé tilvalinn staður
fyrir fund sem hafi eld að einkennis-
merki.
Einnig hafi Ísland verið viðeigandi
staðsetning í ljósi umfjöllunarefnanna.
Hagkerfið hér sé á fleygiferð og hluta-
bréfamarkaðurinn með þeim líflegustu í
veröldinni. Listahátíð í Reykjavík geri
svo tenginguna við fagurfræðin enn
augljósari en ella.
Aðspurðir hvernig ráðstefnan hafi
gengið fyrir sig segja þeir margt áhuga-
vert hafa komið fram. Ekki síst sé fræð-
andi að bera saman viðhorf bandarískra
fræðimanna annars vegar og evrópskra
hins vegar:
„Í Bandaríkjunum er hugmyndin um
frumkvöðulinn nánast orðin menningar-
lega inngróin. Þar reyna átta prósent
þjóðarinnar að hefja eigin rekstur og
reynt er að ýta undir frumkvöðlastarf-
semi á öllum sviðum þjóðfélagsins, í Sví-
þjóð er þetta hlutfall eitthvað um þrjú
prósent,“ segir Hjorth.
Stayert segir Evrópumenn tortryggn-
ari gagnvart markaðsáherslum en
Bandaríkjamenn. „Evrópumenn hafa
ýmis önnur gildi í heiðri. Til dæmis
mætti nefna áhersluna á velferð, sem
alla tíð hefur verið mun meiri í Evrópu
og þá kannski sér í lagi á Norðurlöndun-
um.“
Stayert telur að þrátt fyrir að í ís-
lensku viðskiptalífi sé mikil gróska og
hlutfall frumkvöðla með því mesta sem
gerist sé Ísland frekar skylt Evrópu en
Bandaríkjunum í þessum efnum. Hér
séu samfélagsleg gildi ekki síður mikil-
væg en markaðsgildin. - jsk
Að beisla eldmóðinn
Á dögunum var haldin á vegum Háskólans í Reykjavík ráðstefna í frumkvöðlafræðum. Ráðstefnan var sú
fjórða í ráðstefnuröð sem hóf göngu sína árið 2001. Þema ráðstefnunnar var eldur, og umfjöllunarefnið
annars vegar áhrif frumkvöðla á hið pólitíska landslag og hins vegar samband frumkvöðla- og fagurfræða.
Jón Skaftason hitti fyrir tvo af skipuleggjendum ráðstefnunnar, þá Daniel Hjorth, prófessor við Växjö-
háskólann í Svíþjóð, og Chris Stayert, sem kennir við háskólann í St. Gallen í Sviss.
DANIEL HJORTH OG CHRIS STAYERT,
SÉRFRÆÐINGAR Í FRUMKVÖÐLA-
FRÆÐUM Segja áhugavert að bera saman
viðhorf bandarískra fræðimanna og evr-
ópskra.
Hvað er
frumkvöðlastarfsemi?
Frumkvöðlastarfsemi er skilgreind
sem sérhver tilraun til þess að hefja
sjálfstæða viðskiptastarfsemi, til
dæmis með stofnun fyrirtækis.
Þannig teljast þeir einstaklingar
stunda frumkvöðlastarfsemi sem
undirbúa stofnun fyrirtækis eða hafa
nýlega stofnað fyrirtæki.
Hvað eru
frumkvöðlafræði?
Frumkvöðlafræði snúast um að
rannsaka hvernig viðskiptatækifæri
verða til, hvernig einstaklingar koma
auga á þau og hrinda þeim í fram-
kvæmd og hvaða einstaklingar það
eru sem stunda þessa starfsemi.
▲
Paul du Gay er prófessor í
félags- og skipulagsfræðum við
Open University í Milton
Keynes á Englandi. Hann hefur
fjallað mikið um þær breytingar
sem áttu sér stað í stjórnartíð
Margaret Thatcher og gagnrýnt
það sem kallað er enterprise
culture eða frumkvöðlavæðing
samfélagsins. Du Gay var
staddur á Íslandi á dögunum í
tilefni af frumkvöðlaráðstefnu á
vegum Háskólans í Reykjavík.
Jón Skaftason náði tali af hon-
um í Listasafni Reykjavíkur.
Du Gay segir Thatcher, sem tók við stjórn-
artaumunum í Bretlandi 1979, hafa talið
hugarfar frumkvöðulsins nauðsynlegt á
öllum stigum þjóðfélagsins ætti breska
hagkerfið að rétta sig við og Bretland að
losna við ímynd sína sem „hinn veiki
maður Evrópu“.
