Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 40

Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 40
Napóleon Bonaparte sagði eitt sinn að þegar Kína vaknaði myndi jörðin skjálfa. Kína er vaknað og íslenskt viðskiptalíf iðar af til- hlökkun. Yfir 200 manna hópur úr íslensku viðskiptalífi lagði leið sína til Kína í fylgd með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands. Mörg fyrirtæki skrifuðu undir samn- inga við Kínverja og gefa þeir samningar til kynna að viðskipti milli landanna muni aukast. Þessi viðskipti snúast um allt frá hita- veitu til tísku, og vonandi allt þar á milli enda eru tækifærin mýmörg. Fylgd forseta Íslands skipti mjög miklu máli að mati kínverskra fyrirtækja og fannst Kínverjum merkilegt hversu mikinn áhuga forsetinn sýndi fulltrúum fyrirtækjanna. Ólafur Ragnar heimsótti fyrirtæki sem eru í eigu og tengjast Íslendingum í Kína. Einnig var hann viðstaddur undirritun ýmissa samn- inga og töldu Kínverjar nærveru hans mjög þýðingarmikla. Íslendingar fluttu vörur fyrir um tíu millj- arða frá Kína á síðasta ári. Þar af nam inn- flutningur Norvikur-samstæðunnar um millj- arði og Hagkaup flutti inn vörur fyrir á bilinu 700 til 900 milljónir. Oasis-verslun var opnuð af Dorrit Moussaieff meðan á heimsókn for- setans stóð. Stór hluti af vörum sem seldar eru í verslunum Oasis er framleiddur í Kína. Í Kína er markaður fyrir íslenskar vörur á borð við fisk og svo má auðvitað líkja landinu við verksmiðju heimsins. NEYTENDUR FRAMTÍÐARINNAR Á fundi á vegum sendiráðs Íslands í Kína og Útflutningsráðs kynnti Þjóðverjinn Georg Wuttke hvernig viðskipti í Kína fara fram og hver árangurinn af þeim hefur verið. Wuttke starfar hjá þýska fyrirtækinu BASF, sem hefur átt viðskipti við Kínverja allt frá árinu 1885. Hann lagði áherslu á að Kínverjar hefðu aukið mikið neyslu sína á flestum vörum. Wuttke sagði að það blekkti mjög ferðamenn að sjá Ferrari og aðrar glæsibif- reiðar því að þær væru einungis toppurinn á MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Búast má við stórauknum viðskiptum Íslendinga við Kína í kjölfar heimsóknar forseta Íslands og yfir 200 manna viðskiptasendinefndar til Kína. Kínverjar verka meðal annars íslenskan fisk og sauma föt fyrir íslensk fyrirtæki. Starfsemi fyrirtækja í eigu Íslendinga er orðin mjög alþjóðleg og tækifæri virð- ast á hverju strái í Kína. En þó er ýmislegt sem ber að varast og íslenskir viðskiptahættir duga skammt í Kína. Dögg Hjaltalín brá sér til Kína og fylgdist með dagskránni þar. Fr ét ta bl að ið /K G B , D ög g KJARTAN ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FAKTA, ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORSETI ÍSLANDS, DORRIT MOUSSAIEFF OG GUÐNI B. GUÐNASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ANZA, ÁSAMT KÍNVERJUM Í PEK- ING Forsetahjónin stilltu sér upp með forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja og kínverskum gestum þeirra. Kína er vaknað Hagkerfið í Kína er ein- faldlega það hagkerfi sem vex hraðast í heiminum. Til dæmis útskrif- ast 350 þúsund verkfræðingar í Kína á ári. KÍNAMÚRINN Tákn um hversu mikið stórveldi Kína var fyrr á öldum. Á VIÐSKIPTAÞINGI Í PEKING VAR MARGT UM MANNINN Fulltrúar íslenskra og kínverskra fyrirtækja ræða málin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.