Fréttablaðið - 01.06.2005, Síða 42
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN14
F Y R I R T Æ K I
F Ó L K Á F E R L I
Einar Bárðarson, eigandi um-
boðsskrifstofunnar Concert og
umboðsmaður stúlknahljóm-
sveitarinnar Nylon, segir besta
ráð sem hann hafi fengið vera að
vakna snemma á morgnana og
leggja hart að sér það sem eftir
lifi dags.
Einar segir eldri félaga sinn
hafa kennt sér þetta: „Hann
hringdi einhverju sinni um hálf-
tíuleytið og náði ekki í mig. Síðan
frétti hann að ég hefði verið
steinsofandi, hundskammaði mig
og sagði menn aldrei ná árangri í
lífinu nema með því að vakna
snemma á morgnana og vera
duglegir allan daginn“.
Einar segist taka mikið mark
á vininum dularfulla enda maður
sem hafi náð langt í lífinu og viti
hvað hann syngi: „Þetta hefur
verið mér ofarlega í huga alla tíð
síðan og reynst mér vel þótt ég
segi sjálfur frá. Það þarf ekki
alltaf að vera að flækja hlutina“.
- jsk
B E S T A R Á Ð I Ð
Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies
er alls ekki dæmigert kínverskt fyrirtæki
því það starfar í hátt í hundrað löndum og
selur vörur sínar til margra
stærstu fjarskiptafyrirtækja
heims. Huawei skrifaði
nýlega undir samning
við Novator, félag í
eigu Björgólfs Thor
Björgólfssonar, um
samstarf á sviði fjar-
skiptatækja. Eins og
kunnugt er ætlar Björg-
ólfur sér stóra hluti í fjar-
skiptafyrirtækjum í Evrópu.
Hjá Huawei starfa 24 þúsund manns og
þar af eru 3.400 erlendir starfsmenn.
Huawei var stofnað 1988 og er fyrirtækið
í einkaeigu og hefur alltaf verið. Starfsemi
Huawei snýst um rannsóknir og þróun,
framleiðslu og markaðssetningu á fjar-
skiptatækjum og býður það upp á sérsniðnar
lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki um allan
heim.
ÚTFLUTNINGUR TVÖFALDAST ÁRLEGA
Huawei hefur verið alþjóðlegt fyrirtæki í
mörg ár og selur nú til yfir 90 landa. Þar á
meðal eru Indland, Bretland, Frakkland,
Þýskaland, Spánn, Bandaríkin og Rússland.
Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum verð-
ur sala fyrirtækisins á þessu ári 8,5 milljarð-
ar dollara, tæplega 550 milljónir króna.
Útflutningur Huawei verður meira en fimm
milljarðar dollara á þessu ári, um 320 millj-
arðar króna.
Sala Huawei í fyrra nam 5,58 milljörðum
dollara, sem er 45 prósenta aukning
milli ára, þar af voru 2,28
milljarðar dollara af al-
þjóðlegri sölu. Útflutn-
ingur Huawei hefur
meira en tvöfaldast á
hverju ári frá árinu
1999 og er útflutning-
ur nú meira en helm-
ingur af allri veltu félags-
ins og markar það ákveðin
tímamót.
Samstarfsaðilar fyrirtækisins eru yfir 400
og meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru 22 af
50 stærstu fjarskiptafyrirtækjum heimsins.
Í BusinessWeek er fjallað um fyrirtækið
undir fyrirsögninni; Huawei, meira en lókal
hetja. Fjölmiðlar í Kína og víðar hafa sýnt
fyrirtækinu mikinn áhuga. Jafnvel hefur því
verið líkt við alþjóðarisann Cisco.
ÁHERSLA Á RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN
Eitt af lykilatriðum í starfsemi Huawei er
mikil áhersla á rannsóknir og þróun og vinn-
ur nærri helmingur starfsfólks Huawei við
rannsóknir og þróun. Á hverju ári fjárfestir
Huawei meira en 10 prósent af sölutekjum í
rannsóknir og þróun. Þetta er gert til að
tryggja stöðugan og fullnægjandi vöxt og til
að standa einu skrefi framar en samkeppnis-
aðilarnir.
Huawei leggur áherslu á að starfa í sam-
vinnu við leiðandi alþjóðafyrirtæki bæði í
framleiðslu og markaðssetningu. Huawei
hefur meðal annars starfað með Texas
Instruments, Motorola, Microsoft, Intel og
Sun Microsystems.
Huawei er fyrirtæki sem er gott dæmi um
hversu langt Kínverjar geta náð í hátækni
með mikilli áherslu á rannsóknir og þróun og
stenst fullkomlega gæðakröfur Vesturlanda.