Aðferðin til að ná fram þessum þjóð-
félagslegu, og raunar ekki síður hugar-
farslegu, breytingum væri að koma að
markaðslausnum á sem flestum stigum
þjóðfélagsins. Opinber rekstur ætti að
líkjast einkarekstri eins og mögulegt
væri.
Hið búrókratíska kerfi sem byggt var á
hugmyndum Max Weber væri ekki lengur
skilvirkt. Það væri hægvirkt, engin hvatn-
ing fyrir starfsfólk til að skara fram úr og
of mikil áhersla væri lögð á ferlið sjálft á
kostnað árangurs.
Með þetta í huga var ráðist í gríðarlega
einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum, mikið
var lagt upp úr að minnka alla skrif-
finnsku og ýtt undir vöxt smáfyrirtækja.
Du Gay segir að fyrst núna sé djúp-
stæðra viðhorfsbreytinga að verða vart.
Hann taki sérstaklega eftir þessu í starfi
sínu sem háskólakennari: „Það virðist
enginn stefna á frama í stjórnmálum eða
innan stofnana ríkisins lengur. Það tala
allir um viðskiptahugmyndir og sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Markaðs-
módelinu er tekið sem sjálfsögðum hlut“.
Du Gay segir það vissulega rétt að lífs-
gæði hafi batnað og laun hækkað undir
stjórn Thatcher og nú Tonys Blair en á
móti komi að félagsþjónusta hafi minnkað
til muna og því fari stærri hluti launa í
þjónustu sem áður hafi verið á hendi ríkis-
ins: „Hagkerfið er á vissan hátt falskt, og
því má ekki bera saman tölur um innkomu
fyrir og eftir byltingu Thatcher gagnrýni-
laust“.
Frumkvöðlavæðingin hafi líka haft ým-
islegt neikvætt í för með sér. Svo virðist
sem enginn viti hver beri ábyrgð á
nokkrum sköpuðum hlut. Meira að segja
sé svo að í Bretlandi, þar sem ráðherra-
ábyrgð hafi ávallt verið mikil og ráðherr-
ar möglunarlaust vikið ef grunur hafi
komið upp um misferli, séu ráðherrar í
auknum mæli farnir að varpa ábyrgðinni
yfir á einhverja aðra.
Ef upp komi vandamál í háskólum eða á
spítölum bendi ráðherrarnir á að um sjálf-
stæða rekstraeiningu sé að ræða og segist
ekkert hafa yfir henni að segja. Þetta
hljóti að vera slæmt fyrir lýðræðið.
Einnig séu reglur ekki nægilega skýr-
ar, sem hafi orðið til þess að ýmis gömul
vandamál sem menn héldu sig lausa við
hafi skotið aftur upp kollinum: „Klíku-
skapur virðist vera að aukast. Þetta
kemur ekki síst niður á konum á vinnu-
markaðnum. Mikið er um strákaklíkur
sem ráða bara inn jakkafataklædda félaga
sína“.
Tækifærum til spilltra vinnubragða
hafi líka fjölgað. Það sé afleiðing lauslegri
reglna, sem geri mönnum kleift að fara
frjálslega með fé: „Þrýstingur um sífellt
aukna framleiðslu og að vera í farar-
broddi hins nýja hnattvædda heims hefur
eflaust eitthvað um þetta að segja“.
Hann segir að með þessu móti hafi
tapast milljarðar króna í Bretlandi og í
Bandaríkjunum hafi svipaðir hlutir átt sér
stað: „Flestir muna eftir Enron-hneyksl-
inu, þar sem fótunum var kippt undan
fjölda manns á augabragði“.
Du Gay telur þó að Norðurlöndunum
hafi tekist betur að flétta saman gamla
tíma og nýja. Hann hefur kynnt sér þessi
mál í Danmörku og virðist honum ásýnd
samfélagsins þar allt önnur og kannski
betri en í Bretlandi.
Hann varar Íslendinga við að fara of
hratt í sakirnar: „Kannski hefði verið
betra fyrir okkur Breta að ráðast í breyt-
ingar á samfélaginu skref fyrir skref í
stað þess að gera þetta í einu stökki. Auð-
vitað er nauðsynlegt að nútímavæða en
það verður líka að halda eftir því sem
gamalt er og hefur sannað gildi sitt“.
,,Allir tala um sjálfstæðan rekstur“
PRÓFESSOR PAUL DU GAY Segir Breta undir stjórn Thatcher hafa farið of hratt í frumkvöðlavæðingu sína.