Huawei er með um 55 skrifstofur víðs
vegar um heiminn. Huawei hefur einnig sett
upp rannsóknarstofur í Dallas, Silicon Valley,
Bangalore, Stokkhólmi, Moskvu, Peking og
Shanghai.
SAMSTARF VIÐ NOVATOR
Novator, sem er í eigu Björgólfs Thor Björg-
ólfssonar, skrifaði undir samstarfssamning
við Huawei í Kína nýlega. Samningurinn
felur í sér áhuga á frekari samstarfi milli
félaganna. Búlgarski síminn BTC hefur átt
viðskipti við Huawei og frekara samstarf er
væntanlega fram undan.
Huawei er orðið leiðandi birgir í fjar-
skiptageiranum, sem fer ört vaxandi. Ef
miðað er við markaðshlutdeild er Huawei
fremst eða mjög framarlega þegar kemur að
mörgum tækninýjungum. Huawei er einnig
einn af fáum birgjum í heiminum sem bjóða
upp þriðju kynslóð farsíma. Ef Novator nýtir
fjarskiptaleyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma í
Póllandi má gera ráð fyrir að Huawei verði
samstarfsaðili þess.
Huawei
Velta á árinu: 8,5 milljarðar dollara
Útflutningur: Yfir fimm milljarðar dollara
Fjöldi starfsmanna: 24 þúsund
Kínverskur fjarskiptarisi
Huawei er eitt af fáum kínverskum fyrirtækjum sem eru þekkt á alþjóðavettvangi.
Fyrirtækið selur fjarskiptakerfi til yfir 90 landa og kemur um helmingur af tekjum
fyrirtækisins frá útflutningi. Dögg Hjaltalín skoðaði fyrirtækið nánar og komst að
því að áhersla fyrirtækisins á rannsóknir og þróun hefur margborgað sig. Huawei
framleiðir og selur nánast allt sem við kemur fjarskiptatækjum og tólum.
SIGÞÓR SAMÚELSSON hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri
Teymis og hefur
hann hafið störf.
Hann hefur verið
markaðsstjóri Teym-
is undanfarin ár en
hann hefur verið
sölu- og markaðs-
stjóri Teymis frá ár-
inu 1999. Sigþór var að klára rekstrar-
og viðskiptanám við Endurmenntun Há-
skóla Íslands. Hann er með stúdents-
próf frá Menntaskólanum í Reykjavík.
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON hefur verið ráðinn
forstjóri Icelandic Group, áður SH. Hann
er vélaverkfræðing-
ur frá HÍ og lauk
hann jafnframt fram-
haldsnámi í iðnaðar-
og rekstrarverkfræði
frá DTH í Kaup-
mannahöfn. Þórólfur
hefur víðtæka
reynslu af markaðsmálum og stjórnun.
Hann var framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs hjá Marel í sex ár og
sama starfi gengdi hann síðar hjá Olíu-
félaginu hf. Hann varð fyrsti forstjóri
Tals hf. og síðar borgarstjóri í Reykjavík
á árunum 2003-2004. Þá hefur hann ver-
ið virkur í félagsmálum auk þess hann
hefur setið í stjórnum nærri tuttugu
fyrirtækja og stofnana.
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON UNDIRRITAR SAMSTARFSSAMNING VIÐ HUAWEI FYRIR HÖND NOVATOR Huawei starfar í hátt í hundrað löndum og selur vörur til
stærstu fjarskiptafyrirtækja heims.
EINAR BÁRÐARSON, EIGANDI
CONCERT Segir eldri félaga sinn
hafa kennt sér að til að ná árangri
þurfi að vakna snemma og vera
duglegur allan daginn.
Vakna snemma
og vera duglegur
Sjálfvindu skeiðklukku
úrverk, kúpt safírgler með
afspeglun, handsaumuð
leðuról, einnig fáanlegt
í 18kt gulli.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/K
G
B
Mannabreyt-
ingar hjá WTO
Frakkinn Pascal Lamy hefur
verið útnefndur yfirmaður Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO). Hann mun taka við starf-
inu 31. ágúst þegar kjörtímabili
núverandi yfirmanns, Supachai
Panitchpakdi, lýkur.
Jaques Chirac Frakklandsfor-
seti óskaði landa sínum til ham-
ingju með nýja starfið og bætti
við: „Ég vona að undir stjórn
Lamy verði heimi hnattvæðing-
arinnar betur stýrt og að sam-
einingar gæti í stað sundrung-
ar“.
Lamy sagðist ætla að vinna að
frjálsari viðskiptaháttum og
tryggja hag þróunarríkja í al-
þjóðaviðskiptum. - jsk